Morgunblaðið - 09.12.1975, Page 16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1975
16
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10 100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 40,00 kr. eintakið.
Tíðindasamt hefur ver-
ið á fiskimiðunum
við landið að undanförnu
og átök milli varðskipa,
togara, verndarskipa og
freigáta tíð. Það, sem fyrst
og fremst vekur athygli við
þessa atburði er, að varð-
skipum okkar hefur orðið
ótrúlega mikið ágengt við
að trufla veiðar brezkra
togara enda þótt við ofur-
efli hafi verið að etja.
Nokkrum sinnum hefur
varðskipunum hreinlega
tekizt að klippa á togvíra
brezkra togara enda þótt
að þeim hafi verið sótt úr
öllum áttum af togurum,
hjálparskipum, dráttar-
bátum og freigátum. Ef at-
burðarásin nú og í síðasta
þorskastríði er borin
saman kemur í ljós, að
fyrst eftir að herskipin
komu inn í íslenzka fisk-
veiðilögsögu í maí 1973
duttu klippingar niður í
byrjun en smátt og smátt
tókst varðskipunum að
hefja klippingar á ný þrátt
fyrir nærveru herskipanna
þá. Nú hefur varðskip-
unum' tekizt þegar í stað,
eftir innrás herskipanna,
að klippa á togvíra hvað
eftir annað og hafa því náð
mun skjótari árangri að
þessu sinni.
Þessi mikli árangur ber
auðvitað fyrst og fremst
vitni einstæðri hæfni skip-
herranna á varðskipunum
og áhafna þeirra. Þeir eiga
við ofurefli að etja og eru
fáliðaðir, ýmist eitt eða tvö
skip innan um fjölda
brezkra togara, freigáta,
hjálparskipum, dráttar-
báta. Þeir hafa við þessar
aðstæður sýnt af sér svo
einstæða sjómennsku, að
aðdáun hefur vakið í Bret-
landi, þar sem hæfni í sjó-
mennsku hefur verið í há-
vegum höfð um aldir. Fyrir
þessa hæfni, harðfylgi en
um leið framkomu, sem er
íslenzku þjóðinni til mikils
sóma eiga skipherrar og
áhafnir varðskipanna að-
dáun og virðingu lands-
manna allra.
Sá árangur, sem varð-
skipin hafa náð við svo erf-
iðar aðstæður, skiptir
miklu máli. 1 fyrsta lagi
hefur þeim tekizt, sem fyrr
segir, að trufla veiðar
brezku togaranna meir en
við mátti búast eftir að her-
skipin komu inn í íslenzka
fiskveiðilögsögu. Þýðingu
þess ber ekki að vanmeta. I
öðru lagi er ljóst, að þessi
einstæði árangur hefur
stórkostleg sálræn áhrif á
brezku togarasjómennina.
Þeim varð strax ljóst, að
hin svonefndu hjálparskip
og dráttarbátar gátu litla
vernd veitt þeim gegn ís-
lenzku varðskipunum og
þess vegna kröfðust þeir
herskipaverndar og fengu
hana. Nú hafa vaknað efa-
semdir hjá þeim um það, að
herskipin geti skapað þeim
frið til veiða og þeir hafa
kvartað sáran undan lé-
legri frammistöðu herskip-
anna í viðureign við varð-
skipin. Þau sálrænu áhrif,
sem það hefur á brezka tog-
arasjómenn að sjá, að jafn-
vel hinn konunglegi brezki
floti getur ekki veitt þeim
óskoraða vernd til veiða á
Islandsmiðum verða seint
ofmetin.
í þriðja lagi veldur
árangur varðskipanna því,
að þorskastríðið er stöðugt
í fréttum, a.m.k. í Bret-
landi og á meginlandi
Evrópu og sjálfsagt víðar.
Það verður því stöðugt
erfiðara fyrir brezku ríkis-
stjórnina að skapa það
ástand á íslandsmiðum í
krafti hervalds, að land-
helgisdeilan við Island
gleymist umheiminum og
það eitt út af fyrir sig skap-
ar vissan þrýsting á brezk
stjórnvöld að láta af
þessum ofbeldisaðgerðum.
Nú á tímum á ,,stórveldi“
af því tagi, sem Bretland
er, afar erfitt með að
standa í löngu stríði við
smáríki á borð við ísland
án þess að almenningsálit-
ið í nálægum löndum
snúizt smátt og smátt á
sveif með lítilmagnanum.
