Morgunblaðið - 16.02.1977, Síða 1

Morgunblaðið - 16.02.1977, Síða 1
32 SÍÐUR 36. tbl. 64. árg. MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Danmörk: Stórsig- ur jafnaðarmanna Fylgishrun hiáVenstre Paul Hartling og frú Elizabet á kjörstað f Ordrupskóla f Kaup- mannahöfn. Anker Jörg- ensen forsætisráðherra greiðir atkvæði sitt í gær, eiginkona hans, Inerid. horfir á. Kaupmannahöfn 16. frhrúar frá frétta- ritara Mbl. Lars Olsen. ANKER Jörgensen verður áfram forsætisráðherra Danmerkur eftir að Jafn- aðarmannaflokkur hans vann umtalsverðan sigur í kosningunum f gær, bætti við sig 12 þingsætum, úr 53 í 65, og 7.1% atkvæða. Það sem mesta athygli vakti í kosningaúrslitunum var algert fylgishrun Venstre undir forystu Poul Hartlings, en flokkurinn tapaði helmingi þingsæta sinna, hefur nú 21 á móti 42. Anker Jörgensen sagði í nótt, er úrslitin lágu ljós fyrir: „Það er Ijóst að minnihlutastjórn Jafnað- armannaflokksins mun sitja áfram að völdum og halda starfi sínu áfram, en við erum einnig opnir fyr- ir því að kanna möguleik- ana á breiðara stjórnar- samstarfi. Við höfðum bú- izt við að vinna á, en sigur- inn er óneitanlega stærri en við höfðum þorað að vona.“ Jörgensen sagði, að kosningarnar hefðu eink- um snúizt um eitt mál, að tryggja ríkisstjórninni starfsgrundvöll og þess vegna hefðu kjósendur fylkt liði um jafnaðar- menn, enginn hinna stóru flokkanna hefði treyst sér til að taka ábyrgðina á sín- ar herðar. Stjórnmálafréttaritarar í Kaup- mannahöfn sögðu í nótt, að kosn- ingaúrslitin væru greinileg stuðn- ingsyfirlýsing kjósenda við jafn- aðarmenn og þá flokka, sem stóðu að ágúst samkomulaginu um kauplags- og verðlagsbindingu, sem gert er ráð fyrir að taki gildi Framhald á bls. 18 EBE: Samkomulag um fiskvernd írar tilkynna einhliða aukatakmarkanir Brtissel 15. febrúar Reuter. LANDBÚNAÐAR- og sjávarút- vegsmálaráðherrar Efnahags- bandalagsríkjanna komust að mestu leyti að samkomulagi f dag um þrjár aðgerðir til að vernda fiskstofnana innan 200 mílna fiskveiðilögsögu rfkjanna 9, en auk þess klufu írar sig út úr og samþykktu enn frekari einhliða aðgerðir til að takmarka stærð og vélarorku þeirra skipa, sem fá að stunda veiðar við lrland. Olli þetta mikilli gremju meðal hinna ráðherranna, sem gagnrýndu tra harðlega. Healey og Re.es líkleg- ir arftakar Croslands Heilsu rádherrans hrakaði enn í gær London 15. febrúar Reuter —AP. HEILSú Anthony Croslands, ut- anrfkisráðherra Bretlands, hrak- aði enn skyndilega f kvöld og ótt- ast læknar mjög um Iff hans. Crosland, sem er 58 ára, fékk al- varlegt hjartaáfall á sunnudags- kvöld og hefur ekki komið til meðvitundar frá þvf að hann var fluttur í skyndi f sjúkrahús skammt frá Oxford en þar f grennd er sveitasetur hans. Stjórnmálafréttaritarar í Bret- landi segja nú Ijóst, að þótt Cros- land lifi áfallið af, muni hann Denis Healey ekki framar gegna ráðherrastöðu. Þessi veikindi Croslands hafa sett Callaghan, forsætisráðherra, i mikinn vanda, þar sem hann þarf að gera skjótar breytingar á stjórn sinni. Crosland hafði unnið mjög að lausn Rhódesíumálsins svo og lausn deildna í sambandi við 200 mílna fiskveiðilögsögu EBE. Hann er forseti ráðherra- ráðs EBE, hefur unnið að undir- búningi