Morgunblaðið - 09.12.1975, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1975
27
Frá borgarstjórn:
Frestast afgreiðsla fjárhags-
áætlunar fram yfir áramót?
Urdráttur úr fyrri umræðu
VIÐ fyrri umræðu um frumvarp
að fjárhagsáætlun Reykjavíkur-
borgar fyrir árið 1976, sem fram
fór s.l. fimmtudag, átaldi
Sigurjón Pétursson að ekki hefði
verið tekið tillit til fyrirsjáan-
legra breytinga á launagreiðslum,
sem yrðu á næstunni. Taldi hann
einsýnt, að þegar af þessari
ástæðu yrði talsverð rðskun á
áætluninni, þannig að f rauninni
væri hún marklaust plagg. Þá
benti hann á, að framundan væru
breytingar á verkaskiptingu ríkis
og sveitarfélaga, sem einnig
mundu breyta áætlUnum. Taldi
Sigurjón, að röskun af þessum
sökum mundi hafa í för með sér
aukinn kostnað, sem nema mundi
hundruðum milljóna.
Þá gagnrýndi hann að heimildir
til álags á aðstöðu- og fasteigna-
gjöld væru ekki notaðar til fulln-
ustu, um leið og sú leið væri farin
hvað viðkæmi útsvari. Lagði hann
m.a. til, að álagsheimild á fast-
eignagjöld væri nýtt til fulls
nema þegar um væri að ræða
íbúðarhúsnæði til einkaafnota.
Sigurjón kvaðst vera þeirrar
skoðunar að innheimta ætti
hærra gjald en nú væri fyrir
kvöldsöluleyfi. Samtals hefði
borgin nú aðeins lmilljón f tekjur
af leyfunum, en hægt væri að
innheimta mun hærra gjald.
Hann sagði, að ómögulegt væri
að gera fjárhagsáætlun til 12
mánaða í verðbólguþjóðfélagi,
þannig að hér þyrfti að viðhafa
önnur vinnubrögð.
Björgvin Guðmundsson tók í
sama streng. Taldi hann frum-
varpið marklaust vinnuplagg,
sem yrði úrelt eftir skamman
tfma. Hann vakti athygli á því, að
gert væri ráð fyrir meira fé til
rekstrargjaldahækkunar en til
framkvæmda. Þá gerði hann at-
hugasemd við, að ekki væri gert
ráð fyrir framkvæmdafé til B-
álmu Borgarspítalans, auk þess
sem ekki væri gert ráð fyrir fjár-
veitingu til heilsugæzlumiðstöðv-
ar í Breiðholti. Hann taldi, að
sameina mætti heilsugæzlu f skól-
um í viðkomandi fbúðarhverfi.
Hefði þetta hagræðingu og
sparnað í för með sér, og lægi
beinast við að athuga hvort ekki
mætti koma þessu við í Selja-
skóla, sem byggingarframkvæmd-
ir væru ekki hafnar við.
Þá benti Björgvin Guðmunds-
son, á að stórlega yrði dregið úr
íbúðabyggingum ávegum Reykja-
vfkurborgar. Taldi hann að slikar
framkvæmdir ættu þó að koma á
undan leikhúsbyggingu. Þá benti
hann á, að framlag til Bæjarút-
gerðar Reykjavíkur væri óbreytt
að krónutölu, en augljóst mætti
vera, að raungildi þessa fjárfram-
lags væri skert verulega og ekk-
ert væri ætlað til uppbyggingar
fyrirtækisins. Boðaði Björgvin
tillögu frá sér um þetta efni við
sfðari umræðu um fjárhags-
áætlunina.
í HAUST kom fram tillaga öddu
Báru Sigfúsdóttur f borgarstjórn
um, að frá næstu áramótum yrði
tekin upp niðurgreiðsla dag-
vistunar barna á einkaheimilum.
Vfsaði borgarstjórn tillögunni til
umsagnar félagsmálaráðs
Reyk j avfkurborgar.
Hefur félagsmálaráð nú mælt
með því að borgarsjóður greiði
niður dagvistun á einkaheimilum,
sem eru undir eftirliti Félags-
málastofnunar Reykjavíkurborg-
ar, þegar í hlut eiga börn ein-
stæðra foreldra, en f upphaflegri
tillögu var ráð fyrir því gert, að
um yrði að ræða niðurgreiðslu
vegna barna, sem teljast til svo-
kallaðra forgangsflokka.
Mun félagsmálaráð ákveða
Borgarstjórn og lóðamál:
Þáttur áætlanagerðar aukinn
EFTIRFARANDI tillaga
Birgis Isl. Gunnarssonar
borgarstjóra var samþykkt
samhljóða f borgarstjórn s.I.
fimmtudag, en tillagan kom f
kjölfar tiflögu Kristjáns
Benediktssonar um lóðamál f
borginni, sem vfsað var til
borgarráðs nýfega:
„Borgarstjórn samþykkir, að
undirbúningur nýrra
byggingarsvæða og úthlutun
fóða skuli fara fram eftir eins
nákvæmri áætlanagerð og unnt
er á grundvelli aðalskipulags
borgarinnar. Jafnframt verði
gerðar framkvæmdaáætlanir
um aðra þætti fjárfestinga
borgarsjóðs f nýjum hverfum, á
Ifkan hátt og gert var með
framkvæmdaáætlanir um
Breiðholtshverfin, sem gerð
var 1974. Framkvæmda-
áætlanir veitustofnana borgar-
innar verði samræmdar slfkri
heifdaráætlun og vinnu hagað
þannig, að fjármagn og vinna
nýtist sem bezt.
