Morgunblaðið - 15.07.1976, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JULt 1976
35
/
Olympíuliðið til Montreal í dag
Elías Sveinsson bætist í keppendahópinn
ISLENZKA Ólympfuliðið sem
tekur þátt f leikunum ( Montreal
heldur vestur um haf með flugvél
Flugleiða I dag. Þrfr keppendur
og flokkstjóri þeirra eru farnir og
var það sundfólkið sem var fyrr á
ferðinni, enda á það að hefja
keppni strax um helgina. Is-
lendingarnir verða meðal þeirra
sfðustu sem koma til Montreal.og
mun það fyrst og fremst.vera gert
I sparnaðarskyni að senda liðið
ekki fyrr vestur.
t gær tók stjórn íslenzku
Olympíunefndarinnar ákvörðun
um að Elias Sveinsson tugþraut-
armaður bættist í hóp keppenda,
og kemur hann i stað Stefáns
Hallgrimssonar sem valinn hafði
verið til keppni i tugþraut en gat
ekki farið vegna meiðsla. Sendi
Olympíunefndin út fyrirspurn
um hvort Elías gæti komið i stað
Stefáns og fékk jákvætt svar frá
Montreal um miðjan dag í gær.
Má fullvist telja að enginn
Olympiufari hafi verið valinn
með skemmri fyrirvara en Elías.
Islenzku keppendurnir á
Olympíuleikunum að þessu sinni
verða því 13 talsins, og er vonandi
að þar sé ekki um að ræða neina
óhappatölu og keppnisfólkið nái
sínu bezta í hinni hörðu viðureign
leikanna, enda skiptir það i raun
og veru mestu máli. Vonir um
verðlaun eða stig eru litlar sem
engar að þessu sinni, fremur en i
fyrri skiptin er tslendingar hafa
verið meðal keppenda á Olympíu-
leikum.
Olympiufararnir munu eggja af
stað til Kanada kl. 17.00 í dag og
verða komnir til Montreal kl.
18.00 að staðartima. Tímamis-
Elfas Sveinsson var valinn f Ólympíuförina aðeins sólarhring áður
en lagt skyldi af stað til Montreal. Þar mun hann keppa f tugþraut í
stað Stefáns Hallgrimssonar.
Vilja hætta öllum íþrótta-
samskjptum við (slendinga
- Færeyingar telja sér misboðið af KSI
STJÓRN Knattspyrnusambands
tslands er ekki alltof vinsæl i
Færeyjum um þessar mundir og
er ástæðan sú, að færeyskir knatt-
spyrnuunglingar fá ekki að taka
þátt ( Norðurlandamóti unglinga
f knattspyrnu, sem fram fer hér-
lendis f ágústbyrjun. Blaðið 14.
september I Færeyjum birti ný-
lega mjög harðorða ritstjórnar-
grein um mál þetta og fer hér á
eftir lausleg þýðing greinarinnar:
„Svar Færeyinga við þessari
vanvirðingu, sem íslendingar
sýna okkur er einfalt. Iþróttasám-
band Færeyja á að hætta nú þeg-
ar við þátttöku í þeim mótum sem
búið var að ákveða að færu fram
milli tslendinga og Færeyinga.
Þarna er raunverulega ekki um
að ræða spurninguna um að
mógðast, heldur væri það rökrétt
svar og ákveðið til íslendinga. Ef
spurt er um það hvort við höfum
eitthvað að læra af útlendingum á
iþróttasviðinu, er vissulega hægt
að svara þeirri spurningu strax á
þann veg, að ísland er ekki það
land sem við getum lært mest 'af,
og vist er að vinátta og sú frænd-
semi sem alltaf er verið að tala
um milli þessara þjóða er ekki
heitari en jökulvatnið þegar
Knattspyrnusamband fslands á
hlut að máli. Færeyskt íþróttafólk
getur vel verið án íslenzka
íþróttafólksins.
Það að heimskir menn sitja nú i
stjórn Knattspyrnusambands ts-
lands, er ekki viðhlítandi skýring
á þessu máli. Hér er um að ræða
svo gróflegt brot á venjulegum
mannasiðum og samskiptum milli
landa, að það á að taka upp á
pólitískum vettvangi. Það er eng-
in ástæða til annars en að íslenzka
knattspyrnusambandið fái að vita
að framkoma þess i málinu er
með öllu ósæmileg."
Morgunblaðið hafði i gær sam-
band við Ellert B. Schram, for-
mann Knattspyrnusambands Is-
lands og las fyrir hann leiðara
blaðsins.
— Það er rétt að við vorum
búnir að bjóða Færeyingum til
þessa móts, en urðum siðan að
hafa samband við þá og tilkynna
þeim að af þátttöku þeirra gæti
ekki orðið, sagði Ellért. — En
ástæða þess er allt önnur en fær-
eyska blaðið vill vera láta. Hún er
sú að við urðum að láta undan
hinum Norðurlandaþjóðunum,
sem ekki vildu þátttöku Færey-
inga, en lögðu hins vegar áherzlu
á að við biðum til þátttöku ein-
hverju Evrópulandi sem þau eiga
mest samskipti við, og varð
Vestur-Þýzkaland fyrir valinu.
