Morgunblaðið - 09.12.1975, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1975
30 daga gæzluvarðhald
MAÐUR sá, sem tekinn var með
mikið hassmagn á Keflavíkurflug-
velli, var á laugardaginn úr-
skurðaður í allt að 30 daga gæzlu-
varðhald. Hann er í stöðugum
yfirheyrslum hjá Ffkniefnadóm-
stólnum og er rannsókn á máli
hans á byrjunarstigi. Maðurinn,
sem er rétt liðlega tvítugur, kom
með rúmlega 2 kg. af hassi til
landsins.
Klakabrynja
yfir öllu
Siglufirði 8. des.
STÁLVlK landaði hér í dag 90
tonnum af fiski eftir rúmlega
viku útivist. Löndunin tók ekki
nema fimm og hálfan tíma, og
þykir það mjög gott. Brúarfoss er
að landa freðfisk á Ameríkumark-
að. Hér er klakabrynja yfir öllu
og nánast skautafæri alls staðar.
—mj.
473 atvinnu-
lausir
Á ÖLLU landinu voru 473 manns
skráðir atvinnulausir þann 30.
nóvember síðastliðinn. Þar af
voru 247 konur. Tala atvinnu-
lausra á sama tíma i fyrra var 361.
Tiltölulega mest atvinnuleysi er í
kauptúnum með færri íbúa en
1000. Þar voru 136 atvinnulausir.
Flestir voru atvinnulausir I
Reykjavik, eða 127 en þar voru i
nóvember skráðir 1658 atvinnu-
leysisdagar. Hvað snertir atvinnu-
leysisdaga komu næst Keflavík
með 1253 og Bíldudalur með 745.
22 iðnaðarmenn voru skráðir at-
vinnulausir á landinu 30. nóvem-
ber en 209 verkakonur og 130
verkamenn og sjómenn.
Ekkert reynt
við loðnuna
UNDANFARIN ár hafa ávallt
einhver Ioðnuskip reynt að hefja
veiðarnar fyrir áramót og enn-
fremur hefur eitthvert leitar- og
rannsóknaskipið verið við loðnu-
leit fram að jólum. Að þessu sinni
bregður hins vegar svo við, að
ekkert veiðiskip, mun nú hefja
loðnuveiðar fyrr en eftir áramót
og Árni Friðriksson mun ekki
halda til loðnuleitar fyrr en 2.
janúar, en skipið liggur nú bund-
ið við bryggju I Reykjavík, af
ástæðum, sem fram koma annars
staðar f blaðinu.
— Skip
Framhald af bls. 2
sem er óvenju snemmt. Þetta er
einfaldlega gert af fjárhagsvand-
ræðum stofnunarinnar. Við von-
umst hins vegar til að geta haldið
út strax eftir nýár, sagði Jón.
Hann sagði á fastamenn í skips-
höfnunum væru ekki afskráðir,
þar sem þeir hefðu 1—3 mánuði I
uppsagnarfrest. Hins vegar
gegndi öðru máli um lausráðna
menn.
— 20 þjófnaðir
Framhald af bls. 40
inn því næst að beita glerskeran-
um á aðalrúðuna, en það fór á
sömu leið. Braut hann þá aðalrúð-
una, seildist inn f gluggann og tók
þaðan tvo kassa með gullhringum.
Voru 40 kvenhringir f öðrum
kassanum og 28 karlmannahring-
ir í hinum, en söluverð hringanna
hvers um sig er 10—15 þúsund
krónur. Rannsóknarlögreglan
fékk málið strax til meðferðar, en
þrátt fyrir mikla eftirgrennslan
og viðtöl við fólk sem býr í ná-
grenninu er þjófurinn enn þá
ófundinn og sömuleiðis þýfið. Er
það ósk rannsóknarlögreglunnar
að þeir sem telja sig geta veitt
upplýsingar f þessu máli hafi
þegar samband við sig.
