Morgunblaðið - 17.10.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.10.1976, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1976 Plútóníum er mikið undraefni; sprengimátturinn er mikill og svo veldur það feykilegri geislaeitr- un. Smáskammtur af plútónfum í andrúmsloftinu gæti valdið krabbameini eftir tuttugu ár. Nú er plútónfum helzt að finna í kjarnorkuverum. Telur nefndin, að maður, sem starfaði i kjarn- orkuveri gæti stolið smáskömmt- um plútónfums að staðaldri í nokkurn tíma þár til komið væri nóg í dálitla sprengju. En einnig er meir en hugsanlegt, að harð- snúnir hermdarverkamenn réðust inn í kjarnorkuver, ellegar hirtu plútónfumfarm á leiðinni til einhvers kjarnorkuversins. Nú verður manni fyrst fyrir að óska þess, að allir starfsmenn kjarnorkuvera séu gagnheiðar- legir og aðhyllist mannúðarstefnu og enn fremur verði aðgæzla í kjarnorkuverunum hert svo, sem unnt er. Brezka nefndin gefur þó ekki sérlega góðar vonir. „Niður- staða okkar er sú,“ segir í skvrslu hennar, „að þvf útbreiddari, sem kjarnorka verður þeim mun fleiri læra að smfða kjarnorkuvopn — og þvf miður álftum við, að þeim mun fleiri kjarnorkuvopn verði smíðuð." — NIKKI KNEWSTUB, landi og þótti nokkuð skorta á varúðarráðstafanir. Aðalvandinn við kjarnorku- sprengjusmfði í heimahúsum yrði sá að komast yfir plútóníum. Þessi hugsunarháttur lofar nú góðu, þótt sumir telji hann e.t.v. „ekki raun- hæfan". En þvi miður hefur svo margt illt drifið á daga Roys. og þó öllu heldur fjölskyldunnar, að það væri mesta furða, ef hann kæmist heill frá þvi. Fyrir tveimur árum fékk móðir hans taugaáfall og lá i sjúkrahúsi i tvo mánuði Það þótti mér ekki nema eðli- legt, er hún hafði rakið sögu sina i stórum dráttum Tveir frændur hennar féllu í spreng- ingu i Donegallstræti; með þeim féllu fjórir aðrir Annar frændi hennar fékk 18 ára fangelsisdóm fyrir sprengju- kast Hann fleygði sprengju inn í krá, sem kaþólskir eiga Kona nokkur féll þegar félagi frændans særðist til ólifis og frændinn sjálfur skaðbrenndist Hann var sautján ára, þegar þetta gerð- ist og ætti því að geta hafið nýtt lif um hálffertugt! Fyrir fáum vikum fór frú Coates út að skemmta sér ásamt vinkonu sinni Handalögmál upphófust á skemmti- staðnum; tóku fimm menn einn til bæna og gengu svo frá honum inni á salerni, að blóðið úr honum lak undir hurðina Frú Coates varð svo um. að hún missti stjórn á sér En vinkonan hló bara að h^nni Bræður tveir, nágrannar frú Coates, urðu nýlega fyrir barðinu á Varnarsam- tökunum i Ulster Sök þeirra var sú að þeir höfðu gert usla i einhverjum verzlunum. Varnarsamtökin pindu þá alleftirminnilega Var m a leikin eins konar hnifaparis á bökum þeirra og ristir á þau reitir i þvi skyni — en gafflar notaðir í hnifa stað Frú Coates var óðfús að segja mér endalausar sögur af þessu tagi og virtist vera af nógu að taka Slikar sögur heyra þau Roy og systkini hans heima hjá sér og má mikið vera ef það er þeim hollt Börnin eru oftast ein með móður sinni. Faðir þeirra vinnur alla daga, 12 tima á dag. og fær aðeins einn fridag á hálfsmánaðar fresti En þessi börn eiga þó föður Aftur á móti voru þarna i Corrymeela tvö önnur börn, tveggja og þriggjs ára sem hvorki áttu föður né móður á llfi Móðir þeirra, Maureen Moore, féll i kúlnahríð úr einu fátækahverfi mótmælenda fyrir rúmum tveimur árum Christopher eig- inmaður hennar, lézt siðast liðið vor. framhald á bls. 12 Þar sem ekkert þrífst nema illgresið Pólskar verkakonur hreinsa til eftir uppþot i Gdansk pollandhhh Öreigarnir sem dirfðust að vera ekki alsælir í FEBRÚAR árið 1971 gerðist ein- stæður atburður i Póllandi Verka- menn I skipasmiðastóðvum fóru i verkfall og létu ekki við það sitja, heldur heimtuðu einnig, að Edward Gierek, þjóðarleiðtogi, kæmi og ræddi