Við reyndum allt sem við gátum
tii þess að Færeyingarnir gætu
verið með, en spurningin var orð-
in um það hvort af mótinu yrði
eða ekki. Ástæðan sem hinar
þjóðirnar gáfu upp voru þær að
Færeyjar væru ekki i FIFA eða
UEFA, og því væri ekki hægt að
bóka landsleiki við þá sem slíka.
— Mér finnst það koma úr hörð-
ustu átt þegar vegið er að Knatt-
spyrnusambandi íslands vegna
íþróttasamskipta við Færeyjar,
sagði Ellert, — Talsmenn sam-
bandsins hafa jafnan barizt fyrir
málstað Færeyinga á þeim fund-
um knattspyrnusamtaka þar sem
möguleiki hefur verið að koma
þessu máli á dagskrá, og KSÍ hef-
ur i mörg ár lagt áherzlu á að hafa
samskipti við Færeyinga, og ýmsu
hefur orðið að hliðra til hér til
þess að svo gæti orðið, og það
höfum við jafnan verið tilbúnir
að gera. Við höfum verið mjög
ánægðir með þessi samskipti og
viljað gera okkar til þess að þau
gætu haldið áfram jafn vinsam-
lega og verið hefur til þessa, og
KSÍ er jafnan tilbúið til þess að
veita Færeyingum þann stuðning
sem því er mögulegur. Það er þvi
af og frá að segja að það hafi verið
okkar heimska sem réði þvi að
Færeyingar fá ekki að vera með I
umræddu móti.
munur á tslandi og í Kanada eru
fjórar klukkustundir.
Auk keppendanna 13 fara héð-
an fararstjórar, þjálfarar og
flokkstjórar, auk nokkurra for-
ráðamanna sérsambanda sem
sitja munu ársþing viðkomandi
iþróttagreina er haldin verða i
Montreal jafnhliða leikunum. Má
nefna að á vegum Knattspyrnu-
sambands tslands fara þeir Ellert
B. Schram og Friðjón Friðjóns-
son, Torfi Tómasson fer á vegum
Sundsambands tslands og Sigurð-
ur Björnsson á vegum Frjáls-
íþróttasambands tslands.
Þrír islenzkir fréttamenn verða
á leikunum: Jón Ásgeirsson frá
Utvarpinu, sem þegar er kominn
til Montreal, Ágúst I. Jónsson frá
Morgunblaðinu og Sigurður
Magnússon frá Iþróttablaðinu, en
Sigurður mun jafnframt heim-
sækja Olympiuleika fatlaðra er
haldnir verða í Kanada á sama
tíma og Olympíuleikarnir.
2. OG 3. DEILD
í FRJÁLSUM
Bikarkeppni F'rjálsiþróttasam-
bands íslands i 2. og 3. deild fer
fram 24. og 25. júlí n.k.
2. deild fer fram i Hafnarfirði
og sér Fimleikafélag Hafnarfjarð-
ar um mótið. Mótið hefst báða
dagana kl. 14. Eftirtalin lið hafa
rétt til þátttöku í 2. deild: HSH,
FH, UMSE, UMSB, UNÞ og HVI.
HSÞ sigraði í annarri deild i fyrra
og keppir því í 1. deild að þessu
sinni, en HSH sem varð neðst i 1.
deild í fyrra keppir í 2. deild í ár.
3. deild fer fram á Blönduósi
24. júlí og hefst kl. 14. Ungmenna-
samband Austur-Húnvetninga sér
um mótið. Rétt á þátttöku eiga öll
félög og sambönd sem ekki eiga
rétt til keppni í 1. eða 2. deild.
Eftirtaldir aðilar hafa tilkynnt
þátttöku i 3. deildar keppninni að
þessu sinni: USVS, UMSS,
USAH, USVH og UMF Vísir á
Ólafsfirði.
Meistaramótið
Meistaramót tslan’ds i frjálsum
íþróttum karla og kvenna fer
fram á Laugardalsvellinum 7., 8.
og 9. ágúst n.k. Þátttökutilkynn-
ingar þurfa að berast Jóhanni Jó-
hannessyni, Blönduhlíð 12, simi
19171, fyrir 24. júli n.k., ásamt
þátttökugjaldi, sem er kr. 100,00
fyrir hvern keppanda í grein.
Frjálsíþróttadeild Ármanns sér
um mótið að þessu sinni.
Leiðrétting
Þau mistök urðu í blaðinu i gær að
sagt var að Ólöf Geirsdóttir hefði sigr-
að i kvennaflokki án forgjafar i keppn-
inni um tékknesku krystalvasana á
Nesvellinum. Hið rétta er að Sigrún
Ragnarsdóttir sigraði i flokknum og er
beðizt velvirðingar á þessum mistök-
um.