— Rækjubátur
Framhaid af bls. 2
Arnórssynir og björguðust þeir f
annan rækjubát Margréti Helga-
dóttur IS, sem var þarna skammt
frð. Glaður IS var 22 tonn að
stærð.
Morgunblaðið átti í gærkvöldi
símtal við Júlíus Arnórsson en
þéir bræður voru þá komnir heim
til sín á Isafirði. Sagðist honum
svo frá, að þeir bræður hefðu
verið á heimleið úr róðri með
3—400 kg af rækju. Veður var
gott, logn og kyrrt f sjó en svarta-
myrkur. Skyndilega rakst bátur-
inn á skerið og kom strax feiknar-
legur leki að bátnum. Kölluðu
þeir bræður á hjálp og náðu sam-
bandi við Margréti Helgadóttur
IS, sem þeir vissu að var ekki
allfjarri. Var hún komin til þeirra
eftir stutta stund og tók þá um
borð, en til öryggis voru þeir
bræður búnir að setja út gúm-
björgunarbát. Sökk Glaður á rúm-
um hálftíma.
— Höfum leyfi
Framhald af bls. 40
á ljósmorsi til skipherrans á Þór,
að ef hann hleypti af skoti á brezk
skip, myndi skotinu svarað f sömu
mynt. Takmark mitt með þessu
var aðeins að freista þess að lægja
öldurnar, en um svipað leyti
hættu menn á Þór að taka yfir-
breiðsluna af,“ sagði skipherrann
á Falmouth.
Þessum fréttum mótmælti
Helgi Hallvarðsson eindregið eins
og getið er f upphafi þessarar
fréttar. Morgunblaðið bar þessa
frétt undir Hálfdán Henrýsson,
sem sagðist í fyrsta lagi ekki
skilja, hvernig menn á freigát-
unni gætu hafa talið sig sjá þetta,
þar sem á meðan á þessum at-
burðum stóð var svartamyrkur á
þessum slóðum auk þess sem byl-
ur var. Er Hálfdáni var sagt að í
fréttunum væri átt við afturbyssu
Þórs, en hann er eina varðskipið,
sem bæði hefur byssu að framan
og aftan, kvaðst Hálfdán ef til vill
eygja skýringu á því sem fyrir
hafi komið. Hann sagði að þegar
slfkt ástand ríkti og varðskip
stæði í stórræðum, væri það ávallt
fyrirskipun skipherra að menn
kæmu upp og væru uppi við. Því
ættu allir, sem væru á frívakt, að
koma upp. Bezti staðurinn til þess
að fylgjast með því sem væri að
gerast, auk þess sem þar væri
skjólbezt, kvað hann vera á aftur-
dekki við þessa byssu. Þá sagði
Hálfdán það ekki vera vana að
tala við önnur skip með ljósmorsi.
Það væri löngu liðin tið, heldur
notuðu menn nú svokallað VSF,
sem er talstöðvarsamband á ör-
bylgju. Því væri öll þessi saga hin
ótrúlegasta, enda neitaði Helgi
Hallvarðsson því að nokkur sam-
skipti hefðu átt sér stað. Atburðir
þessir, sem enduðu með því að
Euroman sigldi á varðskipið,
gerðust _að morgni dags klukkan
09,36 f sjógangi og snjókomu.
Um 50 togarar voru að veiðum
við landið I gær, en þá var veður
skaplegt. Togararnir voru síðdeg-
is að flytja sig norðar, en þeir
höfðu verið út af Glettinganesi
um helgina. Stefndu þeir á miðin
út af Langanesi.
Frá því er samningurinn við
Breta frá 13. nóvember 1973 rann
út hefur verið skorið á togvira 12
brezkra togara, 6 áður en flotinn
kom í spilið og 6 eftir að hann
kom. Hinn 15. nóvember skar Þór
á togvíra brezka togarans
Primellu H 98 á Halanum og sama
dag skar Týr á togvira Bost'on
Marauder FD 168 út af Hvalbak.
