Alþýðublaðið - 18.08.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.08.1920, Blaðsíða 1
€refið út af Alþýðuflokkiium. 1920 Miðvikudaginn 18. ágúst. 187. tölubl. Bankastj ór agreinin í Morgunblaðinu. II kafli (síðari). Bankastjórnin segir það hrein og bein ósannindi. að hún hafi aeitað að „yfirfæra" fé fyrir póst- sjóð. En liklegast er hentii bezt að tala sem minst um þetta, því. það etu óhrakin sannindi, að það stóð á því í þó nokkra daga, að fá „yfirfært" fé fyrir póststjórnina, þó nú sé í bili kornið lag á þetta. Hafi ekki staðið á því hjá íslands- banka að „yfiríæra" fé fyrir póst- stjórnina, skorar Alþbl. á banka- stjórnina að sanna það með vott- orðum, en þangað til það verður, og það mun verða seint, mun um- sögn Alþbl., sem er eftir upplýs- 'ingum er það fékk á póstmála- skrifstofunni, standa sem óhrakinn sannleikur. Það mun hafa lítil á'hrif á al- raenning, þó bankastjórnin lýsi því yfir að hún ?é ekki f vasa hr. Coplands og félaga hans. Banka- stjórnin segir: „Inn í bankann hefir hver peningur verið greiddur af fyrnefndum kaupmanni [Copland] og félögum hans, jafnskjótt og andvirði fisksins hefir verið greitt á Spáni." Menn beri þetta nú saman við o*"ð Bjarna frá Vogi í „skýrslunni", Þar kemur greinilega í ljós, að það er svo langt frá því, sem framast oiá vera, að bankastjórnin hafi tekið sér nokkur ráð um það, hvenær selja skyldi fiskinn, því *þegar henni,« segir Bjarni, »var lióst, að í óefni nokkurt var kom- þá hefði eigi verið fært að g^nga j,art að, sökum hagsmuna altnennings eða atvinnuvegarins,* (Takið eftir: ekki sökum hagsmuna iiskhringsrnannanna, heldur hags niuna almennings!). Með þessum orðum, sem Bjarni hefir eftir bankastjórninni, er fengin full við- nrkenning fyrir því, að þegar hankastjórnin hafði séð að í óefni . var komið, þá hafði hún alveg gefið frá sér að hafa áhrif á fisk- söluna, og þar með farið ofan í vasa Coplands, en áður hafði hún »ýtt fastlega undir söluna,« að eigin sögn, samkvæmt orðum Bjarna. En hvað sv* um fullyrðingu bankastjórnarinnar um að »hver peningur« sem fiskhringurinn hafi fengið inn á Spáni, hafi jafnótt runnið inn í bankann? Hvernig getur bankastjórnin vitað um »hvern pening,« sem kemur inn fyrir fiskinn, þar sem hún hefir engann umráðarétt yfir honum? Því er fljótsvarað: Hún getur alls eigi um »hvern pening« vitað, og staðhæfing bankastjórnarinnar er staðhæfing út í loftið, annað- hvort af ófyrirgefanlegri fljótfærni gerð, eða þá til þess að blekkja almenning. En þetta lýsir undir öllum kringumstæðum svo óvönd- uðum hugsunarhætti, að ófær er fyrir bankastjórn, sem gerir kröfu til þess að njóta trausts almenn- ings. Þó það skifti engu máli hér, hvað mikið það var, sem tapaðist á síldinni, er þó rétt að drepa á það, til þess að sína enn ger hve óvönduð bankastjórnin er í hugs- unarhætti, eða þá hve illa hún er að sér um atvinnumál Iandsins. Alþbl. hefir áður talið það vera 6 milj. kr. sem tapaðist (það hafa margir talið of hátt áætlað), en bankastjórnin segir 7—p miljónir, líklegast af því hún heldur að þetta bæti eitthvað málstað henn- ar, að hafa lánað nokkrum fáum fiskkaupmönnum þriðjung af veltu- fé bankans, með þeim árangri sem nú er kunnur. Bankastjórnin þykist ekki kann- ast við það, að landið hafi beðið tjón við það, að bankinn hafi sagt upp lánum hér á árunum, en þeir sem urðu fyrir stórtjóni af þvf eru að líkindum ekki búnir að gleyma því. En bankastjórninní til minnis má geta þess, að þá stóð að sumu Ieyti líkt á og nú. Bankinn hafði lánað einu firma alt of mikið af veltufé sínu, eins og bankinn hefir Iánað fiskhringn- nm alt of mikið nú. Lauk svo því tfmabili í sögu bankans, sem hér er um rætt, að útlendi banka- stjórinn, sem þá var, hröklaðist úr bankastjórastöðunni, og þykír mörgum sennilegt að sagan end- urtaki sig bráðlega að því leyti. Khöfn 17. ágúst. Til London berst sá orðrómur, að allir stjórnmálasendimenn séu farnir burtu úr Varsjá, nema danskt og ítalski sendiherrann. Ennþá vantar tilkynningar um það, að ráðstefnan í Minsk sé byrjuð. Símað er frá Berlín, að Fóllandi hafi verið úthlutað báðum bökk- um Weichselfljótsins. Þjóðverjar mótmæla þessari ráðstöfun. Sfmað frá Varsjá, að gagná- hlaup Pólverja í Bugdalnum séu þeim hagstæð. Minningar frá »Lnsitanin«. Merkilegur fundur er nýlega uppgötvaður í Norður-Ameríku. Á Delawarafljótinu við Philadelfiu fanst björgunarhringur merktur „Lusitania" og var ailmikið af Ijósu hári fast við hann. „Lusi- tania* var kafskotia 7. maí 1915 við „Old Head of Kiersale" á írlandi, en þaðan eru 3000 mflur til Delawaraárinnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.