Morgunblaðið - 16.02.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.02.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16 FEBRUAR 1977 vin> MORÖ-tlN KAffinu Við erum að leita að nafni á hann Lilla! Þó að stolt mitt só sært, fer ég aftur inn og bið hann um 300 króna lán? Ekki hra'dd krakkar — Okkur þvkir bara svona va-nt hvoru um annað. Til hvers var hún framleidd? ,,Nú að undanförnu hefur verið 1 minnst á að flugránsfólkið hefði sýnd mynd í Háskólabíói um árás gert eitthvað af sér. Það voru að- israelsmanna á Entebbe- eins Israelsmenn sem gerðu eitt- flugvöllinn, þar sem gíslum var hvað af sér með því að ræna gísl- haldið af flugræningjum, sem unum. flestir muna eflaust eftir síðan í Svona í lokin má minnast á að BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson „N(J, dálítið mikið sagt hjá okk- ur“; sagði spilarinn í suður við sjálfan sig þegar hann sá blindan. En góð úrslitaáætlun ásamt taln- ingu slaga og nýtingu möguleika var nauðsynleg til að spilið ynn- ist. Og það tókst. Norður gefur, báðir I hættu. Vestur S. G109 II. D108 T. KG6 L. 1)1062 Norður S. D6 II. G63 T. D95 L. ÁKG75 Austur S. K8742 II. 9 T. 1087432 L. 4 Suður S. Á53 II. ÁK7542 T. Á L. 983 Eftir að norður opnaði á einu laufi, varð suður sagnhafi í sex hjörtum. Vestur spilaði út spaðagosa, drottning, kóngur og ás. Þegar drottningin kom ekki í hjartaás og kóng var greinilegt að lauflitur blinds varð að sjá fyrir spaða- tapslögum sagnhafa. I næsta slag spilaði sagnhafi því laufinu og tók með ás til að gefa ekki á blankt háspil. Þegar austur lét lágt spilaði sagnhafi tígli á ásinn og aftur lauf-áttan. Sé spilið athugað, sést að vestur verður að eiga öll laufin fjögur, sem úti eru og var því nauðsyn- legt að spila áttunni til að blokk- era ekki litinn. Vestur lagði tíuna á og gosanum svínað. Tígull var nú trompaður heima og lauf- sjöinu svínað. Annar spaðatap- slagurinn hvarf síðan í laufkóng og síðasta lauf blinds sá um hinn. Vestur gat loks nú trompað en það var eini slagur varnarinnar. Það var rétt hjá spilaranum í vestur að leggja lauftíuna á átt- una. Sagnhafi á ekki innkomu á eigin hendi til að svina aftur laufi, ef hann á tígulsmáspil í stað annars spaðans. En það er líka eina staðan, sem vestur ræður við. Hún ætlar að veróa heimilisaðstoð hjá okkur! Sumar. Ég veit ekki hvort myndin verður enn til sýningar þegar þetta birtist, en það skiptir ekki öllu máli. Þegar ég sá myndina, tiltölulega fljótlega eftir að sýningarnar hófust, var lítill hóp- ur fólks fyrir utan innganginn að bíóinu og dreifðu miðum. Flestir tóku við þeim margir litu aðeins á þá og hentu þeim síðan frá sér og af þessu var hinn mesti óþrifn- aður. Mér hefði fundizt að þessir „mótmælendur" hefðu átt að sjá fyrir ruslafötum, svo þetta fyki ekki út um allt. En það er önnur saga. Á miðanum, sem var dreifi- bréf frá Palestínunefndinni á ís- landi, stóð m.a. að umrædd mynd væri gerð til þess að reka áróður fyrir yfirgangi ísraelsmanna og eitthvað í þá átt. Það er sjálfsagt erfitt að segja til um af hverju slík mynd var gerð nema helzt fyrir þá hugsan- legu auravon sem hún gæti veitt. En bágt á ég með að trúa að hún sé gerð beinlinis til að réttlæta verk ísraels-manna eins og nefnt er í dreifibréfinu. Það var ekki hún var mjög misjöfn kvikmynda- gagnrýnin sem kom í blöðunum hér um myndina, sumir sögðu að hér væri á ferðinni spennandi mynd, sem tekizt hefði ágætlega þrátt fyrir að hún hlyti að hafa verið framleidd á mettíma, en aðrir sögðu að hún væri tækni- lega mjög léleg, vegna þess að kastað hefði verið til hennar höndunum, af því að fólk yrði að sjá hana strax, áður en færi að fyrnast yfir atburðinn hjá fólki. Nóg um það — mitt álit er að þetta sé ágæt afþreyingarmynd og beri að taka hana sem slíka, hinn duldi áróður sem sumir þykjast sjá í hverju atriði mynd- arinnar, er naumast fyrir hendi nema hjá þeim sem sjá áróður í hverju sem er, og vilja ekki koma auga á áróðurinn þegar hann er augljós. Kvikmyndahúsgestur.