Næsta klipping fór fram 18.
nóvember, er varðskipið Týr
klippti á togvfra St. Giles fyrir
utan Gerpi. Daginn eftir eða hinn
19. nóvember klippti Týr aftur og
þá á togvíra Benellu H 132 fyrir
utan Lnganes. Hinn 21. nóvember
var Týr aftur með klippurnar á
lofti og þá fóru vírar Real Madrid
GY 674 út af Þistilfirði. Daginn
eftir klippti svo Ægir á togvíra
Ross Sirius H 277 út af Langanesi.
Þá var þolinmæði Breta þrotin og
herskip kom brunandi á vettvang.
Við Langanes var hinn 25.
nóvember togarinn Wilfiam Wil-
berforce GY 140 að veiðum og
taldi sig öruggan í skjóli freigát-
unnar Leopard. Varðskipið Ægir
var á sömu slóðum og klippti við
nefið á freigátunni og varpa
Williams Wilberforce sökk til
botns, sovézkum kafbátsforingj-
um til hrellingar, enda komu þeir
upp á yfirborðið daginn eftir.
Næsta klipping varð 2. desember.
Hún varð fyrir utan Vestfirði og
þar missti Port Vale GY 484 vörp-
una fyrir tilstilli Arvakurs. Dag-
inn eftir klippti Ægir á togvíra
Boston Commanche GY 144 við
Gerpi og 5. desember klippti varp-
skipið Þór á víra Ross Ramilles
GY 53 við Glettinganes. 6. desem-
ber klippti svo Ægir á togvíra
Kingston Jasinth H 198 við
Langanes og Þór á togvfra
Northern Reward GY 194 við
Glettínganes.
Af þessu sést að varðskipunum
verður ekki síður ágengt, þótt
bryndrekar hennar hátignar
Elisabetar Bretadrottningar séu
togurunum til verndar. En
Bretum er kannski vorkunn, þar
sem í fyrra þorskastríði urðu mun
færri klippingar eftir að brezki
flotinn fór að blanda sér í veiðar
brezkra togara á Islandsmiðum.
Flotinn kom á íslandsmið 19. mai
1973 og gerðust þá togvíraklipp-
ingar varðskipanna mun strjálli
en verið hafði áður. Varðskipið
Öðinn klippti t.d. ekki á togvír allt
frá 16. aprfl og fram til 12. ágúst
það ár, en þó var klippt á samtals
15 togvfra frá 19. maí og til 13.
nóvember, er bráðabirgaðsam-
komulagið varð. Ægir klippti á 6
togvíra, Öðin á 3 togvíra, Þór á 5
togvíra og Arvakur á einn. Týr
(Hvaltýr — það eð núverandi Týr
var þá f smíðum) klippti ekki á
togvíra neins togara.
— Alþýðubanka-
málið
Framhald af bls. 40
ASl lýsti eindregnum stuðningi
við umleitanir bankaráðs Alþýðu-
bankans um fyrirgreiðslu hjá
Seðlabankanum, jafnframt þvf,
sem lýst var yfir, að miðstjórnin
myndi beita sér af alefli fyrir þvf
meðal aðildarfélaga sambands-
ins, að aukning hlutaf jár bankans
um 60 milljónir komist sem fyrst
til framkvæmda. Guðni Þórðar-
son, sem kom til Iandsins frá út-
löndum um helgina hefur hins
vegar kallað þessar aðgerðir
„einstaka ofsóknarherferð" á
hendur sér og telur sig hafa
sannanir fyrir þvf, að hún sé
runnin undan rótum bankastjóra
Seðlabankans. Jóhannes Nordal,
Seðlabankastjóri, sagði f samali
við Morgunblaðið f gær að hann
teldi þessi ummæli ekki svara-
verð og Ragnar Ólafsson, for-
maður bankaráðs Seðfabankans
sagði: „Þetta er eins og gengur
hjá mönnum f svona ástandi."
