Morgunblaðið - 09.12.1975, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 09.12.1975, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1975 i\astose hafði yfirbnrði RtJMENINN Ilie Nastase vann glæsilegan sigur I „Grand prix masters" tenniskeppninni sem lauk I Svfþjód á sunnudagskvöld. Lék Nastase til úrslita við Svfann Björn Borg og vann 3:0, eöa g—2, 6—2 og 6—1. Tók leikurinn aðeins 66 mfnútur sem þykir ekki mikið í úrslitaleik f keppni sem þessari þar sem flestir beztu tennisleikmenn heimsins mætast. Var þetta f fjórða skipt- ið á fimm árum sem Nastase verður sigurvegari f keppni þessari og f sigurlaun hlaut hann peningaverðlaun að upphæð 40.000 dollarar. Mikill hávaði varð f keppni þessari og áttu þar einkum hlut að máli Nastase og Bandarfkjamaðurinn Arthur Ashe sem sökuðu hver annan á blaðamannafundi um óheiðarleika og leiðinlega framkomu. Leit um tfma út fyrir að báðir hættu keppni, en eftir miklar fortölur forráðamanna mótsins létu þeir sig og ákváðu að halda áfram keppninni. 1 úrslitaleiknum á móti Björn Borg tók Nastase þegar foryst- una og þótti sýna glæsigan leik. Hafði hann þó alla áhorfendur á móti sér, þar sem þeir reyndu eftir mætti að styðja Björn Borg. Eftir keppnina sagði Nastase að hann væri að vonum mjög ánægður með árangurinn, hann hefði leikið þarna betur en oftast áður cn Björn Borg sagði á hinn bóginn, að hann hefði ekki leikið svo lélegan leik lengi. Hann hefði einfaldiega ekki ráðið við uppgjafir Nastase og bætti þvf við að þær hefðu sumar hverjar verið stórkostlegar. Bandaríkjamem tnii „Worh! 09” Bandarfkjamenn urðu sigurvegarar f heimsbikarkeppni lands- liða f golfi sem lauk f Bangkok á sunnudaginn. Léku Bandarfkja- mennirnir á samtals 554 höggum, eða 22 undir pari. Er þetta f 13. sinn sem Bandarfkjamenn vinna þessa keppni. I bandarfska liðinu voru þeir Johnny Miller og Lou Graham og þóttu þeir báðir sýna stórkostlega hæfni og öryggi f keppninni, sérstaklega þó Miller, sem sjaldan hefur leikið hetur. Sigur Bandarfkjamannanna var ekki fyrirhafnarlaus þar sem Eormósubúar, sem urðu f öðru sæti, léku á 564 höggum, eða tfu höggum meira en sigurvegararnir. Japanir urðu f þriðja sæti með 565 högg, Astralfubúar f fjórða sæti með 566 högg; fimmtu urðu Argentfnumenn með 571 högg og sjöttu Philippseyingar með 573 högg. AIIs tóku lið frá 47 þjóðum þátt f keppninni og 45 lið luku henni. David Black sigorvegari Bretinn David Black varð sigurvegari f vfðavangshlaupi sem fram fór f nágrenni Parfsar á sunnudaginn. Hljóp Black vega- lengdina, sem voru um 6 kflómetrar, á 23,28 mfnútum. Landi hans Mike Tagg varð f öðru sæti á 23,42 mfn., þriðji Eddy van Mullen frá Belgfu á 23,49 mfn., Andre de Hertoghe frá Belgfu varð fjórði á 23,58 mfn og fimmti varð svo Lasse Viren frá Finnlandi á 24,00 mfn. Sem kunnugt er þá hlaut Viren tvenn gullverðlaun á Olympfuleikunum f Múnchen 1972. Hafði hann lengi vel forystuna f hlaupi þessu, en varð að gefa eftir þeg- ar langt var liðið á hlaupið. Breti í belgískt lið A sunnudaginn skrifaði enski knattspyrnumaðurinn Peter Anderson, leikmaður með 2. deildar liðinu Luton Town, undir samning við belgfska knattspyrnufélagið Royal Antwerpen. Mun kaupverð hans hafa verið um 60.000 pund sem þykir allmikið verð fyrir leikmann sem Anderson. Sem kunnugt er hefur ekki verið mikið um það að knattspyrnumcnn frá Bretlandseyjum leiki með liðum á meginlandinu, en vel má vera að þessi samningur Andersons verði til þess að fleiri fylgi á eftir, en laun knattspvrnumanna f mörgum Evrópulöndum eru til muna hærri en á Bretlandseyjum. Handknattleikir Austur-Þýzkaland og Ungverjaland léku tvo handknattleiks- landsleiki um helgina. I fyrri leiknum sem fram fór f Schwerin á laugardag unnu Þjóðverjarnir 17—16, en Ungverjar unnu