Morgunblaðið - 17.12.1975, Side 15

Morgunblaðið - 17.12.1975, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1975 15 Er fiskiskipaflotinn ofstórl ER FISKISKIPAFLOTINN OFSTÓR? f grein sinni er Lúðvlk fremur stórorður um óvisindaleg vinnu- brögð starfshóps Rannsóknaráðs rlkisins um þróun sjávarútvegs, að þvi er varðar afkastagetu islenska fiskiskipaflotans. Leitast hann við að snúa út úr niðurstöðum starfshóps- ins og kemur með fullyrðingar. sem á engan hátt fá haggað þeim kafla I skýrslu vinnuhópsins, sem hefur orðið honum mestur þyrnir i augum Hann ráeðir itrekað um visindaleg eða óvlsindaleg vinnubrögð og állt- ur að nægilegt sé að drepa á dreif aðalatriðum i sambandi við flota- stærð til að gera niðurstöður starfs- hópsins tortryggilegar, en flestar forsendur fyrir niðurstöðum koma fram í skýrslu starfshópsins. Hér verður fjallað um einstaka þætti málsins. UM MEÐALTÖLOG ALDUR FLOTA Það er meginviðleitni i tölfræði- legri aðferð að reyna að finna mæli- kvarða, sem lýst geta ákveðnu ástandi á sem einfaldastan hátt. Einn af þeim mælikvörðum. sem oft er notaður, er meðaltal. Hins vegar eru einnig notaðir aðrir mælikvarðar til að gefa til kynna svipaða vitneskju og meðaltöl, ef þeir henta betur Það er háð dreifingu þeirra upplýsinga, sem fyrir liggja, hvaða mælikvarði hentar best i hverju til- viki Þeir, sem vinna að tölfræðileg- um aðferðum, meta þessa dreifingu með stærðfræðilegum aðferðum og fá með þvi mælikvarða á það, hversu raunhæfa lýsingu meðaltöl eða aðrar miðgildismælingar veita á ákveðnu ástandi í því dæmi, sem Lúðvík setur upp, eru þessi vinnubrögð ekki viðhöfð, en til að lýsa aldri flotans hefur meðaltalsreikningur ákaflega tak- markað gildi Sé gert ráð fyrir að fiotinn væri 5 skip, og þau væru öll ný nema eitt, sem væri 70 ára (eða jafngamalt elsta skipinu I flotanum skv. skipaskrá 1 /1 1975) væri meðalaldur flotans samkvæmt aðferð Lúðviks tæp 1 5 ár Af slikum útreikningum, sem segja nánast ejcki neitt, dregur Lúðvík þær megin- ályktanir, sem honum er annt um að koma á framfæri Ein aðalniðurstaða Lúðviks er, að aðeins 14% skipanna séu „það sem hægt er að kalla nýleg og allgóð skip '. í heimild þeirri, sem Lúðvík vitnar i er tafla sem sýnir aldurs- dreifingu flotans. Þessi tafla er meira að sega i sömu opnu og sú tafla sem hann notar Samkvæmt þeirri töflu eru 220 skip 4 ára og yngri eða 24 4%. Yngri en tiu ára eru 335 skip eða 37,3% Þetta eru væntanlega „nýleg og allgóð skip '. Tæp 80% flotans er innan þess aldurs, sem kalla má eðlilegan endingartíma skipa En það er erfitt að segja. hvort eitthvað sé gott eða slæmt án við- miðunar. Það er annað grundvallar- atriði visindalegrar aðferðar, sem Lúðvik litur framhjá. Séu tölur um meðalaldur teknar sem góð og gild vara, mætti nota þær til saman- burðar Sé það gert fæst eftir- farandi samanburður við fyrri ár: MEÐALALDUR SKIPA Stærð (br.) 1975 1965 1955 25—100 20.3 15.4 18.3 101—300 10.6 5.8 17.3 301 og yfir 72. 