I gær sendi Seðlabankinn út
eftirfarandi tilKynningu:
„Við reglubundna könnun, sem
bankaeftirlit Seðlabankans fram-
kvæmdi nýlega hjá Alþýðubank-
anum h.f., kom í ljós að misbrest-
ur hafði orðið á töku trygginga
fyrir verulegum útlánafjárhæð-
um. Frekari könnun þessara mála
hefur leitt í ljós mjög alvarlega
fjárhagsstöðu eins helsta við-
skiptaaðila bankans. Hefur
bankaráð Alþýðubankans nú
stöðvað öll viðskipti við hann og
óskað dómsrannsóknar á fjár-
hagsstöðu hans og viðskiptum,
svo sem fram kemur í frétt, er
Alþýðubankinn hefur sent frá
sér.
Bankaráð Alþýðubankans hef-
ur vegna þeirra greiðsluerfið-
leika, sem þetta mál kann að hafa
í för með sér, leitað til Seðlabank-
ans um fyrirgreiðslu til að tryggja
greiðslustöðu bankans og gera
honum kleift að sinna viðskiptum
sínum á eðlilegan hátt. Hefur
miðstjórn Alþýðusambands Is-
lands lýst eindregnum stuðningi
við þessa beiðni bankans. Einnig
hefur hún heitið stuðningi sfnum
við ráðstafanir til þess að koma
bankanum yfir hugsanlega erfið-
leika, m.a. með því að beita sér
fyrir hlutafjáraukningu í sam-
ræmi við heimildir veittar á síð-
asta aðalfundi bankans.
Bankastjórn Seðlabankans
hefur í framhaldi af þessu gert
samkomulag við Alþýðubankann
um 125 millj. kr. lánsfyrir-
greiðslu. Tilgangur láns þessa er
að tryggja það, að Alþýðubankinn
geti staðið við skuldbindingar
sínar gagnvart innstæðueig-
endum og veitt viðskiptaaðilum
sínum eðlilega þjónustu. Mun sér-
stakur fulltrúi Seðlabankans hafa
eftirlit með öllum rekstri bank-
ans, á meðan greitt er úr þeim
vandamálum, sem upp hafa
komið.“
TRAUST BANKANS.
I samtalinu við Morgunblaðið
kvað Jóhannes Nordal bankaeftir-
lit Seðlabankans alltaf gera við og
við kannanir, eins og að ofan
greinir og eru þá skoðaðir reikn-
ingar hinna ýmsu innlánsstofn-
ana. Talan 125 milljónir væri
þannig ákveðin, að hún væri mat
bankastjórnar Seðlabankans á
þeirri aðstoð, sem væri nægileg til
þess að ná þeim markmiðum, sem
I tilkynningunni er lýst. Hann var
spurður hvort þessi tala gæfi til
kynna að einhverju leyti skuld
Air Viking við Alþýðubankann,
en hann svaraði því til, að 125
milljónirnar væru ekki beinlínis
tengdar skuld fyrirtækja við
bankann heldur raunverulegt
mat á þvf hvað þyrfti til að hjálpa
bankanum.
Aðspurður hvort bankinn hefði
orðið gjaldþrota, ef ekki hefði
komið þessi 125 milljón króna að-
stoð, sagði Jóhannes, að ekki væri
beinlínis um það að ræða heldur
hitt, að þegar upp kæmi svo alvar-
legt mál hjá ekki stærri innláns-
stofnun en Alþýðubankinn væri,
væri jafnan hætta á því, að traust
manna á stofnuninni veiktist og
framangreind fyrirgreiðsla væri
því gerð í því skyni að koma f veg
fyrir það með því að treysta
greiðslustöðu bankans.
INNISTÆÐUR EKKI
TRYGGÐAR
Þá var Seðlabankastjóri spurð-
ur að því hvort sparisjóðsinni-
stæður væru yfirleitt tryggðar
hér á landi. Jóhannes Nordal
sagði, að hjá ríkisbönkunum, þ.e.
