Morgunblaðið - 15.07.1976, Page 17
Bretland
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JULl 1976
17
Stórfelldar ney ðarráð-
stafanir vegna þurrka
London 14. júIÍ-NTB
BREZKA ríkisstjórnin lagði í dag fram frumvarp
að neyðarlögum sem m.a. fela I sér að menn sem
eyða vatni að óþörfu verða að greiða allt að 132.000
fsl. kr. f sektir. Þurrkarnir I Bretlandi f sumar eru
hinir verstu sem þar hafa orðið I 250 ár og á
Fyrrum SS-foringi
var brenndur inni
Vesoul, 14. júlí. Reuter.
BRUNNIÐ Ifk, sem talið er af fyrrverandi nasistaforingja, er á
sfnum tfma var dæmdur til dauða fyrir að hafa myrt 71 banda-
rískan strfðsfanga, fannst f dag f rústum heimilis hans í þorpinu
Traves f Austur-Frakklandi. Maður þessi, Joachim Peiper, 61 árs
að aldri, var ofursti og náinn samstarfsmaður yfirmanns SS-
sveitanna, Heinrich Himmlers, en beðið er krufningar til að
ákveða endanlega að Ifkið sé af honum. Lögreglan telur að um
fkveikju hafi verið að ræða snemma f morgun og að hugsanlega
hafi hinn látni verið skotinn áður en eldur var borinn að húsinu.
Riffill og tóm skothylki fundust á staðnum, og nágrannar segjast
hafa heyrt skot skömmu fyrir miðnætti.
Peiper flutti til Traves fyrir sex
árum. Hann hélt fortíð sinni og
nafni leyndu unz dagblöð i Par-
ís ljóstruðu upp um veru hans í
Frakklandi i mörgum upp-
sláttargreinum í síðasta mán-
uði. Fékk Peiper upp úr því
hótanir og viðvaranir um að
hypja sig á brott úr Frakklandi
eða deyja ella.
Hann var dæmdur til dauða
fyrir að hafa fyrirskipað aftök-
ur bandarískra fanga i Belgiu i
hinni örvæntingarfullu Ard-
enna gagnsókn Hitlers árið
1944. Dómnum var breytt i lífs-
tíðarfangelsi, en honum var
sleppt úr fangelsi i Bavaríu ár-
ið 1956 eftir tíu ára vist. Hann
kom til Frakklands árið 1969
eftir að hafa verið fyrir rétti i
Þýzkalandi vegna annarra
kæra um striðsglæpi þess efnis
að hann hefði látið drepa 34
italska borgara árið 1969 nærri
landamærum Frakklands. Hon-
um var sleppt vegna skorts á
sönnunargögnum.
Eftir að blöðin höfðu skýrt
frá veru Peipers i Frakklandi
varð hann miðpunktur mót-
mælaaðgerða i bænum Vesoul,
skammt frá Traves, sem voru
undir forystu kommúnista, en
kommúnistar voru kjarni
andófshreyfingarinnar gegn
hersetu Þjóðverja í Frakklandi.
Bæjarstjórinn f Traves hafði
tilkynnt Peiper að þótt dvöl
hans þar væri fullkomlega lög-
leg þá væri honum fyrir beztu
að fara úr landi. Nágrannar
hans sögðu lögreglunni i dag að
hann hefði sent eiginkonu sína
og son til Vestur-Þýzkalands i
síðustu viku. Hann sagði við
blaðamenn i síðasta mánuði:
„Ég var ekki ábyrgur fyrir því
sem ég var neyddur til að gera
á meðan ég var í þjónustu lands
míns. Þótt ég væri persónulega
sekur þá hef ég greitt fyrir það
með tiu ára fangelsisvist."
morgum stöðum verður héreftir bannað að fylla
sundlaugar, vökva golfvelli og þvo byggingar að
utan. Hálf milljón manna í Suður-Wales þarf að
sætta sig við vatnsskömmtun frá og með næstu
viku. I ýmsum borgum verður lokað fyrir vatnið 13
tfma á sólarhring.
Landbúnaðarsérfræðingar telja
að um 13 milljónir tonna af korni
séu þegar ónýt af uppskerunni í
ár. Ástandið er svipað á stórum
svæðum I Evrópu og í ýmsum
löndum er matvöruverðið á hraðri
uppleið vegna litils framboðs.
Á Italíu og i Frakklandi varð
nokkur rigning á mánudag, en
ekki nándar nærri nógu mikil til
að bjarga mönnum þar út úr
erfiðleikunum sem þurrkarnir
hafa valdið í landbúnaðinum. Á
stórum svæðum i Sovétríkjunum
er hins vegar votviðrasamasta
sumar í manna minnum eða í
rúma öld, og þar eru allt önnur
vandamál til að glíma við en í
Vestur-Evrópu. - Sovézka
skriffinskuveldið var að vanda
svifaseint og nú eru regnhlifar
eftirsóttasta svartamarkaðsvaran
þar i landi. Blað eitt hefur reikn-
að út að aðeins sé unnt að full-
nægja 40% af eftirspurninni eftir
regnhlifum og blaðamaðurinn
ályktar réttilega að erfitt sé að
halda sér þurrum undir hálfri
regnhlíf.
4 efstir
1 Bienne
Bienne, 14. júlí. Reuter.