svo leikinn á sunnudag 17—15, en þá var lcikið í Wismar. Spánska liðið Granollers sigraði sænska liðið Vástra Frölunda 20—15 f fyrri leik liðanna f Evrópubikarkeppni bikarhafa f handknattlei,, en leikið var f Barcelona á Spáni á sunnudags- kvöldið. Markhæsti leikmaðurinn f leiknum varð Svfinn Helga- son sem skoraði 6 mörk. Búlgarska liðið Kremikovski Sofia sigraði Grasshoppers frá Zúrich f Sviss f seinni leik liðanna f Evrópukeppni meistaraliða f handknattleik, en leikur þessi fór fram f Zúrich á laugardaginn. Urðu úrslitin 13—10 eftir að staðan f hálfleik hafði verið 6—5. Búlgararnir unnu fyrri ieikinn 26—21 og halda áfram f keppn- inni. Góður lyftingaárangnr Kúbubúinn Francisco Casamayor kom á óvart með þvf að sigra heimsmeistarann f lyftingum fluguvigtar á móti sem fram fór f Montreal um helgina. Lyfti Kúbumaðurinn samtals 227,5 kg. Heimsmeistarinn, Siegmundt Smalcerz frá Póllandi, varð f öðru sæti með 220 kg og þriðji varð Lajos Szucs frá Ungverjalandi með 220 kg. Sigurvegari f bantamvígtarflokknum varð Atanas Kirov frá Búlgarfu sem lyfti 235 kg. Annar varð Paulo de Sene frá Brasilfu með 212,5 kg. I f jaðurvigtarflokki sigraði svo Gyorgí Todorov frá Búlgarfu sem lyftl 252,5 kg og annar varð Rolando Chang frá Kúbu sem lyfti 250,0 kg. Indriði Arnórsson nær góðum skelli framhjá hávörn Færeyingana. Fyrirliði fslenzka llðsfns, Halldór Jónsson fylgist með framvindu mála. Pyrsti sigur blaklandsliðsins þó hörkn og leikgleði vantaði FYRSTI landsleikur íslands og Færeyja fór fram í Laugardalshöllinni á föstudagskvöldið og lauk leiknum með sigri íslands, 3—1. Var þetta fyrsti leikurinn í 10 leikja keppni milli þjóðanna sem verður næstu 5 árin. Það blés ekki byrlega hjá (slending- um i byrjun leiksins Færeyingarnir voru mjög ákveðmr og nýttu sér doða þann sem lá á islenzku leikmönnunum Staðan er orðin 10—6 Færeyingum i vil þegar (slendingarnir vakna loks og taka að leika blak Góðir skellir og ákveðni i hávörn breyta stöðunni i 12—10 íslandi i vil. og þegar Halldór Jónsson nær 13 stiginu með góðri hávörn virtist sigur i höfn En því var ekki að heilsa og með fádæma klaufa- skap tapa íslendingar hrinunni 15—13 fslenzka liðið tapaði 5 upp- gjöfum i net eða útaf og er það 5 of mikið hjá landsliði Uppspil var óná- kvæmt og búizt var við að nýir uppspilarar fengju að reyna sig í næstu hrinu en sú varð ekki raunin. Eina breytingin var að Valdemar Jónasson kom inná fyrir Pál Ólafsson. í byrjun annarrar hrinu sýndi Anton Bjarnason að hann á enn fullt erindi i landslið Hvað eftir annað varði hann I lágvörninni og kom stjörnuleikur hans þá þvi lífi ! og ákveðni sem nægði íslendingum til sigurs i hrinunni. 15—4 Það var ekki fyrr en I þriðju hrinu sem bezti uppspilari á íslandi. Elias Nielsson, fékk að reyna sig Það kom lika i Ijós strax að skellarar íslands kunnu vel að meta uppspil hans, og Indriði Arnórs og Valdemar Jónasson náðu sterkri sókn á Færeyingana Hávörn þessara þriggja manna var lika mjög góð á þessum tima og stórsigur var í höfn, 15—2. Það virtist sem okkar mönnum þætti nóg að gert þvi sá doði sem hvildi yfir liðinu I byrjun var kominn aftur Fæeyingarnir gengu lika á lagið og komust i 6—0 léttilega Tölur eins og 6—4 og 9—5 sáust á töflunni en þá kemur nýliðinn I islenzka blaklandsliðinu Tómas Jóns- son, fsalndi aftur á sporið með hörku skell. og á eftir fylgdi stórgóður leik- kafli hjá islenzka liðinu Lokatölur hrinunnar urðu 1 5—1 1 og fyrsti sigur blaklandsliðs íslands var staðreynd Það sást i þessum leik að islenzka liðið getur gert skemmtilega hluti, en þvi miður virtist keppnishörkuna og leikgleðina vanta i flesta leikmennina Tómas Jónsson komst vel frá leiknum, dálitið taugaóstyrkur i fyrstu en átti siðan glæsilega skelli, sannarlega maður