Morgunblaðið - 17.10.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.10.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. OKTÖBER 1976 Björn Sigfússon: i. þjoðmalið NÆSTA EFTIR ÞORSK- VÖRN ER BEIZLUN JÖK- ULFALLA OG HAHITA Líkt og stækkun efnahagslög- sögu í hafi vannst I sjálfstæðis- baráttu 1948—76, mun hin úr- slitabaráttan næstu áratugi ekki vinnast nema í áföngum þrep af þrepi. Á hlykkjóttu belti frá Reykjanestá um Hengil, Langjök- ul, um jökulvatnaupptökin öll og úr Kverkfjöllum bæði norður um Leirhnjúk og Hólsfjöll byltist ótæmandi orka, kennd funa og frosti, og var hún fyrr nærri orðin völd að því, að þjóðin, ein 50 þúsund, yrði að gefast upp fyrir 190 árum, en mun veita hinn óhjá- kvæmilega afkomugrundvöll vorn á 21. öld ef ián er með, og greind. Orkubeizlun til innlendrar framleiðslu og annarrar velferðar á að fylgja beztu tæknimennt hvers mannsaldurs eftir og veita fjölbreytni í atvinnutækifærum á mörgum landshlutum, stuðla bæði að grósku og jafnvægi huga og handar, svo og í fjármálum. Heimsverzlun og þjóðasamvinna norðurkjálkanna á um tvennt að velja, vöxt sinn eða hitt að bíða óbætanlegan hnekki; millivegur gefst þar ekki. Að þessari for- spjallsathugun snúum við nánar aftur. Ég skrifa ekki um tækni- efnin sjálf, Heldur um vald vort yfir sennilegri eftirspurn orkunn- ar og tengd vandamál. Menn geta spurt í fyrsta lagi, hvort ekki sé nær, að fremstu tækniríki heims taki að sér og vanþróuðum leppríkjum sínum alla mengun og orkufrekan iðnað, studd kjarnorkunni auk hefð- bundnu brennsluefnanna. Draumamenn vilja sem lengstan frest á allri iðnvæðingu, enda sé hin fyrirsjáanlega beizlun á vetn- isorku (án skaðlegra geisla) og sólarorku líkleg til að rýra mjög verðmæti íslenzku orkugjafanna á 21. öld og í millitíð muni gas- leiðslur úr Jan-Meyen-djúpi bera ókeypis (?) kyndiefni á land í N-Múlasýslu eða N- Þingeyjarsýslu. Ójá, látum okkur vona, að hægt reynist að svala hinni óhemjulegu kælingarþörf vetnisorkustöðvar í Grænalóni eða manngerðu jökulkælilóni öðru, svo móðuharðindakjörorðið: Venjast ,,við vind og snjó að éta“ rætist og uppfylli peningalegar þarfir hvers tslendings. Vonum manna um hitt vantreysti ég enn. Gerðar virkjanir ættu að bera rekstur sinn alla 21. öld, og iðju- mengun í umhleypingaveðráttu vorri, og raunar viðast um Vestur- lönd, mun reynast yfirstíganlegur vandi nema helzt hvað varðar úr- gangsefni frá kjarnakljúfum. Landafræði sannfærir mig, að við þurfum eins og Noregur að nota flest góð tækifæri, sem veita iðn- væðingu okkur við hæfi. Orkusnauðari mannmergðar- þjóðir munu seint geta afneitað kjarnkleyfu eldsneyti, svo ekki er kjarnkljúfarafmagnið úrelt, þó t.d. Svíar ætli að hafna þvi með öllu fyrir 1985 og Norðmenn vilji það ekki. Einnig sem eyðingar- vopn er kjarnasprengjan mjög fallin í áliti og önnur skæð vopn líklegri til sigurs. Hið dýrmæta úran 236 mun hverfa af alþjóð- markaði. „Utungun", sem gerir annað kjarnkleyft efni nothæft, svo og vandlegri nýting á námum þess og fundur nýrra, líklega ekki sízt á Grænlandi, dugir til að við- halda þessari tegund orkulinda í heimsatvinnunní