Alþýðublaðið - 20.08.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.08.1920, Blaðsíða 1
ubla O-efio lit af AJLþýduflol£l£x&u.m. 1920 Föstudaginn 20. ágúst. 189. tölubl. M styrkja framleiðendur.* í>að er nú orðið þjóðkunnugt, að íslandsbanki hefir lánað einum ^utlendingi, Copland að nafni, og nokkrum innlenduoi stöllum hans axa það bil þriðjung af öllu veltu- fé bankans, og er niðurstaðan af þessu tiltæki bankans orðin jafn þjóðkunn: að landsstjórnin hefir orðið að stöðva alla vörufiutninga til landsins. <að ekki er hægt að fá neitt fé flutt út úr landinu, ekki einu sinni hægt að íara á pósthós- ið og senda tíu krónu póstá- vísun þó œanni liggi á. ?að almenningur hefir orðið að kaupa ýmssn varning dýrara, sökum vöruekiunnar. ¦&ð megnasta óorð hefir komist á fjárhagsástand landsmanna er- íendis, en óorð þetta hefir auk- ist rajög við það, að íslands- bankí auglýsíi erlendis, að seðl- ar hans yrðu ekki innleystir þar, og vakti sú óvenjulega aðferð afar mikla eftirtekt, en sennilegt er þó að þetta hafi ekki verið gert til þess með ásettu ráði að spilla lánstrausti landsins, heldur hafi það verið gert af svona megnu fjármála- óviti. Öllu þessu hefir íslandsbanki þá komið til leiðar með framferði sínu, og hvað hefir svo áunnist? Sankinn þykist hafa verið „að ítyrkja framleiðendur þessa lands, til þess að koma afurðum þess í sæmilegt verð". Við skulum nu athuga: í fyrsta iagi: Er rétt að láaa framleiðendum tandsins stóran hluta af veltufé ^ankans, til þess að halda óseld- ^Kí afurðum landsins? í öðru lagi: Eru Fiskhringsmennirnir sama "°S »framleiðendur þessa lands" ? Fyrra atriðið: Það getur verið algerlega rétt- mætt að halda fslenzkum afurðum og selja þær ekki, ef þær eru í mjög lágu verði, eða réttara, svo lágu, að það sem fyrir þær fæst sé ekki fyrir framleiðslukostnaði og hæfílegum framleiðendagróða. Þetta er réttmætt af því, að okk- ur er nauðsynlegt að fá fram- leiðslukostnaðinn, og það er rétt- mætt gagnvart almenningi erlend- is, sem neytir eða notar vöruna, af því, að þó vara sé seld undir framleiðslukostnaði út úr landinu, þá mun það mjög sjaldan vera mikill ábati fyrir almenning er- lendis, því hún er komin í fult verð áður en hún kemst í hans hendur, en milliliðirnir græða. En það er aðeins réttmætt að gera þetta, ef það er geirt þannig að allir framleiðendur hafi hlut- fallslegan ábata af því, eða að gróðinn renni í landssjóð. Og þá því aðeins, að hægt sé að fá pen- ingana til þess, án þess að taka þá af' hinu almenna veltufé lands- ins. Sé aftur á móti ekki hægt að gera það nema með því að festa í því hið almenna veltufé lands- ins, þá er algerlega rangt að gera það, því þá skapar það peninga- kreppu í landinu, sem getur skaðað atvinnuveginn, sem verið er að hjálpa, að jafn mikium mun, auk 'þess sem þeningakreþþan skaðar aðrar framleiðslugreinar og versl- un landsins. Það hefði því verið rangt af íslandsbanka að lána þetta, þó það með sanni hefði verið hægt að segja, að það væru framleið- endur landsins, sem væri Mnað það, og þeir ætlað að skifta ábat- anum á milli sín eftir réttu hlut- falli. En svo kemur annað atriðið: Fískhringsmennirnir eru ekki „framleiðendur þessa lands", eins og bankastjórnin sér til afsökunar kallar þá. Hverjir eru þeir þá? Ja, um einn þeirra, þann helzta, hefir ekki heyrst að hann værí neitt við framleiðslu riðinn. Hinir munu fiestir vera fiskfraraleiðend- ur, en þó sumir þeirra séu meðal stærstu fiskframleiðenda, þá er jafn óréttmætt að kalla þessa fáu menn „framléiðendur þessa laiods", eins og það væri að kalla banka- stjórana i íslandsbanka „fjármála- glópa þessa lands", þó þeir sem stendur hafi „metið" í fjármála- óviti. Það er engin ástæða til þess að hallmæla Fiskhringsmönnunum fyrir það, þó bankastjórar íslands- banka létu þá fara með sig eins og tuskur, það var bankastjóranna sjálfra að sjá um það, í stað þess að lána þeim stóran hluta af veltu- fé bankans, svo stóran, áð hin gffurlega viðskiftakreppa sem nú stendur yfir hlaust af, til skaða fyrir aðra fiskkaupmenn og fisk- framleiðendur, og alla aðra fram leiðendur landsins, til skaða fyrir alla þá sem verzlun reka, heild- sala, kaupmenn og kaupfélög, tit skaða fyrir allan almenning, svo sem áður var sagt, og til skaða fyrir Iandið f heild sinni. Nei bankastjórar góðir, og þið aðrir, sem eruð að reyna að verja hinar óverjandi gerðir íslands- banka, hvort sem þið gerið það opinberlega, eða eins og ritstjóri Vfsis á víxl opinberlega eða und- ir gæruskinni, komið ekki oftar með þá fjarstæðu að íslandsbanki hafi verið að „styrkja framleiðend- ur þessa lands", þegar hann lán- j aði Fiskhringsmönnunum um það bil þriðjunginn af öllu veltufé sfnu. Finnið eitthvað sem fólkið trúir betur. Eða gerið það sem þeim mun bezt s&m veit sekt sína, en það er að þegja, þó þeir þar með játi sekt sína. Stórbrani í Feneyjum (Venédig> varð 26. júlí. Brunnu þar stórar vörubirgðir og skip, sem lágu inni í skipakvíum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.