Morgunblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1975
— Mótmæli
Framhald af bls. 1
ráðið þessu ofbeldi innan land-
helgi okkar og hvet ríkisstjórn
Bretlands að hætta slíkri vald-
beitingu við Island."
Þá talaði Ivor Richard,
ambassador Breta, og hafði hann
aðra sögu að segja. Hann lýsti
atburðunum við austurland svo:
„Aðfaranótt ll.desember sigldu
hin óvopnuðu hjálparskip Star
Aquarius og Star Polaris inn i
íslenzka landhelgi f grennd við
Seyðisfjörð að skipun skipstjóra
til að leita skjóls vegna slæms
veðurs, eins og þau hafa rétt til að
gera samkvæmt alþjóða lögum.
Um þetta leyti gekk yfir
snjóbylur vindhraði var 8 til 9
vindstig og mikill sjór. Verndar-
skipið Lloydsman leitaði skjóls
þar sem Star Aquarius lá um
morguninn við mynni Seyðis-
fjarðar. Um klukkan 12.30 kom
islenzka varðskipið Þór út úr
Seyðisfirði og hafði uppi flaggið
„lima“ sem þýðir Stanzið. Skipið
gaf einnig „lima“ merki með
hljóðmerkjum, og skipaði Lloyds-
man og Star Aquarius jafnframt
að stöðva i gegnum talstöð. Skipið
gaf einnig skipunina „Stöðvið eða
ég skýt“, i gegnum talstöð. Star
Aquarius og Lloydsman eru
óvopnuð eins og ég áður sagði.
Þór hafði gúmbát á dekki og hóp
manna, sem virtist vera upp-
göngusveit, klædd stríðsbúningi
og vopnuð auðsjáanlega með
skammbyssum. Hann kom nærri
upp með hlið Star Aquarius og
rakst I skipið á bakborðssíðu.
Lloydsman sigldi þá milli Þórs og
Star Aquarius. Þór sigldi þá fram
úr Lloydsman, rétt upp við stjórn-
borðshlið hans og beygði fyrir
hann, með þeim afleiðingum að
Lloydsman rakst á bakborðshlið
Þórs um mitt skip. Lloydsman var
of nærri til að geta komið í veg
fyrir árekstur. Þegar þetta gerðist
miðaði Þór einni af byssum sínum
á Lloydsman. Þór sigldi síðan á
bakborða og skaut á Lloydsman af
stuttu færi en mér er ánægja að
segja að hann hitti ekki. Þór
sigldi í kringum brezku skipin tvö
og nálgaðist stjórnborðshlið
Lloydsman og reyndi að smjúga
fram fyrir hann, með þeim
afleiðingum að Lloydsman rakst á
hann aftur, í þetta sinn aftarlega.
Nú sigldi Þór með bakborðshlið
Lloydsman og skaut á hann tveim
skotum með aftari byssunni. Og
enn get ég sagt með ánægju að
bæði skotin geiguðu.
Herra forseti, eins og sjá má af
þessari frásögn er aðalatriðið það
að íslenzkt varðskip skaut á
óvopnuð brezk skip, og að varð-
skipið olli með siglingamáta sín-
um árekstrum, sem brezku skipin
gátu ekki komið í veg fyrir. Eins
og ég hef áður sagt harmar brezka
stjórnin að þessi atburður, sem
ómögulegt verður fyrir ráðið að
ákvarða hvernig átti sér stað eða
hver á sökina á honum, hafi verið
lagður fyrir ráðið. Atburðir sem
þessir verða vegna þess að að það
er stefna islenzku stjórarinnar að
nota varðskip sín til að áreita
brezk fiskiskip, sem stunda veiðar
á miðum sem þau hafa rétt til að
veiða á samkvæmt úrskurði Al-
þjóða dómstólsins í Haag.
