Morgunblaðið - 16.02.1977, Síða 25

Morgunblaðið - 16.02.1977, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRUAR 1977 25 fclk í fréttum + Mikil gasspreng- ing varð nýlega þar sem unnið var að viðgerð skolp- leiðslu í borginni Kobe i Japan. Bif- reiðar ultu og nær- liggjandi hús urðu fyrir skemmdum. Einn maður lét líf- ið og fimmtán slös- uðust. + Barbara Streisand segist hafa fengið sðstu ósk Iffs sfns uppfyllta, en það er að leika aðalhlutverkið f kvikmyndinni „A star is born“ eða Stjarna fæðist, en það er eitt þekktasta hlutverk Judy Garland, þegar hún var upp á sitt besta. Hér er Barbara með hinum nýja manni sfnum, fyrrverandi hár- greiðslumeistara Jon Peters og segir hún að það sé honum að þakka að hún fékk þessa ósk sfna uppfyllta. + Ssnski tennismeistarinn Björn Borg og unnusta hans, hin rúmenska Mariana Simionescu, heldu það nýlega hátfðlegt f New York að Björn hefur undirritað samning við tennisklúbb í Cliveland, USA. Sagt er að samningurinn sé mjög arðvæn- legur. + Þessi ljóshærða bros- milda stúlka er Saíly Thomsett sem við þekkj- um úr bresku sjónvarps- þáttunum „Maður til taks“. Hún hefur nýlega fengið skilnað frá manni sínum, Niges Newman, en þau hafa verið gift i fimm ár. „Hjónabandið entist eiginlega ekki nema átta vikur,“ segir Sally, „við rifumst svo heiftarlega að það var útilokað fyrir okkur að búa saman.“ Þau eiga engin börn og Sally gaf sjálfri sér nýjan Rolls- Royce i afmælisgjöf um daginn. Á að eitra bezta drykkjarvatn í heimi? VERÐUR „fluor“ sett í drykkjar- vatnið okkar, hið bezta í heimi? Ég spyr þjóðina hvort hún ætli að taka á móti þessu eitri? Blaða- skrif hafa verið um þetta efni i dagblöðum undanfarið, fluor- andstæðingar telja að hér sé á ferðinni mjög skaðlegt efni fyrir líkamann sem geti valdið ýmsum sjúkdómum, gæti einnig stuðlað að fósturláti. Fluor-aðdáendur hafa lika skrifað greinar um hið dásamlega efni „fluor" sem á að drepa tannátu, en geta einnig um hugsanlega hættu, ef ekki væri rétt blandað. Ég veit ekki hvernig það er hægt að fá nákvæma blöndu í mörg þúsund lítratank, sem er með sífelldu rennsli út og inn. Hér virðast vera á ferðinni tveir ólíkir hópar og kannski eru þeir stærri ef að væri gáð. Hvað veit hinn almenni borgari um þetta efni Æti það sé ekki frekar lítið, nema þá helst sá heila- þvottur sem sjónvarpsauglýs- ingar hafa borið á borð um þetta dásamlega efni ,,fluor“ í því skyni að selja það. Ef „fluor“ yrði sett i drykkjarvatn hér, hver myndi hagnast á þvi frá viðskiptalegu sjónarmiði? Ríkið eða kannski hagsmunaaðilar, sem skiptir engu hvort það er skaðlegt eða gagn- legt. Þeir aðilar sem hafa verið að tjá sig hér í dagblöðunum hafa ekki allir titlað sig sem vísina- menn eða tannlækna. Hér eru því einnig á ferð áhugamenn um heil- brigði. Það er gott að heyra að slíkt fólk er til og sjálfsagt er sú prósentutala mun stærri en okkur grunar, fólk sem vill vita hvaða gagn fæðan gerir fyrir líkamann, þvi við vitum að rétt mataræði er lykillinn að heilbrigði. Náttúran hefur öll þau efni sem við þurf- um, þar rikir jafnvægi sem maðurinn hefur þó raksað með skammsýni sinni. „Fluor“ er i litlum mæli I bæði heita og kalda vatninu hér og sjálfsagt í réttu jafnvægi. Hvers vegna að raska jafnvæginu og bjóða hættunni heim af því að það getur dregið úr tannátu hjá þeim sem eru á röngu mataræði og þrífa tennur sinar ekki rétt? Ekki voru forn- mennirnir með „extraskammt" af „fluor" og það má segja að það þyki mikil frétt ef hauskúpa af fornmanni finnst með skemmdar tennur. Hvers vegna? Væri ekki nær að halda fræðsluþætti um rétt mataræði og hirðingu tannanna. Tölur sýna að sykurát islendinga er langt frá nauðsyn- legri orkuþörf og það bil eykst með hverju árinu sem líður. Hvar kemur þetta niður á líkamanum, jú það hleðst utan á likamann og tennurnar hrynja. Ásamt hjarta- sjúkdómum og öðru sem offita hefur í för með sér. „Fluor“ er skaðlegur skyndiplástur en ekki „patent" lausn. Lausnin er fræðsla. Skipulögð upplýsinga- herferð um mikilvægi fæðunnar og hinar