Alþýðublaðið - 20.08.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.08.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ loli konsngnr. Til húsráðenda. Þegar Háskólinn tekur aftur til starfa að haustinu til, er það ætíð hin mestu vandræði fyrir stúdenta að fá húsnæði. Verða þeir oft að sæta svo lélegum herbergjum, að þeim verður lítið gagn að lestri, og sl. vetur voru surhir jafnvel húsnæðislausir. Þessi meðferð á uppvax- andi mentalýð landsins er lítt sæmandi þessum eina háskólabæ Islands. En hann á auðvitað ekki beinlínis sök á því, heldur hitt, hve hrapal- lega, klaufalega og flausturslega var stofnað til Háskóla Islands, án þess svo að segja, að nokkur skilyrði væru fyrir hendi, hvað húsnæði snerti, til þess að hann gæti þrifist. Það er gagnslaust og íjarstæða ein, að óskapast yfir aðsókn að skólanum, hun er slzt of mikil. En þeir, sem réðu stofnua skólans máttu vita, að fleiri sæktu hann, en útlendan Háskóla. Vér ætlutn nú ekki að fara lengra út í þessa sálma, en fara þess á leit, við alla þá, er unna framtíð íslands og nokkra trú hafa á mentun og menningu, að bregðast drengilega við bón vorri, sem er sú, að þeir, sem gætu leigt stúdentum herbergi, — sem vér væntum að verða muni margir, — með eða án húsgagna, á kom- andi vetri, sendi tilboð til formanns Stúdentafélagsins Vilhjálms Þ. Gíslasonar Þingholtsstræti 17 eða Iogólfs Jónssonar stud. jur. Lækjargötu 12 B. Þeir stúdentar, er æskja eftir herbergi geri þeim aðvart, ef þeir kæra sig um milligöngu þeirra, sem auðvitað er ókeypis. Eftir Upton Sinclair. Fjórða bók: Erfðaskrá Kola konungs. (Frh.). „Cartwright", mælti Edward, „eg vona, að þér skiljið, að eg hefi gert alt scm í mínu valdi stóð til að hindra þetta". „Auðvitað, Warner", svaraði námustjórinn, „og þér megið reiða yður á, að eg fyrir mitt leyti hefi tekið svo mikið tillit sem unt er til bróður yðar*. „Nú, nú!“ hrópaði Hallur, „þessi maður er blátt áfram snill- ingurl" „Hallur, ef þú þarft að eiga viðskifti við Cartwright —“ En Hallur skeytti engu því, sem hann sagði. „Hann var helzt væginn við mig, þegar hann sendi glæpatíýr sín á mig að næturþeli, lét þau handtaka mig og draga mig út úr húsinu og snúa því nær úr liði handleggi mínal Get- urðu ekki séð kaldhæðnina í þessu öllu saman, Edward?" Cartwright reyndi að taka til máls, en snéri sér til Edwards en ekki HalSs. „Þá —", byrjaði hann. „Hann tók svo mikið tillit til mfn, að hann lokaði mig inni í fangelsi og !ét mig liía á vatni og brauði í tvær nætur og einn dagl Hvað segir þú við því?" „Þá vissi eg ekki —“ „Að hann skrifaði nafn mitt undir bréf og dreyfði því út manna á meðal! Og loks — það sem er hápunkturinn — að hann sagði blaðamanni, að eg hefði aívegaleitt unga stúlku hér í hér- aðinul" Aftur roðnaði námustjórinn. „Nei", mælti hann. „Hvað þá? Sögðuð þér ekki Billy Keating frá „Gazette" frá því, og lýstuð þér ekki stúlkunni fyrir honum — rauðhærðri frskri stúlku?" „Eg sagði aðeins, herra Warn- er, að eg hefði heyrt orðróm —•" „Já, þann orðróm, Cartwright, bjugguð þér víst sjálfur til. Og þér sögðuð víst söguna sem full- an sannleika —“ „Nei, það er ekki satt", skaut hinn inn í afsakandi. „Það skal eg sanna", sagði . Hallur og gekk að talsímanum á skrifborði Cartwrights. „Hvað ætlarðu að gera, Hall- ur?“ spurði bróðir hans. „Sfma til Keatings og loía þér að heyra svar hans". „Bull, Hallur", hrópaði Ed- ward. „Eg kæri mig ekki hið minsta um svar Keatings. Þú veist vel, að Cartwright hafði þá ekki hugmynd um, hver þú varst". Cartwright var ekki seinn á sér að grípa tækifærið. „Nei, auðvitað ekki, herra Warner! Bróðir yðar kom hingað og Iést vera verkamaður —“ „Nú já“, hrópaði Hallur, „svo þér teljið það sæmandi, að út- breiða lygar um verkamennina í umdæmi yðar?" „Þér eruð búnir að vera hér nógu Iengi til þess að vita, hve mikla sómatilfinningu verkamenn- irnir hér hafa". „Eg er búinn að vera hér nógu lengi til þess, herra Cartwright, að vita það, að ef tala á um sið- gæíft í Norðurdalnum, er bezt að byrja á verkstjórunum og eftirlits- mönnunum, sem þér skipið hér og leyfið átölulaust að ásælast kvenfólkið". gkemdar kartöflur, ágætt skepnufóður, til sölu í Kaupfélagi Reykjavíkur, Gamla bankanum. Saltkjöt, fyrsta flokks, ágætis dilkakjöt austan af Fljótsdalshéraði á 1,20 xfz kg. Lægra verð í heilum tunnum Yerzlun Skógafoss. Sími 353 kaupendur blaðsins, sem hafa bú- staðaskifti eru beðnir að tilkynna afgreiðslunni það, Sömuleiðis eru menn ámintir um að gera að- vart, ef vanskil eru á blaðinu. AlþýÖubIað0 er ódýrasta, íjðlbreyttasta og bezta dagblað landsins. Kaupið það og lesið, þ^ getið þið aldrei án þess verið. Saltkrj öt, f smásölu og stóf* kaupum, ódýrast í Kaupfélag1 Reykjavíkur, Gamla bankanum. Alþbl. kostar 1 kr, á mánuj^ Ritstjóri og ábyrgðarmaður: _______Ólafur Friðriksson_______ Prentsmiöjan GutenUerg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.