tveggja toppfunda sem halda á f Bretlandi í maí og júni auk þess sem hann undirbjó för sína með Callaghan til Washing- Framhald á bls. 19 Skv. fréttum frá Brússel kemur samkomulagið verulega til móts við kröfur Breta um verndun sild- ar- og bolfiskstofnanna við strendur Bretlands og lýsti brezki fiskveiðiráðherrann Gavin Strang yfir ánægju sinni með niðurstöð- urnar. Þetta samkomulag gengur skrefi lengra en samkomulagið, sem náðist á fundi utanríkisráð- herra landanna i síðustu viku, en Danir hafa þó frestað að gefa sam- þykki sitt, þar sem kosningar fara fram i landinu í dag, og ráðamenn vilja ekki taka ákvörðun um svo viðkvæmt mál á slíkum degi en gert er ráð fyrir að samþykkti þeirra liggi fyrir eftir nokkra daga. Samkomulagið er sem hér seg- ir: 1. Bann við síldv'eiðum í Norðursjó þar til 30. april og í írlandshafi þar til í lok þessa árs. 2. Bann við veiðum á spærlingi til bræðslu undan N- og A-strönd Skotlands þar til i lok marz. 3. Takmarka skal veiðar á bolfiski „Tímabært að hreyf- ing komist á málin til bræðslu á öðrum svæðum við 10—20% af heildarafla eftir því um hvaða tegundir er að ræða. Til viðbótar þessu tilkynntu ír- ar, að frá 1. marz fengju bátar, sem eru lengri en 33 m og með 1100 ha vélar eða stærri ekki að veiða innan 50 milna lögsögu við írland og á sumum svæðum ekki ráðherrar harðlega þessar aðfarir Framhald á bls. 19 Norðmenn senda enn einn Rússa heim 5? - sagdi Allon vid komu Cyrus Vance til ísrael í gær Jerúsalem 15. febrúar AP — Reuter. CYRÚS Vanee, utanríkisráðherra Bandarikjanna, hét lsraelum við komu sfna til Tel-Aviv í kvöld, að Bandarfkin myndu um ókomna tlma leggja sitt af mörkum til að tryggja stöðu og öryggi tsraels. Heimsóknin til tsraels var fyrsti áfanginn I 6 daga för ráðherrans um Miðausturlönd til að reyna að koma af stað nýjum friðarviðra*ð- um milli Araba og tsraela. Yiegal Allon, utanrikisráðherra ísraels, sagði við komu starfsbróð- ur sins: „Það er kominn tími til að hreyfing komist á ný á stjórnmál- in í Miðausturlöndum, ísraelar eru ekki fylgjandi stöðnum held- ur þvert á móti framsókn í friðar- átt." Viðræður Vance við ísraelska ráðamenn munu eink- um snúast um Palestínuvanda- málið og hann mun reyna að fá þá til að láta af harðri andstöðu sinni við þátttöku Palestínumanna i fyrirhuguðum Genfarviðræðum, Framhald á bls. 19 Osló 15. febrúar Reuter. SOVEZKI sendiráðsnauturinn G.F. Titov, sem norsk blöð hafa haldið fram, að hafi verið yfir- maður KGB-deildariunar f Noregi, er farinn heim til Moskvu. Verdens Gang segir í dag, að Titov hafi verið beðinn persónu- lega um að fara úr landi. Tals- maður norska utanrfkisráðuneyt- isins neitaði í dag að staðfesta þessa frétt en heimildir innan Óslóarlögreglunnar staðfestu að maðurinn hefði farið frá Ósló á laugardag. Titov er 7. Rússinn, sem fer frá Noregi eftir að upp- lýst varð um njósnamálið í sam- bandi við Gunvor llaavik f sl. mánuði. Rússar ráku f gær einn norskan sendiráðsstarfsmann heim og bönnuðu öðrum að snúa aftur í hefndarskvni. Titov var einn af 15 Rússum, sem bannað var að snúa aftur til Bretlands, er stjórnvöld þar ráku 90 sendiráðs- starfsmenn úr landi 1971 fyrir njósnir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.