“ I framhaldi af þessu mætti velta fyrír sér, eins og margir hafa gert, hvílík áhrif öryggis- verðir hafa á flugvöllum erlendis ROSIR - KOSSAR - 0G DAUÐI Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 32 f.'nútur yfir hálffjögur og fór fram úr rúminu til að opna glugga... — Ertu viss um að úrið þitt sé hárrétt, sagði Anders Löving strfðnislega. — Það hefur gengið rétt sfð- ustu þrjú árin... Nú, ég veit ekki hvað vakti mig. En skömmu seinna, llklega sjö eða átta mfnútum sfðar, heyrði ég einhvern hrópa — eða réttara sagí kveina... kveina svo hátt að það ifktist hrópi. Það endur- tók sig tvisvar. Það var ægilegt. Eg sá í afskræmdu andliti Ottos, uppsperrtum augum Piu og gráum augum Helele, næst- um þvf sjúklegan áhuga fyrir þvf sem ég var að segja. Christer hvarflaði augum I áttina að húsinu og sagði: — Þú hefur sennilega opnað gluggann sem er yfir hálfopn- um glugganum I herbergi Malmers forstjóra. Því næst sneri hann sér að Daniei Severin og sagði: — Hvað Ifður langur tfmi frá þvf að nitroglyserin er gefið og þar til það fer að verka? Er það seinverkandi eða koma áhrifin fljótt? — Mjög fljótt er mér nær að halda. Ég býst við að frú Bure hafi heyrt fyrsta kveinið fáein- um mfnútum eftir að veslings manninum hafði verið gefið það inn. — Það er að segja, sagði Löving áfjáður — að við getum nánast tfmasett morðið upp á mfnútu. Við vitum að það var framið rétt eftir klukkan hálf- fjögur, — eigum við að segja milli klukkan 3.36 og 3.40. Það er frábært. Viltu halda áfram, Puck... — Svo, sagði ég hraðmælt, — heyrði ég þyt f rörunum. Það hefur sennilega verið um það bil mfnútu eftir sfðasta veinið. Ég gerði mér grein fyrir að einhverjir aðrir en ég voru vak- andi f húsinu svo að ég greip náttsloppinn minn og fór niður til að athuga hvað væri að — ef eitthvað væri. Og þá fann ég ilminn úr eldhúsinu — ilm af nýlöguðu kaffi. Það fyrsta sem mér datt í hug var að Mina hefði fengið sér viðbót til að hressa sig á og ég læddist inn f svefnherbergið til að skiptast á orðum við hana. En... en hún svaf svo fast að ég hélt að hún væri dáin... Og forstjórinn... hann stundi og kveinaði vegna þess að. hann var f ægilegu krampakasti... — Þú heyrðir ekkert annað? Ekki neitt sem benti til að ein- hver hraðaði sér á brott? Ég hristi höfuðið eilftið hissa og það rann upp fyrir mér sú hrikalega staðreynd að ef málið væri svo vaxið sem við héldum, þá hefði engu munað að ég kæmi f flasið á morðingjan- um... Christer horfði á gróðurinn fyrir fótum sér og sagði eins og við sjálfan sig: — Það sem ég velti mest fyrir mér er þetta blessað kaffi. Hvers vegna tekur persóna upp á þvf að búa til kaffi áður en hafist er handa um að fremja þaulhugsað eiturmorð? — Hann — cða hún — hafa kannski hugsað sér að gefa sjúklingnum nitroglyserinið f kaffinu? stakk lögregiustjór- inn upp á, en allir viðstaddir mótmæltu harðlega þeirri kenningu. — Frederik drakk aldreí kaffi. — Læknar höfðu bannað hon- um það... — Það eru tfu ár síðan hann hefur bragðað kaffi... — Afa þótti kaffi ekki gott og fannst lyktin af þvf vond. —■ Nei,,, sagði Christer skyndilega — Ég get aðeíns séð eina skýringu á því, nefnilega að sú persóna sem hafði sett svefnlyf f kaffikönnuna sem Mina fékk sér úr, hafi verið áfjáður f að skilja engin spor eftir sig og þvf hafi leifunum af kaffinu sem Mina drakk verið hellt og búið til nýtt kaffi sem ekkert var saman við... Síðan hefur viðkomandi farið inn f svefnherbergið, hellt nitro- glyserininu f glas, beygt sig ástúðlega yfir gamla manninn og sagt: drekktu nú þetta. Þá Ifður þér betur. Svoná, reyndu að drekka það allt... Ég veitti þvf athygli að Gabriella kreppti hnefana og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.