Morgunblaðið - 24.04.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1976
13
vinum sínum. Var hann manna
glaðastur á góðri stund, þótt hann
bragðaði hvorki vín né tóbak um
sína daga. Þau hjónin höfðu
gaman af spilamennsku og fór
Sigurður oft mjög á kostum við
spilaborðið og var þá spaugsamur.
Ennfremur reyndi hann að gefa
sér tíma til laxveiða, sem einnig
voru sameiginlegt áhugamál
þeirra hjóna. Man ég áður fyrr-
um, þegar veitt var I Straum-
fjarðará, þá mætti hann oft ekki
fyrr en um eftirmiðdaginn en
hafði jafnan metin, hvað afla
snerti, er veiðitima lauk um
kvöldið.
Frábær rithönd hans og mikil
snyrtimennska munu teljast
ættarf.vlgjur.
Það er hverjum manni gæfa að
vera fæddur og uppalinn I
fallegri og notalegri byggð eins og
Stykkishólmi. Og þá er ekki síður
slíku byggðarlagi gæfa að eignast
menn, sem sprottnir eru upp úr
jarðvegi þess og helga allt sitt líf
upþbyggingu athafnalífs og hvers
konar framförum. — Sigurði
hlýtur að hafa verið það lífs-
fögnuður, þegar draumarnír rætt-
ust og sigrar unnust.
En því aðeins fékk hann notið
sín til fullnustu, að kona hans var
mikilhæf og snjöll húsmóðir. Hún
hélt jafnan uppi þeirri risnu fyrir
gesti og gangandi að víðfrægt var
og reyndar minnti heimili þeirra
ósjaldan á hótel.
Til þeirra var ávallt gott að
koma og hvergi betra að gista.
Gamla húsið þeirra frá öldinni
sem leið ilmar af grónum
,,kúltúr“, sem er táknrænn fyrir
þau bæði. Gamli og nýi tíminn
mættust I þessu húsi með hlýju
handtaki, sem yljaði öllum.
Sólargeisli þeirra hjóna var
einkasonurinn, Agúst, sem nú
hefir tekið við þeim kyndli, sem
honum var réttur, dyggilega
studdur af eiginkonu sinni, Rakel
Olsen. Virðist sem blómlegt at-
hafnalíf I Stykkishólmi og Rifi
vaxi og eflist sífellt undir stjórn
hans og er gott til þess að vita.
Barnabörnin 3 hafa einnig verið
mikiil gleðigjafi I sambýli þessar-
ar fjölskyldu.
Þótt söknuðurinn sé sár við frá-
fall Sigurðar, þá vona ég að Ingi-
björg og allir nánustu aðstand-
endur ylji sér við elda minning-
anna. Ingibjörgu má vera það
nokkur harmabót, hve gjörsam-
lega hún helgaði líf sitt og störf
því að gera veg Sigurðar sem
mestan. Og eftir að heilsu hans
fór hnignandi, þá vakti hún yfir
honum sem verndarengill.
Vinirnir geta vissulega verið
þakklátir fyrir ánægjulega og
lærdómsríka viðkynningu og
mannbætandi áhrif hans.
Guðm. Guðmundsson.
Sigurður Ágústsson fyrrv.
alþingism. og útgerðarmaður I
Stykkishólmi, er til moldar bor-
inn I dag. Hann lést að heimili
sínu hinn 19. apríl s.l. 79 ára að
aldri. —
Með Sigurði Ágústssyni er
genginn gagnmerkur heiðurs- og
framkvæmdamaður, héraðshöfð-
ingi, sem lengi mun minnst verða
fyrir árangursrík störf I þágu
lands og þjóðar. Þeir tina nú
óðum tölunni athafnamennirnir
sem fæddir voru um slðustu alda-
mót, — „aldamótamennirnir"
svoköiluðu.
Það kom I þeirra hlut, að skrá
kapítula Islandssögunnar, sem
markað hefur hvað stórstígust
spor I framfara átt, sem um getur
I sögunni, allt frá upphafi íslands-
byggðar.
Einn af þessum framsýnu fram-
kvæmdamönnum var Sigurður
Agústsson i Stykkishólmi. — Um
hálfrar aldar skeið, hefur hann
verið I fararbroddi I sinni heima-
byggð, um allt það er laut að
aukinni hagsæld og bættum lífs-
kjörum íbúanna. Allan þennan
tima, hefur hann haft á hendi,
umfangsmikinn rekstur á sviði
verzlunar og útgerðar og gegnt
þvi hlutverki með miklum
myndarbrag. Nú hin síðari ár
hefur sonur hans, Agúst, veitt
honum aðstoð við stjórn fyrir-
tækisins og er hann vaxandí
maður i því starfi.
