Morgunblaðið - 16.02.1977, Page 23

Morgunblaðið - 16.02.1977, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRUAR 1977 23 Saga og stað- fræði Árni Óla: Grúsk V. 218 bls. tsafold. Rvfk 1976. Ef einhver álftur að menn séu orðnir til einskis nýtir sjötugir (þegar hið opinbera treystir þeim ekki lengur til að gegna ábyrgðar- störfum) skyldi sá hinn sami kynna sér ritaskrá Árna Óla. Þar kemur nefnilega f ljós að hann tekur fyrst að láta að sér kveða svo um munar sem rithöfundur — sjötugur! Sfðan bók á ári minnst; stundum tvær. Flestar geyma þær þjóðlegan fróðleik; söguþætti, þjóðtrú, frásagnir af horfnum lifnaðarháttum. Allt er það stutt margvíslegum heimild- um öðrum þræði. Að hinu leytinu byggir svo höfundur á endur- minningum sinum sem gerast því dýrmætari því lengra sem líður. En hann verður nfræður á næsta ári ef mér bregst ekki þvi hrapal- legar reikningslistin; og man því orðið „langt fram“ svo líkt sé eftir orðalagi Ara. Þó Árni Óla hafi sent frá sér drjúgan helming bóka sinna eftir sjötugt fer þvf auðvitað vfðs fjarri að hann hafi þá fyrst hafið rit- störf. Við hálfrar aldar blaða- mennsku, og þá einkum umsjón með Lesbók Morgunblaðsins sem hann skrifaði lfka mikið f sjálfur. var hann lengi búinn að fást við sömu efni. Og umsjónin með Les- bókinni veitti auðvitað kjörið tækifæri til að safna þjóðlegum fróðleik hvaðanæva af landinu. Sumar bækur Árna Óla fjalla um afmörkuð efni þjóðfræðanna, t.d. Álög og bannhelgi en svo heitir einmitt ein þeirra, aðrar eru blandaðs efnis, þeirra á meðal Grúsk. En undir þvf nafni hefur Árni Óla nú skrifað fimm bækur. I þessu fimmta bindi kennir margra grasa. Fyrsti þátturinn heitir Hvftramannaland og fjallar um siglingar íra til tslands og Ameríku áður en norrænir menn námu hér land. Fram til miðrar þessarar aldar trúðu menn orðum fornritanna eins bókstaflega og þeir töldu sig skilja þau, sem sé að norðmenn hefðu, er þeir komu hingað fyrst, fundið hér fáeina frska einsetumenn sem síðan hefðu hypjað sig á brott þar sem tilgangurinn með dvöl þeirra hér — einveran — var náttúrlega eyðilagður eftir að fjölga tók í landinu. Raunar eru frásagnirnar af pöpunum hér svo fáorðar að þær gefa heldur fátt til kynna um fjölda þeirra hér og búsetu. Víst er að frar vissu um ísland löngu áður en Ingólfur Arnarson nam hér land. Árni Óla leiðir að því rök að þeir hafi verið meiri sigl- ingamenn, landkönnuðir og land- nemar, bæði hér og vestanhafs, en áður hefur verið talið. Gerir hann ekki aðeins grein fyrir þeirri skoðun sinni i fyrrnefndum þætti heldur einnig i þætti sem hann nefnir örnefni sanna frskt landnám. Þar með telur hann ör- nefni sem leiða getum að þvf að irar hafi flutt hingað búfé á und- an norðmönnum. Fróðlegur er þátturinn Land- námsbærinn en þar fjallar höf- Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON undur ekki aðeins um byggingar- stfl á landnámsöld heldur einnig þá byggingatækni sem landnáms- menn höfðu á valdi sinu, verkfæri og svo framvegis. Þar upplýsir hann meðal annars eftir rann- sóknum í Noregi að „smiðir áttu þá hvorki sagir né hefla. Sagir þekktust ekki heldur hér á landi og er fyrst getið um sög að Eyri við Seyðisfjörð vestra árið 1470. Langviðarsagir komu ekki til íslands fyrr en um 1700, þá er þeirra getið á Norðurlandi. Hefl- ar bárust fyrst hingað í lok 16. aldar.