Landsbanka, Búnaðarbanka og
Utvegsöanka, tryggði ríkið spari-
sjóðsinnistæður en í öðrum stofn-
unum væru þær ekki tryggðar
sérstaklega. Jóhannes tók það
fram, að það væri einmitt eitt af
verkefnum bankaeftirlitsins að
meta stöður innlánsstofnana og
þá fyrst og fremst með það fyrir
augum að kanna hvort útlán væru
nægilega örugg, þar sem það væri
fyrst og fremst þau, sem væru
trygging fyrir innlánum.
Þá fer hér á eftir fréttatilkynn-
ing Alþýðubankans:
„Við nýlega úttekt á fjárhags-
stöðu Alþýðubankans hf. hefur
komið í ljós, að útlán til nokkurra
aðila hafa þrengt mjög greiðslu-
stöðu bankans og ennfremur að
verulegar lánafjárhæðir eru án
trygginga. Til þess að leysa tfma-
bundna erfiðleika bankans af
þessum völdum hefur bankaráð
Alþýðubankans hf. í dag undir-
ritað samning við Seðlabankann
um tiltekna aðstoð, sem hvort
tveggja í senn tryggir hagsmuni
innlánsaðila bankans og skapar
bankanum möguleika á eðlilegri
útlánastarfsemi. Jafnframt
leitaði bankaráðið eftir stuðningi
Alþýðusambands Islands varð-
andi eiginfjárstöðu bankans og
studdi sambandið mjög að samn-
ingunum við Seðlabankann og
miðstjórn þess hvatti með ein-
róma ályktun til öflugs stuðnings
verkalýðshreyfingarinnar við Al-
þýðubankann hf.
Bandaráðið samþykkti á fundi
sfnum 7. desember 1975 að óska
eftir opinberri rannsókn á við-
skiptum eins stærsta viðskipta-
aðila bankans og leysti jafnframt
bankastjórana frá störfum meðan
sú rannsókn stendur yfir. Fyrst
um sinn mun bankinn vera undir
beinni stjórn bankaráðsins.“
BJUGGUST VIÐ
FJARUTSTREYMI
Bankastjórar Alþýðubank-
ans, þeir Óskar Hallgrímsson og
Jón Hallsson vildu ekkert um
þessa tilkynningu segja f gær-
kvöldi.
Þá hafði Morgunblaðið sam-
band við Björn Þórhallsson, rit-
ara bankaráðs Alþýðubankans og
var hann spurður hvort eitthvað
hefði borið á fjárútstreymi úr
bankanum. Björn sagði, að svo
hefði ekki orðið en að stjórn
bankans hefði búist við þeim
möguleika, ef ofangreindar ráð-
stafanir Seðlabankaans og I
Alþýðubankans hefðu ekki verið
gerðar enda ýmiss orðrómur á
kreiki.
Sagði Björn 125 milljónirnar
vera lán til Alþýðubankans og
sagði hann þá tölu ekki þurfa að
gefa neitt til kynna um skuld Air
Viking. Seðlabankinn væri einnig
að greiða fyrir bankanum með
þessu fjármagni, þannig að hann
geti ekki aðeins staðið þetta af sér
heldur einnig haldið áfram eðli-
legri starfsemi. Björn sagði að-
spurður, að ekki væri heimilt að
gefa upplýsingar um fjármál ein-
stakra viðskiptaaðila, en hins
vægar mætti búast við því að eitt-
hvað kæmist upp á yfirborðið,
þegar rannsókn málsins er hafin.
Björn sagði, að bankaráð Al-
þýðubankans hefði talið fulla
ástæðu til að fara fram á opinbera
rannsókn og sagðl að það væru
fleiri fyrirtæki sem fengið hefðu
mikla fyrirgreiðslu í bankanum
og sem þörf væri á að athuga. En
hann tók það fram, að í engum
eða fáum þeirra tilfella væri fjár-
munum beinlfnis hætt. „En hjá
ekki stærri stofnun er óhyggilegt
að eiga mikið fé hjá fáum aðil-
um“, sagði hann.
