Morgunblaðið - 24.04.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAÚGARDAGUR 24. APRÍL 1976
53 brezkir togarar við
Týr skar á vörpur 3ja
ALLS voru 75 erlend veiði-
skip á íslandsmiðum í gær,
þar af voru 53 brezkir tog-
arar og hafa ekki verið
fleiri í langan tíma. Að
undanförnu hefur lítið
borið til tíðinda á miðun-
um, en í fyrrakvöld tókst
varðskipinu Tý að klippa á
veiðarfæri 3 brezkra tog-
ara, sem voru að veiðum
um 43 sjómílur ANA af
Bjarnarey. Varðskipin
Ægir og Óðinn voru einnig
á þessum slóðum, gerðu
þau mikinn usla meðal tog-
Bókauppboð
Klaustur-
hðla í dag
GUÐMUNDUR Axelsson list-
munasali og uppboðshaldari í
Klausturhólum heldur bóka-
uppboð í Tjarnarbúð klukkan
14 I dag.
Á uppboðinu eru alls 130
númer. Má þar nefna íslenzka-
danska orðabók eftir Sigfús
Blöndal, Skemtilega Vina-
Gleði í fróðlegum samræðum
og ljóðmælum leidd í ljós af
Magnúsi Stephensen, útgefna í
Leirárgörðum 1797, ferðabók
George Stuart Mackenzie frá
íslandi 1810, 3 dýrabækur
Bjarna Sæmundssonar í frum-
útgáfum, Andvökur Stephans
G. frá 1909 — ’IO, Kvæði Egg-
erts Ólafssonar 1832, Biskupa-
sögur Jóns Halldórssonar í Hít-
ardal 1903^—’15. Biskupasög-
ur Hins íslenzka bókmenntafé-
lags 1858 — ’78, Lífs-sögu Jóns
Jónssonar forðum sýslumanns
í Rangárvallasýslu, útgefna
1794 og Í verum, sögu Theó-
dórs Friðrikssonar.
aranna, þótt ekki tækist
þeim að klippa á togvíra.
Mikil þoka hefur verið á
þessum slóðum og í fyrra-
dag lentu tveir brezkir tog-
arar í árekstri. Kom gat á
annan þeirra.
Að sögn talsmanns Landhelgis-
gæzlunnar, þá var það um kl.
18.53 í fyrrakvöld, sem Týr kom
að togarahópi austur af
Bjarnarey. Stuttu síðar tókst
varðskipinu að klippa á forvir
Northern Gift GY—704 og kl.
19.30 klippti varðskipið á báða
togvíra Benella H—132. Síðan var
það um kl. 21, að Týr kom að Artic
FORDUMBOÐIÐ Sveinn Egilsson
h.f. hélt upp á 50 ára afmæli sitt á
sumardaginn fyrsta með því að
nokkrum gestum var boðið i nýtt
skrifstofuhúsnæði, sem tekið hef-
ur verið f notkun í Skeifunni 17 f
Reykjavík, en þar hefur starf-
semi fyrirtækisins verið til húsa
sfðustu 8 ár.
I tilefni afmælisins komu hing-
að til lands fjórir fulltrúar Ford
Motor Company, A1 Bass, Georg
Beach, Pedro Kraus og Horst
Hoyler. Afhentu þeir við þetta
tækifæri Þóri Jónssyni, fram-
kvæmdastjóra Sveins Egilssonar
h.f., sérstakan skjöld frá-Henry
Ford II, en á skildinum þakkar
Vandall H—344, sem var að hífa
vörpuna. Náði varðskipið að rífa
alla vörpu togarans. Um svipað
leyti komu tvær freigátur og einn
dráttarbátur á vettvang og
reyndu að þjarma að varðskipinu
án árangurs. Togararnir hættu
allir að toga og í allan gærdag
voru þeir lítið að veiðum.
