Morgunblaðið - 15.07.1976, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 15.07.1976, Qupperneq 36
V Hreinn varp aði 20,24 m Stytzta kast hans var 19,60 m HREINN Halldórsson, KR, setti nýtt íslandsmet í kúluvarpi á móti sem efnt var til á Laugardals- vellinum í gær og varpaði hann 20,24 metra, og skipar Hreinn sér þar með í raðir beztu kúlu- varpara heimsins í ár. Ekki er vitað nákvæm- lega hversu margir kúlu- varparar hafa varpað lengra í ár, en sennilega eru þeir um tuttugu, og flestir þeirra frá Sovét- ríkjunum. Hreinn bætti eldra islands- met sitt, sem var 19,97 metrar tvivegis i gær. Hann varpaði 19,66 metra i fyrstu tilraun sinni, siðan 19,60 metra, en gerði þriðju tilraun sina ógilda. I fjórðu umferð varpaði hann 20,01 metra, gerði ógilt i fimmtu tilraun en varpaði 20,24 metra I sjöttu umferð. Hreinn hefur nú bætt kúlu- varpsmet sitt um 70 sentimetra á tæpu ári, og virðist engan veginn munu Iáta staðar numið við svo búið. Bendir þetta afrek Hreins og öryggið i köstum hans til þess að hann eigi að vera nokkuð öruggur um að ná lágmarki því sem þarf til að komast i aðalkeppni kúluvarps- ins á Olympíuieikunum í Montreal, en það er 19,40 metr- ar. Annar í keppninni í gær varð Guðni Halldórsson, KR, sem varpaði 17,40 metra. Hreinn Halldórsson, KR, virtist kunna vel við sig 1 islenzka Olympíubúningnum ( gær, en þá tók RAX þessa mynd — áður en keppnin hófst þar sém Hreinn tvíbætti fslenzka metið 1 kúluvarpi. Loftmengunin við Miklubraut mun meiri en frá Aburð- arverksmiðjunni MENGUN lofts á mikilli ímferðargötu á borð við Vliklubraut af völdum út- ilásturs bíla er töluvert meiri en frá Áburðarverk- smiðju ríkisins í Gufunesi. Þetta eru í stórum dráttum niðurstöður mælinga Harð- ar Þormars hjá Rann- >óknastofnun iðnaðarins, >em hann gerði í fyrra á töfnunarefnisoxíði við Miklubraut og Miklatorg í fyrra til að fá m.a. saman- Reynt að greiða úr vinnslu- erfíðleikum sumarloðnunnar „ÞAÐ er ekkert iaunaungarmál, að þegar þessir erfiðleikar komu upp hjá verksmiðjunum með að vinna loðnuna og rætt var um að þær yrðu að hætta að taka á móti, þá kom það til tals meðal okkar skipstjóranna á loðnuskipunum að úr því að svo væri, kæmi ekki annað til greina en að fá hingað Norglobal, þvf að þeir geta auð- veldlega ráðið við þetta vanda- mál,“ sagði Páll Guðmundsson, skipstjóri á Guðmundi RE, í sam- tali við Morgunblaðið f gær, en Guðmundur var þá að landa fyrsta farminum til fiskimjöls- verksmiðjunnar f Bolungarvfk. Nokkur tvfsýna hefur verið nteð framvindu sumarloðnu- veiðanna fyrir norðvesturhorni landsins vegna þess að loðnan sem veiðst hefur þolir illa flutninginn til lands vegna mikiliar rauðátu f henni og farmurinn einatt orðið að mauki f lestunum, sem sfldarverksmiðjur rfkisins f Siglufirði hafa sfðan lent f miklum erfiðleikum með að vinna úr. Von er þó til að úr þessu rætist, þar sem sérfræðingar hafa lagt á ráðin um hvernig draga megi úr þvf að loðnan fari svo illa, jafnframt þvf sem sérstöku efni hefur verið komið um borð I veiðiskipin sem blanda á f farm- inn til að styrkja hann. Morgunblaðinu barst í gær svo- hijóðandi fréttatilkynning frá Félagi ísl. fiskmjölsframleiðenda: „Um síðustu helgi bárust Sildarverksmiðjum ríkisins í Siglufirði nokkrir farmar af Loðnuskip á miðunum 2 bátar afla vel á línu við Grænland TVÖ fslenzk fiskiskip hafa að undanförnu verið f útilegu með Ifnu við Grænland og munu hafa aflað allvel. Skipin eru Bergþór frá Grindavfk og Guðmundur Pét- urs frá Bolungarvfk en um borð f báðum þessum skipum er norska beitingavélín, sem mjög virðist vera að ryðja sér til rúms hj* fslenzka vertfðarflotanum. 