Morgunblaðið - 03.04.1976, Side 29

Morgunblaðið - 03.04.1976, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3, APRlL 1976 29 VELVAKArvIDI Velvakandi svarar i síma 10-100 kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags 0 Útburðar- fólk og blaða- kaupendur Hólrrifriður Einarsdóttir skrifar: Mig hefur lengi langað til þess að skrifa smá klausu i blöðin í sambandi við útburð og útburðar- fólk. Ég hef verið að bera út dag- blöð síðastliðin 3 ár og kann mjög vel við það starf að flestu leyti en þó eru þar margir gallar á . Það er varðandi fólkið sem maður ber út til. Núna i vetur hefur verið mikill snjór hérna fyrir sunnan eins og fólk hefur eflaust veitt eftirtekt. Þá leggur maður af stað í myrkri og illri færð á morgnana til þess aðkoma blöðunumí tækatíð til kaupenda því ef maður er ekki kominn á tiiskildum tima þá fara kvartanir að berast í stríðum straumi og dettur kaupendum ekki í hug að lita út um gluggann áður en sest er við símann til þess að kvarta. Það er kannski blind- bylur og snarvitlaust veður og ómögulegt að fara út fyrir hússins dyr. Fólk mætti kannski hugsa um þetta og taka tillit til okkar. Þegar snjór hefur verið yfir öllu svo vikum skiptir ætti fólk að gefa sér tíma til þess að moka snjónum frá dyrunum. Það eru alltaf nokkrir þó sem moka úr tröppunum og vil ég þakka þeim fyrir en hinir sem ekki koma nálægt því eru þó í meirihluta. Það er ekki sjaldan sem maður hefur þurft að skríða upp tröppurnar og þegar maður ætlar að fara niður rennur maður niður rennibrautina og er oft illa marinn eftir slæmar byltur. Veit fólk að það er skaðabótaskylt ef eitthvað kemur fyrir mann fyrir utan dyrnar hjá því, ég hygg að fáir myndu kæra sig um slíka hiuti og ætti þessi vitneskja að koma fólki til þess að hugsa, þvi íslendingar eru einstaklega sjálfselskir og ótillitssamir. Það er þó fleira en þetta sem hægt er að tína til og þá er efst á baugi atriði í sambandi við rukkunina. Sem betur fer er það meirihiuti fólks sem borgar i fyrsta sinn sem komið er til þess og ég veit að það getur komið fyrir að fólk geti ekki bcrgað. En það eru alltaf vissar manneskjur sem aldrei geta borgað og biðja okkur um að koma seinna. Svo kemur mað- ur seinna, þá er manni blótað í sand og ösku og að lokum gefst maður upp eftir nokkrar tilraunir. Stundum kemur það fyrir að fólk litur út um gluggann þegar maður Og þér eruð sonur hennar. En einkennilegt! Að hitta yður loks- ins eftir öll þessi ár og þá einmitt á slíkum degi... — Komuð þér oft á Herault- heimilið? — Nei, ég segi það nú ekki. Við fórum þangað aðeins þegar við áttum erindí við lækninn. En ég sá stúlkurnar iðulega inni [ bæn- um, að verzla og svoleiðis. Og þá spjallaði maður auðvitað saman! Eg býst við að ég gæti sagt við hefðum verið svona sæmilega málkunnugar. Og nú eruð þér komnir hingað. En hvað allt getur verið furðulegt. — Ég spurði meðal annars vegna þess mig langaði til að vita hvort þér hefð- uð þekkt Mme Desgranges sem vann í húsinu? — Nei. Þvf er nú verr að það geri ég ekki. Ég kynntist ekki þeim sem unnu hjá þeim. Nema móður yðar, náttúrlega, vegna starfs hennar í húsinu. Svo að þér eruð sonur Simone! En hvað þetta er furðulegt! Einhver var kominn inn í hús- ið. David heyrði hreyfingu I for- salnum. tilkynningu ungmennasambands- ins um að nota það sem íslenskt er og svo var bætt við: Íslandi allt. Á þetta virkilega við í dag? Hljómar þetta ekki einhvern veginn ankannalega í eyrum nútíma- mannsins? Þetta gat gengið hér áður, en ekki nú. Já, verkföllin eru afstaðin og engin græddi. Allt hækkaði á eftir, vörur, þjónusta og hvert viðvik. Þetta er alltaf sama sagan og aldrei hægt að læra af reynslunni og svo er bara beðið um meira kaup og meiri hvild. hringir á dyrabjöllunni og það heldur auðvitað að við sjáum ekkert né heyrum og svo er ekkert opnað fyrir manni og maður stendur fyrir framan húsið i 10—15 minútur blár af kulda og skapvondur og svo er það sá þrjóskari sem vinnur viður- eignina. Það er af eðlilegum or- sökum oftast fína fólkið sem situr inni í hitanum sem ber sigur úr býtum. Sumir eru svo slæmir að þeir borga