Morgunblaðið - 15.07.1976, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JULI 1976
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
ASalstræti 6, slmi 10100
ASalstræti 6. slmi 22480.
hf. Árvakur. Reykjavlk.
Haraldur Sveinsson.
Matthlas Johannesserv.
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjöm Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni GarBar Kristinsson.
Ritstjórn og afgrniSsla
Auglýsingar
Áskriftargjald 1000.00 kr. á mánuSi innanlands.
í lausasölu 50,00 kr. eintakið.
Fiskifræðilegar niðurstöður
benda til þess að helztu
tegundir nytjafiska okkar, og
sér í lagi þorskurinn, sem er
þeirra verðmætastur, séu of-
veiddar. Fiskifræðingar gerðu
að tillögu sinni, að 230 þús.
tonn yrðu veidd af þorski á
þessu ári og yrði þá verulega
hægt að auka þorskafla strax á
næsta ári, en þeir gátu einnig
fallist á að aflinn yrði um 280
þús. tonn. Yfir það hámark
verður þvl miður farið á þessu
ári, að því er virðist.
Megintilgangur útfærslu
fiskveiðilandhelgi okkar í 200
sjómílur og hliðarráðstafana,
sem í kjölfar hennar komu, var
að ná nauðsynlegri stjórnun
veiðisóknar á íslandsmið, þann
veg, að ofveiddir nytjafiskar
gætu náð eðlilegri stofnstærð á
ný og skilað hámarksafrakstri i
þjóðarbúið Næsta ár höfum
við betri tök á slíkri stjórnun en
í ár. Óhjákvæmilegt er að tak-
marka veiðisókn með einum
eða öðrum hætti og beina veið-
um í fleiri tegundir en verið
hefur til þessa. Einn þátturinn í
þeirri viðleitni byggist á fiskileit
og tilraunaveiðum, sem nú
hafa verið stórlega auknar.
Þær fiskitegundir, sem ýmist
eru fullnýttar eða ofveiddar eru
fyrst og fremst þessar: þorskur,
ýsa, ufsi, langa, keila, steinbít-
ur, lúða, grálúða, skarkoli og
síld. Ennfremur má nefna hum-
ar og rækju á grunnmiðum og
því eðlilegt að hyggja fyrst að
henni. Undanfarnar vikur hafa
farið fram athyglisverðar til-
raunaveiðar á loðnu út af Norð-
vesturlandi. Tilraunir þessar
hafa borið árangur þó loðnan
hafi reynzt erfið I vinnslu
(bræðslu). Hér er um mjög at-
hyglisverða tilraun að ræða,
sem gæti haft mikla þýðingu
fyrir þjóðarbúið, nokkurn hluta
fiskiskipastóls okkar, að ekki sé
talað um gömlu síldveiðibæina
nyrðra, sem búa að stórvirkum
fiskbræðslum, er skort hafa
verkefni um langt árabil. Nauð-
synlegt er að þessi, að því er
virðist nærtæki möguleiki verði
kannaður til fullrar hlftar.
Þá hafa einnig farið fram við
Norðurland tilraunaveiðar á út-
hafsrækju á yfirstandandi
sumri, en helzt er álitið að hún
ganga í stofninn, þar eð ýmsar
fisktegundir, þ.á.m. þorskur og
grálúða, nærast á rækjunni.
Fjórðungssamband Norð-
lendinga hélt nýverið ráðstefnu
um stöðu sjávarútvegs á Norð-
urlandi, veiðar og vinnslu. Þar
talaði Jakob Jakobsson fiski-
fræðingur um kolmunnann,
sem er þorskfiskur á stærð við
síld, sem Ijúffengasta fiskinn I
sjónum, er verða kynni veizlu-
réttur ríkra þjóða. Tilraunir hafa
farið fram með vinnslu kol-
munna undanfarið. Kolmunna-
marningur hefur verið sendur á
Bandaríkjamarkað og hertur
kolmunni á Afrfkumarkað.
Hvor tveggja þessi tilrauna-
framleiðsla lofargóðu um fram-
haldið, en vitaskuld tekur tíma
að þróa slíka vinnslu og vinna
Fiskileit
og tilraunaveiðar
hörpudisk — og e.t.v. fellur
karfinn, eða sumar tegundir
hans, undir þennan flokk full-
nýttra og ofveiddra fiskteg-
unda.
