Morgunblaðið - 09.12.1975, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1975
39
— Fjármál
Sunnu
„Engin byssa á Arvakri og því tómt
mál að tala um að taka togara ”
segir Höskuldur Skarphéðinsson skipherra
— ÞAÐ er tómt mál að tala um,
að við hefðum átt að taka togar-
ann Port Vale og færa til
hafnar, þegar við skárum poka
togarans frá, þar sem hann var
á veiðum undan norðanverðum
Vestfjörðum. Það er engin
byssa á Arvakri og án hennar
hefði ekkert verið hægt að
gera, sagði Höskuldur Skarp-
héðinsson, skipherra á Arvakri,
í samtali við Mbl. f gær þegar
Arvakur kom til Reykjavfkur
með poka Port Vale, en hann er
ólöglega frá genginn, þar sem
ekki er gengið rétt frá tvöfalda
byrðinu f pokanum. Aftast á
hverjum poka á aðeins að vera
einfalt byrði, þannig að ung-
viðið geti sloppið út, en á poka
togarans var byrðið tvöfalt.
Höskuldur Skarphéðinsson
sagði, að alla tíð hefði verið
vandasamt að taka brezka tog-
ara og færa til hafnar og það
væri sennilega enn verra nú
undir þessum kringumstæðum.
Það vissi enginn með vissu,
hvenær mannskap væri stefnt i
hættu, og því væri betra að fara
að með gát. — Ofbeldi kallar
Höskuldur Skarphéðinsson skipherra (t.h.) og Benedikt
Guðmundsson stýrimaður skoða poka Port
alltaf á meira ofbeldi, sagði
Höskuldur.
Höskuldur var spurður að þvi
hvort hægt væri að sanna að
pokinn, sem Árvakur kom með
til hafnar væri frá Port Vale.
Hann svaraði þvi til, að stuttu
eftir að klippingin átti sér stað
hefði brezkur blaðamaður rætt
við skipstjórann á Port Vale í
gegnum Siglufjarðarradíó og i
því samtali hefði skipstjóri tog-
arans viðurkennt að Árvakurs-
menn hefðu náð pokanum um
borð til sín.
Að sögn Höskulds er ekkert
ólöglegt við riðil pokans, heldur
aðeins það sem fyrr er getið, að
pokinn er tvöfaldur aftur úr.
Höskuldur Skarphéðinsson
og meirihluti skipshafnar Ár-
vakurs flyzt nú yfir á skuttog-
arann Baldur, sem tekinn hefur
verið á leigu til gæzlustarfa.
Landhelgisgæzlan mun taka við
skipinu í dag, en ekki er gert
ráð fyrir að það leggi úr höfn
fyrr en eftir helgi.
Pétur Sigurðsson, forstjóri
Landhelgisgæzlunnar sagði í
gærkvöldi, að nú yrði farið í að
setja byssu á Baldur og ýmis-
legt annað þyrfti að gera áður
en skipið léti úr höfn. Byssan,
sem fer á skipið er til í landi.
Framhald af bls. 40
neytisstjóri í samönguráðuneyt-
inu, skýrði hins vegar Mbl. frá þvi
að Sunna fengi ekki frest nema
til 10. desember eða til morguns
til að sýna fram á að ferðaskrif-
stofan gæti staðið við skuldbind-
ingar varðandi Kanaríeyjaflug,
sem hefjast eiga n.k. laugardag.
Samgöngumálaráðuneytið gaf
út eftirfarandi fréttatilkynningu i
gær:
„Samgönguráðuneytið hefur
fylgst með athugun bankaeftirlits
Seðlabanka Islands á viðskiptum
Alþýðubankans h.f. við Ferða-
skrifstofuna Sunnu h.f. og tengd
fyrirtæki og aðila, en niðurstöður
þeirrar athugunar hafa leitt til
þess, að Alþýðubankinn h.f. mun
ekki eiga frekari viðskipti við um-
rædd fyrirtæki og hefur Alþýðu-
bankinn h.f. óskað eftir opinberri
rannsókn á bókhaldi, fjárreiðum
og öðru, er varðar rekstur og við-
skipti umræddra aðila.
Upplýst er, að einstaklingar,
sem hyggja á þátttöku í hópferð-
um til Kanríeyja á vegum Ferða-
skrifstofunnar Sunnu h.f. fram til
10. jan. 197Q hafa samtals greitt
um 10.2 millj. kr. til fyrirtækisins
upp í væntanlegan ferða- og
dvalarkostnað.