Vék sendiherrann síðan að úr-
skurði Haagdómstólsins frá 1972
og sagði að samkvæmt honum
væri útfærslan í 200 mílur jafn
ólögleg gagnvart Bretum og út-
færslan í 50 mílur. Hann rakti
hefðbundnar veiðar Breta við Is-
land, benti á ofveiði, sem væri
lslendingum að kenna, meðal
annars vegna þess að þeir hefðu
veitt upp sfldina og sneru sér nú
að því að veiða smáfiskinn. Lýsti
hann síðan vilja Breta til að hefja
samninga við Islendinga og að
þeir hefðu fallist á að minnka
sínar veiðar og viðurkenndu þörf-
ina á að vernda fiskstofnana.
Hann rakti það hvernig Islending-
ar hefðu hrakið brezka togara og
að lokum neytt Breta til að senda
verndarskip. Þetta hefði allt verið
árásargirni íslenzkra varðskipa að
kenna.
Ekki báðu fleiri um orðið og var
málinu frestað. Er nú deila Breta
og Islendinga komin fyrir örygg-
isráðið þar sem hægt er að taka
málið upp aftur við hvaða tilefni
sem er. Ráðið getur sjálft tekið
málið upp innan skamms. Sum
mál koma fljótt fyrir aftur, en til
eru þau mál, sem hafa beðið í 30
ár._______(_______
— Las Lúðvík
Framhald af bls. 2
fyrir „hjólböruskip" áður, ein-
ungis til þess að skila hluta af
þeim afla á land, sem áður tíðkað-
ist. Að sama skapi hafa möguleik-
ar til arðbærs rekstrar farið
versnandi. Þegar „hjólböruskip-
in“ standast ekki lengur sam-
keppnina við þverrandi skilyrði,
er gripið til ráðstafana til þess að
bæta það upp. Hagkvæmari hluti
flotans, er skattlagður og kjör sjó-
manna rýrð til að greiða kostnað
við útgerð óhagkvæmra skipa.
Fyrir þessu hefur Lúðvík meðal
annarra staðið."
Þá segir einnig í skýrslunni, að
starfshópurinn viti ekki, hvort
Lúðvík hafi lesið þann kafla
skýrslunnar, sem fjallar um af-
kastagetu flotans," og ekki skilið
hann eða ekki viljað skilja.“
I starfshópi Rannsóknaráðs
rfkisins um þróun sjávarútvegs
eiga sæti eftirtaldir menn: Gylfi
Þórðarson, Hjalti Einarsson,
Jakob Jakobsson, Jónas Blöndal
og Jónas Bjarnason.
— Þjófur
fundinn
Framhald af bls. 2
geymdi hann hjá vini sínum, sem
býr þarna skammt frá. Grunur
beindist að þessum mönnum og
eftir viku rannsókn voru þeir
teknir fyrir og játaði þá þjófurinn
afbrot sitt. Nær allt þýfið komst
til skila.
— Háskólahapp-
drættið
Framhald af bls. 3
Happdrættisins kannaði annar
endurskoðenda þess, Atli Hauks-
son, löggiltur endurskoðandi,
bankainnstæður stofnunarinnar
hinn 10. þ.m. Slíkar athuganir
hafa áður verið gerðar. Nú sem
fyrr reyndust bankainnstæður
samkvæmt bókhaldi Happdrættis-
ins vera fyrir hendi í viðskipta-
bönkum.
Stjórn Happdrættis Háskóla
Islands hefur auðvitað engin af-
skipti haft af útlánum Alþýðu-
bankans h.f. beint né óbeint og
þykir miður að nafn stofnunar-
innar sé tengt þeim svo sem gert
hefur verið.