nokkrar aldir, en með kostnaði og áhættum, sem hindra, að hún keppi, líkt og olía og kol, víð orku íslands. Hitt, hve vetnisorkubeizluninni mun seinka almennt fram á 21. öldina, stafar líka af því hve rannsókn á tækni til hennar er risaveldum ofboðslega dýr. Fljótt eftir sjálfstæðistöku 1918 fór Alþingi að skilja nauðsyn á, að fossavaldinu þurfti að koma í inn- lendar hendur. Eins og lokasókn- in í þorsk okkar varð hörðust þann vetur eða lengri millibils- kafla, sem endalok þeirrar sóknar þóttu fyrirsjáanleg, kann á síð- ustu stund að verða beitt hraðri og slóttugri aðferð til að binda orku vora í nær eanni heild undir erlenda orkusamsteypu. II. NORRÆN IÐJU- DREIFING EÐA ÓLlKUR VALKOSTUR? Ræða mætti um val milli þriggja meginstefna í notkun á beizlaðri orku með tilliti til stað- setningu á orkufrekum iðnaði: 1) Byggja allan slíkan iðnað upp innan þess suðvestursvæðis, sem þegar hýsir tvo þriðju hluta landsmanna. Klassísk markaðs hagfræði styður það. 2) Byggja hann bæði upp þar og í hvirfingum við Reyðarfjörð og þær norðlenzkar djúphafnir, sem liggja ekki óheppilega langt frá Varnarmál tækju óheppilegum breytingum, ef svo viðkvæmur og ómissandi hlutur sem sendistöð alls verðmætisins og tilsvarandi móttökustöð í annarri álfu gætu, þegar alverst stæði á, orðið skot- mörk samsærismanna, smávæg- legs herflugs eða jafnvel geð- sjúklinga, og fleiri tegundir af hótunum og spellvirkjum þyrfti þá mjög að varast á tveim blettum hnattarins I einu. Sú vinveitta, skilyrta afstaða til Natós, sem margir landmenn hafa og t.d. var studd af mér I Mbl. 24. 9. s.l. missir grundvöll sinn og víkur fyrir tortryggni, ef Nató ætti fyrir höndum ríkislögregluhlutverk það, sem hin umrædda sendistöð hlyti að krefjast. Fyrir hlutleysi vort væri líka hergæzlan á hugs- anlegri umræddri móttökustöð I annarri álfu býsna óþægileg land- myndum um, að ágirnd á Islandi sem verðmæti, eða sem efni I nýja Kúbu, freisti nokkurs aðila til að ráðast á landið, og auknar virkj- anir samkvæmt 2. valkosti hafa mjög smá áhrif á særanleik þess. En við sogumst nauðugir í hring- ás viðburða sakir hafsvæðaafstöð- unnar. Sú hin sama framstöðvar- lega gerir aftur á móti auðvelt á friðartímum að efla við hafnir okkar iðnað sumra tegunda, sem henta til heimsverzlunar og geta byggzt á innfluttum hráefnum til viðbótar íslenzkum. Með því á svo að nást viðspyrnan, sem þarf til að jafna gjaldeyrisstöðu milli ára, hvernig sem árar, og gera okkur að ýmsu leyti kleyft að fylgja svipuðu ríkjahátterni og norrænu Eftalöndin hin. Tel ég það mikið keppikefli. Sú bezta tæknimennt, sem völ Virkjanir og efnalegt sjálfstæði í norðri meginvirkjununum. Víðátta . „hvirfingar" takmarkist við getu og vilja til (daglegrar?) starfsliðspendlunar innan hann- ar. 3) Losna undan iðnvæðingar- áhyggjum með því annaðhvort að virkja ekki í þágu annarra en þeirra, sem þegar njóta raforku í landinu, eða senda (um þráð eða þráðlaust) úr landi hverja þá orku sem við fáum við okkur los- að. Það hefur jafnan verið islenzkt stjórnarmarkmið að byggja land og þjóðfélag upp að skandinavísk- um hætti. Ótvírætt þykir, að 