Morgunblaðið - 19.12.1976, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 19.12.1976, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19.DESEMBER 1976 71 — Hjartsláttur hafsins Framhald af bls. 47 bandarískar áhafnir brjóti land- helgi annarra þjóöa: lög um verndun fiskimanna frá 1967 gera ráð fyrir því að fiskimönnum verði endurgreitt úr ríkissjóði (þ.e. af skattpeningum okkar) fyrir sektarfé, upptækan afla, veiðarfæratjón og bætt að hálfu tafir við fiskveiðar, ef þeir eru teknir á því sem kallað er „opið haf“. Manni er nær að halda að svo blind tryggð einnar stjórnar við hvaða iðnað sem er, hljóti að endurspegla hina gífurlegu hagnaðarmöguleika hennar. Samt nemur heildarveiði Bindaríkj- manna ekki nema 0.07% af heildarframleiðslu þjóðarinnar. Vissulega hlýtur hinn mannlegi þáttur að vega meira en efnahags- legi þátturinn í veröld , þar sem milljónir manna svelta. Byggist áhrifavald fiskiðnaðarins þá á að- stöðu hans til fæðuöflunar? Svarið er örugglega nei! Allmikið innan við 10% þeirra eggjahvítu- efna, sem neytt er í heiminum, kemur úr sjónum. 1 Bandaríkj- unum er það innan við 5%. Hluti af þessum óétnu 35 + af aflanum — feiti bræðslufiskur- inn — fer í nautgripafóður eða handa öðrum skepnum. Einu sinni var „eggjahvítufæða" boðin löndum þriðja heimsins i góð- gerðarskyni. En augljósir erfið- leikar — bæði póiitískir og sál- rænir — eru auðvitað á því að biðja fólk þriðja heimsins að borða fæðu, sem við ætluðum í raun handa skepnum okkar. Jafnvel étni fiskurinn er lúxus- vara. í fyrsta lagi er mest af honum selt til þess fjórða hluta heimins, sem þegar úðar í sig of miklum eggjahvítuefnum. í öðru lagi er þessi fiskur mjög ofarlega í fæðukeðjunni — um 10 þúsund tonn af sjávargróðri framleiða eitt tonn af túnfiski, þar sem tíu tonn af dýrafóðrinu framleiðir aftur eitt tonn af nautakjöti! Það er þvi jafn vonlaust að setja traust sitt á það að fiskurinn geti fætt mannkynið, eins og að treysta því að tígrisdýrakjöt geti gert það. Ef fiskiðnaðurinn framleiðir ekki fæðu, hvað gerir hann þá? Edward Wenk orðar þetta svo i bók sinni Stjórnmál hafsins: „Menn fara ekki á sjo til veiða fisksins vegna. Þeir sækja sjóinn til að afla peninga. Fiskiðnaður- inn er óverulegur hluti af þjóðar- framleiðslunni. En hann hefur mikil og ágeng áhrif. Áhuginn er þarna ekki jafn mikill á að tryggja kynslöðum framtíðar- innar nægar fiskbirgðir, eins og að hafa við óhemjulegum kostn- aði við feikilega vel útbúinn skipaflota eftirstríðsáranna. Nú væri næstum jafn óábyrgt og óuppbyggilegt að enda þessa gagnrýni, án þess að benda á leiðir, eins og það er að nýta af kæruleysi auðlindir hafsins. Hvernig getum við notað sjóinn til að bæta úr þessum óendanlegu þörfum, sem við höfum fyrir fæðu? Svaríð er ekki svo flókið — það er þetta sama svar, sem maðurinn datt niður á fyrir 12 þúsund árum siðan. Ef fiskveiðinni er að ljúka, þá verðum við að rækta hafið. Við þurfum ekki að fara aftur í frumstæðar byrjunarfram- kvæmdir — marikúltúr (að búa í hafinu) er ekki ný hugmynd. Fyrir meira en 1000 árum byrj- uðu Kinverjar að rækta í einni tjörn sex tegundir af einni grein — hver um sig lifði á úrgangi frá hinum. Og það er meira að segja alveg furðulegt hvað árangri þetta verkefni hefur náð. Nú þegar er helmingurinn af steinbít þjóðarinnar og 40% af ostrum ræktaður. Möguleikarnir eru ótakmarkaðir. Samkvæmt áliti Johns Rythers frá Woods Hole haffræðistofnuninni í Massachusetts, gætu aðeins tíundi hluti vatnasvæðis heimsins — að- eins 100 milljón ekrur — gefið 100 milljón tonn af fæðu árlega — sem jafngildir mögulegri fæðu- öflun