Um framtíðarhorfur bankans
sagði Björn, að í ljósi þess góða
stuðnings, sem hann hefði fengið
hjá verkalýðshreyfingunni ætl-
uðu forsvarsmenn bankans að
leggja aftur á brattan og endur-
vekja traust hans og teldu þeir að
það myndi takast.
ASÍ VILL STYÐJA
ALÞYÐUBANKANN
A fundi sínum á sunnudag
gerði miðstjórn Alþýðusambands
íslands eftirfarandi samþykkt:
„Bankaráð Alþýðubankans h.f.
hefur skýrt miðstjórn Alþýðusam-
bands Islands frá því, að nýleg
úttekt á fjárhagsstöðu bankans
hafi leitt f ljós, að mjög verulega
vanti á tryggingar fyrir skuldum
Guðna Þórðarsonar og Air Viking
h.f. við bankann. Telji bankaráðið
hættu á, að bankinn verði fyrir
útlánatöpum af þessum sökum.
Einnig liggi fyrir, að verulegur
hluti af ráðstöfunarfé bankans sé
bundinn f útlánum til fárra aðila,
sem valda muni bankanum erfiðri
lausafjárstöðu fyrst um sinn.
Alþýðubankinn hefur nú leitað
til Seðlabanka Islands um láns-
fyrirgreiðslu til að tryggja
greiðslustöðu bankans og gera
honum mögulegt að starfa á eðli-
legan hátt.
Miðstjórn Alþýðusambands Is-
lands lýsir yfir eindregnum
stuðningi við þessa fyrirgreiðslu-
beiðni bankans. Mun miðstjórnin
gera það sem í hennar valdi
stendur til stuðnings bankanum,
þannig að hann komist yfir þessa
erfiðleika og geti áfram gegnt því
hlutverki, sem honum er ákveðið
í lögum. Jafnframt lýsir mið-
stjórnin yfir þvf, að hún mun
beita sér af alefli fyrir því meðal
aðildarfélaga sambandsins, að sú
aukning hlutafjár um 60 milljónir
króna, sem heimiluð var á síðasta
aðalfundi Alþýðubankans, komi
til framkvæmda eins fljótt og
framast er unnt.“
OFSÓKNARHERFERÐ
Morgunblaðið spurði Guðna
Þórðarson, forstjóra Air Viking
um álit hans á aðgerðum banka-
ráðs Alþýðubankans og stjórnar
Seðlabankans. Hann hafði þetta
að segja:
„Ég tel þetta vera einstaka
ofsóknarherferð og mér er ekki
kunnugt um neinar hliðstæður
slfkra ofsókna í viðskiptalífi hér á
landi. Ég hef sannanir fyrir þvf,
að bankastjórar Seðlabankans
standa á bak við þessa ofsókn og
stjórni aðgerðum öllum. Ég mun
lýsa nánar á blaðamannafundi á
morgun (þ.e. f dag,) hvernig hér
er um að ræða glórulaust ofstæki
og ofsókn á okkar fyrirtæki og ég
kann enga aðra skýringu á þvf en
að þar liggi á bakvið óeðlilegar
hvatir, sem hljóti að vera við-
skiptalegs eðlis.“
Um skuldir Air Viking sagði
Guðni, að fullyrðingar um að
skuldirnar við Alþýðubankann
væru óeðlilegar væru út f hött.
Sagðist hann telja að fullkomlega
eðlileg trygging væri fyrir þeim.
„Ég held raunar að séu þessi við-
skipti borin saman við ýmislegt
annað í þjóðfélaginu og viðskipta-
lífinu, þá séu það æði mörg við-
skiptin sem síður myndu þola að
sjá dagsins ljós,“ sagði Guðni.