2. valkostur stuðlar betur að því en nr. 1 og 3. Til að stytta rök mín nú vil ég til samanburðar vísa aðeins í nýlega grein mína I Mbl.: Dreif- ing á iðnaði Noregs. Þar kom fram, að Norður-Noregur og Vest- urlandið héldu stöðugt fólksfjölg- un sinni til jafns við Suðrið þrátt fyrir borgvæðing (kaupstaðir og smáar borgir vaxa hraðast), og dreifing orkufreks iðnaðarins sem og hvers kyns fyrirtækja hef- ur, eftir að sild og fleira úr sjó brást, orðið burðarás í landshluta- eflingu. Eins og það væri gagnslaust norskri byggðastefnu að krefjast niðurrifs á einu eða öðru sunnar I Noregi en Island liggur, væri deila með eða móti 1. valkosti vafasamur greiði fyrir framgang 2. valkostar, sem ég trúi bezt á. Sum deilumálin, svo sem „Grundartangaævintýrið", getur framtíðin ein dæmt um, hvort framkvæmdir þess reynist hjálp- legri við 1. eða 2. meginstefnu. Þá væri nær að vikja að mikil- vægi þess, að erlendu aðilarnir, sem hér yrði tekin upp orkufrek samvinna við, séu af dreifðum þjóðlöndum og gei ekki myndað, að ráði, einokunarhringa' hver með öðrum. Virkjanir allar og út- skipunarhafnir skulu vera innlend eign og sérhverju um- svifavaldi gestanna haldið I íslenzkum skef jum, likt og Noreg- ur vill nú. Þriðji valkosturinn gæti haft margt til síns ágætis, ef við lifum aðeins i þágu næsta aldarfjórð- ungs og imyndum okkur, að þetta einangraða Iand geti komizt, nú og árið 2001, hjá því að „verða iðnvæðingunni að bráð“. En á því er enginn kostur. Reynum að streitast móti, til 2001, og eftir það mundi hún gleypa Island I metnaðarleysi þess og frumstæð- um undanbrögðum þess undan erfiðinu við þær tröppur, sem sjálfstæði Noregs frá 1905 og Finnlands frá 1917 hefur knúið þarlenda atvinnuvegi til að klifra. Ekki er ég með þeim orðum að gefa i skyn, að 3. valkostur sé ýkja erfiðislaus, nema þá I sálarlífi sumra. Og sem andstæðingur snöggra byltinga óttast ég, að sá kosturinn einn, en hínir ekki, mundi, hvort sem virkjað er fyrir þráðlausa orkusendingu til hita- beltisálfa eða sparað verður að virkja, leika mjög grátt svo fá- mennt ríki í framstöðvarlegu sem okkar þjóðríki er. Sú afstaða, sem ég tek gegn því að selja i heildsölu „á einu bretti" meginþorran af orkugetu Islands, er ekki mótspyrna gegn neinum sérstökum aðila, því raunhæft til- boð um kaup á slíku hefur ekki komið fram. Hitt sé þó fjarri mér að líta á það sem aprílgabb eitt, þegar fjöl- fróðir menn reifa heildsölumögu- leikann sem „stærsta mál, sem komið hefur til tslands á þessari öld“ (dagblaðafyrirsögn 5. ágúst s.l.) Tæknin sú til framkvæmd- anna mun eftir sem áður verða hentari til föngunar og flutnings á sólarorku, svo því mætti bezt trúa, að nái hún hástigi, geri hún þar með íslenzka orku verðlausa utan lands; gjaldþrot fylgi. Það að bjóða fala (ódýrt?) íslenzku ork- una I Venezuela og Vestur- Afríku, sem einna mestan hundr- aðshlut orkulinda sinna eiga óbeizlaðan af öllum heimspörtum, getur ekki átt annan viðskiptaleg- an tilgang en að reyna að þrýsta einhverjum í þeim áifum til að gera orkusamninga óhagstæða sér, en aukatilgangur væri kannski að einoka getu íslands. Hugmyndargjöfunum