— íþróttir
Framhald af bls. 30
land, Japan og Júgóslavía Af leikj-
unum fimm við Júgóslava hefur ein-
um lyktað með jafntefli, sem fyrr
segir, en fjórir hafa tapast
Fyrsti landsleikur íslands og
Júgóslavíu fór fram í Tiblisi i Sovét-
ríkjunum 1970 og lauk þeim leik
með 9 marka sigri Júgóslavíu,
1 5—24 Næst var leikið i Reykjavík
30 nóvember og 1. desember
1971 Fyrri leikinn unnu Júgóslavar
með 9 marka mun, 11—20 og
seinni leikinn með 7 marka mun
15—22 Var síðan ekki leikið fyrr
en í fyrravetur og urðu úrslit þá
20—20 og 21—24 og svo loks
var leikið við gullliðið á heimavelli
þess i sumar og urðu úrslitin þá
26 — 20 þeim í vil.
r
— Utgefendur
Framhald af bls. 3
aður í gær lýstu formenn beggja
samtakanna, þeir Örlygur Hálf-
danarson af hálfu bókaútgefenda
og Sigurður A. Magnússon af
hálfu rithöfunda, yfir ánægju
sinni með þann áfanga er fælist í
þessum rammasamningi, en þetta
er fyrsti heildarsamningur þeirra
í milli. Það kom fram i ávarpi
örlygs að hann taldi hagsmuni
rithöfunda og útgefenda fara
saman á margan hátt og kvaðst
vænta stuðnings rithöfunda við
það óréttlæti sem nú ríki hér er
bækur sætu ekki við sama borð og
t.d. dagblöðin hvað söluskatt-
skyldu áhrærði heldur yrði að
greiða 20% söluskatt af hverju
eintaki. I ávarpi sfnu lýsti Sig-
urður A. Magnússon stuðningi
Rithöfundasambandsins við af-
nám söluskatts af bókum. Sig-
urður taldi rammasamninginn
merkan áfanga, enda þótt ekki
hefði allt náðst þar fram er rithöf-
undar hefði viljað. Hann itrekaði
einnig að auka þyrfti samvinnu
rithöfunda og útgefenda á ýmsum
öðrum sviðum í því skyni að gera
veg bókarinnar sem mestan og
kvað ýmislegt á umræðustigi þar
að lútandi.
Þá kom það fram að samnings-
gerð þessi á sér langan aðdrag-
anda, þvi að það var snemma á
árinu 1974 að Rithöfundasam-
bandið sendi Félagi ísl. bókaút-
gefanda uppkast að útgáfu-
samningi með ósk um að félögin
tækju upp samninga.
Nokkur dráttur varð á að þeir
hæfust, en síðla sumars á þessu
ári hófu nefndir frá báðum félög-
unum samningsfundi. I nefnd Rit-
höfundasambandsins voru Sig-
urður A. Magnússon og Indriði G.
Þorsteinsson, en í nefnd Félags
ísl. bókaútgefenda Arnbjörn
Kristinsson og Gísli Ölafsson.
Það kom strax í ljós einlægur
samkomulagsvilji beggja aðila og
eftir nokkra fundi náðist sam-
komulag um samning, sem
nefndarmenn undirrituðu með
fyrirvara um samþykkt á fundum
í báðum félögunum. Samningur-
inn var ræddur á fundum í báðum
félögunum og samþykktur.
— Dæmigerðar
Framhald af bls. 14
þeirri niðurstöðu að þetta séu
afleiðingar stefnu hægristjórnar. sem
látið hefur innflytjendur og gróðaöfl
ráða ferðinni
Þá benti Geir á, að rekstrarliðir fjár-
laganna hækkuðu hlutfallslega meir en
heildarútgjöld, sem þýði að að jákvæð-
ustu þættirnir eins og verklegar fram-
kvæmdir eru dregnar saman, enda eru
fjárlög nú hlutfallslega svipuð að stærð
og i fyrra, eða 29% af þjóðarfram-
leiðslunni. Sagði Geir að útþensla
rekstrarliða stafaði ekki sizt af miklum
vaxtahækkunum, sem væru afleiðing
aukinnar lántöku.
