Alþýðublaðið - 28.09.1958, Síða 5

Alþýðublaðið - 28.09.1958, Síða 5
Sunnudagur 28. sept. 1958 AlþýSnblaSiB kfin er öllu ÞJÓÖVILJINN hefur við und- anfarnar verðhækkanir verið að dangla í boíninn á sínum eigin ráðherrum, þ. e. ráðherr- um viðskipta- og verðgæzlu- mála, og hrópa á þá um SVIK VIÐ „verðstöðvunarstefnuna“. Með þessurn línum er þó ekki ætlunin að gera heimilismál Alþýðubandalagsins að um- ræðuefni — þeir um það. NÝJU FÖTIN KEISARANS. Lesendum blaðsins er þó að sjálfsögðj. Ij óst hvílíkan hrá- skinnaleik hér er um að ræða. Það er 'staðreynd að við mynd- un núverandi ríkisstjórnar heimtuðu kommúnistar í sín- ar hendur viðskiptamál (handa Lúðvík) og verðgæzlumál (handa Hnnibal). Þessa kröfu fengu þeir uppfyllta. Það er og staðreynd að fyrir skarpa framgöngu þessara tveggja ráðherra samþykktu 7 af 8 þingmönnum Alþýðubanda- lagsins (og þar með Þjóðvilj- ans) allt það fráhvarf, sem orðið er á stöðvnnarstefnunni, enda leyndu fyrrnefndir ráð- herrar því ekki að sæmd þeirra lægi við, þar sem þessi mála- flokkur heyrði undir þeirra ráðuneyti. Rxtstýrendur Þjóðviljans hafa og áreiðanlega heyrt raddirnar frá sínum „saklausu börnum“, sem hrópa: „Þrátt fyrir allt eruð þið í engum verð gæzlu- eða viðskiptafötum, þið eruð allsberir“. Landsmenn taka undir. VERKALYÐSUMHYGGJA. Þegar ríkisstjórnin byrjaði _____________________ Fyrsti bíllinn model 1959 Framhald af 3. síðu. á 100 km. En á rólegum akstri á sömu braut og sömu vega- lengd, meðalhraði 60 km upp í 80 km, var notkun vélarinnar 9 i á 100 km. Opel Kapitán er framleiddur í Þýzkalandi: Adam Opel A. G. Russelheim, en umboð á Islandi hefur Samband íslenzkra sam- vinnufélaga. Rétt er að geta þess að lok- um, að það, sem að framan get- ur, er tekið eftir sænska ritinu „Teknikens Várld“, en sérfræð- ingar blaðsins hafa reynt bif- reiðina og rannsakað hana. Og hefur hún hlotið betri meðmæli en nokkur önnur ný bifreið, sem þeir hafa rannsakað Blað- ið og bifreiðasérfræðingar þess njóta mjög mikils trausts og á- lits ekki aðeins í Svíþjóð, held- ur og víða um heim. (Tvær Opel Kapitan bifreiðir eru komnar hingað, önnur eign Halldórs Kiljans Laxness, en hin eign Gísla Sigurbjörnsson- ar forstjóra.) mjög skelegglega á verðstöðv- unarstefnunni, voru velflestir á einu máli um að verkalýðs- hreyfingin hefði drengiíega staðfest vilja sinn, um stöðvun verðhækkana. Þjóðviljinn taldi þá alla griðníðinga sem færu ettir það fram á lagfæringar sinna kjaramála. Þegar stjórn Sjómannafé- lagsins samkv. áðurgerðri sam- þykkt félagsmanna sinna, sett- íst að samningaborði við út- vegsmenn, þá hét það aðför gegn ríkisstjórninni og póli- tískt verkfall. Þegar stjórn Bagsbrúnar gerir það sama, heitir það stórsigur fyrir al- þýðuna á síðum Þjóðviljans. Einnig svona málflutningur sýnir, að fötin sem þeir Þjóð- vilja- og Alþýðubandalags- menn halda sig vera í, eru ekki á þeim. Þeir eru allsnaktir, — það er sannleikurinn. VINNUBRÖGÐ í VERKALYÐSMALUM. Þegar Alþýðuflokksmenn í Ðagsbrún fara fram á að við- höfð sé allsherjaratkvæða- greiðsla samkv. lögum A.S.