Undan Austurlandi er nú mikil
þoka og vita skipstjórar togar-
anna ekki hvað er togari, dráttar-
bátur eða herskip á ratsjám sín-
um. Því þora þeir vart að dífa
trolli í sjó. Herskipin reyndu þó
að fylgjast með varðskipunum, en
missa oft af þeim.
Eins og fyrr segir voru 53
brezkir togarar við landið í gær-
Ford, sem nú er stjórnarformaður
FMC, dygga þjónustu fyrirtækis-
ins við Ford-eigendur i 50 ár.
Með tilkomu hins nýja skrif-
stofuhúss hefur verið opnað 600
fermetra sýningarsalur í kjallara
þess, en á jarðhæð hússins er
varahlutaverzlun fyrirtækisins.
Auk Ford-umboðsins eru tvö ná-
tengd fyrirtæki til húsa í Skeif-
unni 17, Þ. Jónsson & Co og Bíla-
ryðvörn h.f. Stærð húsnæðisins í
Skeifunni 17 er samtals 5.600 fer-
metrar.
Þess má og geta að á síðasta ári
sameinuðust tvö Fordumboð í
eitt, er Kr. Kristjánsson gekk til
liðs við Svein Egilsson h.f.
landið
togara
morgun, 2 voru á leið til Bret-
lands og 1 til Færeyja í viðgerð.
Þá voru 16 v-þýzkir togarar við
landið, 3 færeyskir og 3 belgískir.
Eins og fyrr segir þá lentu tveir
togarar í árekstri í þokunni. Voru
það Boston Halifax og Boston
explorer. Varð annar þeirra að
leita hafna vegna leka.
GUNNAR Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Sinfóníuhljóm-
sveitar Islands, lézt á sjúkrahúsi I
Reykjavík f fyrrinótt eftir all-
langa sjúkralegp-nýorðinn 64 ára.
Gunnar var fæddur f Reykjavík
25. marz 1912, sonur hjónanna
Guðmundar H. Guðnasonar gull-
smiðs og Nikólfnu H. Sigurðar-
dóttur.
Gunnar var í fyrsta árgangin-
um, sem útskrifaðist frá Laugar-
vatnsskóla. Síðan stundaði hann
HAUKUR Angantýsson bar sigur
úr býtum f landsliðsflokki Skák-
þings Islands, sem lauk á sumar-
daginn fyrsta. Hlaut Haukur þar
með nafnbótina Skákmeistari
Islands 1976, en hann hefur ekki
áður hlotið þá nafnbót þó hann
hafi um margra ára skeið verið f
hópi öflugustu skákmanna lands-
ins. Haukur háði harða baráttu
við Helga Olafsson um titilinn.
Voru þeir jafnir fyrir sfðustu um
ferðina, en f henni tapaði Helgi
óvænt fyrir Haraldi Haraldssyni
á sama tfma og Haukur vann skák
sfna gegn Jónasi P. Erlingssyni.
Hlaut Haukur 9 vinninga af 11
mögulegum en Helgi hlaut 8
vinninga.
Sigur Hauks Angantýssonar í
skákinni við Jónas P. Erlingsson
var sannfærandi. Aftur á móti var
skák Helga og Haralds tvísýn.
Skömmu áður en skákin fór í bið
fórnaði Helgi manni þannig að
hann fékk hrók fyrir tvo létta
menn. Þegar biðskákin var tefld
fann Helgi ekki vinningsleið og
svo fór að hann tapaði skákinni og
þar með titlinum. önnur úrslit f
11. og síðustu umferðinni urðu
þau að Margeir Pétursson vann
Þóri Ólafsson, Júlíus Friðjónsson
vann Björn Þorsteinsson, Ásgeir
Þ. Arnason vann Gylfa Þórhalls-
son en jafntefli varð hjá Ingvari
Asmundssyni og Braga Halldórs-
syni. 1 10. umferðinni urðu úrslit
þau, að Helgi vann Braga, Haukur
vann Þóri, Björn vann. Ásgeir,
Haraldur vann Jónas en jafntefli
Gunnar Guðmundsson
verzlunarnám í London um skeið
og vann að verzlunarstörfum eftir
að hann kom heim, eða allt þang-
að til að hann var ráðinn fram-
kvæmdastjóri Sinfóníuhljóm-
sveitar islands árið 1963.