gengur gott eitt til, en um leið og þeim hefði tekizt það, sem á amerisku heitir „að selja hugmynd“, gæti hinn nýi eigandi hugmyndar ekki ann- að en notað hana likt þvi sem hér var sagt. Slæm taflstaða á vett- vangi sameiginlegum við aðrar „undirþjóðir." Beizlun á sólar- orku og vetnisorku gæti snögg- sigrað og gert endalok „heildsöl- unnar“ að snöggu rothöggi hér. Hinn heildsölumöguleikinn, að selja orku gegnum sæstreng til Skotlands, mun vera raunhæfari samkvæmt tæknigetu næsta ára- tugs, en til að svara fljótt kostnaði yrði orkusalan fyrsta sprettinn að vera allt að því jöfn að stærðar- gráðu og hin þráðlausa er hugsuð. Þar nefndu menn lágmarkið níu þúsund megavött eða sem svarar sextíu virkjunum af stærð Blönduvirkjunar eða Sigöldu. Aðrir kunna að hafa fært lág- markið í 30 eða í ótiltekna Is- landsgetu. Sú orkuskuldbinding hefði þá forgangsrétt fyrir innlendu þörfinni, sem fengi naumast orku sína aukna fyrr en tsland væri búið hartnær að fylla sextíu stórvikjana hítina. Erlent og innlent vinnuafl og vélvæðing, sem þarf til tröllauk- innar virkjunar einn áratuginn og síðan ekki meir, yrði að fá sér á eftir starf I öðrum löndum, enda lægju brátt lamaðir hér flestir atvinnuvegir, þó orkuverð fengist sæmilegt úr heildsölunni. Hér er um svo óhentuga röðun að ræða á framkvæmdum, að ekki er hægt að samþykkja hana. kynning, svo vægt sé til orða tek- ið. Hin rikin norrænu mundu fljótt láta okkur heyra það. Valkostur nr. 2 þykir ekki hafa svona sérlegar þarfir á ríkislög- reglu í för með sér, hvað þá aukna herstöðvarþörf. Slík dreifing virkjana og þar með iðjustöðva hefur víðast reynzt mjög hagstæð, þegar landskjálftar, skemmdar- verk eða styrjaldir hrjáðu löndin, og verður svo framvegis. Er það viðbót við framangreind rök um nauðsynina, að Alþingi ráði stað- setningu, tímaröðun fram- kvæmda, skilmálum sinum við dreifða og fremur viðráðanlega orkukaupendur, hámarkstölunni á starfsliði, sem fært er á hverj- um tíma og landbúið sjái af til virkjana og stóriðju, þannig að ekki slái í baksegl með atvinnu- leysi við lok hvers stóráfanga. En sem dæmi um það, hvernig ekki megi standa að auðlindanýt- ingunni, hef ég rætt sennilegar afleiðingar af vali 3. valkosts eða seinna afbrigðis hans. Dæmin hefði sjálfsagt verið hægt að velja með eitthvað frábrugðnum hætti. Fyrra afbrigði 3. valkosts. þ.e. að virkja aldrei í reynd fyrr en löngu um seinan, nýtur svo lítilla vin- sælda í svipinn og eykur atvinnu- brest, að ég nenni ekki að ræða það. Þvi tók ég afbrigðin saman I 3. liðinn, að sama vantraustið á þjóð og forsjarmenn hennar skín úr báðum. III. SÞ OG TVÖ SMA NATÖRIKI UTAN EFNAHAGSBANDALAGSINS Hvorki áður né á næsta manns- aldri mun Island hafa þess jafn- góð not og á hafréttarráðstefn- unni, að það er „undantekningin" sjálf, miðuð við flest smáriki, sem menn eiga að venjast i kapp- hlaupi þjóð? um að tryggja fram- tíð sína. Kom þar einkum til, að síðar 1948 hafði tsland verið nokkuð framsýnt um verndarþörf á landgrunni, staðið sig greindar- lega andspænis Bretum og fleir- um og hlaut að farast sem þjóð- ríki, ef fisksins missir. Að fenginni 200 mílna efna- hagslögsögu og annarra efna- viðréttingu, sem f árslok 1976 eru horfur á, hækka riki þetta um þrep eitt í stiga mannvirðinga og skyldna í hópi SÞ. Inntak þess, sem hér var sagt, felst ekki i tilteknum málaflokkum einsöml- um, heldur þeim öllum og er ekki eintómt fagnaðarefni fyrir okkur. T.d. neyddist ég til að viður- kenna, I grein um Natóþátttöku 24. 