Morgunblaðið - 16.02.1977, Page 7

Morgunblaðið - 16.02.1977, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRUAR 1977 7 Gfsli Jónsson mennta- skólakennari hefur gert manna bezt grein fyrir sögu fslenzkrar kven- réttindabaráttu og lagt henni lið með sagn- fræðilegum og málefna- legum rökstuðningi. Hann fjaflar enn um þetta efni, f tengslum við framkomið skatta- lagafrumvarp, f leiðara tslendings, málgagns sjálfstæðisfólks f Norðurlandskjördæmi eystra. Þar segir hann orðrétt: Kvenrétt- indafélag íslands „Fyrir hálfum mánuði minntust menn sjötfu ára afmælis Kvenréttindafélags lslands, og f þvf sam- bandi hefur sitthvað verið rifjað upp um fslenska kvenréttinda- baráttu. Sagan um jafn- rétti kynjanna á tslandi er á margan hátt ánægjuleg, enda voru tslendingar löngum meðal þeirra þjóða sem þar fóru framarlega. Minna má til dæmis á lög um erfðajafnrétti systra og bræðra 1850, lögin um kosningarétt kvenna „sem áttu með sig sjálfar“ 1882, kosn- ingarétt og kjörgengi giftra kvenna til sveitarstjórna 1907, al- gert jafnrétti um skóla- göngu og embættis- gengi 1911 og kosninga- rétt og kjörgengi kvenna til alþingis 1915 með endurbótum frá 1920. Frá sfðari árum er svo helst að minnast laganna og launajafn- rétti og jafnréttisráð. Af skiljanlegum ástæðum höfðu karlar forgöngu í þessari jafn- réttisbaráttu f fyrstu lotu. Þar gleymast ekki Páll Briem, Þorlákur Guðmundsson, Skúli Thoroddsen og Hannes Hafstein, svo að nokkur kunnustu nöfnin séu nefnd. Sfðar meir komu samtök kvenna sjálfra fram á sóknarsviðið, fyrst undir forystu Þor- bjargar Sveinsdóttur og Ólaffu Jóhannsdóttur, sfðar Brfetar Bjarn- héðinsdóttur, og það var einmitt hún sem hafði veg og vanda af stofnun Kvenréttindafélags tslands 1907.“ Skattalaga- frumvarpið „1 umræðunum undanfarið hafa menn mjög staðnæmst við skattalagafrumvarp það sem lagt hefur verið fram til kynningar, en þar er gert ráð fyrir þvf að afnema hina marg- umtöluðu 50% reglu, og þvf hljóta allir jafn- réttissinnar að fagna, segir Guðrún Erlends- dóttir hrl„ fulltrúi jafn- réttisráðs, f ræðu á Gísli Jónsson menntaskólakenn- ari. fundi Kvenréttinda- félagsins 27. jan. sl. 1 sama streng tekur vara- formaður K.Í., Björg Einarsdóttir, f mjög at- hyglisverðri grein f Vísi 3. þessa mánaðar. Hún segir m.a.: „Að þetta bráðabirgðaákvæði hef- ur gilt f nær tvo áratugi kennir að oft er Iffseigt það, sem aðeins á að lappa upp á gamalt kerfi um stundarsakir. Þegar, tveimur árum eftir gildistöku 50% reglunnar, urðu breyt- ingar á skattalögum er rýrðu gildi hennar og hafa nú orðið svo mikl- ar breytingar á lög- unum að það sem átti að stefna f réttlætisátt er orðið að argasta órétt- læti.“ Þetta eru vissulega orð að sönnu. Þegar hlutur eiginkonu, sem vinnur heimilisstörf, er algerlega vanmetin, þegar það getur skipt hundruðum þúsunda f skatti hvort kynjanna vinnur fyrir tekjum heimilisins og þegur ekkjur og ógiftar konur njóta ekki sama réttar og giftar konur.“ Lítið jafn- réttismál .Jlitt er svo rétt sem fram hefur komið hjá þessum ágætu konum og fleirum, að ákvæði skattalagafrumvarps- ins, sem koma eiga í stað 50% reglunnar, eru mjög athugaverð, og verður að sjálfsögðu að gæta þess að gera ekki nýjar skyssur f stað þeirra sem fyrr hafa til orðið. En meðan stighækkandi tekju- skattur til rfkisins er innheimtur, sem ekki virðist nauðsynlegt og þaðan af sfður sjálfsagt, þá hlýtur það að vera krafa allra jafnréttis- sinna, að fólk sé ekki mismunað eftir kynj- um, þegar skattur er á lagður. Og svo er hér eitt ósköp Iftið jafnréttis- mál f lokin, og það kost- ar engin fjárútlát. Vilja menn nú ekki vera svo góðir, að hætta að skrifa utan á bréf og boðskort Hr. Jón Jónsson og frú, ef erindið eða boðið er til beggja hjónanna, rétt eins og konan sér einhvers konar húsgagn eða fylgifé bónda sfns, eða í hæsta lagi „staðar- bót og hýbýlaprýði", eins og sagt var um Gissur Hallsson, er hann sat f sæmd sinni f Skálholti á efri árum? Gift kona er sjálfstæð persóna, og þvf ekki að skrifa heldur Til Guðrúnar Guðmunds- dóttur og Jóns Jónsson- ar, þegar bréf eða boð er stflað til þeirra beggja?“ LANG ÓDÝRUSTU 20" litsjónvarpstækin á markaðnum Vegna hagstæðra samninga við Toshiba Japan getum við boðið nokkurt magn 20" litsjónvarpstækja fyrir AÐEINS KR. 213.915 Þetta nýja glæsilega litsjónvarpstæki er búið fjölda tæknilegra nýjunga: line-in myndlampi Blackstripe-kerfi er tryggir úrvals svart-hvíta mynd jafnt og litmynd. Sjálfvirk afsegulmögnun. Árs ábyrgð. Greiðsluskilmálar EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaðastræti 10A sími 16995. VARIZT HALKUNA Fæst hjá skósmiðnum, skóbúðinni og apótekinu. Steiktar kartöfluflögur og matarolía (hnetuolía). HEILDSOLUBIRGÐIR: AGNAR LUDVIGSSON HF, Nýlendugötu 21, Sími 12134. íSkotlandi Brottför 9. og 18. maí (10 dagar) Verö kr. 64.500,- Flug fram og til baka. Gisting á Marine Hotel, North Berwick Morgunverður og kvöldverður. Flutningur til golfvalla og til og frá flugvelli Ekki innifalinn brottfararskattur. Allarfrekari upplýsingar. FERDASKRIFSTOFAN URVAL Eimskipafélagshusinu simi 26900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.