Náin kynni mín af Sigurði
Ágústssyni urðu fyrst, þegar við
fórum í framboð fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn í Vesturlandskjördæmi,
að breyttri kjördæmaskipan árið
1959. Alla tið síðan hef ég átt því
láni að fagna, að eiga Sigurð að
góðum vini og félaga við margvís-
leg störf. Þegar samstarf okkar
Sigurðar hófst, árið 1959, hafði
hann þá þegar aflað sér góðrar
reynslu á stjórnmálasviðinu, en
hann var fyrst kosinn á þing, sem
þingmaður Snæfellinga árið 1949,
og átti þar alla tíð siðan traustu
fylgi að fagna. Það var ánægju-
legt að starfa með Sigurði Ágústs-
syni, að málefnum Vesturlands-
kjördæmis og reyndar einnig al-
þjóðar. Þar átti hann mörg áhuga-
mál, sem honum með ódrepandi
þrautseigju og dugnaði tókst að
tryggja framgang.
Það er ekki ætlun mín að telja
hér upp einstök málefni sem
Sigurður Ágústsson lét til sín
taka, en það veit ég, að Snæfeli-
ingar eiga margs að minnast og
eru honum þakklátir fyrir frá-
bært forustuhlutverk sem hann
hafði á hendi fyrir sína heima-
byggð. — Ibúar Stykkishólms
hafa nú nýlega sýnt í verki, þakk-
læti sitt, með því að útnefna hann
sem heiðursborgara hreppsfélags-
ins.
Árið 1923 kvæntist Sigurður
Ágústsson eftirlifandi konu sinni,
frú Ingibjörgu Helgadóttur frá
Karlsskála, — hinni mestu
heiðurskonu. Veit ég að Sigurður
taldi það sitt mesta gæfuspor í
lifinu, enda hefur hún staðið við
hlið manns sins sem traustur lifs-
förunautur og veitt honum stoð
og styrk í vandasömu og oft erfiðu
starfi.
Heimili þeirra hjóna, Sigurðar
og Ingibjargar, hefur alla tíð
verið með miklum höfðings- og
myndarbrag; er þar að finna hina
sönnu íslensku gestrisni, þar sem
gestir og gangandi finna sig vel-
komna í vina hópi.
Ég vil að lokum þakka þessum
góða vini mínum fyrir góða sam-
fylgd og samstarf á liðnum árum;
ég á honum margt að þakka. —
Konu hans, syni þeirra og fjöl-
skyldu hans, votta ég innilega
samúð, um leið og ég bið honum
guðs blessunar.
Jón Árnason —
Sigurður Agústsson, fv. al-
þingismaður varð bráðkvaddur
á heimili sínu í Stykkishólmi
aðfaranótt hins 19. þ.m., 79 ára að
aldri. Hafði hann verið heilsuveill
hina síðustu mánuði, en haft þó
ferilsvist.
Með Sigurði er genginn á fund
feðra sinna athafna- og dugnaðar-
maður, sem átti fáa sína lika.
Sigurður naut þess að vera
kominn af kjarnaættum úr Snæ-
fells- og Árnessýslum og vera
alinn upp á menningar- og efna-
heimili foreldra sinna, Ágústs
Þórarinssonar, verzlunarstjóra og
konu hans, Ásgerðar Arnfinns-
dóttur.
Sigurður var fæddur 25. marz
1897. Tvítugur lauk hann prófi
frá verzlunarskóla í Kaupmanna-
höfn. Faðir hans var verzlunar-
stjóri við Tang og Riis verzlun i
Stykkishólmi 1913—31 og tók Sig-
urður við fulltrúastöðu við
verzlunina 1917, að loknu námi.
Hann keypti fasteignir verzlunar-
innar 1932. Hóf Sigurður þá út-
gerð og verzlunarstarfsemi i
Hólminum i stórum stfl. Hann
reisti þar hraðfrystihús 1941.
Hann var um sina daga við-
riðinn flest framfaramál í
Stykkishólmi, á Snæfellsnesi og
við Breiðafjörð. Alþingismaður
Snæfeilinga og siðar Vesturlands-
kjördæmis var hann frá
1949—1967 eða í 18 ár. Á Alþingi
lét hann einkum að sér kveða í
sjávarútvegs- og samgöngumál-
um.