14.8 10.8 Það er vart hægt að draga þær ályktanir af þessari töflu, að flotinn hafi elst úr hófi fram á þessu tima- bili, en við mælum ekki með þessari aðferð Þá ber einnig að hafa i huga, að aldur skipanna er miðaður við þann tima, sem skipin eru smiðuð. en sifelld endurnýjun skipanna á sér stað og breytingar eru framkvæmdar á tækjabúnaði, vélbúnaði og öðrum tæknilegum þáttum til samræmis við breyttar kröfur. Þá hefur fjöldi skipa verið endursmíðaður eða umbyggður UM RÚMLESTIR OG AFKÖST Við vitum ekki hvort Lúðvik hefur lesið þann kafla skýrslunnar, sem fjallar um afkastagetu flotans, og ekki skilið hann eða ekki viljað skilja Lúðvik staðhæfir, að það sé fráleit kenning að halda þvl fram, að rúmlestatala fiskiflota sé I beinu hlutfalli við afkastagetu I skýrslunni er þessu hvergi haldið fram f umræddum kafla er þvert á móti gert ráð fyrir að þarna rlki ekki beint hlutfall, sem hver og einn, er leggur sama skilning I hugtökin og við,getur lesið út úrtöflu á bls 103. Hvað togarana snertir, er ekki gert ráð fyrir að neinn munur sé á stærri og minni gerðinni. Lúðvik segir orð- rétt: „Sú aðferð, sem starfsnefnd Rannsóknaráðs notar til þess að reikna út afkastagetu fiskiskipa- flotans og sem leiðir til þeirrar niður- stöðu, að flotinn sé orðinn of stór, fær alls ekki staðist". Sá kafli I skýrslunni, sem fjallar um afkasta- getu fiskiskipa er byggður á athug- un, sem gerð var af Fiskifélagi ís- lands upp úr siðustu áramótum. Þessi úttekt var enn itarlegri en fram kemur I Rannsóknaráðsskýrslunni Var m a. skoðað hvaða áhrif veiðar- færaval flotans hefði og hver áhrif dreifing um landið Er Lúðvik vel- komið að kynna sér þær niðurstöður ef hann vill leggja á sig að lesa 100—200 bls. tölvuútskrift, sem sýnir niðurstöður prófana á áreiðan- leika mælikvarða sem reyndir voru Lúðvík segir að vísu réttilega að taka verði tillit til margra atriða við mat á afkastagetu fiskiskipaflotans. f þvi sambandi má geta þess að ráða- gerðir eru uppi um enn nákvæmari úttekt. UM NOTKUN HUGTAKA Enn eitt megin atriði vísindafegra aðferða í svona tilvikum er nákvæm notkun hugtaka i Ijósi framan- greindra niðurstaðna sinna um meðalaldur, slær Lúðvik því föstu að „endurnýjun" flotans sé nauðsynleg og nefnir i þvf sambandi sérstaklega togaraflotann. Er hægt að nefna það endurnýjun i venjulegum skilningi þess orðs að kaupa 10 nýjar ryksug- ur i stað gamla kústsins? Er það endurnýjun að kaupa 80 skuttogara i stað 16—20 gamalla síðutogara? Frá 1 /1 1 970 til 1 / 1 1 975 hefur bátum minni en 100 brl fjölgað úr 531 i 623 eða 17.3%. Bátum og togurum yfir100 brl hefur á sama tima fjölgað úr 223 I 287 eða 28 7%. Á þessu tlmabili hefur rúm- lestatala flotans vaxið úr 76 986 i 97.778 eða 27%. Þetta er þó ekki fyllilega réttmætur samanburður. vegna mikilla endurmælinga. sem gefa að jafnaði lægri rúmlestatölur, en eldri mælingar. Ekki er óvarlegt að ætla að flotinn hafi stækkað i rúmlestatölu allmiklu meira en þetta gefur til kynna Hér er fyrst og fremst um að ræða aukningu en ekki endurnýjun UM „HJÓLBÖRUSKIP" OG ÚTHALD ÞEIRRA Lúðvik segir: „Einu sinni var hægt að afkasta býsna mikilli vinnu með hjólbörum, en nú þætti liklega öll- um hæpið að krefjast þess að i sparnaðarskyni skyldi notast við slík tæki i stað annarra stórvirkra." Við erum Lúðvik sammála um það, að á huerjum tima eigi að reka sem hagkvæmastan flota. og að si- felld endurnýjun flotans sé nauð- synleg. Hins vegar á að gæta að þvi, að sem mest samræmi sé á milli afrakstursgetu þeirra fiskstofna, sem kosið er að