Morgunblaðið - 15.07.1976, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 15.07.1976, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15 JULI 1976 15 Vittorio Occorsio dómari í Róm var nýlega myrtur skömmu eftir að hann hélt að heiman áleiðis til skrif- stofu sinnar. Hafði Occorsio dæmt i málum hægrisinn- aðra öfgamanna. og á hausti komanda átti hann að dæma í málum 118 stuðnings- manna nýfasistasamtakanna „Ordine Nuovo", en það þýð- ir nánast Nýja reglan. Occorsio fór að heiman í bifreið sinni á laugardags- morgunn, og að sögn lögregl- unnar var hann skammt kominn er annarri bifreið var ekið i veg fyrir hann á gatnamótum, og hann neyddur til að nema staðar. I hinni bifreiðinni voru að minnsta kosti tveir menn, og Bifreið Occorsio eftir árásina. Lfk dómarans hangir út um framhurð- ina. Minni mvndin: Vittorio Occorsio dómari. Dómarar í hættu á Ítalíu létu þeir kúlnahríð úr hríða- skotabyssum dynja á bif- reið dómarans. Occorsio opn- aði framdyrnar á sinni bif- reið, bersýnilega til að reyna að komast undan, en féll fyr- ir mörgum skotum árásar- mannanna. Sjónarvottar segja að árásarmennirnir hafi hirt einhver gögn úr aftursæti bifreiðar Occorsio áður en þeir hröðuðu sér á brott. Á laugardag var einnig gerð árás á dómara i Bol- ogna, og segir lögreglan þar að nýfasistar hafi einnig ver- ið að verki i það skiptið, en þeir voru úr samtökunum „Ordine Nero“, eða svörtu reglunni. Sá dómari slapp ómeiddur og skemmdir urðu litlar i árásinni. Áður, það er í kosningabaráttunni i fyrra mánuði, var dómari myrtur i Genoe, en þá voru það vinstrisinnaðir öfgamenn, sem stóðu að morðinu. Hafa þessar árásir á dómara vakið mikinn ugg á Italíu. Heldur hvít- blæði í horfinu Ný l.vfjablanda hefur haft mjög góð áhrif við lækningu á hvitblæði i börnum. að þvi er sérfræðingar i London segja. Lyfjablanda þessi var fyrst not- uð í Bandaríkjunum, en hefur verið notuð i mörgum brezkum sjúkrahúsum frá þvi árið 1970. Of snemmt er að segja að hér sé um byltingu að ræða i lækn- ingu á hvítblæði, en læknar eru þó bjartsýnir á að sumir sjúk- lingar geti brátt fengið lang- þráða lækningu. Hvitblæði, sem er krabba- mein i blóði, leggst oft á börn og unglinga. Fyrir 1970 var það svo að um helmingur þeirra. sem fengu hvitblæði, létust inn- an hálfs annars árs. En i sjúkra- húsi einu i Edinborg hafa 47 börn fengið þessa lyfjablöndu undanfarin sex ár. og eru 32 þeirra enn á lifi og við góða heilsu að sögn dr. Elizabeth Innes, sem er sérfræðingur i bljóósjúkdómum. Dr. Innes sagði fréttamönn- um að I fyrstu hefðu breskir læknar verið ófúsir að reyna þessa blöndu, þar sem i henni væru mikil eiturefni. En árang- urinn frá Bandaríkjunum sann- færði þá um notagildi blönd- unnar, sagði hún. I hvitblæðissjúklingum fram- leiðir líkaminn af einhverjum óþekktum ástæðum óeðlileg hvit blóókorn. Nýja lyfjabland- an á að draga úr fjölgun þess- ara blóökorna og hefta þannig sjúkdóminn. I LJÓSUM LOGUM — Farþegaflugvél í eigu Eastern Airlines brennur til kaldra kola á Loganflugvellinum í Boston fyrir nokkrum dögum. Engir farþegar voru um borð er eldurinn kom upp, en sprenging mun hafa orðið í véiinni. AP-m.vnd YFIRSKÓLATANN- LÆKNAR RÁÐNIR HJÁ RVÍKURBORG HEILBRIGÐISMÁLARÁÐ Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að Magnús G. Gíslason tannlæknir verði ráðinn yfirtannlæknir Reykjavikurborgar til 2ja ára. Og jafnframt verði Stefán Finnbogason tann- læknir ráðinn aðstoðaryfir- tannlæknir til sama tíma. Jafnframt var samþykkt að embætti þessi víxlist á 2ja ára fresti. Heilbrigðismála- ráð ákveður verkaskipt- ingu milli þessara starfa. Yfirtannlæknisembættið var auglýst laust fyrir nokkru, en aðstoðaryfir- tannlæknisembættið hefur verið laust um hríð. Munu þessir tveir tannlæknar, sem eru sérhæfðir sinn á hvoru sviði taoplækninga, því skipta með sér verkum á þennan veg. auglYsing UM INNLAUSNARVERD VERÐTRVGGÐRA SFARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS INNLAUSNARVERÐ FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL 10.000 KR. SKÍRTEINI 1965 — 1. FL.: 10.09.76 — 10.09.77 KR. 173.562 1966 — 1. FL.: 20.09.76 — 20.09.77 KR. 136.621 1967 — 1. FL.: 15.09.76 — 15.09.77 KR. 120.504 1970 — 1. FL.: 15.09.76 — 15.09.77 KR. 67.950 1971 — 1. FL.: 15.09.76 — 15.09.77 KR. 47.592 INNLAUSNARVERÐ ÁRSGREIÐSLUMIÐA 1973 — 1. FL. B 15.09.76 — 15.09.77 10.000 KR. SKÍRTEINI KR. 2.479 50.000 KR. SKÍRTEINI KR. 12.396 Innlausn spariskírteina og árgreiðslumiða fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík júlí 1976. W) SEÐLABANKI ÍSLANDS m® ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? ÞÚ AIGLÝSIR UM AU.T LAND ÞEGAR ÞÚ AL'GLYSIR I MORGLNBLADINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.