Hann var einn af stofnendum
Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna S.H. og I stjórn hennar um
áratuga skeið. Hann var formaður
dótturfélags S.H., Coldwater
Seafood Corporation í Banda-
ríkjunum um tíma. Hann átti sæti
I stjórn Síldarverksmiðja ríkisins
frá 1949—1970 og í stjórn
Samlags skreiðarframleiðenda
frá upphafi. Hann var ásamt
Ágúst syni sínum eigandi að ts-
lenzkum matvælum h/f í Hafnar-
firði.
I félagsmálum f Hólminum
mátti með sanni segja, að hann
hafi verið helsti forystumaður í
nærri hálfa öld.
Á 75 ára afmælisdegi konu
sinnar, Ingibjargar Helgadóttur
frá Karlsskála við Reyðarfjörð,
Eiríkssonar, hinn 26, marz s.l. var
Sigurður Ágústsson kjörinn af
hreppsnefndinni í einu hljóði
heiðursborgari Stykkishólms, en
hann hafði sjálfur átt 79 ára
afmæli daginn áður, hinn 25.
marz. Nokkrum dögum fyrir
andlát sitt þakkaði Sigurður sveit-
ungum sínum þennan heiður, sem
hann mat mikils, sem von var.
Meðal þeirra, sem áður höfðu
verið heiðursborgarar þar vestra,
var Ágúst, faðir Sigurðar.
Þau Sigurður og Ingibjörg gift-
ust 27. okt. 1923. Einkasonur
þeirra, Ágúst, hefur veitt fyrir-
tækjum Sigurðar forstöðu siðustu
árin. Hann er kvæntur Rakel
Olsen og eiga þau einn son, Sig-
urð, og tvær dætur, Ingibjörgu og
Ingigerði.
Ég ætla ekki að rekja ættir Sig-
urðar Ágústssonar og hans góðu
konu frú Ingibjargar Helga-
dóttur, þótt fyllsta ástæða væri
til.
Heldur vil ég minnast ánægju-
legs samstarfs við Sigurð í stjórn
Sildarverksmiðja ríkisins um 21
árs skeið. Þá þakka ég gestrisni
þeirra hjóna á hinu fagra heimili
þeirra í Hólminum, sem minnir
helst á listmunasafn, sem valið
hefur verið af smekkvísi Sigurðar
og frú Ingibjargar og enn varð-
veitast þar margir eigulegir mun-
ir úr búi foreldra Sigurðar, sem
bjuggu í sama húsi.
Aður en ég kynntist Sigurði
Ágústssyni hafði ég haft spurnir
af margháttaðri fyrirgreiðslu
hans við sveitunga sína og kom-
ist að raun um, að hún myndi vera
einstök í sinni röð.
Þó munu engir nema þeir, sem
fylgdust náið með störfum hans,
hafa gert sér í hugarlund hversu
mikil og tafsöm þessi fyrir-
greiðsla var. Þar að auki gekk
hann oft í ábyrgð fyrir greiðslum.
Á kreppuárunum miklu fyrir
seinni heimsstyrjöldina, hafði
greiðasemi Sigurðar nærri riðið
honum að fullu fjárhagslega.
Siðar, þegar aftur kreppti að,
urðu élin skammvinnari, enda ný
og betri tæki komin til sögunnar
og tekizt hafði að efla nýjan og
hagstæðan markað fyrir hrað-
frystan fisk í Bandaríkjunum.
Ennþá sannaðist þó, að „svipull er
sjávarafli".
Séra Árni Þórarinsson, föður-
bróðir Sigurðar Ágústssonar,
gerði sér leik að því á gamals-
aldri, i kerskniskenndum viðræð-
um við Þórberg Þórðarson, rithöf-
und að segja, að á Snæfellsnesi
væri hann „með vondu fólki“.
Hitt er sönnu nær, að óviða á
tslandi hefur verið meira mann-
val, að fornu og nýju, en í Snæ-
fells- og Dalasýslum, i Breiða-
fjarðareyjum og við Breiðafjörð,
þótt „viða sé misjafn sauður i
mörgu fé“.
Sigurður var mjög vinsæll
maður. Kom það oft fram, m.a. í
því, að hann hlaut jafnan flest
atkvæði, hvort sem var í heima-
byggðum eða annars staðar, þegar
kjósa skyldi menn til trúnaðar-
starfa.