Í. um kiör íulltrúa á Alþýðusam- bandsþing, þá lýsir Þjóðvilj- inn því klökkur, að verið sé að vega aftan að hinni heilögu forustn Dagsbrúnar í yfirvof- andi vinnudeilu. En þegar-stjórn Sjómannafé- lags Reykjavíkur stóð í 3ja mánaða vinnudeilu árið 1950, þá þótti það góð latína að rægja og svívirða á sama tíma, a.Ha stjórnarmenn Sjómanna- félagsins og kalla þá verka- lýðssvikara o. s. frv. til þess að fá „sína menn“ kjörna í stjórn félagsins. Þessi voru vinnu- brögð Þjóðviljans þá. Einnig hér er nektin augljós, og það sem verra er, þeir virðast ekki eiga von á að fá nokkur föt. Eiturlyf janotkun í Egypfalandi KAIRO. — Egyptar hafa nú hleypt af stokkunum nýrri um- bótaáætlun til þess að hamla •gegn vaxandi eiturlyfjanotkun. Er henni aðallega beint að ung- lingum. Þessi nýja stefna að koma á umbótum og lækna stafar af því, að hinar þungu refsingar við eiturlyfjanotkun, sem ráð er fyrir gert í egypzk- um lögun, hafa ekki upprætt hana. í fremstu röð þeirra, sem bei'j ast fyrir umbótum og lækningu á þessu sviði, er yfirstjórn í- þróttamála og ungmennastarfs, en sú stjórn fær völd sín beint frá Nasser. Er yfirstjórnin nú að skipuleggja krossferð gegn útbreiðslu eiturlyfja. Af opinberum skýrslum sést að Egyptar neyta meiri eitur- lyfja en nokkur önnur þjóð í Austurlöndum nær. Stafar þetta af hinni víðtæku og ólög- legu sölu eiturlyfja í landinu. Af 23 milfjónum íbúa í landinu 1 var vitað um 600 000 eiturlyfja neytendur í landinu 1957. Þar að auki var talið, að aðrar .600- 000 væru á góðri leið með að verða stöðugir eiturlyfj aneyt-; endur. Aðaleitur’lyfið, sem menn nota í Egyptalandi, er hashish og ópíum. Aðalaðferðin til að neyta þeirra er að reykja þau í sígarettum eða vatnspípum þeim, er tíðkast í Íandinu, eða jafnvel tyggja þau óunnin. Baráttuaðferðin, sem æsku- lýðs- og íþróttaráðið hyggst beita er sú, að reyna að opna augu landsmanna fyrir því hve geigvænleg er útbreiðsla þess- arar spillingar. Þannig vonast ráðið tii að hefta hinar illu af- leiðingar smyglsins, sem vart verður hægt að hefta sjálft. Auk sjálfrar neyzlunnar vill ráðið reyna að uppræta múg- mennsku ungmenna, sem er ein af aðalorsökunum fyrir út- breiðslu eiturlyfjaneyzlu, allt I frá unglingsárum til fullorð- insára. Áætlun ráðsins er því tvíþætt, sem sagt að koma í veg fyrir spillinguna og revna að | lækna, eftir því sem við' verð-.i ur komið. Hefur ráðið fengið stjórnar-! völdin til að koma á fót scrstök ; um stofnunum, þar sem sjúk- lingarnir geta fengið bæði lík- amlega og sálfræðilega hjálp. Telur ráðið, að óttinn við refs- ingu geti ekki einn orðið til þess, að sjúklingar og eitur-1 lyfjasalar bæti ráð sitt. En sam j kvæmt gildandi lögum í Egvpta; landi, sem eru ein hin hörð- ustu í heimi á þessu sviði, geta neytendur fengið ailt að 15 ára fangelsi, og eituriyfjasalar allt að 25 ára fangelsi. En alveg á sama hátt og meirihluti þeirra eiturlyfja, sem smylgað er inn í landið, næst