(QÖOLYMPÍULEIKAR
E/tJ
<V/€ F/L V //1
h /At« 47W/S*
SF'”
T-TA
OAtSF
rs\
/9
r//t /v/*/t
sro-öJ
S/rf+t/
ym P/jLítSJrju/n
cos
I Zy l&BVIL-LION—AVAH\ AW\ SIUDIOS
3
yíl/j /> rr/ e/*Mtá St</t / 9 /*» P* ,
/ //Astó**' , /»\/>
f/jt/ /T/Ífi/ SfíMfí Á/lA/lC/H t>G-
S/6<J* /é e/*/t/r//J, f,/ </A/L
j/e/A>smer, /.c&> /* . xe/tA st//t-é-/
Jo/to S/tMT P/tMD
þ/t/t ei> t)Ó/n/t/i/t/i/V//i rd'i Dj
fívpe/t-o xJ/toe’, se’/r /jjs/Jt
e/t J/fJ/t.i/e/S'/ó/Oioccea/i.
06 þfíO J/t/L
Sfí/fíi fíf/tA/Jit/j/A
'fí 60Le/fic/AJM.
fíú/J s/tctt : . 66
fít/jffí fí fílMC&tf/.
fí/ÍrT 6/tfíS 06
fJ//JÞ/tfí/J//l
fJ/t/e-Þfí /n/f eee/'[
Ufí HtiS/f /f/f. rrJc ee/ ,
Stu. S//S// me* t/ofí- ,
JÞ'Þ fí JA/Afí t/A/ÞI
AQF/eJí bFTY/7
66CSfí : „//fíJS/fífí ,
T6/1 eVAST, OC Sfífío U/C-
Ott/fífí sfí/ti þ'fí fc rfí •;
© BEAVERBAOOK NEWSPAPERS MT6
3*06 Jfífífí fíifí-fí
fíeí-þtJ T/rt-fífífí
! ts-ot.6/ OC þfíf
rousT /tffí/z/ /net)
4>6/fí\ fíjfífícc I,
fffíi 6fíCt/J iþ/firrrA
Kofífí fíffJfí f/Þfífí
SYfíT.
Boðhlaup til
Montreal
MENN nota mjög mismunandi
aðferðir til þess að ferðast til
Ólympluleikanna I Montreal, og
fannst t.d. 14 félögum í fþrótta-
klúbbi lögreglumanna í Los
Angeles tilvalið að nota þetta
tækifæri til þess að hreyfa sig
svolltið. Frá Los Angeles eru
6070 kílómetrar til Montreal og
efndu lögreglumennirnir til boð-
hlaups þessa vegalengd. Hver
maður hleypur 433 kHómetra og
er ætlunin að hver hlaupi 16
kflómetra á dag.
986 stúlkur
aðstoða
Ólympíugesti
ÞEGAR framkvæmdanefnd
Ólympiuleikanna í Montreal aug-
lýsti eftir stúlkum til starfa á leik
unum sóttu alls um 5000 stúlkur
um þau störf. Af þeim voru 986
ráðnar, og eru þær á aldrinum
20—48 ára. Urðu konurnar að
gangast undir strangt próf þar
sem spurt var allt milli himins og
jarðar áður en þær voru ráðnar,
auk þess sem þær urðu svo að
gangast undir læknisskoðun og
ræða við sálfræðinga. 240 af þeim
stúlkum sem ráðnar voru eiga að
starfa fyrir framkvæmdanefndina,
200 starfa sem túlkar í Ólympiu-
þorpinu, 360 eiga að aðstoða hina
fjölmörgu fréttamenn á leikunum
og 186 eiga að vera til vara og til
þe ss að aðstoða áhorfendur á leik-
unum.
Stúlkurnar verða klæddar í
rauða jakka, röndótt pils og rönd-
óttar blússur og þær munu einnig
bera röndóttar húfur. Verða þær
að hlíta mjög ströngum reglum
um umgengni sína við gestina, en
þó er þeim heimilt að umgangast
þá að vild I frltlmum slnum sem
reyndar munu ekki verða margir.
Meðal þess sem stúlkunum er
bannað er að nota tyggigúmmí og
reykja og þær mega heldur alls
ekki fara úr sokkunum, hversu
heitt sem verður í veðri.
Enginn frá
Madagascar
MADAGASCAR sendir enga þátt-
takendur til Ólympíuleikanna I
Montreai. Ástæðan er sú að
Ólympfunefndinni þar þótti eng-
inn fþróttamaður vera það góður
að hann ætti erindi á leikana.
Quebec slær
QUEBEC-FYLKI \ Kanada leitar
nú eftir lánafyrirgreiðslu vegna
hins mikla kostnaðar við
Ólympiuleikana. Er fylkisstjórnin
að reyna að fá 700 milljón
dollara lán til þess að geta staðið
við skuldbindingar sínar. Talið er
að heildarkostnaður við mann-
virkjagerð í Kanada nemi um 1,4
milljörðum dollara. Af þeim 700
milljón dollurum, sem Quebec
ætlar sér að slá, er áætlað að um
250 milljónir fáist lánaðar í
Kanada en 450 milljónir í öðrum
löndum, mest í Bandaríkjunum.