Morgunblaðið - 16.02.1977, Side 31

Morgunblaðið - 16.02.1977, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1977 31 GETRAUNAÞÁTTUR MORGUNBLAÐSINS AF ÞEIM tíu léikjum sem fram fóru af seðlinum í síðustu viku, vorum við með heila átta rétta og ef frestuðu leikirnir eru einungis felldir niður, þá eiga lærisveinar okkar nokkra möguleika á ein- hverjum vinningi að þessu sinni (svo fremi sem enginn er með niu eða tíu leiki rétta). Ef kastað er upp um frestuðu leikina tvo, dvina sigurmöguleikarnir nokk- uð, en þó ekki með öllu. Það getur varla dulizt nokkrum manni, að eftir rólegan vetur, erum við nú sem óðast að komast i okkar al- besta tippform og nú gerum við okkur ekki ánægða með neitt nema þann stóra. Arsenai — West Ham 1 Velgengni West Ham ríður ekki við einteyming og hefur liðið nú sigrað í einum leik í röð, en við teljum, að sú sigurganga rofni að þessu sinni, enda var það bara Stoke sem þeir sigruðu á laugar- daginn. Öruggur heimasigur (3—0). Aston Villa — QPR 1 QPR hefur endurheimt fyrir- liða sinn, Gerry Francis, og styrk- ir það liðið að sjálfsögðu töluvert. Þrátt fyrir það er Villa mun sigur- stranglegra, enda hefur heima- völlur liðsins verið einn aðal höggstokkur stóru liðanna í vetur. Naumur heimasigur (2—1). Stundin Bristol C — Manchester City tvöfaldur x eða 2 Deildarstaða Bristol-liðsins seg- ir lítið um getu þess, liðið hefur leikið færri leiki en flest hinna botnliðanna og markahlutfall þess er miklu betra en nær- staddra liða. Á móti þessu vegur, að Manchester-liðið hefur leikið 16 leiki í röð án taps og kemur sterklega til greina í keppninni um titilinn í vor. Aðalspáin er markalaust jafntefli, en til vara tippum við á, að Manchester steli báðumstigum( (0—1) Leeds — Tottenham tvöfaldur x eða 1 Aðalspáin hér er jafntefli, vegna þess að Leeds hefur tapað stigi eða stigum til ólíklegustu liða á heimavelli sinum i vetur. Til vara höfum við heimasigur (0—1), vegna þess að Tottenham hefur aðeins hlotið tvö stig á úti- völlum í vetur. Leicester — Ipswich x Einn berdreyminn tjáði okkur, að þessi færi 2—2 og til þess að styggja hann eigi, samþykktum við það. Liverpool — Derby 1 Það tekur því ekki að eyða orð- um i þennan leik. Pottþéttur heimasigur (2—0). Manchester Utd. —Newcastle 1. Newcastle hyggur áreiðanlega á hefndir fvrir meðferðina sem nálgast þeir fengu í Manchester í deildar- bikarnum fyrr í vetur (2—7 rothögg). Sú hefnd verður að okkar mati að bíða betri tima, þvi að Manchester-liðið hefur undan- farið sýnt margt gott, en fátt slæmt, þar sem Newcastle hefur dalað nokkuð eftir allgóða byrjun og vörn liðsins hefur þótt gjaf- mildari en góðu hófi gegnir. Heimasigur (2—1). Norwich — Coventry tvöfaldur 1 eða x. Norwich er betra lið en margan grunar, til þess benda ýmsir athyglisverðir sigrar liðsins i vetur. Aðalspáin er sú að þeir bæti einum slíkum við, heimasig- ur (2—1). En við berum einnig virðingu fyrir Coventry og viður- kennum möguleika á jafntefli (1—1). Stoke — Everton 2. Af tveim framúrskarandi lélegum liðum, teljum við þó Everton heldur skárra, enda kemur það annað slagið fyrir, að þeir skora mark, sem er meira en Stoke gerir. Útisigur (0—1). Sunderland — Middlesboro x. Sunderland hefur nú leikið þrjá leiki i röð án taps og er marka- hlutfall þeirra 1—0, Sunderland í hag. Hefur liðið vart halað