Morgunblaðið - 09.12.1975, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1975
17
ÞAÐ er ekkert vafamðl að lið
Gummersbach er mun betra en
v-þýzka landsliðið, enda gjör-
þekkja leikmenn liðsins hver
annan og hafa gffurlega reynslu.
Mér fundust þeir ekki leika á
fullu gegn Vfkingunum hér I dag
og t.d. vera lélegri I þessum leik
heldur en þegar þeir unnu okkur
með sömu markatölu fyrir viku
sfðan.
Það var Axel Axelsson sem
mælti þessi orð í viðtali við Morg-
unblaðið á sunnudagskvöldið, en
hann kom til Kölnar síðdegis á
sunnudaginn og fylgdist með leik
Víkings og Gummersbach. Sjálfur
var Axel einnig i eldlínunni um
helgina, er lið hans — Dankersen
— sigraði Salzburg 19:14 á Evr-
ópukeppni bikarhafa. Axel gerði
7 mörk í leiknum, átti góðan leik
og var markhæstur. Það er því
enn eitt ,,íslenzkt“ lið með í Evr-
ópukeppninni, þó svo að bæði
Víkingur og FH hafi verið slegin
út í fyrri umferðinni. Ólafur H.
Jónsson lék ekki með Dankersen í
leiknum gegn Austurríkismönn-
unum. Hann meiddist á höfði i
leiknum við Gummersbach á dög-
unum og fékk því hvíld í leiknum
við Salzburg, enda reyndar ekki
eftir miklu að slægjast að vera
með í þeim leik.
og er að félagar minir aðrir hér í
Dankersen-Iiðinu kunna heldur
lítið fyrir sér í línuspili, sagði
Axel. áij
Asgeir skoraði
STANDARD Liege, lið Ásgeirs
Siqurvinssonar i Belgiu, vann
þýðingarmikinn sigur i leik sinum
við Lokeren á sunnudaginn.
2—1 urðu úrslit leiksins og skor-
aði Ásgeir fyrra mark Standard I
leiknum. Hefur Standard Liege
nú hlotið 20 stig i 1. deildar
keppninni en FC Brugge er i for-
ystu með 23 stig. Mikil barátta er
á toppnum, þar sem Standard er
aðeins I 5. sæti i deildinni, þótt
ekki muni nema 3 stigum á þvi
og toppliðinu.
Lið Guðgeirs Leifssonar,
Charleroi. gerði jafntefli við
Antwerpen á sunnudaginn 1 — 1
og hefur þar með hlotið 8 stig í
deildarkeppninni. Guðgeir lék
ekki með liði sinu að þessu sinni.
I IDrúttlr |
Eitt „íslenzkt” lið
áfram í Evrópokeppni
Ellert hlaut nær einróma stnðningsvf irlvsingu
Gylfi Þórðarson og Hilmar Svavarsson nýir menn í stjórn KSI
— Þeir léku algjöran göngu-
bolta í leiknum og við stóðum óg
horfðum á þá hnoða boltanum á
milli sfn 20 mínútur í hvorum
hálfleik og þegar við svo fengum
boltann brunuðum við upp og oft-
ast var skotið eftir stutta stund,
sagði Axel um þennan leik. — Við
unnum þá 28:13 í fyrri leiknum,
sem fram fór í Austurríki og því
var það aðeins leiðinlegt forms-
atriði að spila seinni leikinn.
Hefði Ólafur verið með í leiknum,
hefði hann örugglega skorað ein
10 mörk, því línan var alltaf gal-
opin. Það var þó ekki hlaupið að
því að koma knettinum inn á lín-
una, því ég verð nú að segja eins
ÁRSÞING Knattspyrnusambands ís-
lands var haldið að Hótel Loftleiðum
um helgina. Var þingið mjög vel sótt
og á því urðu miklar og fjörugar
umræSur um hin ýmsu málefni
knattspyrnuíþróttarinnar. Komu
allmargar tillögur bæði frá stjórn KSÍ
og einstökum aðilum til umræðu og
afgreiðslu á þinginu.
Starfsemi KSÍ var með miklum
blóma á starfsárinu 1 9 7 5—1975, svo
og fjárhagur sambandsins, en hreinn
rekstrarafgangur þess var um 4
milljónir króna
Spenna við stjórnarkjör
Að venju var mikil spenna samfara
stjórnarkjörinu á KSI-þinginu. Horna-
fundir voru vinsælir og ýmiss konar
bræðingur fór fram að tjaldabaki.
