Morgunblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 13
MOHGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1975 13 Bókaforlag Odds Björnssonar, Akureyri Indriði G. Þorsteinsson: ÁFRAM VEGINN Sagan um Stefán Islandi Hér er sagan um hinn unga, skagfirzka sveitapilt, sem ruddi sér leið til frægðar og frama úti í hinum stóra heimi. Hún er „auð- ug að skemmtilegum sögum og svipmynd- um . . . fróðleg sem ævisaga, fjölbreytt og skemmtileg minningabók og skilur eftir minnisstæða mynd af glöðum dreng og góð- um listamanni.“ — Helgi Skúli Kjartansson. Bókin er myndskreytt. Verð kr. 3.600 Þorsteinn Stefánsson: FRAMTÍÐIN GULLNA Þessi hugljúfa, íslenzka skáldsaga á sér nokkuð óvenjulegan feril. Höfundurinn, Þorsteinn Stefánsson, hefur verið búsettur j Danmörku um iangt árabil og þar kom bókin fyrst út. Hlaut hún hinar beztu við- tökur og höfundurinn var heiðraður með H. C. Andersen bókmenntaverðlaununum. Nú gefst íslenzkum lesendum tækifæri til að kynnast þessari ágætu skáldsögu á móðurmáli höfundarins. — Verð kr. 2.460. Guðjón Sveinsson: HÚMAR AÐ KVÖLDI Hér kemur Guðjón Sveinsson með sfcáld- sögu fyrir fullorðna á tæpitungulausu máli og fjallar um vandamál ungu kynslóðarinnar í dag. ( frásögninni er mikil spenna sem helzt til óvæntra söguloka. Verð kr. 1920. Kristján frá Djúpalæk: SÓLIN OG ÉG Það vekur alltaf fögnuð hins stóra aðdá- endahóps Kristjáns frá Djúpalæk, þegar hann sendir frá sér Ijóðabók. Verð kr. 1800. Ingebrigt Davik: ÆVINTÝRI í MARARÞARABORG Fjörug og skemmtileg barnabók í þýðingu Kristjáns frá Djúpalæk. Verð kr. 720. Theodór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi: JÖKULSÁRGLJÚFUR — íslenzkur undraheimur Með litríkum myndum og leiðarlýsingu er hér vísað á ótal undurfagra staði, sem hinn almenni ferðamaður hefur aldrei augum litið hingað til. En nú kemur tækifærið upp í hendurnar. — Verð kr. 4920. Jenna Jensdóttir: ENGISPRETTURNAR HAFA ENGAN KONUNG Þetta er fyrsta Ijóðabók höfundar, gefin út í 300 tölusettum og árituðum eint. Myndir eftir Sigfús Halldórsson. Verð kr. 1800. Finnur Sigmundsson: SKÁLDIÐ SEM SKRIFAÐI MANNAMUN Sendibréf frá Jóni Mýrdal í þessum sendibréfum Jóns Mýrdals kynn- umst við sérstæðum manni í óblíðri lífs- baráttu. Verð kr. 1920. Dougal Robertson: HRAKNINGAR Á SÖLTUM SJÓ Þetta er einhver frægasta skipbrotssaga seinni ára. Hin óbilandi úrræðasemi og þrautseigja Robertson-fjölskyldunnar hef- ur vakið aðdáun og hrifningu milljóna les- enda um allan heim. Verð kr. 2460. Frank G. Slaughter: HVÍTKUEDDAR KONUR Ný og spennandi læknaskáldsaga eftir hinn vinsæla metsölubókahöfund. Verð kr. 2460. Guðný Sigurðardóttir: ÞAÐ ER BARA SVONA Þetta er bráðskemmtileg og fyndin nútíma- saga, full af þeirri kýmni og gáska, sem höf- undinum er svo eiginlegur Verð kr. 1800. Ármann Kr. Einarsson: LEITARFLUGIÐ Þessi skemmtilega bók um Árna og Rúnu í Hraunkoti hefur verið ófáanleg um árabil en kemur nú í nýrri útgáfu sem 8. bókin í Ritsafni Ármanns. Verð kr. 1800. Hreiðar Stefánsson: BLÓMIN BLÍÐ Þessi nýja og fallega bók er prentuð með stóru og skýru letri og skreytt af Þóru Sig- urðardóttur. Verð kr. 1440. Ármann Kr. Einarsson: AFASTRÁKUR Þessi nýja og skemmtilega bók hins vin- sæla barnabókahöfundar er tilvalin til lestr- ar og endursagnar fyrir yngstu börnin. Myndir eftir Þóru Sigurðardóttur Kr. 1440. Arthur Hailey: BÍLABORGIN Höfundur metsölubókanna HÓTEL og GULLNA FARIÐ (Airport) opinberar leynd- ardóma bifreiðaiðnaðarins, flettir ofan af baktjaldamakki forstjóra, verkalýðsforingja og óprúttinna bílasala, kynnir okkur einka- líf og ástalíf fólksins, sem kemur hér við sögu. Verð kr. 2460.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.