Sé hinsvegar litið til þeirra
fisktegunda, sem taldar eru
vannýttar, koma fyrst í huga:
Loðna, spærlingur, kolmunni
og úthafsrækja, sem og nokkr-
ar tegundir djúpfiska.
Loðnan er talin þola 600 til
800 þúsund tonna ársafla,
þannig að langt er enn I land
að stofninn sé fullnýttur. Það er
muni veiðanleg í djúpkantinum
við Norður- og Austurland.
Sýnt þykir að úthafsrækjumið
eru til staðar nyrðra en lágt
hráefnisverð veldur því, að arð-
semi veiðanna er dregin í efa.
Nú, þegar rækjumarkaðir EBE-
landa ættu að opnast, eftir að
margrædd bókun sex er komin
til framkvæmda, kann arðsemi
veiða og vinnslu úthafsrækju
að breytast til batnaðar. í öllu
falli er hér um möguleika að
ræða, sem gefa þarf góðan
gaum, þó með varúð verði að
markað fyrir nýjar vinnsluað-
ferðir.
Spærlingur er lítill fiskur af
þorskætt. Mest af honum mun
talið á svæðinu frá Háadjúpi að
Eldeyjarbanka en hann hefur
einnig fundizt á Papagrunni
vestur og norður á Stranda-
grunn. Veiðar á spærlingi hóf-
ust hér við land 1 969 og hefur
litilsháttar verið stundaðar sið-
an. Hann eraðallega veiddurtil
bræðslu og kann að reynast
búbót, sérstaklega þegar mjöl-
verð er hátt. Tilraunir hafa ver-
ið gerðar með að vinna spær-
ling i lagmeti, sem gefið hafa
heldur góða raun, en þurfa
frekari athugana við.
Sjávarútvegsráðherra hefur
beitt sér fyrir verulegum fjár-
veitingum og framtaki í fiskileit
og tilraunaveiðum og vinnslu,
sem m.a. fengu verulega
aukna fjárveitingu er vörugjald
var hækkað á sl. vetri, aðallega
til fjáröflunar fyrir landhelgis-
gæzluna. Má segja að þessum
þýðingarmiklu þáttum hafi
aldrei fyrr verið sýndur jafn
mikill sómi sem á yfirstandandi
ári. Er það vel, þó enn þurfi
betur að gera. íslendingar hafa
varið ótrúlega litlum hluta
brúttóþjóðartekna sinna til
rannsóknar og tækniþróunar-
mála, eða innan við '/2%, móti
allt að 2'/2% hjá þróuðum ná-
grannaríkjum. Vafalaust er þó
þeim fjármunum vel varið, sem
veitt er til rannsókna á þeim
auðlindum sjávar, sem efna-
hagsleg afkoma og sjálfstæði
þjóðarinnar grundvallasí á I
samtið og framtíð. Þau breyttu
viðhorf til þessara mála, sem
orðin eru i sjávarútvegsráð-
herratíð Matthíasar Bjarnason-
ar eru fagnaðarefni, sem og
gagnmerkt starf fiskifræðinga
okkar og sérhæfðra aðila I
vinnslu sjávarfangs. — Dæmi-
sagan um sildina er ekki ein-
vörðungu víti til varnaðar, held-
ur varðar sá árangur, sem þeg-
ar er sjáanlegur i viðleitni til að
byggja upp stofninn á ný, þann
veg í sjósókn okkar, sem einn
verður genginn til góðs inn í
framtið íslenzks sjávarútvegs.
Við verðum t.a.m. að reyna að
koma i veg fyrir viðkomubrest í
þorski eins og varð í sild. Þar
við liggur líf okkar.
Margeir Pétursson skrifar frá skákmótinu í Amsterdam
Islenzkt
jafntefli í Hollandi
FRIÐRIK Olafsson og Guð-
mundur Sigurjónsson sömdu
um jafntefli f 8. umferð eftir
tilþrif alitla skák IBM-
skákmótsins f Hollandi í gær og
eru f 5. til 11. sæti ásamt Ree,
Kurajica, Gipslis, Ivkov og
Böhm.
Korchnoi og Miles eru efstir
og jafnir með 5!4 vinning. Far-
ago og Szabo eru f 3. til 4. sæti
með 5 vinninga.
Velimirovic, Sax og Ligter-
ink eru með 3'A vinning og
Donner 3, Langeweg rekur lest-
ina með Vá vinning.
