Morgunblaðið - 24.06.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.06.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JUNl 1976 13 0 ÞAR sem Jimmy Carter er talinn öruggur um a8 verða tilnefndur forsetaefni demó- krata og skoðanakannanir gefa til kynna að hann hafi meira fylgi en Ford forseti og Ronald Reagan beinist áhugi manna i Bandaríkjunum meir og meir að því hvern hann velur fyrir varaforsetaefni. Sex af 14 varaforsetum Bandarikjanna ð þessari öld hafa orðið forsetar, en þó hefur val þeirra oftast verið handahófskennt og þeir hafa verið taldir misjafnlega hæf- ir, til dæmis Spiro Agnew. Nú er sagt að Carter ætli að vanda valið og fá úr þvi skor- ið með skoðanakönnun hvern af 14 mönnum, sem hann telur koma til greina, banda- ríska þjóðin vilji helzt, en það er algert nýmæli. Carter er Suð- urrikjamaður og varaforsetaefnið þarf að vera full- trúi annars lands- hluta eða annarra skoðana-, hags- muna eða þjóðfé- lagshópa til að tryggja „jafn- vægi." Það sýna þau 14 nöfn, sem sagt er að Carter sé að velta fyrir sér: Tom Bradley, borgarstjóri i Los Angeles, er blökkumaður, Þingkonan Bar- bara Jordan frá Texas er einnig þeldökk og full- trúi kvenþjóðar- innar, Adlai Stevenson öld- ungadeildarmað- ur frá lllinois er frá Norðurrikjun- um og nýtur auk þess stuðnings Mondale Richard Daly, borgarstjóra Chi- cago, Birch Bayh öldungadeildar- maður frá Indiana er frjálslyndur og Cranston öld- ungadeildarmað- ur frá Kaliforníu og Church frá Idaho eru frá vesturrikjunum. Peter Rodino þingmaður frá New Jersey gæti losað þjóðina við minningarnar um Watergate þar sem hann var formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar (um hann er einnig rætt sem dómsmálaráðherra) o.sv.frv. Aðrir, sem sagt er að Carter hafi i huga, eru geimfarinn fyrrverandi, John Glenn öld- Stevenson Muskie Church Jimm.v Carter virðist hafa tekizt að sameina demókrata um framboð sitt og leitar nú að varaforsetaefni. ungadeildarmaður frá Ohio, Edward Kennedy öldunga- deildarmaður, sem virðist hafa nokkurn áhuga á starf- inu, rikisstjórarnir Hugh Carey frá New York, Michael Dukakis frá Massachusetts og Wendell Anderson frá Minnesota og öldungadeild- armennirnir Edmund Muskie frá Maine og Walter Mondale frá Minnesota. Siðan hafa aðrir látið i Ijós áhuga á varaforsetaframboði auk þeirra 14 sem Carter hugleiðir og hér hafa verið taldir. Þeirra á meðal eru Henry Jackson öldungadeild- armaður, John Gilligan, fyrr- verandi rikisstjóri i Ohio, og borgarstjórinn i Pittsburg. Pete Flaherty, sem hefur vak- ið athygli. Þrir eru taldir liklegastir: öldungadeildarmennirnir Mondale, Muskie og Church. sem allir virðast traustir, heið- arlegir og mætir menn og þeir eiginleikar skipta miklu máli á þessu kosningaári. Hins vegar gæti Mondale virzt of frjálslyndur, Muskie of mikill hrakfallabálkur vegna fyrri ósigra og Church of leiðinlegur. Gert er ráð fyrir að ferill allra þeirra, sem til greina koma. verði rækilega rann- sakaður, jafnvel með stuðn- ingi blaða og FBI, áður en Carter velur