Morgunblaðið - 09.12.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.12.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1975 5 EgHl Frlðlelfsson Jðn Asgelrsson Tónlistargagnrýnend- ur Morgunblaðsins VEGNA eindreginna tilmæla rit- stjóra Mbl. hefur Jón Asgeirsson tónskáld fallist á að halda áfram skrifum sínum um tónlist hér í blaðið, enda bera þeir fyllsta traust til hans. Þá hefur Egill Friðleifsson tón- listarkennari tekið að sér að skrifa tónlistargagnrýni að stað- aldri ásamt Jóni Asgeirssyni enda bera ritstjórar einnig til hans fyllsta traust, en þess ber að getá, að hann hefur orðið fyrir miklu persónulegu ónæði og óþægind- um vegna starfa sinna að undan- förnu. Jón Jónsson, forstjóri Hafrannséknastofnunarinnan Brezki sjávarútvegs- ráðherrann hefur misskilið skýrsluna I FRAMHALDI af þeirri yfirlýs- ingu Fred Peart, sjávarútvegsráð- herra Breta, að ástand þorsk- stofnsins við tsland væri ekki eins alvarlegt og fslenzkir fiski- fræðingar segðu, hafðí Mbi. sam- band við Jón Jónsson, forstjóra Hafrannsóknastofnunarinnar. Jón hafði eftirfarandi að segja um ummæli Peart: Ég ætla ekki að fara að deila við sjávarútvegsráðherra Breta um ástand fiskstofnanna við tsland, Jðn Jónsson. en mér sýnist hann hafa misskilið skýrslu íslenzku og brezku fiski- fræðinganna um áhrif veiðanna á fslenzka þorskstofninn. A fundi brezkra og islenzkra fiskifræð- inga hér f Reykjavík í fyrri mán- uði viðurkenndu Bretar þau gildi sem íslenzkir fiskifræðingar hafa sett á fiskveiðidánartöluna, en í upphafi viðræðnanna héldu þeir fram talsvert lægri dánartölu en viðurkenndu þó að lokum niður- stöður okkar hvað þetta varðar. Þegar þetta gildi er fundið þarf ekki nema tiltölulega einfalda út- reikninga til þess að reikna út magn fisks í sjónum árið eftir og að ákvarða leyfilegan hámarks- afla enda er sú viðmiðun sem við notum um það atriði sú sama og Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur notað undanfarin ár. Eins og kom fram f hinni sam- eiginlegu skýrslu sem reyndar birtist f Mbl. fyrir nokkru bar nokkuð á milli mats okkar og brezku fiskifræðinganna á kom- andi árgöngum. Við notuðum árangur af seiðarannsóknum undanfarinna ára enda er það einasta sem vitað er um styrk- leika þeirra árganga sem ennþá eru ekki komnir inn í veiðina en Bretar sem ekkert hafa gert á þessu sviði hér við land undan- farin ár vildu ekki fallast skil- yrðislaust á þessar niðurstöður og vildu heldur nota meðaltöl um styrkleika þessara árganga á undanförnum árum eftir að þeir eru komnir í veiðina. Þrátt fyrir þessar mismunandi aðferðir, bar nú ekki meira á milli en svo, að með íslenzku aðferðinni fengum við leyfilegan hámarksafla á þorski 230 þúsund tonn en með aðferð þeirri sem brezku fiski- fræðingarnir vildu hafa var leyfi- legur hámarksafli 265 þúsund tonn. Jafnvel tölur brezku fiski- fræðinganna gefa ótvírætt til kynna, að nauðsyn sé á umtals- verðri minnkun á heildarafla 1976 þegar við höfum í huga að á árinu 1974 varð heildarþorskafl- inn við Island 375 þúsund tonn. Að segja að íslenzkir fiskifræð- ingar hafi mistúlkað niðurstöður fundarins er algjörlega út í hött. Þessi sameiginlega skýrsla hefur þegar birzt í einu íslenzku dag- blaðanna, Mbl., og er því hægur vandi að bera hana saman við túlkun okkar á henni. Rúður brotnuðu í 30 húsum í Neskaupstað Neskaupstað, 8. desember. AFTAKAVEÐUR var i Neskaup- stað f fyrrinótt og urðu af þvf allmiklar skemmdir. Meðal annars fauk þak af húsi harðfisk- gerðarinnar Clipper, tveir gamlir nótabðtar fuku og nokkur fbúðar- hús skemmdust af völdum þak- platna sem skullu á þeim. Þá munu rúður hafa brotnað f um 30 húsum. Það var um kl. 02 sem byrjaði að hvessa og smám saman jókst veðurhamurinn þar til hann varð mestur á milli 4 og 5. Veðrið stóð af norðvestri og kom síðan út yfir bæinn úr Borgarkrók. A meðan mestu lætin voru í veðrinu munu allflestir bæjarbúar hafa verið klæddir og ekki orðið svefnsamt fyrr en veður lægði upp úr kl. 5. Á milli kl. 4 og 5 voru gífurleg Iæti í bænum. Þakið fór þá af húsi Clippers, ennfremur skemmdist timburhús, sem stóð við Urðar- teig, mjög mikið, en f því var ekki búið. Nokkur hús í smíðum Framhald á bls. 38 LÆKJARGÖTU 2 - SÍMI FRA SKIPTIBORÐI 28155 Úrvalið eykst um ■Á JAKKAFÖT með og án vestis o ★ STAKIR JAKKAR úr velvet og riffluðu flaueli BLAZER JAKKAR margir litir it STÓRKOSTLEGT ÚRVAL af herra peysum og skyrtum it BLÚSSUR OG PEYSUR fyrir dömur nýkomið mikið úrval it KÁPUR úr riffluðu flaueli og ull með og án hettu ★ HETTUPEYSUR * BINDI OG SLAUFUR ★ NÆRFÖT 'Á' STAKAR BUXUR úrval af sniðum og litum. TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS KARNABÆR AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 2Oa Sími frá skiptiborði 281 55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.