'Samkvæmt upplýsingum s . Morgunblaðið hefur aflað er mun þessi beitingavél, sem c af Mustad-gerð. verða komin um borð I kringum tíu fiskiskip fyrir áramót en pantanir eru fyrirliggj- andi allt fram til næsta hausts. Beitingavél var einna fyrst sett um borð í Guðmund Péturs og þykir hún hafa gefið góðan árang- ur, enda þótt við nokkra byrjun- arörðugleika hafi verið að etja, einkum vegna þess að áhöfn var óvön tækinu. Hins vegar binda margir útgerðarmenn miklar von- ir við beitingavélina og telja jafn- vei að hún kunni að geta valdið byltingu innan sjávarútvegsins. Raunasaga úr umferðinni . . . HARÐUR árekstur varð f Kjósinni í gærdag, þegar fólks- bfl var þar ekið inn undir vörubflspall, en vörubfllinn var að beygja út af veginum inn á afleggjara. Fólksbíllinn skemmdist mik- ið í árekstrinum, en í biinum voru hjón og slasaðist konan sem sat í framsætinu nokkuð, mun hafa handleggsbrotnað. Hjónin voru að fara i sumar- leyfisferð norður í land en þetta var fyrsti sumarleyfis- dagur mannsins og ætluðu hjónin að aka í striklotu í sól- ina á Akureyri. Má segja að þetta hafi verið sviplegur endir á því sumar- leyfi, því að konan var flutt á sjúkrahús, bifreiðin mun nær ónýt eftir áreksturinn og maðurinn hafði aðeins hálfum mánuði áður sagt upp kaskó- tryggingunni á bifreiðinni, sem hann hafði verið með um árabil og þar sem bonum hafði á því tímabili ekki hlekkst á I umferðinni að ráði, taldi hann að nú væri sér óhætt. loðnu, sem í upphafi hafði verið úttroðin af rauðátu. Þoldi loðnan illa flutning frá miðunum til lands. Sumir farmarnir voru orðnir að mauki þegar að landi kom. Bezt var ástand þeirrar loðnu sem kom úr bv. Sigurði RE 4, skipstjóri Haraldur Ágústsson. Loðnan sem fór að miklu leyti i mauk við flutninginn varð að graut sem stöðvaði vinnslu verk- smiðjunnar, þar sem ekki náðist nægilegur þrýstingur á pressum. Loðnumjölið varð því alltof feitt, og stiflaði mjölflutningskerfi verksmiðjanna. Við vinnsluría myndaðist ekki nægilega mikið af föstu mjöli (pressukökur) til þess að unnt yrði adt blanda pressukök- una þeim soðkjarna sem myndað- ist vegna uppiausnar loðnunnar. Af þessum sökum gáfu verk- smiðjurnar út sl. sunnudag til- kynningu til veiðiskipanna um að verksmiðjurnar sæju sér ekki fært að taka á móti meira magni af loðnu í uppleystu ástandi, þar sem það myndi hafa í för með sér stöðvun verksmiðjunnar. • 1 samráði við dr. Björn Dag- Framhald á bls. 20 burð við mengunina frá Áburðarverksmiðjunni. Að sögn Harðar er ekki endan- lega búið að ganga frá skýrslu um þessar athuganir. Hörður sagði þó, að umferðarmengunin væri langt innan við það sem talin væru hættumörk í þessum efnum en engu að síður væri mengunin vel mæianleg og mun meiri en sú loftmengun, sem bærist frá Áburðarverksmiðjunni. Hörður sagði, að það væri at- hyglisvert með loftmengunina frá Aburðarverksmiðjunni, að enda þótt reykurinn þaðan væri tölu- vert áberandi, þá væri það mis- vindasamt hér að reykurinn stæði aldrei lengi í sömu átt, og þegar tekið væri hálftíma meðaltal reyndist vera sáralítil mengun á tilteknum stað. Hins vegar skag- aði loftmengunin á Miklubraut- inni upp i samsvarandi mælingar sums staðar erlendis, enda þótt hún væri langt frá því að vera hættuleg, eins og dæmi væru um i ýmsum stórborgum. Hasssmvgl- *\ / O / • ío a ðpani dómtekið 30. september MAL Islendingsins sem nú sit- ur i fangelsi á Spáni vegna tilraunar til að smygla 4 kg af hassi inn í landið, verður tekið til dóms 30. september n.k. Ennþá er unnið að rannsókn þessa máls hér heima, en ekk- ert nýtt er að frétta af henni. Ræðismaður Islands á Costa del Sol heimsótti manninn fyr- ir skömmu i fangelsið, en ræð- ismaðurinn fylgist náið með framgangi málsins. Kjarnfóður hækk- ar á næstunni KJARNFÓÐUR hækkar væntan- lega töluvert á næstunni og allt þar til kemur fram f september- mánuð n.k. Er þar um aö ræða áhrif frá hækkandi verði á fisk- mjöli og soyamjöli og koma þar til kaup Rússa á verulegu magni af mjöli f Bandarfkjunum auk þess sem þurrkarnir f Evrópu hafa þarna einnig áhrif. Þetta kom fram í samtali Mbl. við Sig- urð Á. Sigurðsson hjá fóðurvöru- deild SlS. Sagði Sigurður að hann hefði fyrst f gær rekið sig alvar- lega á þetta hækkandi verðlag á fóðurvörum og var þar um að ræða svfnafóður, sem f er notað soyamjöl. Sigurður sagðist ekki geta sagt til um hvenær þessar hækkanir yrðu en þær yrðu væntanlega töluverðar og nú væri framundan um 5% hækkun á kúafóður- blöndu. Ekki er I því tilviki ein- ungis um að ræða hækkun á hrá- efni, heldur hefur Efnahags- bandalagið nú lækkað niður- greiðsiur sínar á kjarnfóðri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.