við þá um kaup og kjör. Slikt hafði aldrei gerzt áður i neinu komm- únistariki. Gierek lét tilleiðast; kom hann og ræddi við verkamennina i skipa- smiðastöðvunum og stóð sá fundur i niu klukkustundir, hvorki meira né minna. Gierek varði stefnu sína og stjórnarinnar i kjaramálum og verð- lagsmálum sérstaklega og fékk loks komið þvi til leiðar, að verkamenn- irnir hófu vinnu á nýjan leik. Ekki var hann þó fáanlegur til að lækka mat- vöruverðið, eins og verkamenn vildu. En nokkrum vikum síðar sá hann sitt óvænna og lét undan siga. Var matvöruverð þá lækkað til jafns við það, sem verið hafði i desember 1970. Það liðu meir en fimm ár þar til Póllandsstjórn reyndi verðhækk- anir aftur. Nú eru laun póslkra verkamanna mun hærri en þau voru árið 1971, og það svo. að þá vantar jafnvel vörur til kaups! Samt sem áður neit- uðu þeir enn að taka verðhækkun- um, og fóru þeir aftur i verkfall Það stóð í sólarhring aðeins. Ekki er vit- að með vissu hversu viðtækt það var, en rikisstjórninni varð a.m.k. ekki um sel. Lét hún undan öðru sinni og ógilti verðhækkanirnar. Lýsti Gierek þvl jafnframt yfir, að verðið hefði verið hækkað að van- hugsuðu máli. Um daginn bárust þær fréttir svo frá Póllandi, að helztu matvörur mundu örugglega ekki hækka i verði fyrr en um mitt árið 1978. Þessar ráðstafanir styrkja efna- haginn tæplega. Pólska stjórnin má Framhald á bls. 26 BANDARtSKUR grasafræðingur Arthur Westing, prófessor, lýsti yfir því i ræðu á þingi líffræðinga i London um daginn, að Banda- rikjamenn hefðu úðað svo gróður- eitri yfir skóga í Vietnam, að visast væri að trjágróðurinn biði þess aldrei bætur. Gætti eitursins enn mjög bæði í fjallaskógum og fenjaskógum á ströndum landsins. 1 Vietnam erú fenja- skógar miklir niðri við sjó. Hamla þeir gegn uppblæstri og gróður- eyðingu. Westing prófessor kvað fenjaskógana viða hafa farið svo illa af gróðureitrinu, að þeir væru fallnir og lífrikið þar eytt með öllu. Ná vindar þá að blása upp jarðveginn ofan við skógarstæði og siðan æ lengra inn I land. Skógar inni I landi munu einnig illa farnir. Þeir voru sumir úðaðir eitri þremur eða fjórum sinnum og kvað Westing þann gróður ekki mundu komast aftur til fulls þroska fyrr en að öld liðinni, eða nærri því. Svo stórt var það svæði, sem úðað var, að þar hefði mátt rækta mat handa 1.6 milljónum manna, ef því hefði ekki verið spillt. Eru þessi svæði samtals svo stór og illa farin að ekki er nú unnt að rækta þau upp með skipulegum hætti. öflugasta eitrið sem úðað var yfir gróðurlöndin, er af dioxínflokki og nefnt 2,4,5-T. Finnst það en I jarðveginum sums staðar i Vietnam og það þótt liðin séu tiu ár frá því að úðað var. En eitur þetta er hið sama og gaus upp í iprengingunni I Seveso á Italiu fyrir stuttu síðan og hafði . hin geigvænlegustu áhrif. Westing prófessor sagði að rúmum 100 kílóum af dioxini hefði verið úðað yfir Suðurvíet- nam í striðinu þar. „Er nú orðið fullljóst að eitrið hefur valdi stór- felldum spjöllum á gróðri og dýralifi og ekki einungis það, heldur hafa konur alið andvana börn I stórum stfl og æ fleiri börn fæðzt ýmislega vansköpuð af völd- um þess.“ Bandarikjamenn veittu 55 milljónum kílóa af ýmiss konar gróðureitri yfir 1.7 milljónir hektara skógar i Víetnamstriðinu. Eitrið hafði fyrst þau áhrif, að lauf féll af tránum, en úr því fór þeim að verða næringarvant. Féll svo gróðurinn og því næst eyddist dýralíf og jarðvegur en lífseigt illgresi kom i staðinn þar sem ekki varð eyðimörk ein eftir. Kvað Westing prófessor sýnt að hagræn og félagsleg áhrif eitur- úðans væru fráleitt öll komin fram enn, og mundi þeirra gæta lengi um ókomna tíma. — ANTHONY TUCKER Byssurnar eru þagnaðar en áhrif eitursins eru ennþá að koma f ljós. Slrfki*iV Whfíí Or^mihe i-orm ‘Emergency Brigade‘ T