Alþýðublaðið - 25.09.1958, Qupperneq 4
4
Alþýðublaðið
Fimmtudagur 25. sept. 1958
MffS/AfS
EGGJAFRAMLEIÐADI
hringdi til mín í gær og sagði:
„Ég framleiði egg og ég sel egg,
en þaff verð ég aff segja að mér
þlöskraffi þaff þegar mér var
sagt, aff kílóiff af eggjunum kost
aði orffiff kr. 37,50. Og þá finnst
mér aff skörin sé farin aff færast
upp í bekkinn þegar kaupmenn-
irnir eru farnir aff kvarta undan
verffhækkununum.“
MÉR FANNST ekkert undar-
legt við það, því að hagsmunir
matvörukaupmannanna og neyt
endanna fara alveg saman. t>að
er mikill misskilningur til dæm
is hjá verkafólki að halda það,
að matvörukaupmenn eða kaup
fflenn jd:irleitt séu andstæðing-
ar þeirra, að þeir féfletti þá og
sitji yfir hlut þeirra. Þetta er
gömul bábilja, ótrúlega lífseig,
frá löngu liðinni tíð. Nú er allt
svo breytt, jafnvel opinber
stjórnarvöld hafa um áratuga
skeiö skammtað kaupmönnun-
um álagninguna.
HITT ER SVO allt annað mál,
að það er ekki ólíklegt að verzl
unarstéttin sé of fjölmenn, búð-
irnar of margar fyrir svo fá-
menna þjóð, meiri nauðsyn væri
á því, að margir,. sem fást við
■ verziunarstörf, hefðu meira að
gera fyrir þjóðarheildina, við
framleiðslustörfin. En kaup-
menn hvorki geta né vilja loka
stétt sinni. Þétta hafa ýmsar aðr
ár stéttir gert.
STÉTT FÓLKSBIFREIÐA-
STJÓRA og raunar líka vöru-
bifreiðastjóra eru lokaðar. Það
kveður jafnvel svo ramt að
Kaupmenn kvarta undan
vaxandi dýrtíð.
Neytendurnir og kaup-
mennimir.
Sameiginlegir hags-
munir.
Gömul bábilja og mis-
skilningur.
Hvar er lausnina að finna
á dýrtíðarskrúfunni?
*****
þessu, að endurnýjun getur ekki
farið fram. Gamlir og uppgefn-
ir bifreiðarstjórar geta ekki selt
bifreið sína vegna þess að kaup
andinn getur hvergi fengið
stöðvarpláss. Þetta er sérstak-
lega áberandi hjá vörubifreiða-
stjórum. Fólksbifreiðastjórum
gengur betur að selja bifreiðir
sínar vegna þess að einstakling-
ar kaupa þær, sem ekki ætla sér
að stunda á þeim atvinnu bein-
línis.
ÞETTA ER MJÖG varhuga-
verð stefna og alls ekki til fram
búðar. Hún er ekki rétt vegna
þess, að hér er ekki um þjóð-
hagslega heildaráætlun að ræða,
sem stefni að því að beina
vinnukrafti þjóðarinnar í á-
■ kveðnar áttir. Ef svo væri, þá
myndi ég ekki segja eitt einasla
orð, því meðan svo er, að ekki
fæst nægur mannafli til þess að
afla þess úr ríki náttúrunnar,
sem er undirstaða þjóðarbúskap
arins, þá er ástandið ekki eins
oo það á að vera.
ANNAR kaupmaður hringdi
til mín og sagði: „Nú er svo
komið, að. við getum ekki selt
lifrarpylsu í kjöt- og matvöru-
búðunum, Ástæðan er sú, að liír
in er svo’ dýr, að það er ekkí
hægt að matbúa hana handa
fólki og selja hana. Ég mun
ekki hafa nema tílóðmör á boð-
stólum í haust.“
ÞÁ VEIT MAÐUR ÞAÐ. Eng-
in Iifrarpylsa í haust. En sjálf-
um finnst mér þetta dálítið at-
hyglisvert. Tveir kaupmenn
hringja til mín sama daginn til
þess að kvarta undan dýrtíð-
inni. Ég held að það hafi aldrei
fyrr átt sér stað. Dýrtíðin vex
mikið — og kaupið hækkar mik
ið. Ég sagði við stjórnmála-
mann: „Dýrtíðarskrúfan held-
ur áfram. Það hefur ekkj.tekizt
að stöðva hana.“ „Já,“ svaraði
hann. „Það verður ekki hægt
að stöðva hana nema með einu
móti: Heildarsamningum, nó-
kvæmum hagfræðilegum út-
reikningum, sem njóta trausts
allra. Ef þetta tekst, þá stöðvast
skrúfan af sjálfú sér: Og að
þessu ber að stefna.“ „Ef til
viil,“ sagði ég, og var ekkj viss.
