Morgunblaðið - 20.12.1975, Page 3

Morgunblaðið - 20.12.1975, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1975 3 Tilnefnt í listráð samkvæmt nýium reglum um Kjarvalsstaði ÁKVEDIÐ hefur verið hverjir skuli sitja f iistráði Kjarvalsstaða samkvæmt samkomulagi því er gert hefur verið milli Revkjavfk- urborgar annars vegar og Banda- lags fsl. listamanna og Félags fsl. myndlistarmanna hins vegar varðandi rekstrarfvrirkomulag hússins. Svo sem Morgunblaðið skýrði frá í gær samþvkkti borg- arstjórn þetta samkomulag á fundi sfnum f fyrrakvöld og einn- ig var það samþykkt á fjölmenn- um fundi f FlM þá um kvöldið en stjórn Bandalags fsl. listamanna hafði einróma samþykkt sam- komulagsdrögin daginn áður. A þessum fundum tilnefndu listamennirnir einnig fulltrúa sfna f listráðið, er mun marka listræna stefnu Kjarvalsstaða næsta hálfa annað árið, og af hálfu Félags fsl. myndlistar- manna munu sitja f þvf sem aðal- menn þeir Jóhannes Jóhannes- son, Snorri Sveinn Friðriksson og Guðmundur Benediktsson mynd- höggvari en sem varamenn Ragn- heiður Ream, Þorbjörg Höskulds-* dóttir og Hringur Jóhannesson. Af hálfu Bandalags listamanna var Þorgerður Ingólfsdóttir úr Félagi fsl. tónlistarmanna til- nefnd en Stefán Jónsson, arki- tekt, til vara. Auk þessara sitja f listráðinu þeir er mynda hús- stjórn Kjarvalsstaða, þau Ólafur B. Thors, forseti borgarstjórnar, Davfð Oddsson og Elfsabet Gunnarsdóttir. Markmiðið að húsið verði lifandi menningar- miðstöð borgarbúa, segir borgar- stjóri Þetta kom fram á fundi sem Reykjavíkurborg hélt blaðamönn- um í gær en þar voru mættir fulltrúar deiluaðila sem stóðu í sjálfum samningaviðræðunum, þeir Birgir Isleifur Gunnarsson, borgarstjóri, og Ölafur B. Thors af hálfu borgarinnar en þeir Thor Vilhjálmsson, forseti Bandalags ísi. listamanna og Hjörleifur Sig- urðsson, formaður Félags fsl. myndlistarmanna, af hálfu lista- manna. Báðir aðilar kváðust fagna þvf að náðst hefði sam- komulag í þessari deilu, og það væri höfuðatriðið enda þótt vafa- laust mætti finna f samkomulag- inu atriði sem aðilar hvor um sig hefðu viljað að væru öðru vísi. Borgarstjóri sagði, að þótt þeir sem í viðræðunum stóðu hefðu ekki ætíð verið sammála, hefðu þær jafnan verið mjög vinsamleg- ar og þar gætt fullkomins trúnað- artrausts, sem hann kvaðst vænta að bæri vitni um að báðir aðilar hygðust vinna heilshugar að því markmiði sem að væri stefnt með starfsemi Kjarvalsstaða — það er ÞEIR SÖMDU — talið frá vinstri, Thor Vilhjálmsson, forseti Bandalags fsl. listamanna, Ólafur B. Thors forseti borgarstjórnar, Birgir Isleifur Gunnarsson, borgarstjóri, og Hjörleifur Sigurðsson, formaður Félags fsl. myndlistarmanna. að vera lifandi menningarmiðstöð borgarbúa. Thor Vilhjálmsson, forseti Bandalags ísl. listamanna, kvað þvf ekki að neita að leiðin að samkomulagi hefði verið íöng og stundum torsött en kvað þá full- trúa listamanna í þessum viðræð- um álíta samkomulagið vera mjög góðan grundvöll undir samstarfið milli borgar og listamanna. Hann tók undir orð borgarstjóra um gagnkvæmt trúnaðartraust