Morgunblaðið - 14.12.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.12.1975, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1975 „Hagleiksverk Hjálmars í Bólu Teikning af Bólu-Hjálmari Makleg minning HINN 25. júlf síðastliðinn voru liðin eitt hundrað ár frá dauða Hjálmars skálds í Bólu. Af þess- um sökum hefur allmikið verið um hann ritað á árinu, og þó minna en maklegt væri. Flestir hafa eðlilega fjalla um skáld- skap Hjálmars, enda mun það tæplega hafa verið á almanna vitorði, að hann hafi verið snill- ingur á fleiri sviðum. Dr. Krist.ján Eldjárn minnist skáldsins í Bólu með því að senda frá sér bókina Hagleiks- verk Hjálmars í Bólu. Þetta er bók í stóru broti, ekki mjög þykk, en bæði efnismikil og efnisgóð. I inngangskafla gerir höfundur nokkra grein fyrir gamalli islenzkri alþýðulist, en þvf næst kemur kafli, þar sem helztu æviatriði Hjálmars eru rakin. Þá er komið að megin- kafla bókarinnar, sem ber yfir- skriftina: Skrá um hagleiks- verk Hjálmars i Bólu. Þar eru talin þau listaverk, sem vitað er að voru gerð af Hjálmari, sem og þau, sem höfundur telur að eigna megi honum með rökum. Verk Bólu-Hjálmars eru hrein listaverk, svo hagur var hann. I þessum kafla er hverju verki eða smíðisgrip nákvæmlega lýst, öll helztu einkenni hans talin og ferill og saga rakin. Allur ber kaflinn vott um hina ágætustu og nákvæmustu fræðimennsku, en er þó einnig lipurlega skrifaður. Höfundur segir finngangsorðum að senni lega muni mörgum þykja upp- talningin harla þurr. Upptaln- ingin er þó engan veginn þurr. Frásögnin er öll lífleg, og hana hljóta allir að hafa gaman af að lesa, sem ekki eru gjörsneyddir áhuga á gömlum gripum og fornri list. Gripirnir, sem um er fjallað í bókinni, eru alls 55. Fleiri mun- ir eru ekki þekktir, sem hægt er að eigna Hjálmari með nokk- urri vissu, þótt líklegt sé að fleiri komi nú í leitirnar. Ættu þeir, sem eiga gamla smíðisgripi útskorna í fór- um sínum, að taka þá til athugunar. Hver veit nema einhverjir þeirra beri merki handbragðs Bólu-Hjálm- ars. Um þau merki þarf eng- inn að efast, sem les þess ágætu bók. Allmargar myndir eru i bókinni af smíðisgripum, sem um er fjallað. Þær eru all- ar ágætlega gerðar og sérstak- lega skýrar. Helgafell gefur bókina út og er frágangur hennar með ágætum. Höfundi og útgefendum ber að þakka gott verk. Betur varð Hjálmars f Bólu ekki minnzt á 100. ártíð hans. Kapteinn Scott og harmleikurinn á Suðurskautinu Á Thamesfljóti skammt fyrir neðan þinghúsið í Lundúnum, liggur lítið svartmálað skip. Það ber nafnið „Discovery" og er fljótandi safn um mestu frægðarför, sem það hefur farið: Ferðina til suðurskauts- landsins árið 1901—’04, undir stjórn R. Scott. Bókin sem hér er til umræðu fjallár um þessa ferð og aðra ferð sem Scott fór á árunum 1911—1912. Höfundur bókarinnar er Peter Brent vel- þekktur enskur rithöfundur, og fslenzka þýðingin er gerð af Rögnvaldi Finnbogasyni. Nítjánda öldin hefur stund- um verið kölluð öld land- könnunar. Þá beindu land- könnuðir sjónum sínum framar öðru að heimskautasvæðunum, og