Hannes á horninu.
AðaJíundur Verzlunarráðs Islands
AÐALFUNDUR Verzlunarráðs íslands er nýafstaðinn.
Gunnar Guðjónsson, formaður ráðsins, flutti ræffu í upphafi
fundarins, en auk bess flutti Vilhjálmur Þór, bankastjóri, ýt-
arlcga ræffu um efnahagsmálin. Margar ályktanir voru gerðar
á fundinum. Og fara nokkrar þeirra hér á eftir :
VIÐSKIPTAMÁL.
Aðalfundur Verzlunarráðs
Islands 1958 vill vekja athygli
á þeirrj öfugþróun í viðskipta-
málum þjóðarinnar, sem átt
hefnr sér stað undanfarið og
öll merki benda til, að áfram
muni haJda, ef ekki verður að
gert.
Á viðskiptunum við útlönd
hefur veri'5 mikill halli, sem
komið hefur fram í aukningu
á lausaskuldum bankanna er-
lendis og erlendum lánum, sem
erfitt verður að standa straum
af. Þó hefur verið beitt ströng-
um gjaldeyrishöftum, en þau
skapa jafnan misrétti og lama
efnahagslífið á marga lund.
Aðalfundurinn telur brýna
nauðsyn bera til, að ný stefna
verði tekin upp í þessum mál-
um. Stefna verður að því að
byggja upp varasjóð í erlend-
um gjaldeyri, sem grípa má til,
ef út af bregður um gjaldeyris-
öflun þjóðarinnar. Slíkur gjald-
eyrisvarasjóður er óhjákvæmi-
leg forsenda fyrir atvinnuör-
yggi og frjálsræði í viðskipt-
um.
Fundurinn gerir sér ljóst, að
þessu marki verður ekki náð,
nema dregið verði úr fjárfest-
ingu og neyzlu þjóðarinnar á
þann hátt, að ríki og bæjarfé-
lög dragi úr framkvæmdum
sínum og útgjöldum, bankarn-
ir stilli útlánum í hóf, og á-
kvarðanir um kaupgjald og
verðlag innanlands miðist við
það, að komizt verði hjá verð-
bólguþróun, syo að traust skap-
, ist á verðgildi peninga.
Enda þótt ráðstafanir sem
þessar komi ekki sízt niður á
verzlunarstéttinni, telur fund-
urinn þær óhjákvæmilegar, ef
þjóðin á að búa við frjálst og
heilbrigt efnahagslíf.
VERÐLAGSMÁL.
Aðalfundur V.í. 1958 telur
verðlagsákvæði þau, sem aug-
lýst voru 17. þ. m. algjörlega
ófullnægjandi til þess a‘3 standa
undir kostnaði við innflutning
og dreifingu á vörum og nauð-
synlegri verzlunarþjónustu.
Fundurinn átelur misrétti
það, sem fram kemur í með-
ferð hinna ýmsu greina verzl-
unarinnar og krefst þess, að
samkeppnin í verzluninni verði
látin ráða vöruverði. Að öðr-
um kosti telur fundurinn nauð-
synlegt að endurskoða verð-
lagsákvæðin hið bráðasta.
FRÍVERZLUN EVRÓPU.
Aðalfundur V.í. 1958 beinir
þeirri áskorun til ríkisstjórn-
arinnar, ;að hún geri sem fyrst
nauðsynlegar rannsóknir og
ráðstafanir á sviði efnahags-
mála, svo að öllum undirbún-
ingi verði lokið, þegar taka
þarf ákvörðun um aðild að frí-
verzlunarsvæði Evrópu.