fiskiflota heimsins. Aðrir vísindamenn áætla að við gætum með því að rækta krækling á 1000 fermílna svæði í Long Island flóa, framleitt þrisvar sinnum heildar- afla fiskiflotans i heiminum. I svona lokuðu kerfi, væri hægt að hafa nákvæma stjórn á allt að þvi hverjum einasta lið ræktunar- innar. Þannig mætti útiloka eitr- aða málma og aðra mengun al- gjörlega. Slík þróun er ekki nema hluti af því sem Elizabeth Mann Borgese kallar „Bláu bylting- una". En bláa byltingin getur ekki hafist fyrr en gráa byltingin — bylting gráu efnanna í hugar- heimi okkar — er komin vel á veg. Við verðum að gera okkur grein fyrir þvi, að lif mannsins er ekki lengur komið undir „bar- áttunni við höfuðskepnurnar". Þegar við erum farin að hugsa skýrt, verðum við ekki í neinum vandræðum með að velja það að lifa fremur af rentunum en höfðustólnum. Þá munum við byggja ný viðskipti okkar við haf- ið á mikilvægari þáttum en fisk- veiðahágsmunastreitu. Við munum þá velja okkur leiðtoga, sem nota aðra viðmiðun en stærð- ina á fiskinum, sem þeir eru myndaðir með. Fiskimaðurinn hrópar að hafinu eins og gamli maðurinn hans Hemming-Ways andspænis risa sverðfiskinum: Ég skal drepa hann í öllu sínu veldi og dýrð. . . Ég skal sýna honum hvað maðurinn getur gert “ — Afmæli Helga Framhald af bls.59 barn“. Það lýsir svo vel afstöðu hennar til barnsins. Ekkert getur yndi og fegurð Iffinu veitt sem Iftið barn. Ljósgeisli sendur til lffsins heima f foreldra umsjón af forsjón Guðs. Kæri gestur sem kominn ert hingað á jarðlffs huldar leiðir. Vaxi þér þroski, viska og náð, og gangirðu alltaf áGuðsvegum. (H.Þ.) Þannig var afstaða Helgu Þor- gilsdóttur til barnsins í lifi og starfi. Kveðja og blessunaróskir til afmælisbarnsins frá húsi mfnu. Rósa B. Blöndals. Verslunarmiðstöðin Nóatúni auglýsir til leigu 250 fm verzlunarhúsnæöi í einu lagi eða smærri einingarhlutum. Bílastæði fyrir á annað hundrað bíla, malbikað og rúmgott. 19 fyrirtæki eru nú í Verslunarmiðstöðinni. Upplýsingar gefur Jón Júlíusson i síma 1 8955 kl. 11 —12 daglega og síma 35968 kl. 8—9 e.h. VERSLUNARMIÐSTÖÐIN NÓATÚN SF. Saga þolgæðis og þrautseigju, karlmennsku og dirfsku, saga mannrauna og mikilla hrakninga, heillandi óður um drýgðar dáðir íslenzkra sjómanna á opnum skipum í ofurmannlegri aflraun við Ægi konung. Fjölbreytt og þjóðlegt efni, m.a. þættir um listamennina Finn Jónsson og Kjarval, dr. Stefán Einarsson og Margréti móður hans, húsfreyju á Höskulds- stöðum, ábúendatal Dísastaða í Breiðdal, lýsing Fossárdals, upp- haf prentlistar og blaðaútgáfu á Austurlandi. Bergsveinn Skú/ason Gamlir grnnnar Stórskemmtilegir og fróðlegir þjóðlífsþættir frá liðinni tíð, frá- sagnir af körlum og konum úr alþýðustétt, raunsönnum aðals- mönnum og höfðingjum eins og þeir gerast beztir. Hin mikilvirka, nýlátna skáld- kona lauk rithöfundarferli sínum með þessari fallegu bók, frá- sögnum af þeim dýrum sem hún umgekkst og unni í bernsku heima í Skagafirði og eins hinum, sem hún síðar átti samskipti við árin sem hún bjó á Mosfelli. Gunnar Benediktsson mwmw v JRl ll Jf % Jt # F0RNAR DllMfll JHkUjl ’sUUna Snjallar ritgerðir í sambandi við frásagnir fornra rita íslenzkra,sem varpa nýju Ijósi á lif stórbrotinna sögupersóna. Gagnmerk bók, sem á sess við hlið íslendinga- sagna á hverju bókaheimili. Stórkostleg bók um undra&Hið ESP. - Einnig þú býrð yfir ótrú- legri hugarorku, yfirskilvitlegum hæfileikum, sem gjörbreytt geta lífi þínu og lífsviðhorfum. Allir, sem leita aukins sjálfsþroska, ættu að lesa þessa bók og fara að ráð- um hennar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.