Morgunblaðið - 17.10.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.10.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. OKTOBER 1976 13 V etr arstarf Söngsveitarinn- ar Fílharmóníu Nýr söngstjóri stjórnar sveitinni, Martin Hunger Fridriksson VETRARSTARF Söngsveitarinn- ar Fílharmonfu er nú að hef jast. Eins og undanfarin ár verða æfð kórverk til flutnings með Sin- fónfuhljðmsveit fslands. Verður fyrsta æfingin f Melaskólanum mánudaginn 18. október. Söng- stjóri er Martin Hunger Friðriks- son og er þetta fyrsta starfsár hans méð Söngsveitinni. Dr. Róbert A. Ottósson stjórn- aði Söngsveitinni frá stofnun hennar.1959 allt til dauðadags hinn 10. mars 1974 og stjórnaði hann jafnan flutningi verkanna á tónleikum. Eftir andlát hans var sú tilhögun upp tekin, að söng- stjórar æfðu kórverkin með Söng- sveitinni, en Karsten Andersen aðalhljómsveitarstjóri stjórnaði Martin Hunger Friðriksson. flutningi verkanna á tónleikum. Söngstjórar voru þeir Garðar Cor- tes árið 1974—75 og Jón Asgeirs- son síðastliðinn vetur. Nú hefur orðið að samkomulagi við Sinfóníuhljómsveitina, að Söngsveitin Fílharmónía flytji ásamt henni Messu f As-dúr eftir Franz Schubert á tónleikum i apr- íl n.k. undir stjórn söngstjóra Söngveitarinnar, Marteins Hung- ers Friðrikssonar. Annað verk- efni Söngsveitarinnar í vetur verður ,,Völuspá“ eftir Jón Þórar- insson, sem verður flutt með Sin- fóníuhljómsveitinni á tónleikum 10. febrúar n.k. undir stjórn Karstens Andersens, en Marteinn Hunger Friðriksson mun æfa verkið með Söngsveitinni. Martin Hunger, eða Marteinn Friðriksson, eins og hann heitir sem islenzkur ríisborgari, er þekktur af starfi sínu sem organ- isti við Háteigskirkju og kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík, þar sem hann hefur undanfarin ár m.a. stjórnað Tónlistarskóla- kórnum og hljómsveit skólans siðastliðinn vetur. Hann hefur Lágu haustfargjöldin okkar lengja sumaríð hjá þér 30% lækkun á fargjöldum býöur upp ásumarauka fyrir okkartil Evrópu á tímabilinu þig í stórborgum Evrópu. 15.september til 31.október, fwgfielac loftleidir ISLAJVDS Félög með eigin skrifstofur í 30 stórborgum erlendis stjórnað flutningi margra kór- verka með og án hljómsveitar með kirkjukór Háteigskirkju og öðru söngfólki. Martin Hunger hlaut tónlistarmenntun sína í tón- listarháskólunum í Dresden og Leipzig, þar sem hann lagði eink- um stund á kirkjutónlist og hljómsveitarstjórn, auk annarra tónmenntagreina. Söngsveitin Fflharmonfa. 22480 AUGLYSINGA SIMINN ER:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.