Alþýðublaðið - 03.12.1930, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.12.1930, Blaðsíða 2
2 ▲ GÞ*»nBfi££nÐ Rejrbjavík nndir stjörn ihaldsíns OættDÍee fjánnálastefna. Þar sem eldingunni sló niður. Reikningur Reykjavíkurborgar fyrdr áriö 1929 er nýkominn út, og er fyrir margra hluta sakir fróölegt fyrir íbua þessa bæjar að taka hann til athugunar. Öll- um er kunnugur hinn mikli vöxt- ur bæjarins bæði um fólksfjölgun og viðgang atvinnuvega. PaÖ snætti pvi hafa verið meiri fá- dæma óstjórnin á fjármálum bæj- arins, ef eignir hans og tekjur hefðu eigi vaxið mjög á síðustu 10 árum. En undir stjórn ihalds- ins hafa framkvæmdir bæjarins, tekjuauki hans og eignavöxtur orðið mikLu minni en við hefði snétt búast. Við því hefði métt búast, að Reykjavík skuldaði nú eigi annað en lán, sem orðið hefði að taka til arðberandi fyr- irtækja og bærinn hefði eignast mikið í þeirn sem hreina eign. Hér vantar þö mikið á. Þegar sjálfstæðu bæjarfyrirtækin, vatns- veita, gasstöð, rafveita og höfn- in eru talin frá, á Reykjavikur- bær engin fyrirtæki eða eignir, sem kalla má beinlínis arðber- andi, að undanskilinni hitaveit- unni úr þvottalaugunum, sem sjálfsagt verður arðberandi fyrir- tæki, en gefur fyrst arð 1931. Af fasteignum sinum fær bærinn engan beinan arð, sem telja megi. Tekjurnar af fasteignum bæjarins voru skv. reikningi bæj- arins 1929 (Tekjur: III. liður) um 118 þús. krónur, en gjöldin af sömu eignum voru sama ár (Gjöld IV. liður 1—3) rúml. 90 þúis. kfónur og auk þess var tap- ið á rekstri á ýmis konar starf- rækslu fasteignanna sama ár um 14 þús. krónur. Auk þess eru ein- hverjar lítilfjöriegar tekjueftir- stöðvar af fasteignum frá 1928. Engar aðrar eignir bæjarins (að frátöldum sjálfstæðu fyrirtækjun- um, sem eru hér alt af undan- skilin) gefa verulegan beinan arð. Meiri hlutinn af eignum bæjarins, sem eru taldar 9V2 milljón í reikningunum, gefa aldrei bein- an arð, en eru nauðsynlegar hverju bæjarfélagi, svo sem t. d. barnaskólarnir, slökkvistöðin, malbikaðar götur, holræsi, skemtigarðar 0. s. frv. Malbikað- ar götur og holræsi eru t. d. upp- færðar sem eign með 1330 þús. krónum. Skólabyggingar, gatna- gerð og aðrar óarðberandi en nauðsynlegar ráðstafanir verður hvert heilbrigt bæjarfélag að kosta af árlegum tekjum, en lán- tökur til slíkra framkvæmda verða aldrei annað en skattur á Irorgara bæjarins í framtíðinni. Út á þessar 91/2 millj. kr. eignir, sem annað. hvort geta aldrei gef- ið beinan arð, og því vafasamt hvort telja beri með sem eignir á efnahagsreikningi, eða eignir, sem að vísu gefa nokkurn arð, en sem ézt upp af kostnaði við þær, skuldar bæjarsjóður nú rúmlega 21/2 milljón króna. 