Alþýðublaðið - 04.12.1930, Blaðsíða 3
ALÞ YÐUBtiAÐ!])
8
50 anra. 50 anra.
Eleplaant-cinarettnr.
L|úffengar og kaldar. Fást alls staðar
f heildsðln hfá
Tðbaksverzlnn Isiands h. í.
Fðtln yðár
verða sem ný, ef þér komíð þeim til iagmanns. Sérstök
deild fyrir kemíska fatahreinsun á allskonar karlmánna- og
kven-fatnaði, ásamt viðgerð og pressun (smá viðgerðir
innifaldar i verðinu). — — Vinnan er framkvæmd
með nýtízku vélum og áhöldum af æfðu starfsfólki.
V. SGIIAl klæðskeri,
Frakkastig 16. simi 2256.
lítilf]örlegrar sektargreiðslu, þá er
tæplega hægt áð vænta þess, að
dómstólamir haldi lengi áliti sínu
hjá þjóöinni eða trausti hennar.
Loks verð ég að minna yður,
góða frú! sem virðist trúa svo
mjög á óskeikulleik dómaranna,
á, að vaxtatökumál bæjarfóget-
ans hefir komið undir 4 dómara:
undirréttardómarann og 3 hæsta-
réttardómara. Að eins 2 af þess-
um 4 dómurum álíta dóm hæsta-
réttar réttan, hinir tveir álíta hann
ekki réttan. Hverjir 2 af þessum
4 eiðsvömu, óskeikulu dómurum,
hafa rétt fyrir sér?
Þér munuð segja: Þeir, sem
dæmdu Jóhannes til hinnar væg-
ari refsingar.
En jafnvel þeir dæmdu Jó-
hannes sekan um lagabrot. Jafn-
vel þeir töldu málshöfðunina
fullkomlega réttmæta, en alls ekki
pólitíska ofsókn, og dæmdu Jó-
hannes til að greiða. sekt og
málskostnað fyrir báðum dóm-
stólum.
Mér þykir leiðinlegt, að þér
skulið hafa í huga að hætta að
skrifa um vaxtatökumálið og
dóm hæstaréttar. Bréfin yðar hefi
ég birt með mikilli ánægju og
leyfi mér að vona, að þér, við
nánari athugun, sjáið yður um
hönd og sendið mér línu.
15. nóv.
Ritstj.
SíjórnsfmyncÍHn i Anstnrrlhl.
Vinarborg, 3. dez.
Unáted Press. — FB.
Dr. Otto Ender hefir myndað
nýja stjórn. Er hann sjálfur
kanzlari, Schober varakanzlari og
utanmkismálaráðherra, en Franz
Winkler innanlandjsráðherra.
Stefnuskrá Alþýðu-
flokksins
í bæja- og sveíta-málum.
AJþýðuflo kkurinn er eini flokk-
urinn hér á landi, sem hefir skýra
og ákveðna stefnuskrá í lands-
málum. Enn þá hefir ekki verið
samin sundurliðuð stefnuskrá
fyrir flokkinn í bæja- og sveita-
málum. Þetta er nú orðið svo
aðkallandi, að ekki má lengur
dragast, ef fult samræmi á að
fást í starfsemi Alþýðuflokks-
manna í bæja- og sveita-stjórn-
um. Alþýðuflokkurinn hefir nú
hreinan meiri hlutaí5 af 8 kaup-
stöðum landsins og fulltrúum
hans í sveitastjórnum fjölgar
með ári hverju, Fyrir þvi samþ.
sambandsþingið að skora á sam-
bandsstjórn:
cið isemja stefnuskrá fyrir Al-
þýðuflokkinn í bæja- og
sveita-málum og leita álits
fjórðungssambandanna um
hana áður en gengið er frá
henni til fulls.
KolanámadeUan skozka.
Lundúnum, 4. dez.
United Press. — FB.
Á fundi framkvæmdarnefndar
námumannasambandsins og for-
sætisráðherra lagði forsætisráð-
herrann mjög að námumönnum
að fallast á friðarskiiimála í deil-
unni, en þeir tóku þvi ólíklega,
og er búist við, að námumenn
taki nú ákvörðun um hvort hefja
skuli verkfall um alt landið.
Skipafréttir. „ísland" fór utan í
gærkvelddi.
Bjðrganarstarfsemi
og landhelgisgœzla.
Á sambandsþinginu báru fulj-
trúar úr öllum fjórðungum lands-
ins fram kröfur um aukna land-
helgisgæzlu, til várnar ágengni
erlendra og innlendra landhelgis-
brjóta, og enn fremur áskoranir
þess efnis, að í sambandi við
iandhelgisgæzluna væri komið
á 'skipulegri björgunarstarfsemi
þann tírna árs, sem fiskveiðarnar
eru áhættumestar. Eftir ítarlegar
umræður var tillögunum öllum
vísað til sambandsstjórnar og
eftirfarandá ályktun samþykt í
einu hljóðd:
„10 þing Alþýðusambands ís-
landis felur þingmönnum flokks-
ins að hlutast til um að tekiö
verði til rækilegrar athugunar,
hverniig heppilegast verði fyrir
komið aukinni björgunarstarfsemi
og landhelgisgæzlu við alt land-
ið.“
Enn fremur var samþ. till. þess
efnis að skora á þingmenn flokks-
ins að beita sér fyrir því, að
björgunarskip verði fyrir Norð-
urlandi (á Siglufirði) yfir haust-
yertíðina ár hvert.