o Aíd L.oved Öm. s Geonora Dollinger eins og hún er f dag og (til hægri) eins og menn sáu hana á einu af veggspjöldum verk- fallsmanna. inni i bil og héldu hvatningar- ræður i hátalara, er lögreglan kom; og sáu þeir, er félagar þeirra féllu alblóSugir i göt- una hverjir um aðra þvera, en áróður iðnrekenda glumdi úr gjallarhornum yfir mannsöfn- uðinn; var sá boðskapur á þá leið, að bylting væri a8 brjót- ast út I Flint Verkfallsforingj- ar reyndu að hamla gegn þessum æsingum, en þa8 kom fyrir litiS. Genora John- son var nærstödd þarna. Ba8 hún þess að mega segja nokkur orð i hátalarann. Kall- aði hún fyrst á lögregluna valdi henni hæðileg nöfn, en siðan beindi hún máli sinu til kvennanna. sem biðu handan götuvirkjanna og bað þær brjótast gegnum raðir lög- reglunnar og duga feðrum sinum, bræðrum og unnust- um. „Þá gerðist mikið krafta- verk," segir hún. „Kona nokkur tók sig til og stökk fram hjá lögregluþjónunum. Einn þeirra náði i kápu henn- ar, en konan smeyðgi sér úr henni og lét hana eftir. Hinar konurnar komu svo á hæla þessari. Allt i einu rann það upp fyrir lögregluþjónunum, að þeir beindu byssum sinum að varnarlausum mæðrum — og þá var bardaganum lok- ið." En meira fylgdi eftir. Genora stofnaði hálfgerða herdeild kvenna til þess að berjast með körlunum. „Kon- ur eru fábærlega hugrakkar," segir hún, „en þeim er það ekki ævinlega Ijóst." Konurn- ar i herdeildinni vopnuðust; vopnin voru kylfur og sápu- stykki i leistum og annað þvi um lik. Um þessar mundir hafði verkfallið dregizt i mánuð og var verkfallsmönn- um orðið mál að sigra svo að um munaði. Þeir lögðu á ráðum um það að „hertaka" verksmiðjuna þar. sem voru framleiddar aII- ar véla' i Chevroletbilana. Beittu þeir snjöllu bragði við það; sendu menn að annarri verksmiðju og bjuggu þeir um sig þar. en lögreglan og málaliðar ýmiss konar komu óðara á vettvang með tára- gas. kylfur, eldsprengjur og byssur. Á meðan þvi fór fram réðst flokkur verkamanna inn i vélaverksmiðjuna og kom sér fyrir þar. Genora Johnson fór þangað ásamt nokkrum stöllum sinum. Þá var lögreglan á leið upp að verk- smiðjuhúsinu. Genora og þær hinar tóku sér stöðu i verk- smiðjuhliðinu og vörnuðu tögreglunni inngöngu, en létu jafnframt senda eftir allri kvennaherdeild- inni. Lögreglan veigraði sér við þvl að ráðast á konurnar og beið átekta nokkra stund. En þá kom kvennaherdeildin marsérandi, bar bandariska fánann fyrir og söng hástöf- um. Tóku allar konurnar sér stöðu I hliðinu, en lögreglan lét vopnin siga og ekkert kom til bardaga Þar með var björninn unninn. Forráða- menn General Motors viður- kenndu Félag verkamanna i biliðnaði og hétu þvi að refsa engum verkfallsmönnum. En Genora Johnson helt áfram að berjast fyrir rétti þeirra, er miður méttu sin. Varð hún brátt svo illa séð i Flint, að hún fékk enga at- vinnu og flæmdist burt til Detroit. Þar vann hún verka- lýðsfélögunum svo vel, að andstæðingar börðu hana nærri þvi til dauðs fyrir vikið. Genora Johnson er enn i fullu fjöri þótt hún hafi lengst af verið heilsuveil og hlotið marga skráveifu um dagana Hins vegar mun nokkuð langt til þess enn, að hugsjónir hennar um bandariskan verkamannaflokk rætist, þótt hún hafi barizt fyrir þvl mest- alla ævina. „Sósialismi hefur alla tið mælzt illa fyrir I Bandarikjunum " segir hún. „Menn halda ævinlega að sósialistar séu óðir bófar, sem fari um með sprenging- um og hermdarverkum. Það er svo sem ekki við öðru að búast; hér eru aðeins tveir stjórnmálaflokkar og báðir kapitaliskir. En auðmagnið safnast á æ færri hendur annars vegar. og hins vegar fjölgar örbjarga fólki alltaf. Ég held, að stórtiðindi verði hér i landi áður en langt liður. Þó verður það ekki um mina daga." — JANET WATTS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.