í við- ræðunum — þar hefði verið leikið á ýmsa strengi en aðilar hefðu alltaf verið mjög hreinskilnir og heiðarlegir, og taldi Thor það lofa góðu um framtíðina. Það kom fram að helztu breyt- ingarnar, sem felast í þessu sam- komulagi, eru þær, að áfrýjunar- ákvæði f eldri reglunum er nú fellt niður. Aður var starfandi sérstakt sýningarráð, sem í voru 7 menn — þ.e. hússtjórnarmenn- irnir þrír og síðan 4 sem tilnefnd- ir voru af bandalagi ísl. lista- manna. Síðan var í reglum húss- ins ákvæði um að ef einhver teldi sér ranglega synjað um sýningar aðstöðu i húsinu gæti sá hinn sami snúið sér til borgarráðs, er tilnefndi þá 2 menn til viðbótar í sýningarnefndina og þannig skip uð væri umsóknin tekin fyrir að nýju. Með reglum þeim sem nú hafa tekið gildi fær hins vegar Iistráðið endanlegt vald hvað snertir notk- un og fyrirkomulag sýninga í vestursal hússins og reyndar einnig yfir Kjarvalssalnum þegar hann er tekinn undir annað en sýningu á verkum Kjarvals. Þá töldu einnig báðir aðilar það mik- ilsvert, að nú skyldi ráðinn að húsinu listfræðingur, sem yrði framkvæmdastjóri listráðs. Hús- stjórn ræður þennan starfsmann að fengnum tillögum listráðs og skal ráðning hans miðast við tvö ár. Fulltrúar borgarinnar, þeir Birgir Isleifur og Ólafur, voru spurðir hvort þetta samkomulag táknaði ekki algjöran sigur fyrir myndlistarmennina. Borgarstjóri svaraði því til, að ef hann hefði staðið í samningastappi við Breta út af landhelgi kynni hann að hafa reynt að vega og meta niður- stöðuna á þennan hátt en hér hefði ekki verið neitt slíkt á ferð- inni heldur ágreining við lista- menn, þar sem um það var að tefla hvort Kjarvalsstaðiryrðu líf- vænleg stofnun eða ekki. 1 huga hans hefði það því verið efst að myndlistarhúsið gæti þjónað til- gangi sínum. Thor Vilhjálmsson tók í sama streng og kvaðst ætla að það væru fyrst og fremst borgarbúar sjálfir sem unnið hefðu sigur. Hjörleifur Sigurðsson tók fram, að hann teldi e.t.v. mestu framför- ina í þessu samkomulagi vera fólgna f því, að nú gæti listráðið sjálft haft frumkvæði um sýningar i húsinu í stað þess að vera einungis afgreiðslustofnun fyrir myndlistarmenn er sendu inn beiðni um að fá sýningarað- stöðu í húsinu. Kom fram bæði hjá Hjörleifi og Thor að mikill hugur er nú í listamönnum að koma á lifandi og fjölbreyttri lista og- menningarstarfsemi í húsinu, og þá ekki aðeins í formi sýninga heldur einnig með listkynningum og fyrirlestraháldi. Þá var það einnig upplýst á fundinum, að starfsemi á Kjar- valsstöðum ætti að geta komizt f eðlilegt horf mjög fljótlega. Ölafur B. Thors, formaður hús- stjórnar, upplýsti að frá því á miðju sumri hefðu ekki verið veitt nein fyrirheit um sýningar f húsinu á næsta ári, sem á ein- hvern hátt gætu bundið hendur listráðsins, þegar það tæki til starfa. Einu sýningarnar sem ákveðnar væru nú þegar væri yfirlitssýning á verkum Asgrfms Jónssonar, sýning á Ijósmyndum kunns bandarísk-kóreansks ljósmyndara og sýning finnskrar listakonu. BIBR COSMETieS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.