Þegar kom að formannskjöri á sunnu-
dagskvöldið kom aðeins tillaga um
einn mann, Ellert B. Schram Þar sem
hann hafði sætt talsverðri gagnrýni
fyrri dag þingsins fyrir að taka laun
fyrir að safna auglýsingum fyrir KSÍ á
Laugardalsvöllinn i sumar sem gáfu
KSÍ drjúgar tekjur fór hann fram á, að
þó hann væri aðeins einn í framboði,
að leynileg atkvæðagreiðsla færi fram
í þeirri atkvæðagreiðslu hlaut Ellert
118 atkvæði af 125 og fékk þessi
dugmikli formaður KSÍ þvi nær ein-
róma stuðning KSÍ þingsins
Þrír menn áttu að ganga úr stjórn
KSÍ að þessu sinni, Jens Sumarliða-
son, Jón Magnússon og Páll Bjarna-
son. Var Jens sá eini þeirra, sem gaf
kost á sér til endurkjörs, en auk hans
komu fram tillögur um þá Gylfa
Þórðarson frá Akranesi, Hilmar
Svavarsson úr Fram, Bergþór Jónsson
Hafnfirðing, Jóhann Baldursson úr
Kópavogi og Gísla Sigurðsson, Val
Atkvæði féllu þannig, að kjöri náðu
Jens með 91 atkvæði, Gylfi með 70
atkvæði og Hilmar með 69 atkvæði
Gisli halut 52 atkvæði, Bergþór 48 og
Jóhann 39 atkvæði.
Til varastjórnar var stungið upp á
Bergþórt, Gisla Sigurðs., Jóhanni, Vil-
helm Andersen og Gisla Má Ólafssyni
Kjöri til varastjórnar náðu Gisli Már
með 93 atkvæði, Bergþór með 76
atkvæði og Vilhelm með 66 atkvæði
Gísli fékk 65 atkvæði og Jóhann
Baldursson 62 atkvæði
Hættur eftir 23 ár
og 1007 fundi
Þrir heiðursmenn sem starfað hafa i
langan tíma fyrir knattspyrnuhreyfing-
una hættu störfum sem stjórnarmenn i
KSÍ á siðasta ársþingi Voru það þeir
Jón Magnússon, Páll Bjarnason og
Vilberg Skarphéðtnsson
Jón hefur lengst starfað í stjórn KSI
af þeim þremenningunum og hefur
hann setið i stjórn sambandsins und-
anfarin 23 ár og fundir hans i stjórn
KSÍ eru orðnir 1007 Við ræddum við
Jón að loknu KSÍ-þinginu á sunnudag-
inn og sagði hann að þvi væri ekki að
neita að viss söknuður sækti að honum
er hann sliti sig nú frá stjórnarstörfum í
KSÍ.
— Það hefur farið mikill timi i þetta
hjá manni, en þeim tima hefur verið
vel varið, sagði Jón — Ég hef starfað
með fjórum formönnum KSÍ, fyrst
Sigurjóni Jónssyni og siðan þeim
Björgvin Schram, Albert Guðmunds-
syni og Ellert B Schram Allt miklir
sómamenn, eins og yfirleitt allir þeir
sem ég hef starfað með hjá KSÍ. félags-
lega þroskaðir og einstakir dreng
skaparmenn
Voru Jóni þökkuð giftudrjúg störf
fyrir KSÍ með gjöfum og góðum orðum
við lok þingsins á sunnudaginn
Fram og Breiðablik
prúðustu liðin
Knattspyrnusambandi íslands barst i
vor gjöf frá frönskum unnanda knatt-
spyrnunnar, fagrar styttur. sem árlega
skulu veittar þeim félögum i 1 og 2
deild, sem prúðmannlegasta knatt-
spyrnu þykja sýna Voru styttur þessar
afhentar á KSÍ-þinginu og hlutu Fram i
1 deild og Breiðablik i 2 deild gripi
þessa
Við ákvörðunina um það hvaða lið
væru prúðust var tekið tillit til bókana i
íslandsmóti í 2. deild fékk Breiðablik
nokkru færri bókanir en önnur lið. en i
1 deildinni var mjórra á mununum þvi
bæði Fram og FH fengu 5 bókanir
Hins vegar fengu FH-ingar fleiri bókan-
ir i bikarkeppninni en Framararnir Vik-
ingur og Valur fylgdu Fram og FH svo
fast á eftir með 6 bókanir hvort félag
Breytingar á stjórn
og þinghaldi
Að sjálfsögðu voru mörg mál til
umræðu á þinginu en þau sem mesta
athygli undirritaðs vöktu voru breyt-
ingar á stjórn og þmghaldi hjá KSÍ.