mikil keppni var um það, hverjum tækist að komast fyrstum til heimskautanna. A suðurskautslandinu stóð bar- áttan fyrst og fremst á milli Breta og Norðmanna, en aðrar þjóðir tóku einnig þátt f keppninni, Svíar, Þjóðverjar, Frakkar og jafnvel Skotar sendu út leiðangra sem ætlað var að kanna hinar víðáttu- miklu ísauðnir. í bókinni „Kapteinn Scott og harmleíkurinn á Suðurskaut- inu“ er sagt frá þessu ka'pp- hlaupi um aldamótin og þá fyrst og fremst frá þætti Eng- lendinga i þvf. Fyrsti enski Suðurskautsleiðangurinn var sendur á síðari hluta 19. aldar, en það var ekki fyrr en um aldamót, sem Englendingar beindu sjónum sínum fyrir al- vöru að Suðurskautslandinu. Árið 1901 hélt R. Scott af stað í fyrri leiðangur sinn á skipinu „Discovery" Sá leiðangur tók þrjú ár og þótt leiðangurs- mönnum tækist ekki að komast alla leið til Suðurskautsins varð árangur þeirra góður. Þeir komust lengra suður en mönnum hafði áður tekist að komast og þeir unnu að mikil- vægum vísindarannsóknum. A árunum 1907—8 fór Ernst Schakleton f könnunar- leiðangur til Suðurskautslands- ins, og þótt hann kæmist ekki til Pólsins, komst hann þó nær honum en Scott hafði komist. Arið 1910 lagði Scott svo upp í annan leiðangur sinn, eins og áður sagði. Þá tókst honum eftir mikið harðræði að komast alla leið, til þess eins að komast að því að Norðmaðurinn Amundsen hafði komist til Suðurskautsins mánuði áður: Þetta olli Scott miklum von- brigðum, og á leiðinni til skips fórst hann ásamt félögum sínum. Scott hélt dagbók til hinztu stundar, og er frásögn bókarinnar byggð á henni að miklu leyti, auk þess sem höf- undur styðst við dagbækur og bréf annarra leiðangursmanna og að nokkru við dagbækur Amundsens. Lík Scott og félaga hans fundust hálfu ári eftir dauða þeirra og hjá þeim voru dagbækurnar auk annarra skjala. Fréttirnar bárust fljót- lega til Evrópu og þar urðu heimskautsfararnir að þjóð- hetjum. Og ekki dró úr aðdáun manna þegar saga helfarar- innar varð kunn. Alla tíð síðan hefur R. Scott verið þjóðhetja með Bretum. Bók Peter Brent, sem hér er um rætt er ein sú bezta sem ég hef séð um þetta efni. Frásögnin er skýr en látlaus, og hvergi er hallað réttu máli. Kapphlaupið var mikið til- finninga- og þjóðmetnaðarmál á sínum tíma, og enn f dag svíður mörgum Englendingum að Scott skyldi verða að láta f minni pokann fyrir Amundsen. Engu að síður fjallar höfundur þessarar bókar um málið af réttsýni, og hann hikar ekki við að gagnrýna Ianda sfna og þá einkum brezku ríkisstjórnina fyrir það sem miður fór. Eins og fyrr segir hefur Rögnvaldur Finnbogason þýtt bókina á fslenzku. Hann hefur yfirleitt unnið verk sitt vel, en þó finnst mér heldur hvimleitt þegar menn eru að þýða sér- nöfn eins og t.d. nöfn skipa. Hvers vegna á fremur að þýða skipanöfn en t.d. mannanöfn? 