Morgunblaðið - 15.07.1976, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JULÍ 1976
Þorskaflinn
256 þús. tonn
SAMKVÆMT bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands var í júnflok búið
að landa tæplega 11000 tonnum meira af þorski nú f ár miðað við sama
tíma s.l. ár. Hér fara á eftir tiilur vfir þorskafla á einstökum stöðum:
1976 1975
ÞORSKAFLI: Jan./Júní Jan./Júni
a) Kátaafli: lestir ósl. lestir ósl.
Hornaf j. /Stykkishólmur 120.807 120.449
Vestfirðir 19.658 18.384
Noróurland 7.944 10.080
Austfirðir 8.739 7.606
Landað erlendis 587 400
Samtals 157.735 156.919
b) Togaraafli:
Siðutogarar, landað innanlands 2,533 4.316
Síðutogarar, landað erlendis 591 156
Skuttogarar, landað innanlands 92.270 82.102
Skuttogarar, landað erlendis 3.593 1.442
Samtals 98.987 88.016
SlLDARAFLI:
Landað innanlands 0 0
Landað erlendis 1.107 5.695
Samtals 1.107 5.695
34 áætlunarferðir
TALSVERÐ gróska er nú f starfi
Flugfélagsins Vængja. Félagið
heldur f sumar uppi áætlunar-
ferðum til 12 staða úti á landi og
stundar auk þess leiguflug. Fé-
lagið er nú með f notkun tvær 19
manna Twin Otter flugvélar, en
önnur þeirra er nýkomin úr við-
gerð, og eina 10 manna Islander
vél sem hundin verður í verkefn-
um á Grænlandi mestan hluta
sumarsins. í athugun mun vera
hjá félaginu að auka flugvéla-
kostinn og er ætlunin að festa
kaup á annarri Islander vél en
áður en af þeim kaupum getur
orðið hyggst félagið taka eina
slíka vél á leigu og er sú vél
væntanleg til landsins innan tíð-
ar.
Deila flugmanna Vængja og
stjórnar félagsins leystist sem
kunnugt er í vor og urðu þá breyt-
ingar á stjórn félagsins og flug-
menn félagsins keyptu nokkurn
hluta af félaginu. Ferðamiðstöðin
keypti einnig hlut í Vængjum.
Vængir hafa auglýst starfsemi
sína talsvert í blöðum erlendis,
einkanlega í Þýzkalandi, Frakk-
landi og Sviss og hefur fyrirtækið
áhuga á að vinna að auknum
ferðamannastraumi til landsins.
Ferðamenn frá þessum löndum
hafa verið tíðir gestir með flug-
vélum Vængja í ieiguferðum til
Vestmanneyja, Vopnafjarðar og
Raufarhafnar, en á Raufarhöfn
hefur verið komið á skoðunar-
ferðum í samstarfí við hótelið
þar. Nokkuð er um að flogið sé til
Færeyja og Grænlands með far-
þega, en alls eru farnár 34
áætlunarferðir innanlands í viku
hverri í sumar. Til Siglufjarðar er
flogið 4—5 sinnum í viku og að
sögn forráðamanna Vængja er á
næsta leiti að taka upp daglegar
ferðir þangað.
Fjölmörg mál rœdd á
Stórstúkuþinginu
Indriði Indriðason kjörinn Stórtemplar
Raufarhafnar-
messa í Reykjahlíð
Björk, Mývatnssveit
13. júlí.
GUÐSÞJÓNUSTA var s.l. sunnu-
dag í Reykjahlíðarkirkju. Sóknar-
presturinn á Raufarhöfn, séra
Kristján Valur Ingólfsson, pré-
dikaði og kirkjukór Raufarhafnar
annaðist söng undir stjórn Mar-
grétar Bóasdóttur, sem jafnframt
var organisti. Eftir messu hélt
kórinn samsöng í kirkjunni við
ágætar undirtektir áheyrenda. Að
loknum samsöng bauð kirkjukór
Reykjahliðarkirkju aðkomufólk-
inu til kaffidrykkju í Hótel
Reykjahlið. — Kristján.
NÍTUGASTA þing stórstúku ís-
lands var haldið í Reykjavík í
júnflok og hófst það með þing-
setningu i Alþingishúsinu að
viðstöddum ráðherrum, þing-
mönnum og öðrum gestum. Þing-
ið ræddi fjölda mála á vettvangi
bindindisstarfs f landinu og gerði
samþvkktir þar að lútandi. Ölafur
Þ. Kristjánsson, sem gengt hafði
embætti Stórtemplars í 13 ár,
baðst undan endurkjöri á þinginu
og var i hans stað kjörinn Indriði
Indriðason ættfræðingur úr
Reykjavfk.
Meðal mála sem Stórstúkuþing
ræddi og samþykkti var áskorun
til viðskiptaráöherra um að banna
innflutning og sölu á bruggtækj-
um, að eftirlitsmönnum vínveit-
ingahúsa verði fjölgað, að viður-
lög við ölvun við akstur verði hert
verúlega, — að ýmsum greinum
áfengislaga sé ekki framfylgt, svo
sem vínveitingar í Þjóðleikhúsi
sanna, — að hafnar verði viðræð-
ur við menntamálaráðuneytið um
það að skólafólk verði leiðbeint
mun meira en gert hefur verið í
að tjá sig í leik og starfi.