Þannig var fjölgað i stjórn KSÍ og í
framtiðinm mun einn fulltrúi frá hverj-
um landsfjórðungi eiga sæti i stjórn
KSÍ Fjöldi þingfulltrúa á þingi KSI
verður mun minni á næsta þingi held-
ur en t d núna er 127 fulltrúar áttu
rétt á þingsetu í framtiðmni mun hvert
félaganna i 1 deild eiga rétt á þremur
fulltrúum, liðin i 2 deild á 2 hvert og
liðin i þriðju deild eiga rétt á einum
fulltrúa hvert
Ýmis önnur mál voru til umræðu og
sköpuðu reyndar mun meiri umræður
en ofangreind mál Þannig var t d
ákveðið að leikmenn 5 flokks megi i
framtíðinni leika á knattspyrnuskóm
með tökkum Allir knattspyrnuvellir,
sem leikið verður á i komandi lands-
mótum skulu vera kannaðir og metið
hvort þeir teljist hæfir til að nota þá
fyrir leiki i landsmótum Fjárhagur lið-
anna i 2 deild var mjög til umræðu og
margt fleira mætti telja til af málum
þeim sem til umræðu voru, en of langt
mál er að rekja það hér
16 milljén króna velta hjá KSÍ
og tekjnafgangnr var nm 4 millj.
NIÐURSTÖOUTÖLUR á rekstrar-
reikningi Knattspyrnusambands
islands árið 1974—1975 voru
hvorki meira né minna en 16,3
milljónir króna. Var8 rekstrar-
hagnaður sambandsins á árinu1
rösklega 4 milljónir króna sem
telja verður mjög góða útkomu
þegar tekið er tillit til þess hversu
glfurlega mörg og viðamikil verk-
efni sambandið hafði á sinni
könnu á starfsárinu. Það sem fyrst
og fremst gerir gæfumuninn hjá
KSÍ að þessu sinni er sú mikla
aðsókn er varð að landsleikjunum
fimm sem leiknir voru á Laugar-
dalsvellinum I sumar, en tekjur af
þeim námu tæplega 9,2 milljónum
króna, og eru þá reiknaðar með
tekjur af sölu auglýsinga I leik
skrá. Athyglisvert er að af þeim
16,3 milljónum króna sem KSÍ
hafði I tekjur eru aðeins rösklega
800 þúsund krónur styrkur frá
hinu opinbera sem kemur I gegn-
um fSÍ. Auk þess fékk KSÍ svo
200 þúsund króna byggingastyrk
frá fSf vegna nýbyggingarinnar I
Laugardal.
Samkvæmt efnahagsreikningi
sambandsins er hrein eign þess nú
um 8 milljónir króna, en raunveru-
leg eign þess er þó langtum meiri
þar sem verðbólgan hefur séð um
margföldun verðs á húseign sam-
bandsins, þótt bókfært verð
hennar sé ekki nema 6.1 milljón
króna.
Það var landsleikur fslands og
Sovétrlkjanna sem gaf KSÍ mestar
tekjur iandsleikja s.l. sumar eða
2,391 millj. króna. Landsleikur
við Noreg gaf 2.370 milljónir
króna, landsleikur við A-Þjóðverja
gaf 2,109 millj. króna, landsleikur
við Frakka 1,576 millj. króna og
landsleikur við Færeyinga 381
þúsund krónur. Þá námu tekjur
KSÍ af þáttökugjöldum I landsmót-
um kr. 851 þús., hagnaðarhlutur
af Getraunum var 460 þúsund
krónur og af öðrum stórum tekju-
liðum KSÍ má nefna hagnað af
bingói 452 þús. kr , og hagnað af
auglýsingum á Laugardals-
vellinum 1,304 millj. króna.
Gjaldamegin á rekstrarreikningi
KSf er kostnaður vegna landsliða
lang stærsti liðurinn og nemur um
8 milljónum króna. Hæsti liðurinn
þar er ferðakostnaður vegna
landsliðsferðarinnar til Frakk-
lands, Belgfu og Sovétrlkjanna en
hann varð um 5 milljónir króna.
Skrifstofukostnaður KSÍ var 1,1
milljón króna á árinu og af öðrum
stórum útgjaldaliðum má nefna
kostnað vegna Norðurlandaráð-
stefnu 449 þús., verðlaunapen-
ingar og áletranir 205 þús. kr.
gengistap 213 þús. kr, og
ársþingið 1974 en kostnaður við
það nam um 206 þúsund krónum.
í fjárhagsáætlun þeirri sem lögð
var fram fyrir starfsárið
1975—1976 eru niðurstöðutölur
rösklega 12,3 milljónir króna og
er þar gert ráð fyrir að helzti
tekjuliðurinn verði sem fyrr lands
leíkir, en áætlað er að þeir gefi um
6,3 milljónir króna. Annars er fjár-
hagsáætlun KSÍ fyrir árið 1975
talandi dæmi um það hversu
óvænt hin glfurlega aðsókn að
landsleikjunum I sumar var. KSÍ
áætlaði að landsleikirnir gæfu 1.8
milljónir króna. en sem fyrr segir
varð niðurstaðan 9.2 milljónir
króna.