1 bókinni er skipið „Discovery” t.d. alltaf nefnt Könnun. Þetta er ónákvæm þýðing, og hvers vegna er nafn skipsins, sem* Scott fór síðari leiðangurinn á, Terra Nova, ekki lfka þýtt. Það skip gæti heitið Nýlenda uppá fslenzku. Nei, sérnöfn eru alltaf bezt þegar þau fá að halda sinni upprunalegu mynd. Myndi okkur Islendingum ekki finnast hjákátlegt ef brezk blöð færu að kalla varðskipið Ægi „The Sea“ í fréttum? Mikill fjöldi mynda prýðir, ljósmyndir teknar í leiðöngrum Scotts og einnig nýrri myndir frá Suðurskautslandinu, og ekki má gleyma frábærum málverkum og teikningum Edward Wilsons, sem fór báðar ferðirnar með Scott og deildi að lokum sköpum með honum. Bókaútgáfan Örn og Örlygur gefur bókina út og er frágangur hennar allur hinn ágætasti. Tímabœr endurútgáfa BÓKAUTGÁFA Menningar- sjóðs hefur sent frá sér í tveim bindum ritverk eftir Pálma Hannesson rektor. Bera bindin nafnið Fósturjörð. Hannes Pétursson skáld sá um útgáfu verksins og ritar eftirmála. Þar segir að Menningarsjóður hafi ákveðið skömmu eftir lát Pálma árið 1956 að afla sér réttar til útgáfu á ritverkum hans. A árunum 1957 — ’59 gaf Menningarsjóður út þrjú bindi af ritum Pálma Hannessonar og báru þau heitin: Landið okkar, Frá óbyggðum, Mannraunir. Ritum þessum var feikna vel tekið og seldust þau upp á skömmum tima. Siðan hefur verið erfitt að ná í bækurnar. Eins og fyrr segir skiptist rit- safnið Fósturjörð í tvö bindi. Þar birtast ýmis verk frá hendi Pálma: ritgerðir, skólaræður, útvarpserindi, frásöguþættir og sagnir. I fyrra bindinu eru rit- gerðir, greinar og útvarpser- indi, en annað efni, sem yfir- leitt er styttra er í hinu síðara. Pálmi Hannesson var áhuga- maður um margt. Hann var nattúrufræðingur og duglegur ferðamaður, afkastamikill rit- höfundur, sem unni mjög landi sínu og þjóð. Þekktastur er hann þó vafalaust sem skóla- maður, en á þeim vettvangi var nær öll starfsævi hans. Lengst af eða tæp þrjátíu ár, var hann rektor Menntaskólans í Reykja- vík. Ritgerðir hans greinar og út- varpserindi bera öll glöggan vott áhugamálum höfundar. Þau fjalla öll á einhvern hátt um ísland, sögu þess, menningu og náttúru. Hér skal ekki reynt að fella dóm um það, hvað er bezt f ritsafninu. Senni- lega hefur Pálmi Hannesson aldrei látið neitt frá sér fara sem ekki var vandað. Greinar hans um náttúru Islands eru allar mjög fróðlegar og skemmtilegar, og stílsnilldin bregst honum aldrei. Ýmis út- Bókmenntir eftir JÓN Þ. ÞÓR varpserindanna um sögu Is- lands eru með því bezta, sem þar hefur verið flutt, og sama gildir um tækifærisspjall ýmis- konar. Pálmi Hannesson hafði mikið yndi af þjóðlegum fræð- um, þjóðsögum og öðrum þess- konar fróðleik. I ritsafninu er einmitt að finna nokkrar slíkar sagnir, sem hann skráði. Nokkr- ar af skólaslita- og skóla- setningarræðum hans eru birtar f ritsafninu. Þær eru hreinustu perlur, enda hef ég heyrt gamla nemendur Pálma Pðlmi Hannesson láta þau orð falla að þótt þeim hefði tekizt að komast hjá því að læra nokkurn skapaðan hlut allan veturinn hefðu þeir þó alltaf farið nokkru ríkari frá skólaslitum. Eins og fyrr segir er erfitt að velja nokkra eða nokkrar greinar sérstaklega úr þessu safni. Undirrituðum fannst þó einna fróðlegast að lesa þættina um öskju, um Islandslýsingu Jónasar Hallgrimssonar og þáttinn, sem