Morgunblaðið - 03.04.1976, Síða 8

Morgunblaðið - 03.04.1976, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3, APRtL 1976 Áskorun bæjarstjórnar ísafjarðar Blaðinu hefur borist áskorun frá bæjarstjórn Isafjarðar til ríkisst jórnar, heilbrigðisráð- herra, samgönguráðherra og fjár- veitinganefndar Alþingis. I áskoruninni er farið fram á að þessir aðilar grípi þegar í stað til raunhæfra aðgerða er trvggi lífs- nauðsvnlegt sjúkraflug innan héraðs á Vestfjörðum sem um sjö ára skeið hefur verið haldið uppi af flugfélaginu Örnum h.f. á Isa- firði Bæjarstjórnin minnir á laga- skyldu heilbrigðisráðuneytisins um aðild að öryggis- og sjúkra- flugi og bendir á að þar er ríkinu augljóslega mun hagkvæmara að styrkja núverandi rekstraraðila til að halda uppi þessari þjónustu heldur en að annast sjálft slíkan rekstur. Jafnframt minnir bæjarstjórn- in á þingsályktunartillögu Al- þingis um Inn-Djúps áætlunina er þar er kveðið á um nauðsyn reglulegs áætlunarflugs frá Isa- firði í Reýkjanes. Þar segir enn- fremur að Djúpbátnum og flug- félaginu Örnum h.f. verði tryggð nægileg rekstrarframlög á fjár- lögum til þess að annast þessa þjónustu. Bæjarstjórnin telur að með áðurnefndri lagasetningu og þingsályktun hafi Alþingi ótví- rætt lýst þeim vilja sínum að þessi þáttur heilsugæslu og öryggisþjónustu við íbúa af- skekktra byggðarlaga verði tryggður i framkvæmd. Þá vekur bæjarstjórnin athygli á þvi að sú styrkveiting sem farið er fram á i þessu skyni nemi innan við helmingi rekstrar- kostnaðar við eitt sjúkrarúm á Borgarspítalanum i Reykjavík. Ennfremur segir að með hlið- sjón af framansögðu skori bæjar- stjórn Isafjarðar á hæstvirtan heilbrigðisráðherra, Matthías Bjarnason, að hann hafi frum- kvæði að skjóti lausn þessa máls sem er í orðsins fyllstu merkingu lifshagsmunamál þeirra Vestfirð- inga er lakasta læknisþjónustu hafa, eða alls enga, og afskekktast búa. Vinsælu Barnaoy unylinyaskrifboroin Ódýr, hentug og falleg. Gott litaúrval. Sendum hvert á land sem er Biðjið um myndalista. STÍL-HÚSGÖGN AUDBREKKU 63 KÓPAVOGI SÍMI 44600 Aðalfundur Samvinnubanka Islands h.f., verður haldinn að Hótel Sögu, hliðarsal, laugardaginn 3. apríl 1 976 og hefst kl. 1 4.00. Dagskrá skv. 18. gr. samþykktar fyrir bankann. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir á fundarstað. Bankaráð r Samvinnubanka Islands hf. Kristniboðsvika í húsi KFUM og K Sunnudagskvöldið 4. apríl kl. 20.30 hefst samkomuvika, sem Samband islenzkra kristniboðs- félaga (eða Kristniboðssamband- ið, eins og það er oft kallað) efnir til i húsi KFUM og K við Amt- mannsstíg 2 B. Ræðumenn verða margir, bæði lærðir og leikir, ung- ir og gamlir. Aðalræðumaður þessa fyrsía kvölds verður síra Jónas Gíslason, lektor. Á samkom- unum verður kristniboðið í Konsó, Eþiópíu, kynnt í máli og myndum. Auk þess verður fjöl- breyttur söngur, kórsöngur, kvartettsöngur, tvisöngur o.fl. auk almenns söngs. 1 lok vikunn- ar verður tekið á móti gjöfum til kristniboðsstarfsins. Starfið i Konsó hefur farið sivaxandi ár frá ári, frá því að það hófst árið 1954. I ársskýrslu kristniboðans Skúla Svavarssonar fyrir árið 1975 er m.a. að finna eftirfarandi upplýsingar: í söfnuðunum í Konsó sem til- heyra lúthersku kirkjunni í Eþíópíu, Mekane Yesus, eru 5300 kristnir menn. Á árinu 1975 bættust við rúmlega 960 nýir safnaðarmenn. Skipulagðir söfn- uðir 1 Konsóhéraði eru 60, prédikunarstaðir 93, einn barna- skóli með 249 nemendum, 68 les- skólar með 3277 nemendum. Inn- lendi söfnuðurinn hefur sjálfur lagt fram 4,501,51 eþíópiska dali til starfsins. 39.921 sjúklingur hlaut meðferð á sjúkraskýl- inu á kristniboðsstöðinni. Legu- sjúklingar voru 623, 111 minni háttar og 3 meiri háttar uppskurðir voru gerðir, fæðingar 62. Augljóst er, að margþætt starf sem þetta kostar mikið fé, enda er gert ráð fyrir, að kostnaðurinn á yfirstandandi ári verði um eða yfir 12 milljónir króna Starfið hefur aldrei notið neinna opin- berra styrkja, heldur aðallega verið borið uppi af gjöfum ein- staklinga og kristilegra félaga eða kristniboðsfélaga, sem starfa á evangelisk-lútherskum grund- velli, frjálsum samtökum trúaðra áhugamanna innan islenzku kirkjunnar. Einu sinni á ári, á kristniboðsdaginn, er efnt til sam- skota við guðsþjónustur i kirkjum landsins. Auk þess eru haldnar kristniboðssamkomur og kristni- boðsvikur í fjölmennustu bæjum landsins, venjulega einu sinni á ári. Þá gefst mönnum tækifæri til þess að leggja eitthvaðaf mörkum til kristniboðsstarfsins. Fólk er því hvatt til þess að sækja samkomurnar í húsi KFUM og K við Amtmannsstig vikuna 4.—11. apríl. (fréttatilk.) m m Lindargötu 25. Harmonikunuroin símar 13743- 15833. „Halló krakkar” til Vestfjarða EFTIR að‘hafa sýnt leikinn HALLÓ KRAKKAR 19 sinnum fyrir börn I Hafnarfirði, á Sel- fossi, i Hveragerði, Njarðvíkum, Keflavík, Kópavogi, Reykjavik og á Seltjarnarnesi, ætlar Barnaleik- húsið að hefja sig til flugs og halda vestur á Firói með sýning- una. 20. og 21. sýning á HALLÓ KRAKKAR verða i Alþýðuhúsinu á Isafirði næsta laugardag 3. apríl kl. 14 og 16:30. 28644 Vantar allar stærðir af fast- eignum á söluskrá Höfum fjársterka kaupendur. Látið skrá eign yðar hjá okkur. Mikil eftirsprun. _ . -- Opið i dag frá kl. 9—5. ITMW tr Faiteiqnajala Lauqaveqi J 3 jimi 2664A '' "cí - ■ ‘ : ir ) opnaði f moi |un í Iðnaðarmannahúsinu við Ingólfsstræti GUI\IMAR GUOJÓÍ\ISSON, HÁRSKERAMEISTARI ■Ban

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.