Geir gagnrýndi sérstaklega niður-
skurð hafnarframkvæmda og sagði að
fjárveiting til þeirra væru of litlar til að
nægt yrði að standa við áætlun um
hafnargerðir, sem lögð var fyrir Alþingi
siðasta vor. Sagði hann stórfellt átak i
garð hafnarmannvirkja vera brýnna nú
en nokkru sinni fyrr. Þá gagnrýndi
hann einnig rýra fjárveitingu til bygg-
ingar grunnskóla og íþróttamannvirkja
Hann sagði að lokum að niðurskurð-
ur fjárveitinga til félagslegra fram-
kvæmda, skerðingar á bótum almanna-
trygginga og lækkum á niðurgreiðslu á
matvörum væru dæmigerðar aðgerðir
hægriflokks
A eftir Geir töluðu þeir Jón Ármann
HéSinsson (A) og Karvel Pálmason
(SFV), en þeir skipa minnihluta fjár-
veitinganefndar ásamt Geir. Var gagn-
rýni þeirra á fjárlagafrumvarpið mjög
svipuð þeirri gagnrýni, sem fram kom í
ræðu Geirs Gunnarssonar
— Engar
hækkanir
Framhald af bls. 32
30% skerðing viðskiptakjara hafi
leitt til mikils halla á viðskipta-
jöfnuði og gjaldeyriseyðslu en
þessi áföll og aðgerðir gegn þeim
hafi leitt til mikils ójafnvægis í
ríkisbúskapnum. Telji fjárveit-
inganefnd það vera höfuðnauðsyn
að koma þar á jöfnuði með því að
draga úr ríkisútgjöldum sem
varði opinberan rekstur og fjár-
festingum, sem ekki stuðli beint
að aukinni framleiðslu.
— Gulag
Framhald af bls. 3
hjálpuðu honum til að leyna
handritinu á hættustund og út-
breiða það síðan. En þess má
geta að kona sú, sem vélritaði
handrit Solsenitsyns framdi
sjálfsmorð, þegar KGB, sovézka
leynilögreglan hafði fundið hjá
henni afrit af Gulag-
eyjaklasanum, en sá harm-
leikur réð úrslitum um það að
Solsenitsyn gaf bækur þessar
út. Loks segir höfundur í þess-
um þætti bókarinnar: „Á sama
hátt hafa lagt fram efni bókar
þessarar, þeir þrjátfu og sex
sovézku rithöfundar sem, með
Maxim Gorky í broddi
fylkingar, skrifuðu bókar-
svívirðu þá um Bélomskurðinn,
sem fyrst bóka f rússnesku rit-
máli ber lof á þrælahald.“
Og þá hefst loks fyrsti hluti
bókarinnar, Fangelsisstöriðjan
og er honum skipt í sjö kafla,
en þetta bindi Gulag-eyjanna er
279 blaðsíður að stærð.
Gulag-eyjarnar er þýdd úr
rússnesku eftir Archipelag
Gulag og annaðist Eyvindur
Erlendsson þá þýðingu, en
hann þýddi bókina í félagi við
Ásgeir Ingólfsson.
Roy Medvedev, rithöfundur-
inn og sagnfræðingurinn
sovézki, skrifar á bókarkápu
m.a., að enginn þeirra, sem lífs
komust af úr eyjahafi fanga-
búða Stalín-tímans, geti orðið
sami maður á eftir. „Og ég held
að þeir verði ekki margir sem
geta staðið upp að loknum
lestri Gulag-eyjanna, og verið
hinir sömu og við upphaf
lesturs bókarinnar. Þess vegna
get ég ekki komið auga á neina
bók, hvorki í rússneskum
bókmenntum né heims-
bókmenntunum, sem er sam-
bærileg við þessa bók
Solsenitsyns.. I sumum köflum
Gulag-eyjanna kafar Solsenit-
syn dýpra en jafnvel
Dostojevsky náði að gera í
skrifum sínum um mannlega
grimmd."
— „Negra-
strákarnir”
Framhald af bls. 3
mágur Muggs, Gunnar Egilson, en
eftir hann liggja mörg létt kvæði
m.a. „Dansi, dansi dúkkan mín.“
Þeir mágar dóu báðir Iangt um
aldur fram.
Á kápusiðu birtir Þjóðsaga
umsögn um Mugg fyrir börnin og
er hún prýdd mörgum myndum
eftir listamanninn.