Sigurður var alla ævi mikill
reglumaður og neytti hvorki víns
né tóbaks. Hann var hinn ljúfasti
maður i allri framgöngu og
umgengni.
Góðvilji, hjálpsemi og gestrisni
var Sigurði Ágústssyni í blóð
borin og naut hann þar ómetan-
legs stuðnings sinnar ágætu konu,
frú Ingibjargar.
Sakna nú margir góðs vinar i
stað og senda frú Ingibjörgu og
Ágúst syni þeirra og öðrum ætt-
ingjum og vinum innilegar
samúðarkveðjur við andlát hins
mæta manns.
Sveinn Benediktsson.
Utför Sigurðar Ágústssonar fer
fram frá kirkjunni I Stykkis-
hólmi i dag.
— Kristján
Halldórsson
Framhald af bls. 8
semi af þessu tagi, sem stjórn
BSRB hefur náð svo langt með
sóðalegum áróðri og blekkingum.
að nú telur hún sér fært að reyna
að telja Alþingi og almenningi trú
um, að það sé kappsmál flestra
félaga innan BSRB, og að þeir
vilji öllu fórna til þess, að sam-
tökin fái verkfallsrétt. Og nú tak-
markaðan verkfalisrétt heldur en
ekkert.
Hvað það er, sem félagar innan
BSRB geta gert sér vonir um að
græða á því að fá þennan eftir-
sótta verkfallsrétt (annað en
losna við vondu karlana i Kjara-
dómi), það hefur aldrei verið
rætt í félögum BSRB. Og það
hefur verið reynt með góðum
árangri að fela það með orð-
hengilshætti og rugli hverju
stjórnin vill láta samtökin fórna
fyrir þennan verkfallsrétt.
I dag standa mál þannig, að
Kristján Thorlasius og fjármála-
ráðherra, Matthias Mathiesen,
vilja ólmir kippa hyrningarstein-
unum undan því kerfi, sem starfs-
mannahald ríkisins byggist 'á. I
þess stað vill Thorlasius fá verk-
fallskórónu til að skreyta sjálfan
sig með. Og tii þess, að hann geti
öðlast þá kórónu vill hann að
opinberir starfsmenn afsali sér
æviráðningunni, og leysi ríkissjóð
undan þeirri skuldbindingu að
borga árlega nokkur hundruð
milljóna króna til verðtryggðu líf-
eyrissjóðanna.
Og fjármálaráðherra, með sinn
tóma kassa, hann er til i tuskið, og
hann vill flestu fórna til að ríkis-
sjóður sleppi við að borga 500 til
600 milljónir króna á ári í lífeyris-
sjóði opinberra starfsmanna.
Þannig halda þessir herrar, að
þeir geti hvorn annan glatt. Þeir
eru sammála og þeir vilja semja.
En það er komið babb í bátinn.
Þeim fjölgar ört, sem sjá, að
þarna er verið að braska með stór
mál, mál sem snerta þúsundir
manna, og í reynd þjóðina í heild.
Enda berast nú samþykktir, álykt-
anir og kröfur úr öllum áttum um
það að stöðva vitleysuna.
Fjármálaráðherra, Matthías
Mathiesen, ætti því að hugsa sig
betur um áður en ham. leitar eftir
samþykki Alþingis og ríkisstjórn-
ar til þess að spila þennan póker
til enda.
Það er og hefur verið stefna
stjórnar BSRB að berjast fyrir
sem mestri launahækkun hjá há-
launahópunum, í þeirri von, að þá
væri frekar hægt að fá samþykkt-
ar einhverjar smávegis launa-
hækkanir hjá þeim lægst laun-
uðu.
Ef Kristján Thorlasius f.h.
BSRB fengi verkfallsvopnið til
þess að fylgja eftir þessari stefnu
sinni, þá gæti BHM vel við unað
og aftur sameinast okkur í BSRB,
og notað þar láglaunahópana til
að berjast með verkfallsréttinum
fyrir hressilegri hækkun launa
handa stóraðlinum á ríkisjötunni.
Fordæmin, hjá uppmælinga-
aðlinum innan ASÍ, freista.
Verkfallsréttur handa opin-
berum starfsmönnum getur
aldrei orðið til þess að bæta kjör
fjölmennra miðlungs- og lág-
launahópa innan BSRB að
óbreyttri flokkaskipan í landinu.
Alþingi ber þvi vonandi gæfu til
að víkja þessu máli til hliðar svo
lítið beri á.
Kristján Halldórsson.