ORSLIT þriðju umferðar milli-
svæðamótsins f Bienne i Sviss f
gærkvöldi voru þessi: Tal vann
Smyslov, Smejkal vann Diaz,
Csom vann Lombard, jafntefli
urðu I skákum Hiibners og Byrne,
Ánderssons og Liberzons, Gulko
og Petrosjans, Sanguineti og
Matanovic, Sosonko og Castro,
Rogoffs og Larsens, en skák
Portisch og Gellers fór I bið. Ur-
slit biðskákar Hiibners og Mata-
novic úr fyrstu umferð urðu þau
að Matanovic gaf skákina. Staðan
er nú sú, að Petrosjan, Hiibner,
Smejkal og Smyslov eru með tvo
vinninga.
Víkingur
reynir lend-
ingu 20. júlí
Pasadena, 14. júlí — AP.
VÍKINGUR 1. mun reyna lend-
ingu á Mars 20. júlí í lágri, þurri
dæld á reikistjörnunni, að þvi er
skýrt var frá í dag, en leitað hefur
verið að heppilegum lendingar-
stað vikum saman. Staðurinn sem
þrífætt „vélmenni" mun lenda á
er um 460 mílur í norðvestur frá
upprunalega lendingarstaðnum,
sem hætt var við vegna þess að
hann þótti of ójafn. Ljósmyndir
frá Víkingi sýna að nýi lendingar-
staðurinn virðist vera sléttur, og
talið er hugsanlegt að þar hafi eitt
sinn verið rennandi vatn.
UNGFRÚ ALHEIMUR — Hin nýja ungfrú Alheim-
ur, Rina Messinger frá tsrael fær koss frá fyrirrenn-
ara sínum, Anne Marie Phtamo frá Finnlandi eftir
að úrslit höfðu verið kunngjörð í Hong Kong s.l.
sunnudag. AP-mynd.
B-52 sprengjuþotur
fylgjast með Sovét-
flotanum á Atlantshafi
Washinglon 14. jðlf —AP
B-52 sprengjuflugvélar
bandarfska flughersins hafa byrj-
að langar eftirlitsflugferðir til að
fylgjast með hreyfingum sovézka
flotans á Atlantshafi, að þvf er
bandarfska varnamálaráðuneytið
upplýsti f gær. Þetta er nýtt verk-
efni til handa risavélum þessum
sem upphaflega voru smfðaðar til
að varpa kjarnorkusprengjum á
skotmörk innan Sovétrfkjanna. B-
52 vélarnar munu frá stöðvum f
Bandarfkjunum aðstoða
bandarfska flotann f venju-
bundnu eftirlitsstarfi á hafinu.
„Aðeins fáar vélar munu taka
þátt f flugi þessu sem mun verða
farið annað slagið yfir ýmis svæði
á Atlantshafi," sagði Pentagon f
stuttri yfirlýsingu. t yfirlýsing-
unni er þetta eftirlitsflug kallað
liður f stefnu ráðuneytisins um
„gagnkvæma aðstoð innan herafl-
ans“. Þetta aukna verksvið B-52
er afleiðing af athugunum sem
hófust fyrir nokkrum árum á þvf
að nýta vélar flughersins með
bækistöðvar I Bandarfkjunum til
aðstoðar við bandarfska sjóher-
inn, sem sffellt dregst saman, í
eftirliti með vaxandi flotaumsvif-
um Sovétmanna. Þetta virðist
Framhald á bls. 20
Viðræður um stjörnar-
myndun á Italíu hafnar
MARSMYND — Mynd þessi sem Víkingur 1. tók, sýnir
inn í gíg skammt frá einum þeirra staða á Mars sem
komu til greinA sem lendingarstaður. Gfgurinn til
vinstri á myndinni er um 25 mílur að þvermáli og svipar
um margt gígum á tunglinu. AP-mynd.
Róm, 14. júlí. Reuter.
GIULIO Andreotti, sem Leone
Italfuforseti hefur falið að reyna
að mynda nýja ríkisstjórn, hóf í
dag viðræður við leiðtoga tveggja
smáflokka, Repúblfkanaflokksins
og Sósfaldemókrataflokksins, en
á meðan hélt miðstjórn hins litla
en mikilvæga Sósfalistaflokks
með sér fund til að velja nýjan
leiðtoga í stað Francesco de
Martino sem sagði af sér vegna
hins mikla afhroðs sem flokkur-
inn beið f kosningunum. Viðræð-
ur Andreottis voru aðeins undir-
búningsskoðanaskipti, en á morg-
un hyggst hann ræða við leiðtoga
sfns eigin flokks, Kristilega
demókrataflokksins.
Áreiðanlegar heimildir hermdu
að miðstjórn Sósíalistaflokksins,
kynni að endurkjósa de Martino
þrátt fyrir fylgishrunið, en einnig
hefur verið minnzt á Benedetto
Craxi, 42 ára vararitara flokksins.
Ekkert liggur enn fyrir um hvað
verður ofaná varðandi leiðtoga-
kjörið, en stuðningur Sósfalista-
flokksins er Andreotti nauðsyn-
legur ef honum á að takast að 1
mvnda stjórnarmeirihluta á
þingi. Giacomo Mancini, fyrrum
ritari flokksins sem er f nánum
persónulegum tengslum við
Framhald á bls. 20
Fangar tala
saman milli
fangelsanna
Stuttgart. 14. júlf. Router.
HERMDARVERKAMENN í
fangelsum um allt Vestur-
Þýzkaland hafa samband hver
við annan og við félaga sfna
sem utan fangelsa eru gegnum
samskiptakerfi sem velviljaðir
vinstri sinnaðir lögfræðingar
halda uppi, að þvf er Gerhard
Muller, 28 ára hermdarverka-
maður og höfuðvitni ákæru-
valdsins f Baader-
Meinhof-réttarhöldunum sagði
f dag fyrir rétti. Hann sagði að
lögfræðingunum væri heimilt
að heimsækja skjólstæðinga
Framhald á bls. 20