Radíóvitar,
Loks var samþ. að fela þing-
mönnum flokksáns að vinna að
því þegar á næsta þingi, að kom-
ið verði upp radióvitum í. sam-
bandi við Ijósavitana á þeim
stöðum á ströndum landsins,
sem hættulegastir eru taldir sjó-
farendum.
Sljalassfo AlMðnfiokhslns.
„Sambandsþdngið felur væntan-
legri sambandsstjórn að gera
gangskör að því að koma á lagg-
irnar sérstöku safni fyrir Alþýðu-
flokkinn. Sé þar reynt að draga
saman á einn stað öll þau verk-
lýðsblöð, sem komið hafa út hér
á landi, allar bækur og rit á ís-
lenzkri tungu fyrst og frernst,
sem fjalla um verklýðsmál og
jafnaðarstefnuna, svo og allar
gamlar gerðabækur og skjöl
verklýðs- og jafnaðarmanna-fé-
laga, sem félögin þurfa ekki leng-
ur að nota. Ennig skal þar safp-
að saman minjagripum, er standa
í sambandii við merka viðburði
í alþýðuhreyfingunni á Islandi og
annað það, sem skýrir sögu og
þróun íslenzkrar verklýðshreyf-
ingar. Safn þetta verði háð um-
ráðum og eftirliti sambands-
stjórnar."
Tiilaga þessi var samþ. í einu
liljóði á sambandsþinginu.
Dagsbrúnarfundur verður ann-
an laugardag.
Togaixtrnir. „Otur" og „Skúii
fógeti" komu í gær frá Engíandi
og í (morgun „Bragi" og „Tryggvi
ganxli".
Bænir
tilheyrandi „Árin og eilífðin 1“
eftir próf. Harald Nielsen eru
nýprentaðar og fást i Hljóðfæra-
verzlunum frú Viðar og Helga
Hallgrimssonar og í bökaverzlun-
um Snæbjarnar Jónssonar, Þórar-
ins Þorlákssonar og í ísafold-
Enn fremur fæst eftir sama höf-
und „Kristur og kirkjukenningarn-
ar“ og prédikunasafnið „Árin og
eilífðin I. og II“.
Ljósmindastofi
Sigurðar Guðmimdssouar
Sími 1980. Lækjargötu 2.
Allir þeir, sem ætla og hafa
beðið mig fyrir vinnu fyrir jólin,
ættu að koma og tala við mig hið
allra fyrsta, sökum þess að jóla-
annirnar eru þegar byrjaðar.
Sömuleiðis þeir, sem eiga hjá
mér gamlar myndir til eftirtöku
og stækkunar og þurfa að fá þær
þá. —
Virðingarfyllst,
Signrður Guðmundsson.
Ankakosninff í Bretlandi.
Jatnaðarmaður kosinn.
Lundúnum, 3. dez,
United Press. — FB.
Aukakosning fer fram í dag í
Whitechapelkjördæmi. Er kosinn
fulltrúi í stað jafnaðarmannsins
Harry Gostíng, sem er iátinn.
Kosningabaráttan í Whitechapel
var háð af miklu kappi og hefir
aðaliega verið deilt um atvinnu-
leysismálin og fræðslu-frumvarp
stjórnarinnar, en í því er gert
ráð fyrir, að börn stundi skóla-
nám tíl 15 ára aldurs og foreldr-
arnir fái styrk, þegar nauðsyn
krefur.
United Press. —- FB.
Lundúmrm, 4. dez.
James Hail jafnaðarmaður var
kosinn í Whitechapel, hlaut 8544
atkvæði. Janner (FrjálsL fl.) fékk
7445 atkv., Guinnes (ihaldsm.)
3735 og PolJitt (kommúnisti) 2106.
Eins og hinn látni þingmaður,
Harry Gosling, er núverandi sig-
urvegaii einn af leiðtogum flutn-
inga verkamanna.
Fjárlagafromvarp Bandarikja-
plngsins.
Washington, 4. dez.
United Press. -r- FB.
í fjá rlagafrumva rpinu, eins og
það er íagt fyTir þingið, er nokk-
ur tekjuafgangur eða 30 mdiljónir
og 600 þúsund dollarar. Otgjöldin
eru áætluð 4 milljaröar 54 miilj.
og 200 þúsund dollarar, en voru
4 milljarðar og 14 millj. dollara
í núverandi fjár.lögum.