varaforsetaefni sitt — og það hefur heldur ekki verið gert áður. -v—. -VV—J POLAND vr-. ■SiOVAKIN. ►BudapesU HUNGARY Belgradei Bucharest • YUGOSLAVIA > BULGARIA Sofia . Ceusescu • OVÆNT hreins- un hefur verið gerð í rúmensku stjórn- inni og nokkrir ráð- herrar settir af, þar á meðal landvarna- ráðherrann, Ion Ioanita hers- höfðingi. Breyting- arnar virðast sýna að völd Nicolae Ceusescu forseta hafi enn aukizt og hann eigi stöðugt erfiðara með að þola gagnrýni á stefnu sína. Ioanita hershöfðingi var einn þeirra manna, sem hjálþuðu Ceusescu að komast til valda 1965 og hefur verið landvarnaráð- herra síðan. Eftirmaður hans er forseti herráðsins, Ion Coman hershöfðingi. Hinir valdamennirnir, sem voru settir af, voru Paul Niculescu-Mizil menntamálaráð- herra, sem eitt sinn var þriðji valdamesti maður flokksins, Radu Paun heilbrigðis- málaráðherra og Gheorghe Cioara, aðal- ritari kommúnistaflokksins í Búkarest. Eftirmennirnir eru sagðir tryggir flokks- menn. Nicolae Niculescu var skipaður heil- brigðismálaráðherra og Suzana Gadea, vararektor verkfræðiháskólans i Búkarest, var skipuð menntamálaráðherra en ekki var tilkynnt hver tæki við af Cioara. Breytingarnar fylgja í kjölfar víðtækra hreinsana i menningar- og áróðursstofnun- um. Blaðamenn virðast einkum hafa orðið fyrir barðinu á þessum hreinsunum og blaðamannafélagið hefur verið lagt niður en í þess stað myndað svokallað blaða- mennsku- og útgáfuráð sem verður aðili að prentarafélaginu. Niculescu-Mizil, Cioara og Ioanita halda sætum sínum í framkvæmdaráði flokks- ins, en búizt er við að þeim verði vikið úr því svo lítið beri á. Þeir hafa fengið ný heiðursstörf og þar með er talið að reynt sé að láta lita út fyrir að klofningur hafi ekki komið upp i valdaforystunni. Niculescu- Mizil var skipaður formaður neytendaráðs- ins, en Ioanita og Cioara aðstoðarforsætis- ráðherrar án þess að verkefni þeirra væru tilgreind. Nú eru níu aðstoðarforsætisráð- herrar. Opinberlega var sagt að breytingarnar ættu að bæta vinnuskipulagningu stjórnar- innar. Þó er bent á að ekkert lát hafi orðið á skorti á brýnustu nauðsynjavöru, áhuga- leysi verkamanna og almennri óánægju með stefnu Ceusescus innanlands. Þessarar óánægju mun einnig gæta á æðstu stöðum og hún beinist einkum gegn þeim ásetningi Ceusescus að hraða iðn- væðingu á kostnað neytenda og að taka sér meiri og meiri völd. Breytingarnar hafa það í för með sér að fækkað hefur valdamönn- um, sem geta látið I ljósi aðrar skoðanir en þær sem Ceusescu hefur. uð sem hugsanlegt skotmark og hvað eftir annað sent njósnara til þessara landa til að standa fyrir undirróðri og skemmdarverkum. Utþensla Sovétríkjanna er alvar- leg ógnun við sjálfstæði og öryggi Norðurlanda. Sovézku endurskoð- unarsinnarnir hafa lengi ágirnzt tsland vegna mikilvægrar legu landsins. Fréttir i vestrænum blöðum hafa getið þess að „Atlantshafsvarnarlína" Sovét- ríkjanna hafi verið færð til Græn- lands, Islands, Færeyja og Skot- lans og nái æ lengra inn á Atlants- hafs — bæði ofansjávar og neðan. Framkoma