Þá ræddi Stórstúkuþing t.d.
stofnun sparisjóðs bindindis-
manna og stofnun hótelreksturs í
Reykjavík, en þeim málum var
Vilhjálmur Hjálmarsson ávarpar þingfulltrúa 90. þings Stórstúku
íslands, en þingið var sett I Alþingishúsinu þar sem Stórstúkan var
stofnuð. Ljósm. Mbl. RAX.
Norrænir rafvirkj-
ar ræða samræmingu
ÞING Rafiðnaðarsambanda Noróur-
landa stendur yfir í Reykjavik 10.—15.
júlí og er það haldið í Þingholti. Þingió
sækja 12 erlendir fulltrúar og 4 inn-
lendir. Á þinginu hefur verið rætt um
grunnnám rafvirkja og hugmyndir til
að samræma það á Norðurlöndum. Þá
er einnig rætt um framhaldsnám á sama
grundvelli og vinnumöguleika fyrir
Norðurlandabúa innan Norðurlanda.
Þess má geta að íslenzkt sveinsbréf er
tekið gilt til vínnu allsstaóar á Norður-
löndum.
Mvndin var tekin af norrænu rafvirkjunum f gær. Ljósmynd Mbl. RAX.
vísað til frekari athugunar hjá
framkvæmdanefnd Stúkunnar.
Á meðfylgjandi mynd eru þeir
sem kjörnir voru í framkvæmda-
nefnd Stórstúku ísiands fyrir
næsta kjörtímabil, en þeir eru frá
vinstri sitjandi: Kjartan Ólafsson
stórritri, deildarstjóri í Hafnar-
firði, Indriði Indriðason stór-
teniplar, ættfræðingur Reykjavík,
og Ólafur Þ. Kristjánsson fyrrv.
stórtemplar.
Standandi frá vinstri: Sveinn
Kristjánsson stórkanslari, fulltrúi
á Akureyri, Hilmar Jónsson stór-
gæzlumaður unglingastarfs, bóka-
vörður í Keflavik, Kristinn Vil-
hjálmsson stórgjaldkeri, fram-
kvæmdsstjóri í Reykjavík, Grétar
Þorsteinsson stórgæzlumaður lög-
gjafarstarfs, húsasmiðameistari í
Reykjavík, Stefán H. Halldórsson
stórfregnritari, gjaldkeri i Hafn-
arfirði, frú Bergþóra Jóhanns-
dóttir stórvaratemplar, Reykja-
vik, frú Sigrún Oddsdóttir stór-
kapellán, Nýjalandi Garði, séra
Björn Jónsson, stórgæzlumaður
ungmennastarfs, prestur á Akra-
nesi, og Sindri Sigurjónsson, stór-
fræðslustjóri, skrifstofustjóri i
Reykjavik.
Elliði fær alla eðli-
lega lánafyrirgreiðslu
— segir Seðlabankinn
SEÐLABANKI Íslands hefur
komið athugasemd á fram-
færi viS MorgunblaðiS vegna
fréttar blaðsins sl. laugardag
um fyrirætlanir Elliða Guð-
jónssonar, uppfinninga-
manns, um að koma upp
samsetningarverksmiðjum
erlendis, ekki hvað sízt af
þeirri ástæðu að hér innan-
lands sé enga fyrirgreiöslu að
fá vegna útflutnings hans á
handfæravindum til ýmissa
landa.
i fréttinni segir Elliði frá þvi að hann
hafi fyrir réttum tveimur mánuðum
farið fram á að fá fyrirgreiðslu vegna
pantana á handfæravindum frá Noregi
að upphæð allt að 3 milljónir króna, en
þessari beiðni hafí í engu verið sinnt.
Að sögn Garðars Yngvasonar hjá
Seðlabankanum hefur Seðlabankinn
ekki neitað Elfiða um fyrirgreiðslu.
Beiðni um slika fyrirgreiðslu hafi borizt
um Samvinnubankann til Seðlabank-
ans, og beiðni þar verið samþykkt
þegar I stað, en gegn þvl að umsækj-
andí legði fram tiltekin gögn um fjár-
hagslega stöðu fyrirtækisins, enda
væri slikt venjan i tilfellum sem þess-
um Garðar kvað Samvinnubankann
hafa komið þessu skilyrðí á framfæri
við Elliða en þau svör siðan borizt að
þessi gögn væru ekki fyrir hendi enn
sem komið væri Garðar kvað það
siðan hafa gerzt I gær, að Elliði hefði
óskað eftir þvi við Samvinnubankann,
að hann keypti af sér söluvixla vegna
útflutningsins til Noregs og Samvinnu-
bankinn komið þeirri ósk áleiðis til
Seðlabankans. Garðar kvað þá beiðni
nú til athugunar en taldi að ekkert
þyrfti að vera því til fyrirstöðu, að Elliði
fengi umbeðna fyrirgreiðslu
i frétt Morgunblaðsins getur Elliði
þess einnig að hann hafi nokkrum
misserum áður reynt að fá lán í Lands-
bankanum út á söluvíxla vegna útflutn-
íngs til Kanada en ekki tekizt. Kvað
Garðar Seðlabankann ekki hafa haft
nein afskipti af þeirri beiðni, enda
Landsbankinn ekki leitað til Seðlabank-
ans i því sambandi, svo að honum
væri kunnugt um