framtiðarinnar, aðeins 18 ára Elías Níelsson spilaði vel upp í leikn- um. sérstaklega þó i þriðju hrinunni. Páll Ólafsson náði sér ekki á strik i fyrstu hrinunni, en kom inná i þeirri fjórðu og átti þá góðan leik Greinilegt er að Halldór Jónsson, fyrirliði liðsins, er ekki búinn að ná fyrri getu eftir þau meiðsli sem hann hafa hrjáð Hann var að venju traustur en gerði mistök þess á milli. — Geta Færeyinganna er svip- uð og hjá miðlungs 1. deildar liði islenzku. Háir það liðinu að enginn afgerandi skellari er innan þess og fleygur á uppspilara var oft mjög slæmur. GRB/Pól Enginn glans yfir 3:1 sigri í seinni leiknnm ÞAÐ var enginn glans yfir sigri fs- lendinga i seinni landsleiknum við Færeyinga I blaki. sem fram fór I Laugardalshöllinni i laugardaginn, að viðstöddum 19 áhorfendum. 3:1 fyrir fsland urðu úrslit leiksins, sem segja þó ekki til um mótspyrnu Færeyinganna og jafnvel ekki úrslit- in I hrinunum sem urðu: 15—12. 15—5. 12—15 og 15—9. Léku Færeyingarnir á köflum með ágæt- um og ýmsir þættir i leik þeirra voru jafnvel betri en hjá fslendingunum. Það var aðeins I annarri hrinunni sem islenzka liðið náði allgóðum leik Það komst þá allar götur upp i 12—1 og vann síðan 15—5, sem fyrr segir Eftir úrslitin i þessari hrinu mátti búast við að islenzka liðið fylgdi þessum góða leikkafla sínum eftir í næstu hrinu, en þar fór á annan veg. Færeyska liðið barðist mjög vel, var til muna keppnisglaðara og ákveðnara en það islenzka og sigraði i hrinunni 15—12. Ekki verður annað sagt en að leikur íslenzka liðsins að þessu sinni hafi verió ákaflega gloppóttur, þegar á heildina er litið Öðru hverju sáust leikmennirnir gera margt mjög lagiega, en þess á milli bauð það upp á hrein byrjendamistök. Beztu menn islenzka liðsins i leik þéssum voru þeir Anton Bjarnason, Páll Ólafsson og Guðmundur Pálsson. Nýliðinn. Tómas. gerði einnig margt LEIKUR Vikinga og UMFB i 1. deild fslandsmótsins I blaki var ekki upp á marga fiskana. Vikingar unnu auð- veldan sigur, 3—O. á móti slöku liði Tungnamanna, sem náði aldrei að sýna sömu baráttu og á móti Þrótti á dögunum. — Fyrstu hrinuna tók fljótt af. Víkingar voru vakandi fyrir laumum og sárafáir boltar glötuðust, og þeim tókst nokkuð vel upp I sókninni, enda hávörn léleg hjá Tungnamönnum. 15—3 var þvi sanngjarn sigur. Næstu tvær hrinur vann Vlkingur með sömu tölum, 1 5—7. f þeirri fyrri komust Tungna- menn yfir 7—6, en Vlkingar tóku á sig rögg og stoppuðu þá. Þriðja hrin- an var svipuð hinum fyrri og hafði Vlkingur alltaf vel yfir. Leikur Vlkings var ekkert til að vel, er> virkaði nokkuð óöruggur og gerði mistök á milli. Færeyingar komu á óvart með getu sinni i leiknum og þeir eru aðeins stuttu skrefi á eftir Islendingum I Iþrótt þessari Hávörn liðs þeirra var yfirleitt betri en hjá Islenzka liðinu og margt sem liðið gerði var vel útfært. Aðalveik- leiki liðsins virtist hins vegar vera hversu ójöfnum leikmönnum það var skipað Einstakir leikmenn iiðsins gerðu litið meira en að fylla töluna. hrópa húrra fyrir þó svo sigurinn hafi verið auðveldur. Keppnishörkuna vantaði. og oft var það kæruleysi einu um að kenna þegar bolti tapaðist. En margt laglegt sást þó til þeirra og oft var skellt úr uppspili frá Ellasi og Óskari Hallgrlmssyni. en Ellas Nlelsson er að verða einn af okkar beztu uppspilurum, og sam- vinna hjá honum og Gesti Bárðar- syni er oft mjög skemmtileg. Það komu þó kaflar I leik liðsins þar sem framspil var ónákvæmt og of stutt. en nýttist samt nokkuð vel. Hjá Tungnamönnum skar sig enginn sér- staklega úr, en Ellas og Gestur voru einna mest áberandi hjá Vlkingi. Leikurinn fór fram I Iþróttahúsi Kennaraháskólans á sunnudags- kvöld. pól. Viðnreign Vfldngs og HFB fárra fiska virði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.