Morgunblaðið - 03.04.1976, Page 32

Morgunblaðið - 03.04.1976, Page 32
HAUKAR í Hellubíói í kvöld í»iri0iiTOÍ*Hnt>íí> Al'GLYSINGASIMÍNN ER: 22480 JWor0tml>líil>ií> LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1976 Óhapp við boranir að Laugalandi: Misstu borhausinn og stöng í holuna ÖHAPP varð nú í vikunni, er verið var að bora sfðari holuna á Laugalandi í Eyjafirði, en þar standa vfir boranir vegna hitaveitu fyrir Akureyri. Þar hrotnuðu borstöngin og borhausinn, þ.e. borinn sjálfur hrapaði niður á um það bil 1.000 metra dýpi ásamt um 80 til 90 metrum af borstöngum. Tjðnið, sem varð f þessu óhappi, er metið á 7 til 8 milljónir króna, en þrátt fyrir það á rekstur Jötuns, en svo heitir borinn, ekki að verða fyrir töfum, þar sem annar borhaus er til. Samkvæmt upplýsingum Axels Björnssonar hjá Orkustofnun voru tildrög óhappsins þau, að verið var að vinna við holu númer 2, sem boruð er að Laugalandi. Boranir hófust í febrúarbyrjun og höfðu verið boraðir um 1.87.0 metrar. Var verið að ljúka við vinnu við holuna og hafði holan verið þrýstiprófuð. Var verið að taka upp borstangirnar og voru um 8 stangir eftir, þegar það óhapp varð að þær losnuðu og Lóan er komin... *r. - 'w LÖAN er komin. Er það fyrsti vorboðinn, sem vonandi veit á gott og sólrfkt sumar. Trvggvi Jónsson, verksmiðjustjóri í Eiskimjölsverksmiðjunni f Ös- landi, sá eina staka lóu í fjör- unni við verksmiðjuna, sem er á Höfn f Hornafirði. Er þetta óvenjusnemma að lóan lætur á sér kræla. Samkvæmt upplýsingum Elí- asar Jónssonar, fréttaritara Mbl. í Höfn, hafa hreindýr verið á götum Hafnar i allan vetur og þykja það naumast tíðindi þar eystra. Aðallega hafa dýrin haldið sig i svoköll- uðum Löndum. Þá hefur fiskirí verið að glæðast undan- farið, en það hefur verið frem- ur dræmt í vetur á Höfn i Hornafirði. hröpuðu niður i holuna. Ekki er alveg Ijóst hve langt þær fóru niður í holuna, en gizkað er á um 1.000 metra, en efri endi stíflunn- ar, sem myndazt hefur, m.a. vegna hruns i holunni, er á um 700 metra dýpi. Reynt var að dæla grjötinu, sem hrundi úr veggjum holunnar er borinn hrapaði, svo að unnt væri að bjarga upp born- um og stöngunum, en það mis- tókst og var borhausinn afskrifað- ur í fyrrakvöld. Tilraunir til þess að ná bornum upp eru mjög áhættusamar. Rekstur borsins kostar á dag 900 þúsund krónur og stangirnar, sem notaðar eru til þess að fiska upp það sem i holunni er, kosta um 11 milljónir króna. Var ákveðin hætta að missa meira af stöngum niður, þar sem holan var orðin ótrygg og hætta á að hún hryndi meira saman. Þessi hola, sem ónýttist, var Eramhald á hls. 31 Island vann NORÐURLANDAMÖT unglinga í handknattleik hófst i Laugar- dalshöllinni f gærkvöldi og fóru þá fram tveir leikir. 1 fyrsta leik mótsins sigruðu Islendingar Norðmenn með 18 mörkum gegn 11,_______________________ eftir að staðan hafði verið 6—5 fyrir Island í hálfleik. Þegar 15 mínútur voru til leiksloka var staðan 10—9 fvrir Norðmenn en á lokakaflanum skoruðu fslenzku piltarnir 9 mörk gegn 1 og unnu örugglega. Markhæstir í fslenzka liðinu voru Jón Hauksson með 6 mörk og Gústaf Björnsson með 4 mörk. Síðan léku Danir og Svíar og sigruðu Danir 10—9. Mótinu verður fram haldið í dag og leika Noregur og Finnland kl. 10.00 og Island og Svfþjóð kl. 11.00. Mvndin er tekin f leik Islands og Noregs f gærkvöldi og sýnir Gústaf Björnsson skora eitt marka lslendinganna.. Ljósmynd Frióþjófur Þróunarsjóður S.Þ. stöðvar framlag sitt til ræktunartilrauna á Islandi RANNSÖKNASTOFNUN land- búnaðarins fékk fyrir rúmri viku skevti frá FAÖ með tilkvnningu um að stöðvaðir hefðu verið nú strax styrkir þeir, sem veittir hafa verið úr þróunarsjóði Sameinuðu þjóðanna og áttu að halda áfram næstu 3—4 árin til beitarrannsókna, til ræktunar grasfræs, til uppgræðslu og tún- ræktar og til vlrannsókna. Öll þessi rannsóknaverkefni eru f fullum gangi, búið að nota um 90% af styrknum eða um 64 millj. fsl. króna i að koma upp tækjum og til námsstyrkja. Til að- tryggja að verkefnið skili þeim árangri, sem gert var ráð fyrir í samningunum, vantar aðstoð sér- fræðinganna, sem nú áttu að koma hingað tvisvar til þrisvar á ári næstu árin, að þvf er Björn Sigurbjörnsson, forstöðumaður Örvæntingarfullir, segir Björn Sigurbjörnsson, forstöðumaður Rannsóknastofnunar landbúnaðarins