Gunnar tók alia tíð mikinn þátt
í tónlistarlífi, söng i mörg ár með
Karlakórnum Fóstbræðrum. Þá
sá hann um þáttin Hljómplötu-
safnið í útvarpi.
Gunnar var kvæntur Kristínu
Matthíasdóttur og eiga þau tvö
uppkomin börn.
varð hjá Margeiri og Júlíusi, Ing-
vari og Gylfa.
Sem fyrr segir hlaut Haukur 9
vinninga, Helgi 8 vinninga,
Ingvar 7 vinninga en 6 vinninga
hlutu Margeir, Júlíus og Björn.
Þrfr fyrstnefndu skákmennirnir
skipa landslið íslands en um
fjórða landsliðssætið verða þrír
síðastnefndu skákmennirnir að
heyja einvígi.
í áskorendaflokki urðu Jón Þor-
steinsson og Gunnar Gunnarsson
efstir og jafnir með 8 vinninga af
Framhald á bís. 19.
F élagsmálanám-
skeið á Bolungar-
vik og á ísafirði
DAGANA 29. aprfl til 2. maf n.k.
munu Landssamband sjálfstæðis-
kvenna og Samband ungra sjálf-
stæðismanna f samráði við sjálf-
stæðisfélögin á tsafirði og f
Bolungarvfk efna til félagsmála-
námskeiða.
Námskeiðin hefjast kl. 20.30 á
fimmtudag og föstudag og kl. 14 á
laugardag. Auk almennra félags-
starfa verður leiðbeint í ræðu-
mennsku, fundarsköpum og
fundarstjórn. Leiðbeinendur
verða Friðrik Sóphusson, Fríða
Proppé og Ernir Ingason.
Þátttaka tilkynnist Mariu
Haraldsdóttur í Bolungarvík og
skrifstofu Vesturlands á tsafirði.
Námskeiðin verða öllum opin.
300 þúsunda við-
bótarlaun fyrir
fimm síðna kver
FIMMTÁN rithöfundar hafa
skrifað Vilhjálmi Hjálmars-
syni menntamálaráðherra bréf
þar sem þeir mótmæla 300.000
króna viðhótarritlaunum, sem
Dagur Sigurðarson hefur hlotið
fyrir fimm blaðsfðna pésa, sem
hann samdi á árinu 1974. Að
auki fara bréfritarar þess á leit
við ráðherra, að hann hlutist til
um, að formaður úthlutunar-
nefndarinnar, Sveinn Skorri
Höskuldsson prófessor, gefi op-
inbera skýringu á ástæðum fyr-
ir veitingunni.
Bréfið er svohljóðandi:
Hr. Vilhjálmur Hjálmarsson,
menntamálaráðherra.
Menntamálaráðuneytinu,
Reykjavík.
Við undirrituð mótmælum
þeirri ósvinnu, að úthlutunar-
nefnd viðbótarritlauna, að und-
anskildum Bergi Guðnasyni,
Framhald á bls. 19.
A1 Bass, fulltrúi Ford Motor Company, afhendir Þóri Jónssyni fram-
kvæmdastjóra Sveins Egilssonar h.f. veggskjöldinn með undirritun
Henry Ford II. — Myndin er tekin f afmælishófinu á sumardaginn
fyrsta.
Sveinn Egilsson hf. 50 ára:
Fengu kveðjur
frá Henry Ford
Gunnar Guðmunds-
son látinn
Haukur Angantýsson
Skákmeistari íslands