ekki mánuðum saman og maður kemur kannski 2—3 sinnum á mánuði í 2—3 mánuði og aldrei er borgað. Svo hleypur þetta fólk niður á afgreiðslu blaðsins og borgar þar sínar skuldir og við setn höfum verið að rápa þetta til þeirra fáum ekkert fyrir ómakið. Til hvers er fólk sem ekki getur borgað blöðin sín að gerast áskrifendur, ég held að þetta fólk ætti að hugsa sig um tvisvar áður en það kemur fyrir. Við útburðarfólk erum manneskjur með mannlegar til- finningar en það vill oft gleymast og við getum orðið þreytt á þessu eilífa stappi. En ég vil færa því fólki sem hefur komið almenni- lega fram við okkur útburðarfólk þakkir og öruggt er að við gleym- um ykkur ekki. # Til umhugsunar. Árni Helgason skrifar undir þessari fyrirsögn: Kaupið er alltof lágt, launþegar lifa ekki af þessu. Þannig er tónn- inn og það er eytt fjölmörgum stundum til að hækka kaup og siðast er beitt valdi. Þá er reynt að finna leió til samkomulags. Svo er staðið upp, enginn ánægður, tími farinn til einsk- is, þjóðin hefur tapað, þjóð- félagið beðið ósigur, en hvað er að fást um það, bara ef við fáum hærra kaup. Hvað gerir til þótt skuldirnar vaxi, erfið- leikar samfélagsins vaxi, bara ef VIÐ fáum hærra kaup? Það er allt og sumt. Við erum ekki lengur að spyrja hvað við getum gert fyrir landið, heldur hvað við getum haft upp úr hverju viðviki. Þess vegna setti mig hljóðan þegar ég heyrði i útvarpi 0 Nó fyrir einu Ég las um það að bifreiða- skoðunin gengi seint fyrir sunnan og kennt um að menn gætu ekki borgað bifreiðagjöldin. Öll inn- heimta er erfið í dag. Nema ein. . . Það virðast alltaf vera nógir peningar til á blótstall Bakkusar. Honum lúta menn og mögla ekki þótt þar sé seinasti eyririnn kvaddur. Og að maður tali ekki um skemmtiferðir til útlanda. Þeim er fjölgað vegna eftir- spurnar. Og auglýsingarnar glymja í útvarpinu. Uppselt í þessa ferð og aukaferð farin. Missið ekki af. Notið tækifærið. Ferðaskrifstofur hafa ekki við að selja almúganum ferðir til fjar- lægra landa, alþýðuorlof hvað þá annað og svó geta menn ekki lifað í þessu landi vegna peningaleysis en þurfa að fara i önnur lönd til að lifa. Hvernig er hægt að koma þessu saman. Atvinnuleysi mitt i önn dagsins. Og svo er það mis- munurinn sem alltaf er verið að jafna þangað til ekkert er eftir. Okkur svimar við þeirri rányrkju sem rekin er af flota okkar í dag. Brauði framtíðarinnar, smáfiskin- um, er fleygt i tonnatali, meðan við uppfyllum ekki gerða samninga. Hvert verður svo áframhaldið? Og alltaf er skrif- stofubákn þjóðfélagsins að færast i aukana. Frelsið smáminnkar og erfiðleikar aukast með að fá þjónustu í opinberu þjóðlífi. Menn verða að bíða og eins og Davið Stefánsson orðar það: Honum er visað úr sal og sagt að koma á morgun. Þannig er af- greiðslan. Það er geymt til morguns sem hægt var að gera í dag. Opinberum starfsmönnum fjölgar jafnt og þétt og vantar litið á að hver þvælist fyrir öðr- um. Það er jafnvel haft á orði að ef allt væri heilbrigt mætti lækka þessa yfirbyggingu um helming en það má ekki því þá fer landið að græða og álagning á lands- menn að minnka. Drottinn minn, slikt má ekki koma fyrir. Við er- um sem sagt alltaf að elta skottið á okkur. Þorsteinn Erlingsson sagði: Ef við nú reyndum að brjótast það beint. Það má ekki. Við verðum að vera i gaufinu og krókunum. En hvar endar þessi ganga? Arni Helgason Stykkishólmi. HÖGNI HREKKVÍSI „Ég hélt að ég væri dómarinn?“ Fataskápar, allar stærðir. Skrifborðssett og svefnbekkir. Toddý sófasett Stíl-húsgögn h.f., Auðbrekku 63, Kópavogi, sími 44600. Bændur — Búnaðarfélög Pantanir á Mecoprop 25 til eyðingar arfa í sáðsléttum og túnum óskast sendar fyrir 10. apríl. Óvíst er hvort hægt verður að afgreiða fyrir réttan notkunartíma þær pantanir sem síðar berast. Sölufélag Garðyrkjumanna Reykjavík — Sími 24366 NÝ SENDING AF DDNSKU PLASTLÖMPUNUM LOTUS l FACETT MENUETT SILHOUETT f ^ n \t* NYJAR GERDIR - NÝIR LITIR SENDUM í PÓSTKRÖFU UM LAND ALLT LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL. LJÓS & ORKA Suðurlandsbraut 12 simi 84488

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.