I lögum um ferðamál nr.
4/1969, er gert ráð fyrir heimild
ráðuneytisins til afturköllunar
ferðaskrifstofuleyfis, ef fjárhags-
staða ferðaskrifstofu er komin i
óefni.
Þó telur ráðuneytið rétt að
reyna í lengstu lög að forða um-
ræddu fólki frá því tjóni, sem
það yrði fyrir, ef starfsemi Ferða-
skrifstofunnar Sunnu h.f. yrði af
framangreindum ástæðum stöðv-
uð nú þegar.
Þvi þykir ráðuneytinu rétt, eins
og sakir standa, að afturkalla
ferðaskrifstofuíeyfi Ferðaskrif-
stofunnar Sunnu h.f., nr. 5, útg.
29. des. 1969 frá og með 15. jan
1976, þó þannig að heimilt sé að
ljúka ferð þeirri til Kanaríeyja,
sem hefjast á 10. jan 1976, en
óheimilt að ferðaskrifstofan geri
ráðstafanir varðandi ferðir eða
aðrar slíkar ráðstafanir I sam-
bandi við ferðaskrifstofurekstur,
sem uppfylla þarf eftir 15. jan.
1976.
Frestun ráðuneytisins til 15.
jan. 1976 á afturköllun ferðaskrif-
stofuleyfisins er þó háð þvi, að
Ferðaskrifstofan Sunna h.f. geri
ráðuneytinu fullnaðargrein fyrir
því, eigi síðar en 10. þ.m., að full-
tryggt sé að hún geti séð um um-
ræddar ferðir til Kanarfeyja báð-
ar leiðir, auk dvalarkostnaðar.
Framangreind ákvörðun ráðu-
neytisins er að sjálfsögðu háð því,
að ekki komi til afturköllunar-
ástæður samkvæmt a. -c. -liðum 9.
gr. laga um ferðamál, nr. 4/1969,
á þessu tímabili, m.a. vegnagjald-
þrots eða sviptingar fjárráða fyr-
irtækisins.
Vegna fyrirspurna fjölmiðla
um málefni Air Viking h.f. vill
ráðunevtið taka fram, að félagið
hefur flugrekstrarleyfi útg. 19.
júlí 1974. til óreglubundins flugs.
Um þá starfsemi gilda lög um
loftferðir, nr. 34/1964, og ákvæði
og reglur á þeim byggðar. Ekki
liggur á þessu stigi neitt það fyrir
varðandi rekstur Air Vikings,
sem gefi tilefni til umræðna um
afturköllun flugrekstrarleyfis Air
Viking h.f.“
Samkvæmt 4. gr. laga um ferða-
mál frá 1969, skal ferðaskrif-
stofum gert að setja tryggingu að
upphæð 1,5 milljónir króna á
reikning í Landsbanka Islands
sem tryggingu fyrir starfsemi
sinni. Telji samgönguráðuneytið
fjárhagsstöðu ferðaskrifstofu
miðað við þessa tryggingu komna
f óefni hefur það heimild til að
svipta hana ferðaskrifstofuleyfi.
Þar sem Sunna hefur ekki verið
nefnd, sem skuldunautur við Al-
þýðubankann, heldur aðeins Air
Viking og ' Guðni Þórðarson,
spurði Morgunblaðið Halldór E.
Sigurðsson hvaða skuldir hér
hefði verið um að ræða. Sagðist
hann ekki geta sagt frá því, en
hins vegar blönduðust fjármál
Sunnu saman við fjármál Air
Viking og Guðna Þórðarsonar,
þar sem ekki væru hrein skil á
milli þessara aðila. Þar sem
ákveðið hefði verið að rannsaka
viðskipti Air Viking hefði ráðu-
neytið ákveðið að fara sér hægt og
sjá hvað kæmi út úr þeirri rann-
sókn. Auk þess gæfu þau gögn,
sem ráðuneytið hefði, það til
kynna að skuldir Sunnu væru það
miklar að tryggingin kæmi þar
hvergi fram á móti. ,,En þetta er
mikið gert til að sjá hvernig úr
þessu kann að rætast," sagði
Halldór.