1 vexti af þessum skuldum verður bæjarsjóður að greiða a. m. k. 150 púsnnd krónur árlega, og verður því nokkuð vafasamur hagnaðurinn af eignum bæjarins, annar en verðhækkunin, sem vit- anlega er ekki stjóm bæjarins að þakka, heldur vexti hans. En af hverju stafar nú þessi út- koma á hag bæjarins, sem. virð- ist ætti að hljóta aÖ græða stór- fé á hverju ári vegna vaxtar síns og vaxandi velmegunar íbúanna ? Svarið liggur nærri. Undanfarid hefir stjórnad bœn- um íhaldsstjórn. Hún hefir hugs- að mest um hag stóreignamanna. Þeim hefir verið hlíft við öllum gjöldum, sem íhaldið hefir séð sér fært að hlífa þeim við. Lóða- skattur, sem er ■verulegui' tekju- stofn annara báejarfélaga, var að eins 60 þús: krónur árið 1929, eða rúmlega 1 °/o af öllum tekj- um bæjarins. Til þess að hlífa stóreignamönnum hafa útsvörin ekki verið höfð nógu há til þess að jafna tekju- og gjalda-reikn- ing bæjarins, heldur hafa verið tekin lán til þess. í góðæmnum 1928 og 1929 var hægðarleikur að láta ekki verða tekjuhalla á rekstrarreikningi bæjarins, með því að hafa útsvörin litlu hæni hvort árið. I stað þess sendi í- haldsstjóm bæjarins Zimsen borgarstjóra út af örkmni til þess að taka milljónarlánið hjá Pru- dential, og með því var tekju- hallinn svo jafnaður. Slík fjármálapólitík dæmir sig sjálf. Það er til einn hreppur á landinu, sem hefir notað þessa aðferð. Fjárhagur hans mun nú eigi vera talinn nein fyrirmynd. Það er Stokkseyrarhreppur. Til að hlífast við að leggja á nógu há útsvör, hefir hréppurinn, sem mun telja um 600 íbúa, tekið lán, sem nú munu samtals nema yfir 70 þús. krónum. Nú rnunu íbúar hreppsins sjá, út í hver vandræði stjórnendur hans höfðu stefnt honum undanfarið. Reykjavíkurbær er nálega 50 si-nnum stærri en Stokkseyrar- hreppur. Bæjarsjóður á ekki langt eftir að skulda 50 sinnum meira en hreppur þessi. Án ‘þess að sambærilegur sé hagur þessa sveitarfélags og Reykjavíkurbæj- ar, mætti bærinn þó vel láta vít- in sér að varnaði veröa. Það er ekkert líklegra en að íhaldið haldi áfram uppteknum hætti, að taka eydslulán til að jafna með tekjuhallann á _ rekst- ursreikningi bæjarins og leggja þannig þungar byrðar á borgara Reykjavikur í framtíðinni. Jafn-sjálfsagt sem það er að taka lán til arðvænlegra ’ fyrir- tækja bæjarins, svo sem rafveitu Á bænum Flögu, þar sem eld- ingunni sló niður, búa hjónin Vigfús Gunnarsson og Sigríður Sveinsdóttir (systir Gísla sýslu- rnanns Sveinssonar í Vík). Hjón þessi urðu í hitt eð fyrra fyrir því sorglega óláni að missa son sinn og fósturson á sviplegan hátt, hvorttveggja fulltíða menn. Hét sonurinn Sveinn, en fóstur- sonurinn Páll; var hann systur- sonur húsfreyju. Vildi slys þetta til um það bil, sem sláttur vaT að byrja, eða rétt fyrir slátt. Voru þeir fóstbræður við silungsveiðar í Eldvatninu, og vita menn ekki méð hvaða hætti slysið vildi til, frá Sogi, hafnarvirkja, vatnsveitu o. ,s. frv., jafn-óviturlegt og háskalegt er það fyrir framtíð þessa bæjarfélags að taka eyðslulán tO þess að jafna með tekjuhallann á bæjarreikningnuim. Sigarðar Jónasson. Samtökin: Fulltrúar á þingi Alþýðusambandsins frá Seyðisfirði, Norðfirði og Vest- mannaeyjum fóru flestir heim- Jeiðis í gærkveldi með „Esju“. Ungir jafnaðarmenn. Fundir eru