9. að þrephækkunin og 750 þús. ferkilómetra hafsvæðið eyk- ur okkur þátttökuvandann og breytir afstöðu rikis hlutleysis vors til kafbáta, háflugs og raunar ekki síður til þess flugs nærri haffleti vorum, sem fyrri árs- helming 1976 hét í blöðum „njósnaflugið." Ég hafna hug- er á hvern mannsaldur í norræn- um aðalviðfangsefnum, var I byrj- un greinar minnar gerð að for- sendu þess, að þjóðin ráði við framtíð sína. Norræn háskólasam- vinna, einkum í verkfræði og raunvisindum, mun forða smá- ríkjum frá að einangrast hvert fyrir sig og mun létta þeim starf við að draga hér norður og hag- nýta, m.a. með stuðningi norræna iðnþróunarbankans í Helsinki, nýjungar, sem framgjörnustu iðjuveldi heimsins luma á. Sjálf- stæðisleiðin er ekki það að búa sem mest að sínu, heldur að efna til sam^orrænna víkingar á þekk- ingarmiðin, sem ég nefndi, ekki sem dólgar og þó með sigurviss- unni og jafningjahlutdeildinni, sem menn segja hafa gert nor- rænu þjóðafeðurna á tið Auðar djúpúðgu að þvi sem þeir voru. „Vor þjóð skal ei vinna með vopn- anna f jöld, en með vfkingum and- ans.. “. I dag væri óskylt mál að bolla- leggja um valdauka fyrir Norður- landaráð eða hitt, að þau norræn lönd, sem eru Eftakjarni, muni framkvæma Nordekhugmyndina, en I þvi Nordek yrði m.a. samstýring og sameiginlegur vinnumarkaður innan þeirra háskólamenntasviða, sem ég til- greindi. Það drægi m.a. úr hinum viðsjárverðu sveiflum milli of- fjölgunar og vöntunar á fullmenntuðum mönnum I fag- sviðum, sem hafa áráttu til að stækka eða dragast saman I fyrir- varalitlum rykkjum. Hætta sú er því meiri hér sem rikið er þrengra og meira háð utanlands- markaði en nokkurt hinna land- anna. Ljóst er af þessu skrafi, ekki síður en af tveim aðdraganda- greinum þess um iðnaðardreifing Noregs og um Natóþátttöku í sam- fléttun við hann, að ég fagna því, ef nýbyrjuð iðnaðarsamvinna við hann verður margþætt og blómg- ast. Ötti við miður þjóðleg áhrif frá norrænni þjóð væri hlægi- legur. Raunar sömuleiðis óttinn við, hve Norðmenn séu að verða ríkir, þvi megi ekki hleypa þeim inn og svo móðgi það líka aðra oliuseljendur, jafnvel fiskkaup- endur. Hvatt hef ég til hins að dreifa orkusamningum á hæfi- lega mörg þjóðlönd< og einmitt svipaðri reglu fylgir Noregur f ollupólitik, en gerir miklu siður i því að eignast vfða I löndum dótturfyrirtæki. Vonandi er, að ekki bíði Noregs hernám, en ekki stendur f valdi voru að verja hann nema með óbeinni stoð, sbr. einnig mismun- andi hlut landanna I striði 1940—45 og athvarf, sem Norð- menn og vinir þeirra gátu þá átt hér. Meðan ég hripa þessar linur 1. okt., kemur útvarp með þá fregn úr Natóstöðvum, sem sýnir, að vörn strandarinnar milli Nar- Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.