hrikalegu afleiðinar af röngum lífsvenjum. Við eigum öll rétt á hreinu lofti og ómenguðu vatni og þessar orkulindir eigum við að verja saman. Ólafur Reynisson matreiðslumaður. Alþjóða-æskulýðsmót- ið í Bayreuth 1977 MÓT þetta verður í 27. sinn hald- ið i Bayreuth 5. — 27. ágúst í sambandi við Richard Wagner tónlistarhátíðina. Þátttaka er heimil ungu fólki á aldrinum 18—25 ára, en einnig eldra fólki ef það er við nám, enda leggi það þá fram vottorð skóla. Gert er ráð fyrir að þátttakend- ur séu með á einhverju af eftir- töldum námskeiðum: 1. Hljómsveit. Æfð verða verk eftir Ralph Vaughan Williams, Bohuslav Martinu, Igor Strawinski. 2. Hljómsveit fyrir hljóðfæraleik- ara með minni kunnáttu. 3. Kór. Æfð verða verk eftir Strawinski og Bruckner. 4. Kammertónlist 20. aldar. 5. Námskeið fyrir unga óperu- einsöngvara undir stjórn Hjördis Hymander og Pekka Salomaa. 6. Námskeið fyrir fréttamenn blaða, útvarps og sjónvarps, en kennsla fer eingöngu fram á þýzku á því námskeiði. 7. Námskeið i verkum Richard Wagner. Skilyrði til þátttöku eru þýzkukunnátta og þekking á verk- um Wagners, sérlega Hrings Niflungsins. Meðal kennara er Pierre Boulez. 8. Mót ungra rithöfunda frá Evrópulöndum. Þátttakendur eiga kost á að kaupa aðgöngumiða á nokkrar sýningar Richard Wagner tón- listarhátíðarinnar á sérstöku af- sláttarverði. Þetta tilboð er at- hyglisvert þegar haft er í huga að miðar á allar sýningar seldust upp i nóvember s.l. ár. Nánari upplýsingar gefur dr. Helgi B. Sæmundsson, Friedrich- Ebert-Strasse 52, D 7 Stuttgart, Deutschland. — Hugleiðingar Framhald af bls. 10 missir eins og nú er. Konan á kröfu á, að vera viðurkennd sem sjálfstæður persónuleiki, og henni ber jafnframt skylda til að vera það. Allir, sem komnir eru yfir 16 ára aldur, eiga að vera sjálfstæðir skattþegnar, ,án tillits til kyns eða hjúskaparstéttar, annað er jafn fáránlegt og að láta hjón hafa einn kjörseðil. Fasteignagjöldin, sem nú eru innheimt hér með forgangshraði, eru orðin martröð á ibúum þessa bæjarfélags og efalaust viðar á landinu. Upphaflega munu fast- eignagjöld hafa verið lögð á til þess að mæta beinum kostnaði bæjar- og sveitarfélaga við vega- gerð, holræsi, vatnsveitur og sorp- hreinsun. Nú eru hinsvegar nær öll þessi gjöld innheimt framhjá, en fasteignagjöldin orðin leiga, sem bæjarfélögin innheimta af eigin íbúðarhúsnæði ibúanna. Þetta er þó ekki eina leigan, sem ibúðaeigendur verða að greiða, þeir greiða háa leigu til Raf- magnsveitna ríkisins, í stað þess að greiða fullu verði það rafmagn sem notað er. Þá reiknar ríkið mönnum leigu af eigin húsnæði til skatts, en viðhald til frádrátt- ar. í stað þess að láta menn sjálfa um ibúðir sinar. Mér finnst tími til kominn, að menn fái að hafa ibúðir sinar i friði fyrir skattaokri ríkis og bæja, þegar þeir, með ærnu erfiði og áhyggjum, eru búnir að koma sér þaki yfir höfuðið. Það á að vera skylda löggjafans, að tryggja þegnunum slikt öryggi. Þessi skattpining drepur niður alla sjálfsbjargarviðleitni manna og hvar stöndum við þá. Fasteignagjöld af íbúðarhús- næði yrðu þá einungis vatnsskatt- ur, holræsagjald og sorphreins- unargjaid. Gatnagerðin yrði greidd af öllum útsvarsgjaldend- um bæja og þorpa sameiginlega, en ekki aðeins af fáum íbúanna sem eiga ibúðarhús sín við aðal- götur bæjanna, sem jafnframt eru þjóðvegir, í nokkrum til- vikum a.m.k. Núverandi gjaldheimta af ibúðarhúsnæði manna, er svo ranglát að striðir gegn allri óspilltri réttlætiskennd, þar sem þegar er búið að greiða skatta og skyldur af þvi fé sem byggt er fyrir og húsnæðislán að nokkru verðtryggð. Eða hve oft er hægt að innheimta skatt af sömu tekj- um og búa til ný gjöld á íbúðir manna? Samanber hin illræmdu landsfrægu gatnagerðargjöld af gömlum húsum, sem hrædd eru út úr, jafnvel ungu, sem gömlu fólki, sem greitt hefur áratugum saman til gatnagerðar í bæjar- og sveitarfélögum sinum. Varla er ég ein um að fordæma slíkt hátta- lag. Eskifirði, 5. febrúar 1977. Sigriður Kristinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.