„Negrastrákarnir“ eru í mjög
stóru broti og eru myndir Muggs í
litum. Bókin er unnin f Prent-
þjónustunni hf., Offsetmyndum
og Prentsmiðju Árna Valdemars-
sonar h.f.
— Alþingi
Framhald af bls. 14
það er, sem ekki verður komist hjá að
ráða í störf.
FRAMKVÆMDA- OG
FJÁRÖFLUNARÁÆTLANIR
Eins og fram kemur I athugasemd-
um við fjárlagafrumvarpið, þá hefur
allt frá árinu 1963 að frumkvæði fjár-
málaráðuneytisins verið samdar árleg-
ar framkvæmda- og fjáröflunaráætlanir
vegna þeirra rikisframkvæmda, sem
fjármagnaðar eru með lánsfé í áratug
voru þessar áætlanir lagðar fram sér-
staklega og yfirleitt eftir að nokkrir
mánuðir voru liðnir af árinu, sem um
var fjallað hverju sinni.
Á þessu varð breyting haustið 1 973
er framkvæmda og fjáröflunaráætlun
þessi fyrir árið 1974 var sameinuð
fjárlögum.
Þessar áætlanir hafa allt til þessa
eingöngu náð til lánsfjáröflunar til
helstu opinberra framkvæmda, en ekki
annarrar lánastarfsemi Nú er hinsveg-
ar sú lánsfjáráætlun sem lögð verður
fram fyrir árið 1976, látin ná til allrar
lánastarfseminnar
TEKJUBÁLKUR
FRUMVARPSINS
Breytingartillögur fjárveitingarnefnd-
ar við tekjubálk fjárlagafrumvarpsins,
biða til þriðju umræðu eins og venju-
lega, — þó skal tekið fram að upphaf-
leg tekjuáætlun fjárlagafrumvarpsins
var i aðalatriðum miðuð við kauplag og
verðlag eins og það var i októbermán-
uði síðastliðnum, til samræmis við
áætlunargrundvöll gjaldahliðar frum-
varpsins
Megin forsenda um magnbreytingar
veltustærða á árinu 1976, var sú, að
almenn þjóðarútgjöld yrðu sem næst
óbreytt að magni frá því, sem spáð var
fyrir árið I ár. —
Tekjuáætlun frumvarpsins hefur nú
verið endurskoðuð með tilliti til betri
vitneskju um llðandi ár, auk þess sem
þjóðhagsstofnunin miðar nú við verð-
lag og kauplag i desember.
Forsendur um magnbreytingar veltu-
stærða, telur stofnunin að sé óbreytt,
frá þvl sem er I frumvarpinu, enda séu
þær i aðal atriðum svipaðar og áður
var upplýst
Þjóðhagsstofnunin er sem sagt að
leggja slðustu hönd á spá sína, sem
varðar tekjubálk frumvarpsins, og
verður þá gerð grein fyrir endanlegri
niðurstöðu þar um við þriðju umræðu
— Er fiskiskipa-
flotinn of stór?
Framhald af bls. 15
bæta þaö upp. fagkvæmari hluti
flotans, er skattlagður og kjör sjó-
manna rýrð til að greiða kostnað við
útgerð óhagkvæmra skipa Fyrir
þessu hefur Lúðvlk meðal annarra
staðið.