ber yfirskriftina „Frá Móðuharðindunum” Einnig ber að geta greinarinnar um umgengni ferðamanna, en hana ætti samgöngumálaráðu neytið að láta prenta árlega og dreifa síðan til allra þeirra, sem á einhvern hátt sjá um skipu- lagningu ferða um landið. Ritsafn Pálma Hannessonar hlýtur að verða kærkomið öllum þeim, sem unna íslenzkri sögu, náttúru og menningu. Og það á erindi til allra. Varla er nokkur maður svo gjörsneydd- ur áhuga á einhverju þeirra mála sem um er fjallað, að hann geti ekki fundið eitthvað við sitt hæfi. Þeim, sem unna fögru máli, hlýtur ritsafnið að vera eilff uppsprettulind ánægju og fegurðar og þeim sem vilja bæta mál sitt er hún gullnáma. Þetta er mannbætandi verk. Heimskreppan og heimsviðskiptin BÓKAUTGAFAN Heims- kringla hefur sent frá sér bók- ina „Heimskreppan og heims- viðskiptin" eftir Harald Jóhannsson hagfræðing. Þetta er Iítil bók, 135 síðna pappfrskilja, en býsna fróðleg. Meginuppistaða bókarinnar eru fyrirlestrar, sem höfundur flutti við háskólann f Malaja á árunum 1964—’67. Fyrsti kafli bókarinnar fjall- ar um klassfska hagfræði, sögu hennar og ýmsa þætti. Síðan tekur við frásögn af heims- kreppunni miklu, sem hófst með verðbréfahruninu í Wall Street árið 1929. Sagt er í stuttu máli frá kreppunni, lýst áhrif- um hennar á heimsverzlunina og einstök Iönd og skýrt frá viðbrögðum hinna ýmsu hag- fræðinga og stjórnmálamanna. Þessu næst greinir höfundur frá endurmati hagfræðinnar og ýmsum nýjum kenningum, sem af því spruttu. Alllöngum köfl- um er varið til þess að skýra frá stofnun og störfum alþjóðlegra peningastofnana, t.d. Alþjóð- lega gjaldeyrissjóðsins, Al- þjóðabankans og einnig greinir frá Alþjóðlegu tollasamþykkt- inni. Síðasti kafli bókarinnar fjallar um stöðu gulls, um gull sem alþjóðlegan gjaldmiðil, gjaldeyrisfót, um gullverð og gullmarkaðinn. I lokin er svo sutt ritgerð um skerðingu gengis Bandaríkjadalsins. Eins og fyrr segir er þessi bók býsna fróðleg, og sumir kaflar hennar ættu að geta komið að gagni sem einskonar handbök fyrir þá, sem oft þurfa að fjalla um alþjóðleg peninga- og fjárhagsmál, án þess að hafa numið hagfræði að nokkru ráði. Sérstaklega á þetta við um kaflana, sem fjalla um alþjóð- legar peningastofnanir. Bókin ber þess þó glögg merki að hún er samin fyrir þá, sem nokkra grundvallarþekk- ingu hafa á hagfræði og peningaviðskiptum. Ýmis orð og hugtök eru notuð, sem al- menningur hefur varla tök á að skilja, og hefði því nauðsynlega þurft að láta orðaskýringar fylgja með. Ekki ætla ég mér þá dul að fara að gagnrýna það sem höfundur hefur fram að færa, til þess skortir mig alla hag- fræðiþekkingu. Á bók hans ber þó ekki að líta sem skil- greiningu (analýsu) á heims- kreppunni, heldur sem frásögn, yfirlitsrit yfir heimskreppuna og áhrif hennar á heimsvið- skiptin. Frásögn höfundar er oft á tíðum lipur og alltaf skýr, þótt stundum vefjist hagfræði- leg hugtök fyrir manni, sem fyrr greinir. Frágangur bókarinnar er allgóður, en prentvillur helzt til margar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.