nýta og tæknilegra af- kasta þess flota, sem beitt er til veiðanna. Með þvi móti einu er hægt að tryggja, að skipin nýtist með eðlilegum hætti Annars lend- um við i eyðileggjandi innbyrðis samkeppni, sem þegar er farið að gæta í ríkum mæli Hver er annars uppspretta slvaxandi kröfugerðar um einkarétt til veiða á ákveðnum svæðum? Hver er ástæðan fyrir því, að „nýleg og allgóð skip' eru nú vart hálfdrætttingar á við 10—20 tonna „hjólböruskip" á vertið fyrir 20 árum? Hver er ástæðan fyrir þvi, að nýtísku skuttogari er vart hálf- drættingur á við gömlu „hjólböru- togarana", sem við áttum fyrir strið? Þeir komust i 25 tonna afla að meðaltali á úthaldsdag og söltuðu þó aflann Nú þykir gott, ef skuttog- ari lafir I 10 tonnum á úthaldsdag. Þetta eru allt spurningar. sem Lúð- vik, samkvæmt sinni visindalegu að- ferð, gleymir að spyrja og svara Staðreyndin er sú, að stofnarnir hafa verið ofnýttir i vaxandi mæli, og það kostar sifellt meira að ná hverjum fisk úr sjónum Það er þess vegna, sem við þurfum nú „vél- skófluskip" i staðinn fyrir „hjólböru- skip " áður, einungis til að skila hluta af þeim afla á land, sem áður tiðkað- ist. Að sama skapi hafa möguleikar til arðbærs rekstrar farið versnandf Þegar „hjólböruskipin" standast ekki lengur samkeppnina við þverrandi skilyrði, er gripið til ráðstafana til að Eramhald á bls. 18 Athugasemdir við grein Lúðvíks Jósepssonar í Þjóðviljanum hinn 6. desember síðastliðinn Skrímslíð í brezka þinginu London — 11. des. — UPI 1 NEFNDARHERBERGl í húsa- kynnum neðri málstofu brezka þingsins var f sfðustu viku haldin ráðstefna, þar sem dr. Robert Rines sýndi hinar vfðfrægu myndir sfnar, sem teknar voru undir yfirborði Loch Ness og sagðar eru vitni um að skrímslið góða sé raunverulega til. David James, sem er þingmaður f neðri málstofunni, gekkst fyrir ráðstefnunni, en hann er mikill áhugamaður um rannsóknir varðandi þetta fyrirbæri. Hann hefur sagt, að ýmsir þingmenn muni styðja tillögu um að sektum eða öðrum strangari viðurlögum verði beitt gagnvart þeim, sem reyni að koma höndum yfir skrímslið í Loch Ness eða raska ró þess á annan hátt. Þingmaðurinn sagðist búast við að innan skamms yrðu gerðar ráð- stafanir til að friðlýsa skrfmslið, þrátt fyrir það álit margra vísindamanna, að tilvera þess ætti sér enga stoð í raunveruleikan- um. Myndirnar, sem valdið hafa talsverðu fjaðrafoki vegna þessa máls að undanförnu, eru mjög ógreinilegar, en á þeim sést móta fyrir sex feta langri hyrndri skepnu með lítinn haus og hreystraðan skráp. Papadopolus: Ég er fús til að láta lifið... Bandaríkin: Vilja draga úr kjamorkuvígbúnaði — gegn fækkun 1 herliði Sovétríkjanna AÐ SÖGN UPl-fréttastof- unnar fór Papadopoulus, for- stjórnarinnar f Grikklandi, fram á það fyrir rétti f Aþenu f sfðustu viku, að hann yrði tekinn af Iffi þannig að endir yrði bundinn á misklfð þá, sem enn skipti þjóð- inni f andstæðar fylkingar. Papadopoulus sagði m.a.: „Setj- ið mig fyrir hríðskotasveitina, svo að friður komist á í landinu. Við skulum ekki láta í ljós meira hat- ur og ofsa. Ef þessi ofsi heldur áfram þá mun hann koma niður á börnum okkar. Ég er fús til að láta lífið og ég mun bera höfuðið hátt frammi fyrir aftökusveit- inni,“ sagði Papadopoulus er hann talaði