Morgunblaðið - 09.12.1975, Page 12
12
---- ........................ 1 ■ ■ 1
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1975
Æskulýðsráð ríkisins:
3500 manns á félags-
málanámskeiðum
ÆSKULÝÐSRÁÐ ríkisins hefur sl. 3 ár beitt sér fyrir
samræmdu átaki í félagsmálafræðslu æskulýðsfélaga og?
samtaka. Á vegum ráðsins var samið námsefni fyrir
félagsmálanámskeiðin, einnig hefur ráðið veitt æsku-
lýðsfélögum nokkurn fjárhagslegan stuðning við fram-
kvæmd slíkra námskeiða. Ásókn í þetta námsefni hefur
síðan vaxið mjög og hafa ýmis önnur félög ásamt skólum
á öllum skólastigum óskað samstarfs og aðstoðar Æsku-
lýðsráðs við slíka fræðslu. Á þessum þremur árum hafa
verið haldin 140 féla^smálanámskeið og hafa þátttakend-
ur í þeim verið samtals 3500.
I fréttatilkynningu frá Æsku-
lýðsráði ríkisins er bent á að
meðal þeirra verkefna, sem mest
eru aðkallandi i starfi æskulýðs-
félaga óg -samtaka nú er þjálfun
og fræðsla forystumanna þeirra
og leiðbeinenda. Segir í til-
kynningunni að með aukinni
þekkingu á stjórnun og rekstri
félaga og skipulegum vinnubrögð-
um ásamt virkari þátttöku félags-
manna i funda- og félagsstarfi
megi efla mjög alla almenna
félagsstarfsemi.
Auk þess að beita sér fyrir að
samið yrði námsefni fyrir félags-
málanámskeiðin, hefur Æsku-
lýðsráð ríkisins efnt til 8 nám-
skeiða fyrir umsjónarmenn
félagsmálanámskeiðanna og fór
það siðasta fram um mánaðamót-
in okt. — nóvember að Flúðum í
Hrunamannahreppi og voru þar
mættir 30 fulltrúar landssamtaka
æskulýðsfélaga, héraðssambanda
og íþróttabandalaga.
Nú eru i undirbúningi fram-
haldsnámskeiö fyrir þá, sem sótt
hafa fyrrnefnd félagsmálanám-
skeið og er mikill áhugi á slikum
framhaldsnámskeiðum og segir i
tilkynningu ráðsins, að þess sé
vænzt að fjárveitingar til
þessa þáttar í starfsemi Æsku-
lýðsráðs ríkisins verði auknar,
þannig að samning og útgáfa
námsefnis og fjárhagslegur
stuðningur ráðsins við námskeiðs-
haldið geti orðið með eðlilegum
hætti.
Þessi mynd var tekin á jólafundi Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna, f Átthagasal
Hðtel Sögu s.L þriðjudagskvöld. Jólafundirnir hafa jafnan verið mjög vel sóttir,
og var svo einnig að þessu sinni.
INNLENT
12 ákeyrslur og vitni
vantar að þeim öllum
59 af 60 Húsvlking-
um hættu að reykja
Spara sér 4 milljónir á ári
Á ÁRI hverju verða tugir ef ekki hundruð bifreiðaeig-
enda \ Reykjavik fyrir því að ekið er á bifreiðir þeirra
og þær skemmdar, en sökudólgurinn stingur af án
þess að láta vita af sér. Bíleigandinn stendur uppi
með skaðann, nema þá að takist að hafa upp á
tjónvaldinum. Er helsta vonin að auglýsa eftir vitn-
Föstudaginn 7.11. Laust fyrir kl
20 45 var ekið á bifreiðina R-32994
Mercury fólksbifreið þar sem bifreiðin
var i stæði að Leifsgötu 18 Dökk-
græn Volkswagenbifr sást fara um
götuna umrætt sinn og að sögn sjónar-
votta var henni ekið á bifr R-32994,
en ökumaður stakk af Hann er beðinn
um að gefa sig fram við rannsóknarlög-
regluna Skemmdir v afturhlið og
höggvari
Miðvikudaginn 12.11 var ekið á
Minnispeningur
um 200 mílurnar
FYRIRTÆKIÐ ts-spor h.f.
hefur nú hafið framleiðslu og
sölu á minnispeningi í tilefni af
útfærslu íslensku fiskveiðilög-
sögunnar í 200 mílur. Minnis-
peningur þessi er hannaður af
> Jens Guðjónssyni gullsmið, sem
einnig hannaði 50 mílna Land-
helgispeninginn 1972. Land-
helgispeningurinn 200 mílur
1975 er gefinn út með sam-
þykki dómsmálaráðherra og
forstjóra Landhelgisgæzlunnar.