Morgunblaðið hafði einnig sam-
band við Guðna Þórðarson og
spurði hann hvað hann vildi segja
um ákvörðun samgönguráðu-
neytisins. Hann sagði:
„Ég vil ekki segja beinlínis að
við séum sviptir leyfinu, þar eð
okkur er nú samt leyft að starfa
og standa við allar skuldbind-
ingar til 10. janúar — ég hef síðan
aldrei heyrt um það í réttarríki að
þeir sem standa við allar skuld-
bindingar sínar séu verðlaunaðir
með því að svipta þá réttindum,
og á ekki von á því að þetta verði
túlkað þannig
Ég vil taka það fram greinilega,
að ferðaskrifstofan Sunna er ekki
í neinum vanskilum við einn eða
neinn og hjá samgönguráðuneyt-
inu liggja engar kröfur á ferða-
skrifstofuna Sunnu. Hún hefur
staðið við allar sínar skuldbind-
ingar og mun standa við þásr
gagnvart sínum farþegum og við-
skiptaaðilum. Það liggur ekkert
fyrir um það að Sunna hafi ekki
og muni ekki standa við allar
sinar skuldbindingar."
Sigurðar Guðnasonar
minnzt á Alþingi
ASGEIR Bjarnason forseti Sam-
einaðs Alþingis, minntist Sig-
urðar heitins Guðnasonar, fyrr-
verandi alþingismanns og for-
manns Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar, á Alþingi f gær, með
eftirfarandi orðum:
Til þessa fundar er boðað til að
minnast Sigurðar Guðnasonar
fyrrverandi alþingismanns, sem
andaðist f sjúkrahúsi hér í
Reykjavík í gærmorgun, 7.
desember, 87 ára að aldri.
Sigurður Guðnason var fæddur
21. júní 1888 f Holtakoti f
Biskupstungum. Foreldrar hans
voru Guðni bóndi þar og víðar
Þórarinsson bónda f Ásakoti og
Bryggju f Biskupstungum
Þórarinssonar og kona hans.
Sunneva Bjarnadóttir, bónda f
Tungufelli f Hrunamannahreppi
Jónssonar.
Hann stundaði búfræðinám á
Hólum og lauk þaðan prófi 1909.
Bóndi í Borgarholti í Biskups-
tungum var hann 1917—1922.
Árið 1922 fluttist hann til
Reykjavíkur og stundaði verka-
mannavinnu tvo áratugi. Hann
var formaður Verkamannafélags-
ins Dagsbrúar 1942—1954 og í
stjórn Alþýðusambands Islands
1942—1948. Hann var kjörinn
alþingismaður haustið 1942, var
landskjörinn alþingismaður
1942—1946 og þingmaður Reyk-
víkinga 1946—1956, sat á 15
þingum alls.
Sigurður Guðnason var alinn
upp f sveit, nam búfræði og var
bóndi á miklum umbrotatfmum í
verðlagsmálum eftir lok heims-
styrjaldarinnar fyrri. A verka-
mannsárum sfnum f Reykjavík
lifði hann tfma kreppu og at-
vinnuleysis á fjórða tug þessarar
aldar. A löngum æviverli hans
urðu mikil umskipti í baráttu ís-
lensks verkalýðs fyrir auknum
réttindum og bættum kjörum.
Hann var stéttvís félagi í hópi
verkamanna og eignaðist traust
stéttarbræðra sinna, sem völdu
hann til forystu f félagsmálum
sínum. A Alþingi vann hann af
skyldurækni að afgreiðslu mála,
en tók ekki mikinn þátt f umræð-
um. Þó gat hann hér sem annars
staðar lagst þungt á sveif með
verkalýðsstéttinni, ef honum
þótti sem á hana skyldi hallað.
Sigurður Guðnason var dag-
farsprúður maður og vann ævi-
starf sitt af látleysi og samvisku-
semi, bjartsýni og heilindum. I
góðu samstarfi við stéttarfélaga
sfna lagði hann fram alla krafta í
sókn til bættra Iffskjara. A næðis-
sömum elliárum gat hann þvf litið
sáttur yfir ævistarfið, þó að hann
hefði gjarnan kosið að meira
hefði áunnist.
Ég vil biðja háttvirta alþingis-
menn að minnast Sigurðar Guðna-
sonar með því að rfsa úr sætum.