Önnur úrslit í 8. umferð urðu
þessi:
Korchnoi-Szabo ‘A—‘A
Ligterink-Donner 0—1 <
Böhm-Sax (bið)
Miles-Velimirovic 1—0
Ree—Ivkov 'A—‘A
Farago—Gipslis 'A—‘A
Langeweg—Kurajica A—‘/.
— 0 —
Farago og Gipslis áttu nær
óteflda skák þegar þeir sömdu
um jafntefli eftir 21. leik. Jafn-
tefli blasti snemma við í skák
Fee og Ivkovs en þeir tefldu
lengi áfram i steindauðri jafn-
teflisstöðu. Ivkov og Gipslis
hafa gert jafntefli í öllum skák-
um sínum.
Velimirovic hefur aðeins gert
jafntefli í einni skák, en í dag
brást honum bogalistin i skák-
inni við Miles. Hann fékk erf-
iða stöðu upp úr byrjuninni og
honum tókst aldrei að jafna
taflið þrátt fyrir góðar tilraun-
ir.
Donner náði snemma yfir-
höndinni f skákinni við Ligter-
ink, fylgdi því vel eftir og þegar
Ligterink gafst upp var liðstap
óumflýjanlegt.
Viðureign Langewegs og
Kurajica var alltaf í jafnvægi
og úrslitin urðu í sámræmi við
það. Meiri sviptingar voru í
skák Korchnois og Szabo, en
Szabo innsiglaði jafnteflið með
snjallri peðsfórn.
Alþjóðlegi meistarinn Böhm
er þekktur fyrir að vera hættu-
legur hvaða andstæðingi sem
er. Hann brá ekki út af vanan-
um og lagði 'Sax að velli f mik-
illi baráttuskák.
c3 — 0-0, 9. h3 — ra5, 10. bc2 —
c5, 11. d4 — dc7, 12. rbd2 —
be6,
(Þessum leik var fyrst beitt í
skák á skákþingi Sovétríkjanna
1975 og er því tiltölulega nýr af
nálinni. Venjulegra framhald
er 12. . . . bd7 eða 12. . .. rc6).
13. rfl — rc6 14. re3 —
(í þessari stöðu lék Tal 14.
d5, og lagði til atlögu á kóngs-
væng eftir 14. ... bc8 með 15.
g4 sem virðist vera öllu væn-
legra framhald en það sem
Guðmundur velur í þessari
skák.)
14. — rxe3, 15. bxe3 — hfc8, 16.
dxe5 —
(Hvítur tekur nú af allan
vafa um væntanleg úrslit
skákarinnar).
16. — dxe5, 17. rh4 — re8, 18.
rf5 — bf8, 19. df3 — f6
Jafntefli.
Mile’s (Englandi) —
Velimirovic (Júgósla-
víu)
1. pf3 — pf6, 2. c4 — c5, 3. d4 —
cd4. 4. pd4 — e6, 5. pc3 —
Lb4; 6. g3 — 0-0, 7. Lg2 — Lc3:s,
8. bc3 — da5, 9. db3 — pc6, 10.
0-0 — te8, 11. pb5 — d5, 12. da3
— Ld7, 13. da5 — pa5, 14. pc7
— pc4, 15. Lg5 — tac8, 16. pe8
— pe8, 17. e4 — h6, 18. Lcl —
pf6, 19. ed5 — pd5, 20. Ld5 —
ed5, 21. tel — Le6, 22. Le3 —
b6, 23. f3 — pe5, 24. tecl —
pf3:s, 25. kg2 — pe5, 26. Ld4 —
pc6, 27. kf3 — Lf5 28. g4 —
Lg6, 29. kf4 — pa5, 30. tel —
Le4, 31. h4 — tc4, 32. tadl —
ta4 33. td2 — pc4, 34. tf2 —
pd6, 35. ke5 — pb5, 36.-g5 — h5,
37. tefl — Le3 38. tgl — Lc4,
39. g6 — f6s, 40. ke6 — pc3, 41.
Lc3 — d4s, 42. ke7, svartur
gefur.
Guðmundur Sigurjóns-
son — Friðrik Ólafsson
Spánski leikurinn.
1. e4 — e5, 2. rf3 — rc6, 3. bb5
— a6, 4. ba4 — rf6, 5. 0-0 — Friðrik og Guðmundur gerðu jafntefli og eru í 5. sæti ásamt fleiri
be7, 6. hel — b5, 7. bh3 — d6, 8. skákmönnum.
Miles og Korchnoi eru nú f efsta sæti.