En um leið og ástæða er
til að fagna þeim árangri,
sem varðskipin hafa náð
skulum við ekki loka
augunum fyrir því, að nú
ríkir hættuástand á
miðunum í kringum Iandið
og lítið má út af bera til
þess að ekki hljótist verra
af. Tilraunir brezkra skipa
til ásiglinga á íslenzk varð-
skip eru mjög alvarlegar
og óþolandi með öllu. En
fréttir um, að skipherrar á
brezku freigátunum hafi
umboð til þess að beita
skotvopnum án frekari
samráðs við stjórnvöld í
Bretlandi eru beinlínis
ógnvekjandi. Þess verður
að krefjast, að brezka ríkis-
stjórnin geri ráðstafanir til
þess að engin hætta verði á
voðaverkum á íslands-
miðum vegna þess, að skip-
herrar á freigátunum hafi
of frjálsar hendur og beri
ef til vill ekki nægilegt
skynbragð á það, hvað hlot-
izt getur af því, ef farið er
út fyrir viss mörk í þessari
deilu. A.m.k. er alveg ljóst
og fordæmi fyrir því úr
síðasta þorskastríði, að
slíkum aðgerðum af hálfu
íslenzku varðskipanna er
stjórnað úr landi og engar
ákvarðanir teknar um beit-
ingu skotvopna nema í
fullu samráði við yfirstjórn
Landhelgisgæzlunnar í
landi.
Upphaf hins þriðja
þorskastríðs hefur verið
harðara en áður eru dæmi
um. Af hálfu okkar Is-
lendinga er beitt því afli,
sem við höfum yfir að ráða
til þess að trufla veiðar
brezku togaranna en það er
þó gert innan vissra tak-
marka. Við höfum nú
yfir að ráða betri og hrað-
skreiðari skipum en áður
og árangur hefur ekki
látið á sér standa. Það
sýnir, að því fé er vel varið,
sem eytt er til að efla Land-
helgisgæzluna enda eru
starfsmenn hennar að
vinna að því að vernda þá
lífsbjörg, sem afkoma þjóð-
arinnar byggist á.
Árangur varðskipanna
Stóri bróðir
byrstir sig
Rússar hafa enn fordæmt til-
raunir vestrænna kommúnista
til að komast til valda með lýð-
ræðislegum ráðum og það
sýnir að hvergi nærri er lbkið
kappræðum, sem skyndilega
hófust um þetta efni í sumar.
Síðasta viðvörunin frá
Moskvu til vestrænna
kommúnista er- á þá leið, að
þeim beri að forðast „óleyfi-
legt“ samkomulag við lýðræðis-
flokka í því skyni að „tryggja
sér aukabandamann eða
þúsund aukaatkvæði í kosning-
um“. Viðvöruninni er augljós-
lega beint gegn ítalska flokkn-
um og þeim franska, sem þegar
hafa vísað á bug svipaðri við-
vörun, sem var beint til þeirra i
grein i Pravda í ágúst, á þeirri
forsendu, að með þessu móti sé
verið að hlutast til um innri
málefni þeirra.
Þó halda mennirnir i Moskvu
uppteknum hætti — og þó
reyna þeir á sama tíma að telja
þá á að sækja ráðstefnu
evrópskra kommúnistaflokka,
sem Brezhnev vonast til að geta
kallað saman fyrir sovézka
flokksþingið í febrúar. Hvaða
skýring er á þessu framferði
Rússa?
Eina hugsanlega skýringu er
að finna í valdabaráttunni f
Kreml, sem leiðir til þess af
eðlilegum ástæðum — á sama
hátt og svipaóar sviptingar fyrr
á árum — að innbyrðis orða-
skak harðnar og sömuleiðis inn-
byrðis átök ólíkra flokksbrota.
Það virðist að minnsta kosti
einsýnt að sum öfl I Kreml hafi
reynt að torvelda Brezhnev að
fá vilja sínum framgengt. Hann
hefur bæði einsett sér að hitta
Ford forseta að máli og halda
ráðstefnu evrópskra
kommúnistaflokka en því nær
sem dregur sovézka flokks-
þinginu virðast vandkvæðiri á
því að af þessum fundahöldum
geti orðið aukast stöðugt.
Brezhnev hefur vonað að þess-
ir tveir fundir gæti aukið það
álit, sem hann telur sig hafa
sem röggsamur og dugandi
flokksforingi, sem eigi skilið að
halda stöðu sinni svo hann geti
haldið áfram að vinna heilla-
drjúg störf. Á svipaðan hátt
getur verið að andstæðingar
hans vilji sýna með þvf að koma
f veg fyrir fundahöldin, að
hann sé svo veikur, að hann
eigi fullt í fangi með að ná fram
yfirlýstum markmiðum sinum,
að hann sé ekki eins röggsamur
og dugandi leiðtogi eigi að vera
Brezhnev: þungur róður.