Lóðaúthlutun fari yfirleitt
fram f upphafi árs, eins og
tfðkazt hefur undanfarin ár.
Reynt verði að ná samvinnu við
nágrannasveitarfélögin um
sameinað aðalskipulag höfuð-
borgarsvæðisins og f þvf sam-
bandi haft eins náið samstarf
og unnt er á hverjum tfma um
byggingarþörf og þróun
byggðar á svæðinu. Þá telur
borgarstjórn rétt, að á grund-
velli aðalskipulags, þegar
endurskoðun þess er fokið,
verði gerð áætlun um endur-
uppbyggingu þeirra svæða í
borginni, þar sem endur-
bygging á fram að fara.“
Björgvin sagði Alþýðuflokkinn
andvfgan álagi á útsvör og fast-
eignagjöld. í staðinn væri sjálf-
sagt að fullnýta álag á aðstöðu-
gjöld.
Kristján Benediktsson sagði, að
svo gæti farið, að Reykjavfkur-
borg þyrfti talsvert á sig að leggja
til að halda fullri atvinnu i borg-
inni á næsta ári, þannig að sam-
dráttur framkvæmda á vegum
opinberra aðila væri engan veg-
inn einhlít lausn.
Hann sagðist ekki geta tekið
undir gagnrýni Sigurjóns Péturs-
sonar á fjárhagsáætlunarfrum-
varpið. Hann sagðist ekki hafa
áhyggjur af lagabreytingum um
verkaskiptingu ríkis og sveitar-
félaga. Það hefði áður komið f
ljós, að sveitarfélög hefðu haft
verulegan hag af slíkum breyting-
um. Hann benti á að fullnýting
heimilda til álags á aðstöðu- og
fasteignagjöld gætu gefið nokkur
hundruð milljóna f aðra hönd. Þá
ræddi Kristján ræðu Björgvins
þar sem komið hefði fram áhyggj-
ur af því, að Reykjavíkurborg
ætti við fjárhagserfiðleika að
stríða. Hann sagði: „Þetta tel ég
rangt. Mér sýnist Reykjavíkur-
borg hafa gnótt f jár, ef hún kann
með það að fara. Enda þótt borgin
hafi lent í greiðsluerfiðleikum og
skuldasöfnun á sfðasta ári, þá
hafa þeir, sem stjórna fjármálum
borgarinnar, Iært af erfiðleikun-
um.“
Þá sagði hann ljóst, að ýmsir
útgjaldahættir borgarinnar
mundu taka talsverðum breyting-
um á næstunni m.a. með tilliti til
breytinga á kaupgjaldi f þeim
kjarasamningum, sem framundan
væru. Lagði hann þvi til að af-
greiðslu fjárhagsáætlunarinnar
yrði frestað fram yfir áramót, er
linur hefðu skýrzt f þeim málum.
Annað væri tvfverknaður.
Loks lét Kristján Benediktsson
í Ijós áhyggjur sínar vegna mál-
efna Reykjavíkurhafnar, en
komið gæti til þess, að þar þyrfti
borgarsjóður að hlaupa undir
bagga, ef ekki kæmi til hækkun á
gjaldskrám.
Niðurgreiðslur vegna
dagvistunar á einkaheim-
ilum frá áramótum?
niðurgreiðsluna í samráði við
félagsmálastjóra, en fyrst um
sinn verður litið á þetta sem til-
raunastarf, sem endurskoðað
verður að nokkrum tíma liðnum.
Þá telur félagsmálaráð rétt að
skipulögð verði dagvistun á
einkaheimilum, og hefur félags-
málastjórn verið falið að gera til-
lögur að fyrirkomulagi slíkrar
þjónustu. Er þetta gert til að
koma enn frekar til móts við ein-
stæða foreldra, námsmenn og f jöl-
skyldur, sem eiga við erfiðar
heimilisaðstæður að búa, að því er
segir í umsögn félagsmálaráðs.
Um þetta mál urðu nokkrar um-
ræður á fundi borgarstjórnar s.l.
fimmtudag. Adda Bára Sigfús-
Framhald á bls. 30
Bókin sem ailir biða eftir
w w __
Oldin okkar
nýtt bindi
Mú birtist þriðji hluti hins vinsæla ritverks ÖLDIN OKKAR
og tekur yfir árin 1951—1960. Eru „Aldirnar“ þá orðnar
átta talsins og gera skil sögu þjóðarinnar í samfleytt 360
ár í hinu lífræna formi nútíma fréttablaðs. Myndir í bók-
unum eru á þriðja þúsund talsins og er í engu öðru ritverki
að finna slíkan fjölda íslenzkra mynda, — „Aldirnar“ eru
þannig lifandi saga liðinna atburða í máli og myndum, sem
geyma mikinn fróðleik og eru jafnframt svo skemmtilegar
til lestrar, að naumast hafa komið út á íslenzku jafnvin-
sælar bækur. Látið ekki undir höfuð leggjast að bæta
þessu nýja bindi við þau, sem fyrir eru.
Öldin er skemmtileg, fróðleg og frábær
Tryggiðykkur eintak meðan tiler
Iðunn