Alþýðublaðið - 18.08.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.08.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Afgreiðsla Islaðsins er í Alþýðuhúsinu við lagóifsstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað æða í Gutenberg í síðasta lagi ki. 10, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Hvers vegna? Hvers vegna hefir íslandsbanki til þess unnið, að hann væri Iagð- ur niður, og Landsbankinn láta taka við seðlaútgáfuréttinum og viðskiftum bankansf í fyrsta iagi af því, að hann hefir margbrotið af sér öll lög, bæði með því sem einu nafni er nefnt „gullmálið" (hann hefir að- eins 3/4 miijón í gulli til trygging- ar á annan tug miljóna í seðlutn) og í öðru lagi hefir hann einnig brotið af sér öll lög með því að vera ófær til þess að „yfirfæra“ peninga til útlanda, sem hann, eins og eðlilegt er, er skyldugur til að lögum. Hvers vegna er rétt að taka seðlaútgáfuréttinn af íslandsbanka? Það er rétt að gera það afþví, að íslandsbanki, með því að iána Fiskhringnum þriðjung af veltufé sínu (sem er sama og sparifé al- mennings), hefir skapað peninga- kreppu þá sem nú er. Og ofan á þetta bætist, að bankinn hefir með því að auglýsa erlendis óinnleys- anleik seðla sinna, komið slíku óorði á peningamál íslendinga, að óséð er ennþá hvenær lánstraust landsinanua erlendis bíður þess bætur. Þetta tiltæki, að auglýsa seðlana var algerlega óþarft, og sannar eitt af tvennu, að banka- stjórnin hafi gert það til þess að spilla lánstraustj íslands erlendis, eða þá að hún hefir lítið meira vit á fjármálunum en fjósamaður uppi í sveit. Hvers vegna er nauðsynlegt að Landsbankinn sé látinn taka við ísiandsbanka? Meðal annars af því, að ekki dugar að eiga það á hættu, að íslandsbanki, í þeirri kreppu sem hann er í, fari nú á næst- nnni að ganga að viðskiftamönn- um sínum, tii skaða fyrir viðskifta- Iffið í heild sinni, en aðeins tii gagns fyrir hluthafa bankans, og kannske ekki einu sinni það, því hver veit hvað þeir finna upp á þegar þeir eru orðnir „nervösir" sem hafa fjármálavit á borð við fjósamenn í sveit. Mjólkin. Öllum hugsandi mönnum er það áhyggjuefni, hve mjólk er hér dýr, og dylst engum, að eitt- hvað verður að hafast að til þess, að reyna að lækka verðið, svo almenningi sé þó, að minsta kosti, fært að kaupa mjólk handa börn- unum. Fyrir stríðið kostaði mjólk, ef eg man rétt, 22 aura líterinn, nú kostar hún 100 aura Uterinn. Verðið nærri fimmfaldast. Mörg- um er spurn, er þetta nauðsynleg, er hér ekki um okur að ræða, er ekki Mjólkurfélagið að nota sér neyð manna? Því er ekki auðsvarað. Kúga- eigendur bera því við, að skepnu- höld séu ill, heyskapur rír vegna kals í túnum, hagar ómögulegir, maís og annað útlent fóður hafi stígið í verði o. s. frv. í fáum orðum búskapurinn er í megnasta ólagi og ekkert vit í honum eins og hann nú er rekinn. Ekki vegna þeirra sem reka hann, heldur vegna búskaparlagsins. Hér er alt of mikið hokur á ferðinni, að því er virðist, og verður ekki á annan hátt betur úr því bætt, en að bærinn sjálfur taki að sér mjólkurframleiðsluna að einhverju eða öllu leyti. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að bærinn á nóg landrými og handhægt til þess að reka stórt kúabú. Auðvitað kostaði það allmikla fyrirhöfn og peninga, en þegar frá liði mundi það sann- ast, að búskapur í stórum stíl mundi borga sig miklu betur, en eins og hann nú er rekinn, jafn- vel þó ekkert mætti að honum finna nú. Auðvitað yrði að ráða dugleg- ann ráðsmann og áhugasamann til þessa verks, sem hefði næga þekkingu og vilja til þess að reka búið dyggilega. Og hann yrði að ; hafa tiltölulégá óbundnar hendur. En fyrsta sporið í rétta átt er það, að bæjarstjórnin taki þetta mál þegar til athugunar og skipi nefnd dugandi manna í það. Sam- vinna ætti að nást við Mjólleur- félag Reykjavíkur. Og skil eg ekki annað en það sé fúst til- þess að gefa upplýsingar og skýrslur um reynslu sfna, því eftir þvf er sumir félagar þess hafa látið sér um munn fara, er þeim ekkert kærara en það, að bærinn taki við búskapnum. Hafa jafnvel trú á, að það blessaðist betur. Ef að venju lætur, mun langur tími líða unz þessu verður komið iríkring, jafnvel þó því vérðíSvel tekið samstundis. Því væri langt að býða eftir því, að mjólkin lækkaði í verði og sé jjeg ekki annað ráð til þess, að ungbörn verði ekki hungurmorða, en að bærinn taki upp það ráð, að kaupa mjólk og selja hana eftir seðlum undir verði. Auðvitað liggur það í hlutarins eðli, að rannsaka þyrfti nákvæm- lega áður, en slíkt spor væri stigið og hvort sem er, hvort verð Mjólkurfélagsins er ekki of hátt, hvort ekki væri hægt að selja mjólkina ódýrari. í bæum út um land er hún helmingi ódýrari, eða meira en það.| Og má f sjálfu sér merkilegt heita, ef búskapurinn er það dýrari hér en annarsstaðar. Skyldi ekki orsökin vera einhver önnur ? I. J. 0m daoimuig Tegrnn. ICveibja ber á hjólreiða- og bifreiðaljóskerum eigi slðar en kl. 9 í kvöld. Yavfærinn náUngi. Tveir menn voru að tala saman og var annar þeirra með sparisjóðsbók í hönd- unum, sem hann sagðist eiga í' 83 aura, og var óráðinn í hvort hann ætti að taka það út eða ekki. Þá segir hinn strax: >Taktu það út ef það er í eystri bank- anum.« Iínattspyrnu háði U. M. F'r Akureyrar nýlega við skipsmenn al tveimur enskum skipum sigraði þá með 9 : i. Aðgangur að leíkjunum kostaði 15 aur3'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.