Alþýðublaðið - 20.08.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.08.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBL AÐIÐ 3 Kartöflur, ódýrastar í Kaupfélagi Reykjavíkur. — Gamla bankanum. — Dm dagmn og vegúrn. Kveikja ber á hjólreiða- og bifreiðaljóskerum eigi síðar en kl. 9 í kvöld. Pað skiftir litlu eftir hvern Þ®r eru, broddgreinarnar sem Alþbl. hefir flutt undanfarna daga, Um ástand það sem íslandsbanki ^efir sett laadið í. Aðalatriðið er það, að þær eru réttmætar. Langi einhvern hinsvegar til þess að v*ta eftir hvern þær eru, má geta þess, að þær eru allar eftir Ólaf Priðriksson. Flugvélina er nú verið að taka í sundur og búa um í flugskýiinu, °g verður ekki flogið meira í ár. Eins og kolkrabhinn. Ritstjóra Vísis er Iíkt farið og smokkfisk- inum; hann þeytir lcoisvörtu grugginu á báða bóga og hygst að verja sig með því, en gætir þess ekki, fremur en smokkurinn sem engist á önglinum, að hann er kominn upp úr vatninu og stendur strípaður eftir sem áður. Prisvar eða fjórum sinnum er það endurtekið í Vísi í gær, að peningakreppan stafi af því, að blöðin hér hafi ekki þagað um Qárhagsástandið, sem íslandsbanki var sjáifur búinn að auglýsa er- iendis, fyrir eitthvað tveim mán- uðum. Ritstjóri Vísis ætti að skrifa grein uin þetta á hverjum degi í svona vikutíma; svo ætti hann að telja saman þá, sem væru «ógu grunnhygnir tii þess að trúa þessu. Ætli að hann gæti ekki taiið þá á fingrum sér? Vélaliús úr steinsteypn ætlar ^ P- Aspelund að byggja á lóð, er hann fær á leigu hjá bænum swður af lóð H.f. ísaga. Stærðin er V2.S5X7.5S m. Nýtt blað er á döfinni hér ^oum um þessar mundir: >Göngi btólfur^. Er það hlutafélag sei því stendur og mun fyrsl aðið koma í næstu viku. Réttmæt óánægja. Vísi finst ófært, að gersamlega ábyrgdar- tilfinningarsnauðir menn séu látnir stýra blöðum hér á landi, og er víst um það, að þetta hefir mörg- um lengi fundist. En úr því Vísir er nú sjáifur kominn á þessa skoðun, lætur núverandi ritJstjóri hans þá ekki strax af ritstjórn? Prjár beiðnir um lóðir við höfnina lágu fyrir síðasta hafnar- nefndarfundi, og var öllum synjað, þar af tveimur vegna plássleysis. Einkennilegt hrós er í Vísi í gær um ólaf Friðriksson. Þar er sem sé reynt að draga úr áhrifun- um af greinunum í Alþbl. um fjárkreppuna, með því að gefa í skyn að greinarnar séu ekki eftír Ó F. Af því ritstjóri Vísis er fljótur að snúa sér við, þá segir hann sjálfsagt alveg hið gagnstæða í blaðinu á morgun, sem sé að það væru meðmæli með greinun- um, ef þær væru ekki eftir Ó. F. Síldin. í símtali, er vér í gær áttum við Isafjörð, var sagt, að mjög lítið hefði veiðst við Djúpið af síld í sumar, enda því nær eingöngu stunduð reknetaveiði. Milli ii—12 þús. tunnur komnar á land í öllu umdæmi síidarmats- mannsins. Kuidatíð hefir verið lengi þar vestra. Á Siglufirði og við Eyjafjörð hefir aftur á móti aflast ágætlega, en þar kvað nú því nær tunnu- lausi. Um ioo þús. tunnur komn- ar á land að sögn, og bræðslu- síld að auki. Veðrið í morgun. Vestm.eyjar . . . SSV, hiti Reykjavík . ísafjörður . Akureyri . Grírnsstaðir Seyðisfjörður Þórsh., Færeyjar Stóru stafirnir 9.7- S, hiti 9,5. logn, hiti i i.o. S, hiti 11,5. (SV), hiti 9,0. S, hiti 9,6. logn, hiti io,o. merkja áttina. Loftvægislægð fyrir norðvestan larid; Ioftvog fallandi á Suður- og Vesturlandi, hægt stígandi á Aust- urlandi. Utlit fyrir áframhaldandi sunnanátt, er færist meira í austrið. MlnniÖ eftir útsölunni í Bergstaðastræti 1. Kútter Hákon kom í gær af veiðum með 11 þús. fiskjar. S. I*. í Mgbl. f gær segir Sig. Þórólfsson sögu af fólki sem djöf- ullinn hljóp í. — Hvað skyldi vera hlaupið í Morgunblaðið síðan S. Þ. fór að skrifa í það? Nói. Sitt hvað úr sambandsríkinu. Fjögur börn drukna. Um miðjan júlí fóru fjórir dreng- ir, sem komu úr skóla, að baða sig í tjörn skamt frá Vejle. Lentu þeir í pytt og fundust mörgum stundum síðar dauðir. Drengirnir voru frá 11 til 13 ára gamlir. Slík slys, sem þetta, eru tiltölulega tíð í Danmörku. Þar er mjög tíðkað að fólk baði sig í sjónum, og eru þá oft ýinsir ósyndir eða lítt syndir sem baða sig. Lika drukna menn oft vegna þess að þeir fá krampa, ef þeir fara í vatn rétt eftir máítíð. Stærsta steinsteypuskipið sem smíðað hefir verið fram að þessu, er eimskipið Bartelo, sem Fiydedokken í Kaupmannahöfn lauk smíðum á fyrir liðl. mánuði síðan. Það ber 1800 smál. og er 231 fet á Iengd og 36 feta breitt; ristir hlaðið 17 fet og 6 þuml. Gufuvélin hefir 550 I h.k. Harald Jensen, landsþingsmaður, átti 25 ára þing- mannsafmæli 15. f. m. Hann var fyrsti jafnaðarmaðurinn sem kosinm var til þings í Danmörku í sveita- kjördæmi, en það var 1890, Hann er aðalforingi jafnaðarmanna á Jótlandi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.