Þingfréttir
EFRI DEILD
Frumvarp til laga um tekju-
stofna sveitarfélaga var af-
greitt sem lög frá Alþingi í efri
deild Alþingis í gær. Þá var
frumvarp um ríkisreikning
1973 og frumvarp um eignar-
námsheimild á hluta Ness í
Norðfirði afgreidd til 2. um-
ræðu og nefnda. Frumvarp úm
innheimtu gjalda með viðauka
(sama viðauka og f ár) og frum-
varp um Húsnæðismálastofnun
rfkisins voru afgreidd til þriðju
umræðu.
Umferðarlög
Ölafur Jóhannesson dóms-
málaráðherra mælti fyrir frum-
varpi um umferðarlög, þ.e.
1!4% gjald á iðgjald skyldu-
trygginga ökutækja, er renni til
Umferðarráðs til umferðar-
slysavarna. Ráðherrann rakti í
ítarlegu máli störf og stefnumið
Umferðarráðs og verða máli
hans gerð nánari skil síðar.
KAUPSTAÐARRÉTTINDI
GARÐAHREPPS
Gunnlaugur Finnsson (F)
mælti fyrir nefndaráliti með
frumvarpi til laga um kaup-
staðarréttindi til handa Garða-
hreppi. Nefndin mælti einröma
með frumvarpinu. Ræðumaður
vakti þó athygli á, að vaxandi
þéttbýli byggðarlaga í viðkom-
andi sýslu gætu innan tíðar
leitt til þess, að aðeins tveir
hreppar yrðu eftir sem aðildar-
sveitarféHig að sýslunefnd. __
ENGINN A MÆLENDASKRA
UM FRAMKVÆMDASTOFN-
UN.
Eitt tfmafrekasta mál þings-
ins í vetur, frumvarp til laga
um breytingar á skipan Fram-
kvæmdastofnunar, var enn á
dagskrá, framhald 1. umræðu.
Énginn kvaddi sér hljóðs. Var
málinu vísað til viðkomandi
nefndar og 2. umræðu.
VERÐJÖFNUNARGJALD A
RAFORKU.
Fram er komið stjórnarfrum-
varp um framlengingu um 1 ár
á gildistíma laga um verðjöfn-
unargjald á raforku, enda er í
frumvarpi til fjárlaga fyrir árið
1976 gert ráð fyrir þeim tekjum
vegna rekstrar Rafmagnsveitna
ríkisins. Er hér um að ræða
13% álag á söluverð raforku
einstakra veitna, sem renna á
til Rafmangsveitna ríkisins.
HEIMILD TIL LANTÖKU ER-
LENDIS.
Stjórnarfrumvarp um
heimild til lántöku ríkissjóðs
erlendis á árinu 1976, að fjár-
hæð allt að 3.580.m.k., var lagt
fram á Alþingi i gær. I greinar-
gerð með frumvarpinu segir:
„1 athugasemdum með fjár-
lagafrumvarpi fyrir árið 1976,
bls. 174, er rakið að hve miklu
leyti lagaheimildir til ráðgerðra
lántaka samkvæmt fjárlaga-
frumvarpinu eru fyrir hendi í
sérstökum lögum, og i frum-
varpinu sjálfu, 6. gr., er leitað
heimilda til Iántaka innan-
lands. Þar er og boðað að fyrir
haustþingið muni lagt sérstakt
frumvarp um heimild til sér-
stakrar erlendrar lántöku sem
á vantar, en ekki er talið að
heimildir í fjárlögum nægi til
að taka erlend lán. Það frum-
varp, sem hér er lagt fram, er
þannig ætlað til að tryggja
nægar lagaheimildir vegna
þeirra opinberu framkvæmda á
fjárlögum sem ráðgert er að
fjármagna með lánum. Sú fjár-
hæð, sem frumvarp þetta gerir
ráð fyrir, miðast við fyrirhugað-
ar framkvæmdir í fjárlaga-
frumvarpi, sbr. skýringar i at-
hugasemdum fjárlagafrum-
varps, bls. 178, en fjárhæðin
kann að breytast þegar endan-
legar ákvarðanir verða teknar
um þessar framkvæmdir. I
lánsfjáráætlun þeirri, sem lögð
verður fyrir þingið, verður gerð
nánari grein fyrir einstökum
framkvæmdum, sem ætlað er
að fjármagna með lánum, og
verður þannig ljóst fyrir af-
greiðslu fjárlaga hver þessi við-
bótarlánsheimild til erlendrar
lántöku þarf að vera.“