Moskvustjórnarinnar í deilu Breta og tslendinga af- hjúpar einmitt löngun þeirra í Island og hún hefur í hyggju að auka útþenslu sína á þessu svæði. Andspænis ógn þeirri sem stafar af hinum metnaðarfullu sovézku endurskoðunarsinnum, hafa rikisstjórnir og þjóðir Vestur-Evrópu gert sér ljósar enn greinilegar en fyrr þörfina á aukinni árvekni og styrkari sam- stöðu. Sagan kennir þeim að sam- staða er styrkur en sundrung ofurselur þær yfirgangi. Hvers konar ósamkomulag og deilur sem skilja þær að er unnt að leysa á réttan hátt með viðræðum sem byggjast á gagnkvæmri virðingu, jafnrétti og gagnkvæmum hags- munum. Slik lausn leiðir til sam- einaðra aðgerða gegn sameigin- legum óvini. Á síðustu árum hafa vestur-evrópsk lönd komið saman til að skapa virki gegn yfirráða- stefnu stórvelda, einkum gegn ógnun sovézkrar hernaðarút- þenslu. Slík þróun er algjört grundvallarskilyrði fyrir tryggingu sjálfstæðis þeirra og öryggis. Bætt samband Breta og tslendinga er sannarlega fagnaðarefni að þessu leyti segir að lokum í leiðara Dagblaðs alþýðunnar. OFFSETFJÖLRITUNAR- STOFA Til sölu offsetfjölritunarstofa. Offsetfjölritari, stenslagerðarvél, rafari, pappírsskurðarhnífur o.fl. Tilvalið fyrir þá sem vilja stofna eigin atvinnu- rekstur eða fyrirtæki sem þurfa á mikilli prentun að halda. Tilboð sendist Mbl. fyrir 30.6. '76 merkt: „fjölritun — 3929". Peugeot station 7 manna árg. 1973, lítið ekinn og í mjög góðu ásigkomulagi er til sýnis og sölu. HAFRAFELL HF. GRETTISGOTU 2I SIMI 23511 SNYRTIVÖRUR EllenBeatrix -Sans Soucis - Biodroga - Juvena Phyris - Lancome - Yardley - Max Factor Pierre Robert - Endocil - Cosmea Ar-Ex ofnœmissnyrtivara Í Hórsnyrtivörur í úrvali ■P'-V...,. )'Ý \\ Íf^iM u \ Fegrunarsérfrœóingar aóstoóa vió vöruval i['Sk.v - ' X i ^HoltsapÓtek snyttivöradeild ^Langholtsvegi 84 Simi35213 sýningarsalur Tökum allar gerðir notaðra bitreiða í umboðssölu Fiat 126 árg. '74, verS 550 þús. Fiat 126 árg. '75, verS 600 þús. Fiat 125 spesial. árg. '71. verS450 þús. Fiat 125 Berlina. árg. '72. verS 580 þús. Fiat 125 P. árg. '72. VerS 450 þús. Fiat 125 P, árg. '74. verS 700 þús. Fiat 127. árg. '72. verS 400 þús. Fiat 127. árg. '73. verS 550 þús. Fiat 127, árg. '74, verS 650 þús. Fiat 128, árg. '71. verS 320 þús. Fiat 128, árg. '72, verS 460 þús. Fiat 128. árg. '73. verS 570 þús. Fiat 128. árg. '74, verS 730 þús. Fíat 128, árg. '75. verS 900 þús. Fiat 128 Rally, árg, '74, verS 800 þús. Fiat 128 Rally árg. '75. verS 950 þús. Fiat 128 Rally árg. '76. verS 1.150 þús. Fiat 132. árg. '73, verS 950 þús. Fiat 132, árg. '74, verS 1.1 millj. Fiat 132 GLS, árg. '75. verS 1.350 þús. Ford Eskord, árg '74, verS 750 þús. Toyota Carina, árg, '74, verS 1.250 þús. Datsun 180 B. árg. '72. verS 1.2 millj. Austin Mini. árg. '73. verS 480 þús. Citroen GS. 1220, árg. '74, verS 1.350 þús Lancia Beta. árg. '74, verS 1.8 millj. FIAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI Davíð Sigurðsson h.f.# SÍÐUMÚLA 35, SÍMAR 38845 — 38888

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.