í kvöld í F. U. J. bæði hér í borginni og í Hafnar- firði. Fundirnir hiefjast báðir kl. 81/2- I Hafnarfirði er fundurinn í bæjarþingssalnum. Hér er fund- urinn í Kaupþingssalnum. Félag- ar! Fjölmennið á fundi í félögum ykkar! Eoianámadeiian skozka. Lundúnum, 2. dez. United Press. — FB. Að afstöðnum, fundi með full- trúum námumanna, sem haldinn var í þinghúsinu, tilkynti námu- málaráðherrann, Shinwell, að hann væri mjög vongóður um, að samkomulag myndi nást í Skotlandi í dag um deilumálin. Hins vegar hermdi fregn frá Glasgow í gærkveldi seint, að samkomulagshorfur gæti ekki tal- ist góðar. Lundúnum, 3. dez. United Press. — FB. Á fundi sambands skozkra námumanna í Glasgow var sam- þykt að halda vinnustöðvuninni áfram. —- McDonald forsætisráð- herra og framkvæmdastjórn námumannasambandsins halda fund í clag til þess að ræða um deilumálin, sérstaklega að þvi, er 'Skotland snertir. Eru 92 þús kolanámumenn þar, sem um er að ræða. en talið er víst að sandbleyta hafi valdið. Það fanst að eins annað líkið, og stóð ekki nema handleggurinn upp úr sandbleyt- imni. Sonur þessara hjóna er Gunn- ar Vigfússon, sem er bókari. hjá kaupfélaginu í Hallgeirsey, en um önnur börn þeirra er blaðinu kunnugt, að kona séra Bjöms O. Björnssonar i Ásum er dóttír þeirra; sömuleiðis kona Ólafs Halldórssonar kaupm. í Vík. Vigfús bóndi misti í Kötlu- gösinu mikla slétt 600 hesta engí í sand og vatn. Kjör bifreiðastjóra. Hvildartími. Kauptrygging, Slysatrygging. Á sambandsþinginu var rnjög’ rætt um kjör bifreiðastjóra og lagt fram frv. til laga um hvild- artíma bifreiðastjóra og ýmsar tillögur til breytinga á reglugerð um bifreiðaakstur og próf bif- reiðastjóra. Að umræðum lokn- um var samþykt að skora á þingmenn Atþýðuflokksins að bera fram frv. til laga um hvíld- artíma bifneiðarstjóra, er tryggi þeim minst 8 stunda tívíldartíma á sólarhring hverjumi, og að skora á rikisstjórnina að gera ýmsar mikilsverðar breytingar á reglu- gerðinni. Enn fremur var sam- þykt að vinna að því að fá lög- unum um greiðslu verkakaups breytt svo, að þau nái einnig til kaupgjalds bifreiðastjóra og að allir bifreiðaeigendur yrðu skyld- aðir til þess að tryggja bifreiða- stjóra sína fyrir slysum hjá Slysa- tryggingu ríkisins, að hvers konar bifreiðaakstri sem þeir vinna.. Gæzluskipið nýja. Gæzluskipið nýkeypta, sem einkum á að annast gæzluna við Vestmannaeyjar, kom hingað í nótt. Hefir það fengið nafn fyrir- rennara síns og heitir „Þór“. Skipstjóri verður Eiríkur Krist- ófersson, áður skipstjóri á eldra „Þór“. Veðrið. EÓi. 8 í morgun var 3 stiga hiti í Reykjavik, mestur á Seyðásfirði, 7 stig. Hvergi frost þar, sem- veð- urfregnir greina hérlendis. Otlit hér úm slóðir: Sunnankaldi og regn í dag, en vestanátt í nótt með skúrum og snjóéljum. „Skuggsjá“, 2. hefti, með erindum, dæmi- sögum o. fl. -eftir Krishnamurti, er nýkomin út. Er frú Aðalbjörg Sigurðardóttir útgefandinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.