A framhlið peningsins er merki
Landhelgisgæzlunnar ásamt
textanum: Island 200 mílur 15.
okt. 1975. Myndin á bakhlið
peningsins á að tákna fslenskan
sjómann við vinnu sína á mörk-
um 200 mílnanna. Peningurinn
er framleiddur úr bronsi, silfri
og gulli.
um að ákeyrslunum I MorgunblaSinu, og hafa ótrú-
lega margar ákeyrslur upplýst á þann hátt. Hér á
eftir verður skýrt frá alls 12 ákeyrslum I Reykjavlk
a9 undanförnu, og er það ósk rannsóknarlögreglunn-
ar að þeir sem telja sig geta veitt einhverjar upplýs
ingar um eftirfarandi ákeyrslur hafi samband við sig:
bifreiðina Y-1 1 16, sem var mannlaus
við húsið Lágmúla 9, og stungið af
Sjónarvotta og ökum. vantar. H hlið og
hurð voru dælduð
Miðvikudaginn 12.11. milli kl
17.15—17 25 var ekið á bifr. R-
8757 Peugeot 404 rauða að lit þar
sem bifreiðin var við verzl. Fossberg
við Skúlagötu og dældaður afturhögg-
vari og fl Ökum stakk af frá árekstrin-
um
13.—14. nóv. var ekið á bifreiðina
R-33835, rauðan Volkswagen á tíma-
bilinu frá kl 1 8 30 þann 13. til 1 2.45
þann 14. nóv. og dældað vinstra fram-
bretti, hurð og afturbretti. Bifreiðin
stóð I botnlanga að raðhúsunum
Snekkjuvog 3—9, og var fyrir framan
nr 3 þegar ekið var á hana. Sá sem ók
á bifr R-33835 stakk af og er beðinn
um að gefa sig fram og svo vitni.
Föstudaginn 14.11 var ekið á bif-
reiðina R-45337 sem er Fiat 126
dökkrauður að lit. Ekið var á bifreiðina
þar sem hún var i stæði við aðalbygg-
ingu Háskólans Ákeyrslan varð milli
kl. 08.00—10.35. Bifreiðin var
skemmd á vinstra frambretti. farang-
ursloki, hurð og dyrapósti
Fimmtudaginn 20.11. var ekið á
bifreiðina R-772 sem er Vauxhall Viva
fólksbifreð. þar sem hún var við
Heilsuverndarstöðina Barónsstlgsmeg-
Framhald á bls. 30
Húsavfk, 6. des.
f GÆRKVÖLDI kom saman ð
Húsavfk 60 manna hópur sem
hætti að reykja 9. nóvember á
námskeiði fslenzka bindindis-
félagsins. Þar ákváðu þeir sem
hættu að reykja að stofna með sér
félagsskap og var skipuð 12
manna undirbúningsnefnd til
framhaidsstofnfundar.
Leiðbeinendur námskeiðsins,
Jón H. Jónsson og Gísli Auðuns-
son læknir, og frumkvöðull að
þessu námskeiði, Guðrún Sigfús-
dóttir, komu á fundinn og munu
starfa áfram með félaginu. Á
framhaldsfundi á að kanna full-
komlega raunverulegan árangur
af herferðinni en vegna þess að
fundurinn var boðaður með stutt- ■
um fyrirvara náðist ekki til allra
námskeiðsmanna. Af þeim 60 sem
mættu höfðu aðeins 4 tekið
sigarettu og þrfr þeirra ekki nema
nokkur stykki svo að segja má að
59 af þessum 60 séu hættir að
reykja. Sparnaður þeirra í 26
daga nam krónum 292.600 en á
ársgrundvelli mun sparnaðurinn
verða rétt um 4 milljónir.
Getið var framkominnar þings-
ályktunartillögu um herferð gegn
tóbaksreyningum og var lýst yfir
ánægju með það að hún skuli
fram komin, því með samstilltu
átaki sé sýnilegt að markverðum
árangri megi ná f þessum málum.
fréttaritari.
Morgunblaðið hafði samband
við Hauk Logason hjá Kaupfélagi
Þingeyinga og spurði hann hvort
tóbakssala hefði minnkað f sam-
bandi við herferðina miklu gegn
tóbaksreyningum sem verið hefur
í gangi f bænum að undanförnu.
Sagði Haukur að sala á tóbaki
hefði stórlega minnkað á undan-
förnum vikum.
Ný bók frá Leiftri:
Launhelgar
og lokuð félög
KOMIN ER hjá Leiftri bókin
„Launhelgar og lokuð félög“ eftir
sænskan prófessor i trúarbragða-
fræðum, Efraim Briem, en hann
er látinn fyrir 30 árum. Bókin er
tæpar 500 blaðsíður og Björn
Magnússon hefur íslenzkað hana.
Bókin var fyrst gefin út í Svíþjóð
1932.
Höfundur segir svo í formála:
„I riti þessu er gerð tilraun til
að lýsa þróun launhelgafélaga á
jörðu hér. Eins lengi og rann-
sakandi hugur manns fær rakið,
hefur djúpsett þrá eftir lífi, er
dauðinn fær eigi grandað, verið
rótfest í Iífi mannkyns. Þessi
Framhald á bls. 13
HALLVEIGAHSTIG t
Ö Handunnir
W AFRiKANSKIR A
❖ LISTMUNIR
VIRÐULEG JÓLAGJÖF U
RAFTjíEKI
1,4f ^ ^ ,a. u,
HUSGOGN