inn stig af sliku offorsi í allan vetur og verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu. Hvorugt þessara liða leggur sérstakt kapp á sóknarleikinn og gætu úrslitin orðið í samræmi við það. Við telj- um 0—0 vera líklegast, en 4—4 kemur vart til mála. Hull — Bolton 2. Hér er mikill gæðaflokks munur á liðunum og spáum við í samræmi við það, útisigur (1—3). Millwall — Blackpool, tvöfaldur 1 eða x Millwall er hörkulið, sérstakíega á heimaveMi og er aðalspáin sú, að Blackpool hafi ekki roð við þeim, heimasigur (2—0). Blaekpool er að missa hægt og bítandi af fyrstu deildar lestinni og gæti sú stað- reynd porrað þá upp í að ná jafn- vel öðru stiginu, en ekki meir. Seinni spá: jafntefli (1—1). —gg. BIKARKEPPNIFSÍ BIKARKEPPNI Fimleikasambands Islands fer fram á morgun, fimmtu- daginn 17. febrúar I íþróttahöllinni I Laugardal. Hefst keppni kl. 20 30 Parna er um að ræða flokkakeppni og hefur hvert félag rétt til þess að senda einn flokk til keppninnar af hvoru kyni. j piltaflokki verða keppn- isflokkar frá Ármanni, KR. Fylki og Gerplu en I kvennaflokki frá fyrr- nefndum félögum, frá Björk úr Hafn- arfirði og ÍR. Alls verða þvl keppend- ur F mótinu milli milli 60 og 70 talsins. Björgvin Björgvinsson skorar. Hann hefur ðtt einna beztan leik landsliðsmanna f leikjunum við SLASK Jafntefli á landsliðinu ÍSLENZKA handknattleikslands- liðið og pólska liðið SLASK gerðu jafntefli, 21—21, I leik slnum I Iþróttahúsinu á Akranesi í fyrra- kvöld, en í leik þessum sýndi fslenzka landsliðið loks sitt rétta andlit og var sigri nær. Var það ekki fyrr en á sfðustu stundu að Pólverjunum tókst að jafna, en fslenzka liðið hafði lengst af verið yfir í seinni hálfleiknum, með 3 mörk er staðan var 19—«6 og skammt var til leiksloka. Það sem gerði gæíumuninn fyrir íslenzka liðið i leik þessum var góð markvarzla Gunnars Einarssonar, sem stóð i markinu allan tímann. Vörn landsliðsins var líka öllu betri i leik þessum en verið hefur í æfingaleikjunum við SLASK, þótt oft mynduðust unni 20—20. Geir Hallsteinsson skoraði þá úr vitakasti fyrir landsliðið, 21—20, en á siðiistu stpndu tókst Pólverjunum að skora og jafna. Beztu leikmenn íslenzka liðsins i leik þessum voru þeir Gunnar Einarsson og Björgvin Björgvins- son, en Björgvin hefur komið allra leikmanna íslenzka liðsins bezt frá leikjunum við Pólverj- ana. Mörk landsliðsins skoruðu: Björgvin Björgvinsson 5, Geir Hallsteinsson 5, Þorbjörn Guðmundsson 4, Viggó Sigurðs- son 3, Ölafur Einarsson-2, Ágúst Svavarsson 1 og Bjarni Guðmundsson 1. Markhæstir SLASK-manna voru þeir Klempel og Maczucski sem skoruðu 4 mörk hvor. reyndar slæmar giompur í hana, sem Pólverjunum tókst að nýta sérvel. Gangur leiksins á Akranesi var í stuttu máli sá, að SLASK skoraði tvö fyrstu mörk leiksins, en lands- liðinu tókst síðan að jafna og kom- ast eitt mark yfir um miðjan fyrri hálfleik er staðan var 5—4. Eftir það var jafnt á öllum tölum upp i 10—10, en landsliðið skoraði svo siðasta mark hálfleiksins og hafði yfir í hleíi 11—10. í seinni hálfleik hafði svo lands- liðið yfir nær allan timann og eftir að munurin var orðinn þrjú mörk 19—16 og skammt til leiks- loka virtist sem íslenzkur sigur væri loks í höfn. En SLASK- leikmennirnir voru ekki á því að gefa sig, og jafnt var orðið á töl- Goðmundur Freyr, nýbakaður skjaldarhafi: „Aðeins stórátak getur komið í veg fyrir það að glímuiðkun leggist niður" Glíma nú aðeins iðkuð á fjórum stöðum á landinu — AÐEINS stórátak getur komið f veg fyrir að glímuiðk- un leggist niður, sagði nýbak- aður skjaldarhafi Guðmundur Freyr Halldórsson I samtali við blaðamann Morgunblaðsins að lokinni Skjaldarglfmu Ár- manns. — Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir þvi hvað það verður mikill missir ef glímu- iðkun leggst niður í landinu, sagði Guðmundur. Þetta er ekki bara íþrótt, þetta er þjóðararfur og ef gliman leggst niður, verður það svipað áfall og þegar við drápum siðasta Geirfuglinn. Það þarf að gera stórátak til þess að vinna glím- unni þann sess sem henni ber og i því efni tel ég árangursrik- ast að færa glímu inn í skólana og gera hana að skyldufagi, sagði Guðmundur Freyr. Við setningu Skjaldarglim- unnar flutti Ólafur H. Óskars- son skólastjóri á Seltjarnarnesi ávarp og gerði að umtalsefni þá hættulegu þróun, sem nú virð- ist vera í málefnum glímunnar. Fullyrti Ólafur að glímuiðkend- um færi sifellt fækkandi í land- inu og kvað hann glimu nú að- eins iðkaða á fjórum stöðum á landinu, í Reykjavik, Suður- Þingeyjarsýslu og tveimur stöð- um á Austurlandi. Annars stað- ar væri glíma ekki iðkuð og væri hún t.d. nánast horfin af Suðurlandi, þar sem hún stóð með hvað mestum blóma fyrir fáeinum árum. Gliman hefði séð sinn fifil fegri og lægju margar ástæður að baki, en að- allega hörð samkeppni við hóp- iþróttir, sem Ólafur kvað miklu auðlærðari og gæfu auk þess iðkendum sinum miklu fyrr tækifæri til þess að taka þátt í keppni. Ólafur sagði að Glimu- samband íslands hefði reynt að spyrna við fótum m.a. með þvi að senda glimukennara út um land til að útbreiða glímuna. Hefði orðið af þessu góðan árangur sums staðar en litill annars staðar, fyrst og fremst vegna þess að heima í héruðum hefði ekki verið til menn til að taka upp þráðinn, þar sem kennarinn sleppti honum. Og sú beizka staðreynd hefði kom- ið í ljós, að íþróttakennarar skólanna hefðu ekki treyst sér til glimukennslu og börið við kunnáttuleysi. Glíman yrði þvi minningin ein fyrir piltana, þegar sendikennari Glimusam- bandsins færi. Væri því brýnt, að glímunni yrði gert mun betri skil í íþróttakennaraskóla ís- lands en verið hefði. Einnig væri brýnt að afla fjármagns til glimustarfseminnar í landinu. Að lokum sagði Ólafur H. Óskarsson: „Því heiti ég á alla þá, sem hér eru samankomnir að veita glimunni það brautar- gengi, sem henni ber, sem merkilegri menningararfleið ís- lenzku þjóðarinnar og frábærri iþróttagrein." —SS. Elías 1,70 m í hástökki án atrennu ELÍAS Sveinsson KR náði mjög góð- um árangri í hástökki án atrennu á móti í sjónvarpssai um helgina er hann stökk 1.70 metra. Bætti Elías fyrri árangur sinn um 2 sm, og virtist fara vel yfir þessa hæð, og jafnvel vera I formi til að ógna íslandsmet- inu I greininni, en það er í eigu kappanna Vilhjálms Einarssonar og Jóns Þ. Ólafssonar ÍR. Lét Elías þó hækka úr 1.70 í 1.80 sm, en hann var langt frá að fara þá hæð. Lyftingamaðurinn Gústaf Agnars son KR sigraði í langstökki án at rennu á sama móti með 3.25 m og er það góður árangur. Elías stökk jafn- langt, en næst bezta stökk hans var lakara en næst bezta stökk Gústafs, sem þar með var sigurvegari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.