máli sínu fyrir rétti, þar sem 32 samherjar hans úr hernum og lögreglunni svara til saka í máli vegna stúdentaóeirða þar sem a.m.k. 25 manns létu líf- ið. Réttarhöld í málinu hafa staðið s.I. 8 vikur. Montale: Söngvar seðja ekki 1 VEIZLU, sem haldin var Nóbelsverðlaunahöfum í Stokkhólmi 11. desember s.l., hélt ftalska Nóbels- skáldið Eugenio Montale ræðu þar sem hann sagðist hafa skrifað „óteljandi sfður af óbundnu máli, af því að söngvar seðja ekki fyrr en þú hlýtur Nóbels- verðlaun að Iokum.“ Montale kallaði Dante mesta skáld allra tíma og sagði: „Að honum gengn- um gæti virzt tilgangslaust að yrkja ljóð, en þrátt fyrir það hef ég, ásamt mörgum öðrum, fetað i fótspor hans.“ f ræðu sinni minntist skáldið á frelsisskerðingu á 20 ára tímabili fasismans á ftalíu, og sagði, að skáldum hefði ekki verið haldið í skefjum. Sjálfur hefði hann notað þennan tíma til að kynna sér evrópskar bókmenntir og iðka rit- störf. Vín — 16. des. — Reuter. RfKI Atlantshafsbanda- lagsins lögðu í dag fram tilhoð um að draga úr kjarnorkuvopnabúnaði sínum í V-Þýzkalandi, gegn því að Sovétríkin fækkuðu verulega f herliði sínu í Austur-Evrópu. Tals- menn vestrænna ríkja hafa staðfest, að tilboð þetta hafi verið lagt fram á ráð- stefnu sjö kommúnista- rfkja og tólf NATO-ríkja, sem haldin er í Vín, og hafi það verið hugsað sem úr- slitaleikur í 26 mánaða þráskák. Nánari skilgreining á tillögu NATO-ríkjanna liggur ekki fyrir, en talsmenn bandalagsins vilja hvorki hafna fregnum úr höfuð- stöðvum NATO, um að Bandarík- in væru reiðubúin að flytja 1000 af 7200 langdrægum kjarnaodd- um frá V-Þýzkalandi, né stað- festa þær. Gefið hefur verið í skyn, að samþykki Sovétríkjanna um að kalla á brott verulegan hluta her- liðs síns og fækka vopnum, sem notuð eru í landhernaði, sé for- senda fyrir þessu einhliða tilboði Bandaríkjanna, án þess að farið hafi verið fram á sambærilega skerðingu á kjarnorkuvopnabúri Sovétmanna. Oleg Khlestof svarar tilboðinu fyrir hönd Varsjárbandalagsríkj- anna til bráðabirgða á siðasta fundi ráðstefnunnar fyrir sex vikna jólaleyfi, en fundurinn verður haldinn á fimmtudaginn. Tveggja daga fundi utanríkisráó- herra Varsjárbandalagslandanna er nýlokið í Moskvu. Telja frétta- skýrendur, að samningstilboð At- lantshafsbandalagsins hafi verið þar til umræðu. Með því að fallast á að draga úr kjarnorkuvígbúnaði sínum hefur Atlantshafsbandalagið fallizt á það sjónarmið kommúnistaríkj- anna, að kjarnorkuvopn og vig- búnaður, sem notaður er i land- hernaði, séu ein heild, sem ekki sé hægt að fjalla um nema í sam- hengi. Þá hafa Varsjárbandalagsríkin krafizt fækkunar flugvéla, en NATO hefur einungis viljað fall- ast á óbreyttan fjölda flugliða. Fram að þessu hefur NATO viljað takmarka Vinar- viðræðurnar við herlið á landi, en eftir fund utanríkisráðherra bandalagsríkjanna i síðustu viku hafa talsmenn bandalagsins látið í ljós það álit, að áframhaldandi viðræður væru tilgangslausar, nema kiarnorkuvopn væru tekin með í reikninginn. Erindrekar kommúnistaríkj- anná skorast undan því að láta hafa nokkuð eftir sér um viðræð- urnar að svo komnu máli, en hafa þó sagt, að í tilboði Atlantshafs- bandalagsins séu sett ströng skil- yrði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.