Jafnframt mælist fundurinn
til þess, að ríkisstjórnin hafi
samráð við stjórn V.í. um þessi
mál.
SKATTAMÁL.
Aðalfundur V.í. 1958 harm-
ar að eðlilegar og nauðsynlegar
breytingar á ákvæðum um
skattgreiðslur fyrirtækja skuli
ekki enn hafa verið gerðar,
aðrar en sú breyting skatta-
laganna, um að tekjuskattur
félaga sé nú ákveðinn hundr-
aðshluti af tekjum í stað stig-
hækkandi skatts. Fundurinn
krefst réttlátra leiðréttinga á
skattalögunum og jafnframt
krefst hann þess, að lög um út-
svör verði tekin til endurskoð-
unar. í þessum efnum vísar
fundurinn til álits og tillagna
dr. Niels Vásthagens, prófess-
ors, um skattlagningu íslenzkra
fyrirtækja í skýrslu hans til
Efnahagssamvinnustofnunar
Evrópu. I skýrslunni bendir
hann á, að núverandi álagning
skatta og útsvars hér á landi
lami atvinnureksturinn og þar
með framleiðslugetu þjóðar-
innar.
Sérstaklega vill fundurinn
benda á nauðsyn þess, að á-
lagning veltuútsvara verði
breytt þannig, að þau verði
frádráttarhæf, og leggist á all-
an atvinnurekstur án tillits til
rekstrarforms. í núverandi
mynd eru þau þess valdandi,
að fjöldamörg fyrirtæki greiða
meira en hreinar tekjur sínar
í samanlagða skatta og útsvör.
Ennfremur krefst fundurinn
þess, að allur atvinnurekstur
sé látinn búa við sömu reglur
um skatt- og útsvarsgreiðslur,
í hvaða formi, sem hann er rek-
inn og hverjir sem eru eigend-
ur hans.
Aðalfundur V.í. 1958 lýsir
ánægju sinni yfir útfærslu
fiskveiðilögsögu íslands í 12
sjómílur og harmar aðgerðir
Breta í þessu máli.
Jafnframt skorar fundurinn
á íslenzka verzlunarstétt að
kynna sem bezt málstað ís-
lands á erlendum vettvangi.
ÍMenningartengsl fslands
og Ráðstjórnarríkjanna.
Hljómleikar
Sovétlista-
mannanna
í Austurbæjarbíéi
laugardaginn 27. september kl. 19,00
og
sunnudaginn 28. september kl. 19,00.
EHefu söngvarar og hljóÖ-
færaleikarar. » v
Síðasta tækifærið til að hlusta á þessa óvið-
jafnanlegu snillinga.
Ný efnisskrá. T. ..
Aðgongumiðar í bókabúðúm Máis og Menningar,
Skólavörðustíg, Kron, Bankastræti og Sigfúsar
Eýmundssonar, Austurstræti.
Mír-féiagar geta vitjað miða í Þingholtsstræti
27 frá kl. 1 til 7.
Mál og Menning.
Bókmennfakynning
í hundraö ára minningu
ÞORSTEINS ERLIN6SS0NAR
Erindi: Jóhannes úr Kötlum.
Uppiestur: Úr Ijóðum Þorsteins Erlingssonar: Guð-
björg Þorbjarnardóttir leikkona.
Söngur : Barnakór undir stiórn Guðrúnar Pálsdóttur.
Upplestur: Úr nýrri bók um skáldið, eftir Bjarna
Benediktsson frá Hofteigi, Gísli Halldórsson
leikari les.
Einsöngur : Sigurður Björnsson syngur lög við Ijóð
Þorsteins Erlingssonar.
Upplestur : Þorsteinn Ö. Stephensen leikari les úr
Ijóðum skáldsins.
AÐGÖNGUMIÐAR
í bókabúðum Máls og Menningar, Skólavörðu-
stíg, Kron, Bankastrætj og Sigfúsar Eymunds-
sonar, Austurstræti.
Alþýðublaðið
vantar unglinga til að bera út blaðið í þessi
hverfi:
VESTURGÖTU
MELUNUM
MIÐBÆNUM
LAUGATEIG
GRÍMSSTAÐAHOLTI
ÁLFHÓLSVEGI
Talið við afgreiðsluna. — Simi 14-900.
Alþýðublcuíið