aldrelf þannig næst í fæsta þeirra, sem selja eða neyta eitursins. Með þetta í huga- hyggst æskulýðsráðið fá stjórnina til að breyta lögunum, til þess að þeir, sem sakfelldir eru, geti enn haft möguleika á að bæta líferni sitt. Opera um ævi Raspútíns NÝLEGA var óperan „Heil- aði djöfullinn" eftir Nicholas Nabokov frumsýnd í Banda- ríkjunum við góðar undirtektir gagnrýnenda og áheyrenda- Handritið að óperunni samdi Stephen Spender. Gagnrýnandi „The Louis- ville Times“ fórust svo orð um sýninguna: „Óperan, er skáldleg lýsing frá þeim tímum, er Grigori Ras pútíin var uppi. Hún segir frá ævi cg voveiflegum dauðdaga þessa Síberíumunks, sem Var svo áhrifamikill við hirð Niku. lásar II. Rússakeisara vegna skyggnisgáfu sinnar og lækn- ingahæfileika. Róbert Fischer fór með aðalhlutverkið, Grigori Raspútín,' og tókst honum að túlka hina gífurlegu lífsorku hans, en á henni byggðist aðal- lega það vald, sem Raspútín hafði yfir samtíðarmönnum sín um. Texti og tónlist eru með nútímasniði. í óperunni er eng- in aría í venjulegum skilningi. vegna söngsins eingöngu, heid- ur skiptast á tónlist og tal, eft- ir því sem efnið gefur tilefni til. Enginn kór syngur í oper- unni, en í mörgum áhrifamestu atriðum hennar er samsöngur allt frá þriggja til sex radda Moritz Bomhard stjórnaði leik og söng, og voru söngvarar og hljómsveit framúrskarandi vel þjálfuð fyrir þetta erfiða verk. eins og frumsýningin bar með sér.“ Óperan var uppfærð á veg- um Louisville Philharmonic Society. Iðnnemar FramJaala af 1. sI5n. bandsstjórnar og skýrslur deilda. Þinginu verður haldið áfram og hefst fundur kl. 2 í dag og verða skýrslur sambandsstjórn ar og deilda til umræðu. Núverandi formaður Iðn- nemasambandsins er Þórður Gíslason. ÓDÝRIR ÓDÝRIR UPPREIMAÐIR STRIGASKÓR B a r n a s t æ r 5 i r frá kr. 31,20. Karlmannastærðir kr. 40,50. Breiðablik LAUGAVEGI 63, horni Laugavegs og Vitastígs. Frá Gagnfræðaskótum Reykjavíkur. Nemendur komi í skólana fimmtudaginn 2. október næstkomandi, sem hér segir: Gagnfræðaskóli Austurbæjar: Skólasetning kl. 2 e. h. Gagnfræðaskóli Vesturbæjar: Skólasetning í Iðnó kl. 3 e- h. Gagnfræðaskólinn við Vonarstræti. Skólasetoing í Iðnó kl. 1,30 e. h. Gagnfræðaskóli verknáms: Skólasetning í Iðnó kl. 5 e. h. Hagaskóli: 2. bekkur komi kl. 9 f. h., 1. bekkur kl. 10,30 f. h„ 3. og 4. b'ekkir kl. 2 e. h. Gagnfræðaskólinn við Lindargötu, Gagnfræðadeild Langholtsskóla og Réttarholtsskóli: 2 bekkir komi kl. 9 f. h„ 1. bekkir kl. 10,30 f. h. Um skiptingu skólahverfa vísast til fréttatilkynn- ingar í blöðum. NÁMSSTJÓRI. S ,s s s ,s V s s s s |s y s s r» - FRÁ ÍÞRÓTTAVELLINUM. Hausfmót meisfaraflokks. i í DAG KL 2 fara fram síðustu leikir mótsins á Melavellinum. — < ÞÁ LEIKA ' FRAM - VALUR Dómari : Grétar Norðfjörð. Línuv. Magnús Pétursson og Guðbjörm Jónsson. STRAX Á EFTIR LEIKA ÞRÓTTUR -- KR Ðómari: Valur Benediktsson. ,Lmuverðir: Örn Ingólfsson og Einar Hjartarson. Mótan.efncli».

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.