Eftir
Victor Zorza
Foringjar franska og ftalska kommúnlstaflokksins, Georges
Marchais og Enrico Berlinguer. Rússar vilja helzt ekki að þeir fari f
stjórn.
— og að ef til vill sé kominn
tfmi til breytinga.
En baráttan um markmið og
leiðir er eins raunveruleg og
baráttan um völdin og þetta
tvennt er samtvinnað og óað-
skiljanlegt eins og jafnan áður f
Kreml. ítalski kommúnista-
flokkurinn hefur gefið til
kynna, að hann telji gömlu
Pravda-greinina „sanninda-
merki um kappræður, sem fari
fram t Sovétríkjunum", En
greinin i Pravda var eftir til-
tölulega lágt settan flokks-
starfsmann, Konstantin
Zarodov, ritstjóra „World
Marxist Review". Síðasta
greinin er eftir miklu hátt-
settari embættismann, Vadim
Zagladin, sem er yfirmaður
þeirrar deildar sovézka
kommúnistaflokksins, sem
annast samskipti við aðra
kommúnistaflokka. Hann er
persónulega viðriðinn mótun
pólitískra ákvarðana — og
deilurnar um þær.
Þegar slíkur maður fordæmir
vestræna kommúnista fyrir að
hafa allan hugann við
kosningar liggur við að um
stefnuyfirlýsingu sé að ræða.
En í sama tölublaði ritsins „Hin
vinnandi stétt og heimur sam-
tímans" og birti grein Zagla-
dins birtist önnur grein um
sama efni — sem virðist hnfga í
þveröfuga átt.
Zagladin varar vestræna
kommúnistaflokka við þvf að
tengjast lýðræðisflokkum svo
nánum böndum, að þeir glati
sérkennum sínum, Hann
heldur því fram, að kosninga-
hugleiðingar kommúnista muni
valda því að þeir glati
„byltingar“-einkennum sínum.
Hann varar enn fremur við
vanhugsaðri samvinnu við
flokka andvfga kommúnistum.
„Vafasöm brögð leiða aldrei til
traustrar niðurstöðu", segir
hann. Jafnvel þótt stefna
þeirra hafi í för með sér tíma-
bundinn ávinning, „verður að
greiða hann dýru verði síðar.“
Hin greinin f sama tölublaði
er eftir Timur Timofeyev, for-
stöðumann Alþjóðaverkalýðs-
málastofnunarinnar, rann-
sóknarstofnunar Kremlar,
sem kannar byltingarmögu-
leika á Vesturlöndum.
Timofeyev hefur tekið mikinn
þátt í umræðunum í Kreml um
horfur á byltingarlegum breyt-
ingum á Vesturlöndum vegna
„kreppu kapitalismans“. Síðast-
liðið eitt eða tvö ár virðist af-
staða hans hafa breytzt á þann
veg, að fyrst var hann fylgjandi
harðlínustefnu og sfðan frjáls-
Iyndari stefnu, en nú sfðast
harðlínustefnu á ný. I síðustu
grein sinni leggur hann áherzlu
á nauðsyn þess, að kommúnista-
flokkar gangi til samstarfs við
aðra flokka, en Zagladin leggur
áherzlu á þá hættu, sem fylgi
slíkum bandalögum.
Kappræðurnar í Moskvu halda
áfram.
Zagladin er ekki eins harð-
orður og Zarodov í Pravda, en
rök hans eru hin sömu. Ymsir
forystumenn vestrænna
kommúnista töldu fyrri
greinina lið í samsæri um að
beina flokkunum frá hófsamri
braut þeirra og spilla þannig
fyrir möguleikum þeirra á þvf
að mynda pólitfsk bandalög og
taka sæti f samsteypustjórnum.
Þá grunaði að valdamennirnir í
Kreml ótuðust þá ógnun, sem
einræðislegum þáttum sovézka
kerfisins gæti stafað frá vest-
rænu flokkunum er byggja á
lýðræðislegri hefð, ef þeir
fengju aðild að vestrænum
rfkisstjórnum.
Þegar fyrst var skýrt frá
þessum grunsemdum í þessum
dálkum áttu ýmsir vestrænir
sérfræðingar bágt með að trúa
Framhald á bls. 28