Morgunblaðið - 15.07.1976, Page 16

Morgunblaðið - 15.07.1976, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGLlR 15. JULl 1976 „íslenzku hestarnir stela senunni99 GUNNAR Bjarnason, tararstjori isiensku sveitarinnar (i miðjunni) veitir hér viðtöku borgarlyklum Kankakee úr hendi borgarstjórans. Tom. J. Ryan. til vinstri á myndinni. við — og síðan leggjast þeir og slappa greinilega rækilega af. Einn til tvo daga í viku hverri er haldið kyrru fyrir og þá eru haldnar sýningar á hrossunum. — Á þess- um sýningum klæðist íslenska sveit- in búningi, sem samanstendur af fánalitunum, bláum jakka, hvitum buxum og rauðum klút og Gunnar Bjarnason lýsir hestunum Sýningin á íslensku hestunum tekur um 20 mlnútur og þeir eru síðastir á hverri sýningu. Af úrklippum úr blöðum á þeim stöðum, sem slikar sýningar hafa verið haldnar, sést að sýning ís- lenzku sveitarinnar hefur vakið mikla athygli og þá sérstaklega fyrir það, að íslensku hestarnir sýna þær ein- stæðu gangtegundir tölt og skeið. í einu blaðinu er sagt að islensku hestarnir hafi í raun stolið senunni frá hinum Um veðrið sagði Guðbjörg, að það hefði verið betra en menn hefðu átt von á. Lagt var upp frá austur- ströndinni og áttu menn helst von á að hm raka veðrátta þar yrði hross- unum erfið en sem betur fór var þurrt og heitt allan timann, er hóp- urinn fór yfir svæðið. þar sem rakinn er venjulega mestur Eftir því, sem vestar dregur þornar og það þola hestarnir betur Hitinn í Missouri, þar sem hópurinn var staddur um helgina, var milli 26 og 27 gráður á Celcius Að siðustu sagði Guðbjörg að þegar hún fór frá hópnum fyrir helgi hefðu bæði menn og hestar verið við góða heilsu og hópurinn stað- ráðinn i að komast á leiðarenda. Þess má geta að sá sem minnstan tima notar til ferðarinnar fær að verðlaunum 25 þúsund dollara. Nú er um þriðjungur leiðarinnar að baki. — ÍSLENSKU sveitinni hefur gengið afskaplega vel I keppninni og Islensku hestunum hefur verið veitt mikil athygli, hvar sem þeir hafa farið, sagði Guðbjörg Ragnarsdóttir, sem að undanförnu hefur ferðast með islensku sveit- inni, er tekur þátt I reiðinni miklu þvert yfir Amertku. i samtali við Mbl. I gær. Guðbjörg er kona Gunnars Bjarnasonar, sem er far- arstjóri tslensku sveitarinnar og kom hún heim t byrjun vikunnar. Eins og áður hefur komið f ram eru knaparnir á tslensku hestunum fjórir Þjóðverjar. einn Austurrikis- maður og Svisslendingur og er einn úr islensku sveitinni, Walter Feldmann yngri, nú i 10. sæti i keppninni en hinir eru fyrir framan miðju af þeim 80 keppendum. sem enn eru eftir en rúmlega hundrað keppendur lögðu upp í fyrstu. — Það hefur víst lítið frést af gangí ferðarinnar og það er ekki að furða þvi farið er i fótspor frum- byggjanna sem fóru í vesturátt, og stöðugt verið á ferðalagi frá morgni til kvölds. sagði Guðbjörg. Hún sagði islensku hestana hafa reynst mjög vel og þeir væru allir hraustir íslensku hestarnir hefðu þann hæfi- leika umfram stóru hestana að slappa vel af þegar komið væri i næturstað. — Þeir fara bara og velta sér, sagði Guðbjörg og bætti Nákvnmlega er fylgst með hvað hver keppandi notar mikinn tíma til ferðarinnar. Hér er það Patti Jameson, sem skráir niður komutima keppendanna til Kankakee en stimpilklukkuna notar hún til að færa á kort. hvenær þeir leggja af stað og koma á áfangastað. NOKKRIR þátttakenda i reiðinni miklu yfir Ameriku fara hér i hópreið inn i borgina Kankakee i lllinois. j miðjum hópnum má sjá islensku sveitina, sem riður undir islenskum fána. Bygging 2jaheim- ila fyrir aldraða hafin í Reykjavík BYGGING tveggja heimila fyrir aldraða er að hefjast á vegum Reykjavfkurborgar og er jarð- vinna hafin á báðum stöðum, þ.e. við Lönguhlfð 3 og við Dalbraut. Skv. upplýsingum frá Birgi tsl. Gunnarssyni borgarstjóra verða í húsinu við Lönguhlíð 36 einstakl- ingsfbúðir og sérstök þjónusta við aldraða, en ekki sameiginlegur matsalur. En á heimilinu við Dal- braut verða 18 tveggja manna fbúðir og 46 einstaklingsfbúðir, sameiginlegur matsalur fyrir alla og meiri þjónusta, m.a. hjúkrun- arvakt. Verður þar nokkurs konar verndað húsnæði fyrir aldraða með milliþjónustu fyrir þá sem hvorki hentar sjúkrahúsvist né heimadvöl. Var samþykkt i borgarráði á þriðjudag að útboð skyldi nú fara fram vegna byggingar dvalar- heimilisins við Lönguhlíð, en jarðvinnu annast þegar lægst- bjóðandi verktakar, Ýtutækni h.f. við Dalbraut og Húmus h.f. við Lönguhlíð. Arkitektar Dalbraut- arheimilisins eru Guðmundur Kr. (íuðmundsson og Ölafur Sigurðs- son. En Lönguhlíðarheimilið teikna Helgi og Vilhjálmur Vil- hjálmssynir. Lönguhlíðarbyggingin stendur milli Flókagötu og Uthlíðar og er húsið 3 hæðir, íbúðir á tveimur efstu hæðum, um 27 ferm. hver íbúð, og á fyrstu hæð er sameigin- legt rými með eldhúsi, sem mætti færa mat úr í íbúðirnar, sam- komusal, föndurherbergi, sjúkra- þjálfunaraðstöðu o.fl. Dalbrautarheimilið stendur á horni Dalbrautar og Sundlaug- avegar og gert ráð fyrir aðalbygg- ingu á tveimur hæðum og kjallara með 27 ferm. einstaklingsíbúðum. Og í raðhúsum verða svo tveggja herbergja fbúðir, 44,5 ferm. að stærð. Þarna verður einnig sameigin- legt rými fyrir föndur, þvottaað- staða, borðsalur með sjálfsaf- greiðslu, skoðunarherbergi o.fl. Efri myndin: VIÐ Lönguhlfð er byrjað að taka grunn fyrir dvalar- heimili Reykjavíkurborgar ' fyrir aldraða með 36 einstaklingsfbúðum. Neðri myndin er tekin á horni Dalbrautar og Sund- laugavegs. Þar á að rfsa dvalarheimili fyrir 82 aldraða, og er byrjað að taka grunninn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.