Morgunblaðið - 20.12.1975, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1975
Minnisvarði skútualdar
Hið stórmerka byggðasafn á
Akranesi hefir nýlega eignazt
stærsta safngrip, sem fyrirfinnst
á þessu landi, þilskipið Sigurfara,
en það skip á allmerkilega sögu.
Séra Jón M. Guðjónsson prófastur
á Akranesi, sem um langan aldur
hefir borið hagpefnds safns fyrir
brjósti, átti fyrstu uppástunguna
að þessu máli, og Kiwanisfélags-
skapurinn á Akranesi tók málið
óðar upp á sfna arma. Sigurfari lá
í Klakksvík f Færeýjum og hafði
verið lagt fyrir fullt og allt, svo
eigendur skipsins voru fúsir að
selja það á tiltölulega vægu verði.
Skipið var keypt og dregið til
Akraness, og með aðstoð
góðra manna og öflugum
flutningatækjum var þessi 100
tonna þungi skipsskrokkur
dreginn upp að hinu forna höfuð-
bóli og prestssetri að Görðum, þar
sem byggðasafnið er nú til húsa.
Sigurfari á Ianga og merka
sögu. Hann var byggður árið 1885
í Burton Strater í Englandi, að
stærð rúm 85 tonn, og gerður út
frá Hull næstu ár, til 1897, að
hann var keyptur hingað til lands.
Fyrstu eigendurnir voru: Pétur
Sigurðsson útvegsbóndi í Hrófs-
skála á Seltjarnarnesi og Gunn-
steinn Einarsson skipstjóri í
Skildinganesi, síðar að Nesi við
Seltjörn. Gáfu þeir honum nafnið
Sigurfari og gerðu hann út um 10
ára skeið. Þá komst hann í eigu
Duus-fyrirtækisins, 1908, og var
þar, þar til Færeyingar keyptu
hann 1920. Kaupendurnir voru
frá Klakksvík, og þaðan var
honum haldið úti, á skaki, sam-
fleytt til ársins 1970.
Skútuöldin var merkilegt tíma-
bil f sögu þjóðarinnar. Otgerðin
var tiltölulega ódýr og flutti mikil
verðmæti inn í fátækt þjóðarbúið
en hlaut þó að renna sitt skeið á
enda. Hlutaskipti voru á skútun-
um, en við lok gamla stríðsins
kolféll fiskverðið. Sældarlíf var
aldrei á þessum skipum, þar sem
25—28 manns þurftu að kúldrast
saman við vosbúð og þrengsli.
Fæðið þar um borð þætti ekki
boðlegt nú á dögum en var þó
ekki verra en gerðist á alþýðu-
heimilum við sjávarsfðuna.
Björgunartæki voru engin um
borð nema einn skipsbátur sem
vart rúmaði meir en hálfa skips-
höfnina ef eitthvað út af bar.
Skútuöldin kostaði geigvænlega
mannskaða.'
Þilskipaútgerðin lagðist fyrst
og fremst niður sökum þess, að
ógerlegt reyndist að manna skip-
in. Eftir ófriðarlok 1918 tóku nýir
togarar að streyma til landsins, og
þar fékk hver skipshöfn mánaðar-
kaup auk lifrarpeninga. Fæðið
þar um borð var allt annað og
betra en verið hafði á skútunum.
Þilskipin höfðu orðið að liggja af
sér flest fárviðri á hafi úti en
togararnir gátu leitað i landvar
eða inn á firði, og fram að Hala-
veðrinu 1918 var það því nær
trúarsetning, að togarar gætu
ekki farizt á rúmsjó.
Mætir menn hafa, með rann-
sóknum og útgáfu bóka, gert
skútuöldinni góð skil, þótt lengi
megi þar fróðleik við bæta. En
annar minnisvarði er heilt og
áþreifanlegt þilskip með rá og
reiða, sem marga bratta báru
hefir klofið um höfin við Bret-
land, Island, Færeyjar og Græn-
land í 90 ár, og jafnan skilað
hverri áhöfn heilli heim. — Hver
öld er fljót að líða hjá, og það þarf
engin hundrað ár til þess að ekki
ein flís fyrirfinnist af nokkru þil-
skipi frá þessum timum, að Sig-
urfara einum undanskildum, sem
þegar er kominn í trygga
varðveizlu i eitt merkasta byggða-
safn landsins.
Hugmyndin er að færa skipið
sem mest í hinn forna búning,
eins og það var í eigu Islendinga.
Gamlir munir skipsins, sem
haldið var eftir, þegar það var selt
úr landi, svo og þess gamli fáni,
hafa nú verið gefnir skipinu, sem
góður vísir að sjóminjasafni.
Skipshafnaskrár skipsins frá
1907 til 1920 eru til í bæjarfógeta-
deild f Þjóðskjalasafni, og verða
ljósrit af þeim varðveitt til sýnis í
Sigurfara.
En allar endurbætur, breytingar
og viðhald á skipinu kosta sína
peninga. Kiwanisfélagsskapurinn
á Akranesi og aðrir góðir bæjar-
búar hafa lagt hér hönd á plóginn,
og væru vel að þvf komnir, að hið
háá alþingi veitti hér einhverja
aðstoð við að ljúka þessu nytja-
verki, sem mun áreiðanlega verða
bæði metið og þakkað á ókomnum
tfmum. K.S.
MOkkAIIÚW
FRÁ HETTI, BORGARi\E$I
KLÆÐIR ALLA
\V S\ll) *\V,IAR GERÐIR
FAST I KAUPFELAGINU
OG í SÉRVERZLUNUM
UM LAND ALLT
HVAÐ ER BETRA I SKAM
HALENDIÐ HEILLAR
SAGAN AF
Dúdúdú
Loftur Guðmundsson hefur skróð
œvintýralegar frósagnir
Hin gamansoma bók eftir
Örn Snorrason heitir
Saganaf Dúdúdú.
Bókina myndskreyfir
Halldór Pétursson.
H þekktra Islendinga.
Þeir voru brautryójendur sem
örœfabílstjórar og opnuðu,
öórum fremur, fyrir almenningi
hina stórkostlegu hólendisparodís.
Fjöldi mynda prýóa bókina.
BOKAUTGAFA
ÞÓRHALLS BJARNARSONAR
Sigurfari f friðarhöfn eftir
90 ára siglingu. Byggða-
safn Akraness að Görðum
og gamla prestsetrið.
Akrafjall í baksýn. Sigur-
fari f sinni síðustu ferð, frá
höfninni á Skipaskaga og
upp að Görðum.