UM AFKÖST
OG AFLA
Það er að okkar hyggju staðreynd,
að aflamagn er aðallega háð tvennu:
( fyrsta lagi þeirri tæknilegu afkasta-
getu, sem flotinn býr yfir og i öðru
lagi þeim afrakstri, sem fiskstofnarn-
ir geta gefið af sér á hverjum tlma
Svo tekin sé hliðstæða á landi, datt
engum I hug að byggja álverksmiðju
fyrr en Búrfellsvirkjun komst i gagn-
ið. Tæknileg afkastageta álversins er
óháð þvi, hvort hún fær rafmagn
eða ekki Hins vegar er framleiðslu-
magn verksmiðjunnar háð þvi, hvort
hún fær nægilegt rafmagn til að
nýta afkastagetu sina til fulls Það
sama gildir um veiðiskip. Þau eru
fær um að afkasta einhverjum
ákveðnum afla óháð þvi, hvort þau
ná honum eða ekki. Þvi ræður fisk-
afla og afkastagetu, en það virðist
Lúðvik ekki skilja Þær kröfur, sem
settar eru um tæknileg afköst ein-
stakra skipa I úttekt okkar eru langt
frá því að vera fráleitar og styðjast
við sögulega reynslu frá árinu
1970. Til að ná þeim afköstum, um
770 þús tonnum, sem við reiknum
með, þarf aðallega tveimur skilyrð-
um að vera fullnægt: ( fyrsta lagi
þurfa fiskstofnanir að vera i sam-
bærilegu ástandi og var 1970 og i
öðru lagi þarf hvert skip að ná sömu
meðalafköstum og 1970 Hefur sjó-
mönnum hrakað svo á fimm árum,
að þeir geti ekki annað sama magni
og 1970 eða hvað?
Ef gerður er samanburður við enn
fyrri ár en 1970, mætti ætla, að
afkastageta flotans sé enn meiri en
áðurnefndar niðurstöður gefa til
kynna.
Ef haldið er áfram með álbræðslu-
samllkingu, þá hefur engum a.m k
ekki opinberlega, dottið I hug að
tengja svona eins og 10 álver við
Búrfell. Hvers vegna? Það sjá allir
heilvita menn að Búrfell getur ekki
framleitt nóg rafmagn fyrir 10 álver,
og þau mundu öll líða fyrir. En það
eru ekki allir, sem telja það heimsku-
legt að beita allt að tvöföldum nauð-
synlegum flota við fiskveiðar Um
hættuna á hruni spyrja of fáir.
MAGN OG GÆÐI
Það er orðið fyllilega timabært að
leggja til hliðar þann gamla magn-
hugsunarhátt, sem gegnsýrt hefur
allt viðhorf til sjávarútvegs. Það er
staðreynd, að fiskstofnarnir gefa
ekki af sér nema takmarkað magn
„Hjólböruskipin", sem við áttum fyr-
ir tuttugu árum, veiddu meira af
botnfiski á hverju ári en hin nýtlsku-
legi floti, sem við eigum nú og mun
stærri hluti þess afla var gæðafiskur.
Þetta er staðreynd, sem við verðum
að skilja og bregðast rétt við. Þetta
eru sumar þjóðir óðum að skilja,
m.a hafa Hollendingar gert ráðstaf-
anir til að minnka sinn flota. Borga
þeir mönnum allt að 1400 gyllinum
eða um 90 000 kr. á hverja rúmlest
I skipi, ef þeir vilja hætta útgerð
Það er Ijóst, að til að auka virði
aflans, verður nú að setja gæðasjón-
armið I fyrirrúm, bæði að þvi er
varðar veiðar og vinnslu. Þetta hefur
verið vanrækt og allt kapp lagt á
magn Verulegt misvægi hefur skap-
ast á milli fjárfestingar I veiðum og
vinnslu, allt frá árunum fyrir 1960
Þessu ber að snúa við og
leggja meiri áherslu á betri nýtingu
aflans
FRAMTÍÐARVERKEFNI
FLOTANS
Ein megin röksemd Lúðviks fyrir
fjárfestingu I veiðum er sú, að afl-
inn, sem botnfiskstofnarnir hafa gef-
ið af sér, nemi 7—800 þús tonn-
um, og það taki tvö ár að smíða ný
skip Við þetta er það að athuga, að
miöað við meðalviðkomu, tekur það
um það bil 10 ár að koma stofnun-
um I viðunandi horf, jafnvel þótt
fyllstu varúðar yrði gætt Það er
hætt við að sá floti, sem byggður
væri nú, væri „að meðaltali" allgam-
all, er hann hæfi veiðar, ef hann á
að bíða eftir þessu verkefni.
Reykjavlk, 12.12 1975.
Gylfi ÞórSarson
Hjalti Einarsson
Jakob Jakobsson
Jónas Blöndal
Jónas Bjarnason.