“ Hreinlæti og þrifnaður fyrrum heitir þáttur sem fjallar um sam- nefnt efni. Þar gerir höfundur grein fyrir hvernig hreinlæti var háttað hér á landi fyrir daga sáp- unnar þegar keyta var notuð í hennar stað. Er sú frásögn öll hin fróðlegasta, einkum fyrir þá sem aldrei komust í kynni við hina eldri lifnaðarhætti en gera sér hugmyndir um þá eftir frásögn- um annarra, misjafnlega greina- góðum. Keyta mun hafa verið not- uð við ullarþvott fram til miðrar þessarar aldar en þá var raunar löngu hætt að nota hana til ann- arra þvotta. Höfundur kveður menn hafa hyllst til að hlaupa yfir þennan þátt þjóðlffsins, helst viljað gleyma „ósómanum"; telji það ósamborið sjálfsvirðingu þjóðarinnar að halda slíku á loft. „Nú á seinni árum,“ segir hann „finnst mér það vera orðið feimnismál að tala um notkun keytu á fyrri öldum. Ungar stúlk- ur fussa og sveia og hrylla sig allar, ef minnzt er á þá staðreynd, að keyta hafi verið eina þrifn- aðarmeðal formæðra þeirra, þær hafi þvegið allan þvott upp úr keytu jafnvel hár sitt, falda sina, lin og viðhafnarklæði." — Ég held að þessi fullyrðing höfundar héfði átt vel við á þeim tíma er þjóðin var að hverfa frá hinum fornu lifnaðarháttum til „fínna" hreinlætis en eigi tæpast við leng- ur. Þær, sem fussuðu og sveiuðu fyrir mannsaldri eða svo, voru ómeðvitað að bera af sér „ósóma“ sem þær voru kannski ekki hræddar um að þeim yrði beinlin- is borinn á brýn sjálfum, þótti þó vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig — upprunans vegna; jafn- framt því sem ungkynslóðin þá var auðvitað að storka þáverandi eldri kynslóð vegna lítillar sápu- notkunar í hennar uppvexti. Nú- lifandi ungkynslóð er hins vegar búin að fá nóg af sápu. Eða meir en svo! Og treysti sér sjálfsagt til að leika eftir fornar hreinlætisað- ferðir ef á reyndi, að minnsta kosti ef hún héldi að einhverjum væri strfðið í þvl. Já, úr því minnst er á ungt fólk, gleymum þá ekki þættinum Þjóðtrú og uppeldi þar sem höf- undur ræðir um ýmiss konar hjá- trú og bannhelgi í uppeldi fyrr- um: það er að segja álög æðri máttarvalda sem við lágu ef barn og unglingur gerði af sér þetta eða hitt sem ekki mátti gera. Leið- ir höfundur rök að því að í þeim efnum hafi nauðsynin mótað þjóðtrúna: „Menn verða að gæta þess, að þjóðtrúin er ekki tómar hégiljur. Hún er samsafn af reynslu kynslóðanna um aldir. Hún geymir jafnt hin dýpstu Árni Úla sannindi sem imyndanir og hugarflug. Hún er samsafn af skáldskap og hyggindum, sem í hag koma. Og sem námsgrein fyrir nýja kynslóð varð hún I munni þeirra, sem með kunnu að fara, bæði þekking og siðalær- dómur. Réttilega túlkuð kenndi hún aga, varúðir og hvöt til mann- dóms.“ Hér er talað af reynslu og þekk- ingu. Sakir sögu- og staðfræði- þekkingar sinnar hefur Árni Óla betri yfirsýn yfir þjóðleg fræði en flestir aðrir sem um þau efni tala og rita nú á dögum. Auk þess að vera sögumaður er hann forsvars- maður sinna fræða, skýrir horfna lifnaðarhætti út frá þeim lögmál- um sem lifið laut þar og þá og nýtur til þess sins trausta minnis, orðinn fulltiða maður þegar fyrri heimsstyrjöldin skall á og nítjánda öldin rann I raun skeið sitt á enda. Bækur hans verða því lengi lesnar, bæði til skemmtunar og eins munu fræðimenn eiga þar visan sjóð fróðleiks um liðna tima. „60% ALIRA PLOTUSPILARA KOMA FRÁ BSR bds 95 plötuspilari.Verö kr 39.900. -Mónhöfuð. Leiðandi fyrirtæki á sviöi sjónvarps útvarps og hljómtækja VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10. SÍMAR: 27788,19192.19150. Hagstætt hlutfall milli gæöa, tæknilegra eigin- leika og verös er skýr- ingin á þessum einstaka framleiöslu- og sölu- árangri. Margir helstu hljóm- tækjaframleiðendur veraldar nota BSR plötu- spilaraverk í framleiöslu sína og selja undir eigin vörumerkjum. Við kaupum beint frá BSR SAMVALDAR NESCO HLJÓMTÆKJASAMSTÆÐUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.