Morgunblaðið - 24.06.1976, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.06.1976, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JUNÍ 1976 Fjármálaráðherra Norska skemmti- Kuwait í heimsókn fjord í Rvíkurhöfn NORSKA skejnmtiferðaskipið Vistafjord, sem er f eigu Norsk-amerísku línunnar, hafði viðkomu í Reykjavíkurhöfn í gær. I áhöfn skipsins eru um 350 manns og farþegar I þessari ferð voru 530, en mest getur skipið tekið 540—550 farþega. Það má til tfðinda telja, að meðal farþega, sem aðallega voru Þjóðverjar og Englendingar, var fjármálaráðherra Kuwait ásamt konu sinni, dætr- um, bróður og öðru fylgdarliði. Mestur hluti farþeganna fór í skoðunarferð að Gullfossi og Geysi, en aðrir fóru í bæjarferð. Að sögn Péturs Más Helgasonar, skrifstofu- stjóra Ferðaskrifstofunnar Urvals, voru far- þegarnir ánægðir með komuna hingað og létu bara vel yfir veðrinu, sem var að mestu leyti þurrt og sólin lét meira að segja sjá sig við Gullfoss og Geysi. Þetta skip mun koma hingað til lands tvisvar aftur í sumar og einnig mun skemmtiferðaskipið Sagafjord koma hingað einu sinni. — Morðið á Kennedy Framhald af bls. 1 komu ókunns farþega sem fór um borð í vélina án þess að fara gegn- um tolleftirlit; í þriðja Iagi ,,ein- kennilegt ferðalag" „kúbansks Ameríkana" sem ákveðinn heim- ildarmaður hafði tjáð FBI að hefði verið viðriðinn morðið á Kennedy og gæti hafa staðið í sambandi við Oswald. Richard Schweiker öldunga- deildarþingmaður sem stjórnaði rannsókn nefndarinnar sagði í kvöld að önnur „athugunarverð atriði" hefðu ekki verið birt i skýrslunni til að stofna ekki hugs- anlegri rannsókn i hættu. Hann sakaði FBI og CIA um „yfirhylm- ingu“ og sagði að engin ástæða væri jengur til að trúa á þá mynd sem Warrennefndin gæfi af morðinu á Kennedy. Hins vegar sagði Frank Church, formaður nefndarinnar, aðekkihefði enn verið óyggjandi sannað að vís- vitandi hefði verið þagað yfir þessum atriðum og hann væri ekki að svo stöddu reiðubúinn til að krefjast nýrrar rannsóknar á morðinu á forsetanum. Reykjavíkurdeild R.K.Í. hefur nú fengiö nýjan sjúkra- bfl, sem ætlaóur er til neyðarsjúkraflutninga. Myndin er frá afhendingu bílsins, sem er frá sama fyrirtæki og bíllinn, sem Blaðamannafélagið gaf á sínum tíma. Kaup- verð bílsins var 4,2 milljónir, en aðflutningsgjöld voru felld niður samkv. ákvörðun fjárveitingarnefndar Alþingis. Gamalt stríð milli rann- sóknarlögreglu og dómara „ÞAÐ er svo sem ekki nýtt að rannsóknarlögreglumenn séu á öndverðum meiði við dómarana um það hvenær beita eigi skil- orðsbundnum dómum, heldur er þetta raunar áratuga fyrir- bæri, og þá jafnframt skiptar skoðanir um það meðal lög- fræðinga," sagði Baldur Möll- er, ráðureytisstjóri I dóms- málaráðuni ytinu, þegar borin var undir hann frétt Morgun- blaðsins í gær, þar sem haft var eftir rannsóknarlögreglu- manni, að hann og starfsfélagar hans væru orðnir þreyttir á að vinna mál I ruslakörfuna, eins og hann orðaði það, og gat í því sambandi um ungan sfbrota- mann sem hefði 36 afbrotamál að baki en hefði aldrei verið látinn taka út refsingu vegna þess að þeir dómar sem hann hefði hlotið væru allir skilorðs- bundnir. Einnig bar Mbl. þessi um- mæli rannsóknarlögreglu- mannsins undir Halldór Þor- björnsson yfirsakadómara, en hann vildi ekkert láta hafa eftir sér um þau atriði sem fram komu í fréttinni. Baldur sagði, að það væri hlutverk dómaranna að dæma og síðan saksóknara að ákveða hvort hann tekji ástæðu til að áfrýja, sem honum er alltaf heimilt. Dómsmálaráðuneytíð kæmi þannig ekkert inn í þessa mynd í raun og veru. Hann kvaðst hins vegar eiga auðvelt með að skilja afstöðu rannsókn- arlögreglumanna, sem væru i fremstu víglínu að eltast við þessa pörupilta og að þeim þætti þeir fá lítil viðbrögð. Hins vegar væri það jafnan matsat- riði hvernig , refsiákvæðum væri beitt og yrði þá að taka tillit til eðli afbrota og að ein- hverju leyti aldurs afbrota- mannanna. Þetta væri sem sagt gamalt stríð, því að um þetta hefði þessa aðila greint um ára- bil. 14 BSRB-félög flytja mál sín fyrir kjaranefnd UM ÞESSAR mundir eru 14 að- ildarfélög BSRB að flytja mál sfn fyrir kjaranefnd en eitt félag hef- ur þegar samið við rfkisvaldið, þ.e. Landssamband framhalds- skólakennara. Að sögn Haralds Steinþórsson- ar, framkvæmdastjóra BSRB, á kjaranefnd að hafa skilað úr- skurði sfnum f þessum málum fyrir nánaðamót en ekki er talið óhugsandi að veita verði einhvern frest fram f júlf, þar eð af hálfu - BSRB manna er þvf haldið fram að málið hafi verið illa undirbúið af rfkinu og einhverjar betrum- bætur þurfi að gera, sem tefja muni gang málsins. Haraldur var spurður að því hvort búið væri að meta hversu mikið þær sérkröfur vægju hjá þeim félögum er þegar hefðu samið og hvort þær væru þá f kringum 1.8% sem samninga- menn ríkisins segja að sé viðmið- unin. Haraldur svaraði því til, að hanri teldi að samningar bæði menntaskólakennari og fram- haldsskólakennara gæfu mun meiri kauphækkun en þessari við- miðun næmi, en kvað það hins vegar ekki hafa verið reiknað út hversu háir þeir samningar raun- verulega væru. Sömu sögu væri raunar að segja um samninga við starfsmenn ríkisverksmiðjanna. Kvað hann þessa samninga verða tekna til hliðsjónar að einhverju leyti i kjaranefnd áður en hún felldi úrskurð sinn. Þorsteinn Bjarnason fyrrum Verzlunar- skólakennari látinn ÞORSTEINN Bjarnason, fyrrum bókfærslukennari f Verzlunar- skóla tslands, er látinn. Hann var 82 ára að aldri. Þorsteinn fæddist í Keflavík 1894 og voru foreldrar hans Niciai Bjarnason verzlunarstjóri og kona hans Anna Thorsteins- Olíuleit til umræðu hjá ríkisstjórn RtKISSTJÓRNIN ræðir nú og hefur til afgreiðslu hvernig hátta skuli leyfisveitingum til olfuleit- ar út af norðausturströnd tslands, en ýmis erlend fyrirtæki munu hafa sýnt áhuga á slíkri leit. Um skeið hefur samstarfsnefnd nokkurra ráðuneyta unnið að athugun þessa máls, og hefur nefndin nú skilað gögnum og kynnt málið frekar fyrir ríkis- stjórninni. Ekkert hefur á hinn bóginn verið látið uppi um niður- stöður nefndarinnar og hvaða leið hún leggur til að verði farin. son. Þorsteinn stundaði nám í verzlunarskóla i Danmörku 1908—11 og stundaði jafnframt verzlunarstörf þar með náminu. Að loknu námi varð hann starfs- maður á skrifstofu Sameinaða gufuskipafélagsins og síðar hjá Slippfélaginu. Hann varð kennari f bókfærslu við Verzlunarskóla Is- lands 1931 og gegndi því starfi til 1966, jafnframt þvi sem hann stundaði endurskoðun og bókhald fyrir ýmis fyrirtæki. Hann ritaði fjölda kennslubóka í bókfærslu. Hildur Hákonar- dóttir skólastjóri Myndlistar- og handíðaskólans MENNTAMALARAÐHERRA hefur nú sett Hildi Hákonardótt- ur listvefara sem skólastjóra Myndlistar- og handfðaskólans f eitt ár. Hörður Ágústsson hefur óskað eftir því að verða leystur frá störfum og ráðherra orðið við ósk hans. Hildur gegndi störfum skólastjóra f f jarvist Harðar sl. ár. Enska útgáfan af Skjaldhömrum sýnd í Iðnó í næstu viku LEIKFLOKKURINN sem sýndi Skjaldhamra Jónasar Arnasonar, eða Shieldhead eins og það nefn- ist f enskri þýðingu Alan Bouchers, á leiklistarhátfð f Dundalk á trlandi f sfðasta mán- uði, mun sýna leikritið þrisvar f Iðnó f næstu viku — á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Hefj- ast allar sýningarnar kl. 8.30 eins og venja er f Iðnó. I aðalhlutverkum eru Gunnar Eyjólfsson, sem leikur vitavörð- inn og Jónína Ólafsdóttir, sem leikur liðsforingjann, Árni Ibsen leikur njósnarann, Ingibjörg As- geirsdóttir leikur systur vitavarð- Framhald á bls. 20 Gunnar Eyjólfsson og Jónfna Olafsdóttír f hlutverkum sfnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.