Rannsóknastofnunar land- húnaðarins, sagði Mbl. — Við erum örvæntingarfullir um framgang þessara verkefna, sem búið var að leggja í svo mikið fé, mannafla og tæki, sagði Björn. Það hefur komið í Ijós af þvi sem búið er að gera, hve gífurlega mikilvæg þessi verkefni eru fyrir íslenzkan landbúnað og garðyrkju og því er nauðsynlegt að tryggt sé að sérfræðiaðstoðin, sem gert var ráð fyrir, falli ekki niður og verði kostuð af íslenzka ríkinu. Má benda á, að innlendur kostnaður bæði við fræverkefnið og beitar- verkefnið er samkvæmt land- græðsluáætluninni greiddur af þjóðargjöfinni svonefndu. En það eru um 11 millj. á þessu ári frá R.L. og annað eins frá Land- græðslunni. Fáist sérfræðiaðstoð- in og áframhaldandi þjálfun okkar manna á þessu sviði, ættu tilraunirnar að geta haldið áfram. Á þessu ári var áformað að veita aðstoð fyrir 12—15 þúsund dollara eða 28 milljónir frá S.Þ. og svipað á næstu 3—4 árum. Verkefnin, sem hér um ræðir, eru þrjú. Það er beitarverkefni með rannsóknum á beitarþoli af- rétta og heimalanda, sem. fara áttu fram á 10 mismunandi stöð- Hollendingar vilja samvinnu um 30 þús. ferm. ylræktarhús á Islandi Á MÁNUDAG koma hingað til lands 6 Holléndingar til viðræðna við stjórnvöld um möguleika á að koma hér á fót ylræktarveri til framleiðslu á Uhrysantemum- græðlingum til útflutnings til Hollands. Hefur verið talað um ylver, sem vrði í eigu Islendinga, f allt að 30 þúsund fermetra gróðurhúsi í Hveragerði og notuð gufa til hitunar og raforku- vinnslu fyrir lýsingu. Slíkir græðlingar eru nú ræktaðir að vetrinum fvrir Hollendinga i Afrlkulöndum og Suður-Ameríku og mundu Islendingar með jarð- hita slnum gera það sama. Munu Hollendingarnir ræða við for- sætisráðherra, iðnaðarráðherra og landbúnaðarráðherra. Málið hefur verið i undir- búningi síðan um áramót, en áhugi Hollendinganna vaknaði vegna rannsóknaverkefnis um yl- rækt, sem Sameinuðu þjóðirnar styrktu, en nú hefur verið stöðvað. Hefur Björn Sigur- björnsson forstöðumaður Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins unnið með þeim í undirbúnings- viðræðum, ásamt Grétari Unn- steinsssyni skólastjóra Garðyrkju- skóla ríkisins og garðyrkjuráðu- nautum Búnaðarfélagsins. Land- búnaðarfulltrúi sendiráðs Hollendinga í London, Douve Vries, hefur komið nokkrum sinn- um vegna þessara hugmynda. Nú verða i för með honum P. Voskamp, eigandi eins stærsta gróðurhúsafyrirtækis i veröld- inni, Voskamp en Vrijland. Einnig P. Windhausen frá fyrir- tækinu Hortiflora International Chrysantemum Cuttings, sem er samsteypa margra fyrirtækja, sem verzla með chrysantemur, en það fyrirtæki mundi kaupa fram- leiðsluna. Þá koma þrír séi fræðingar frá Philips verk- smiðjunum og rannsóknastofum þeirra, O. Elgersma, J. van Gammeren og J. Sluiters, og ætla þeir m.a. að flytja fyrirlestra í Garðyrkjuskóla ríkisins í Hvera- gerði á miðvikudag. Áformin eru öll á byrjunarstigi en talað hefur verið um að setja upp til að byrja með 3 hektara hús. Til samanburðar má geta þess að öll gróðurhús undir gleri á íslandi eru um 13 hektarar.en i Hollandi eru þau um 8000 hektarar, og öll hituð með olíu og gasi. um um allt land í mismunandi hæð yfir sjó og á mismunandi tegundum beitilands. Fóru í fyrra fram rannsóknir á sex stöðum og átti að bæta tveimur við nú. Bráðabirgðaniðurstöður liggja fyrir, sem sýna, að mjög nauðsyn- legt er að halda þessu áfram, Framhald á bls. 31 Hæstiréttur vísaði kær- unniá bug HÆSTIRÉTTUR úrskurðaði i gær, að kæra fjórða gæzluvarð- haldafangans í Geirfinnsmálinu skyldi ekki tekin til greina. 30 daga gæzluvarðhaldsúrskurður mannsins, sem Sakadómur Reykjavíkur kvað upp, verður því óraskaður. Maður þessi er fimmt- ugur að aldri og var hann síðast settur inn af þeim fjórum mönn- um, sem nú sitja inni vegna máls- ins. Dómsrannsókn i Geirfinns- málinu hófst á þriðjudaginn og hefur henni verið fram haldið dag hvern síðan og hafa alls 7 manns komið fyrir dóminn. Krónan sígur GENGI íslenzkrar krónu hefur sigið allverulega frá áramótum, þó ekki gagnvart sterlingspundi, sem staðið hefur sig fremur illa á alþjóðagjaldeyrismarkaði. Miðað við íslenzka krónu hefur Banda- rlkjadollar hækkað um 3,9% frá áramótum. Aftur á móti hefur fslenzk króna hækkað gagnvart sterlingspundi á sama tlma um rétt 4%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.