Morgunblaðið - 23.02.1977, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1977
3
Óf ullnægjandi varahlutir í 100
Boeing-þotum í Bandaríkjunum?
— Flugleiðir kaupa sína varahluti frá mörgum aðilum
BANDARÍSKA flugmálastjórnin
hefur skýrt frá því að möguleiki
sé á þvf að varahlutir, sem ekki
hafa tilskilin vottorð, hafi verið
settir í allt að 100 Boeing-
farþegaþotur ( Bandarfkjunum,
að því er brezka blaðið The
Financial Times skýrir frá.
Flugmálastjórnin leggur
áherslu á að ekkert hafi komið í
Ijós, sem benti til að varahlutirn-
ir séu hættulegir eða standist
ekki kröfur, en sú staðreynd að
þeir hafa ekki fengið tilskilin
opinher vottorð hefur orðið til
þess að stjórnin hefur mælst til
þess við fimm bandarfsk flug-
félög, sem nota Boeing 727 og 737
að fjarlægja varahluti úr þeim
innan 45 daga.
Þetta er annað málið af þessu
tagi, sem komið hefur upp i
Bandaríkjunum síðustu daga.
Fyrir rúmri viku siðan komu
fram ásakanir um að mikið magn
varahluta í þyrlur, sem ekkí
hefðu fengið tilskilin vottorð,
hefði verið selt um allan heim.
Varðandí farþegaþoturnar seg-
ir flugmálastjórnin hér sé aðal-
lega um að ræða rafeindatæki,
sem notuð eru i vængbörð, vængi,
lyftitæki, hluti i flugstjórntæki og
loftræstingu. Flugmálastjórnin
segir hlutina hafa verið fram-
ieidda af litlu fyrirtæki sem selur
flugiðnaðinum varahluti. Annað
fyrirtæki hefur útbúið merkingar
á hlutina, sem gefa til kynna að
þeir séu framleiddir og prófaðir
hjá Boeing.
FLUGLEIÐIR KAUPA
FRA MÖRGUM AÐILUM
Ásgeir Magnússon, flugvirki
hjá Flugleiðum, tjáði Morgun-
blaðinu í gærkvöldi að varahlutir
Öeðlilega
mörg tjón
á þyrlunum
— segir forstjóri
Landhelgis-
gæzlunnar
— ÞVÍ er ekki að neita að við
höfum verið mjög óánægðir
með útkomuna á Bell-
þyrlunum hjá okkur og hyggj-
umst kanna það mjög nákvæm-
lega hvort orsökin fyrir hinum
tíðu óhöppum geti verið gallað-
ir varahlutir, sagði Pétur Sig-
urðsson forstjóri Landhelgis-
gæzlunnar í viðtali við Morg-
unblaðið í gær. Eins og fram
hefur komið í blaðinu er talið
að um 600 þyrlum af gerðinni
Bell, Sikorsky og Westland séu
varahlutir, sem ekki eru full-
komnir að allri gerð.
Sagði Pétur Sigurðsson að
menn teldu að óeðlilega mörg
tjón hefðu orðið á Bell-þyrlum
Gæzlunnar og hefðu þau flest
orðið vegna bilana, sem gerðu
það að verkum að skrokkur
þyrlunnar færi að snúast á
móti spöóunum.
í Boeing-vélar Flugfélags Islands
væru keyptir frá mörgum aðilum
víðs vegar um Bandartkin. —
Boeing-verksmiðjurnar framleiða
ekki nema litinn hluta þeirra
hluta og tækja, sem notaðir eru í
Boeing-flugvélarnar, sagði Ásgeir
Magnússon. Sem dæmi má nefna
að Boeing framleiðir ekki dekkin
undir vélarnar, ekki hjólastellið,
ekki bremsuútbúnaðinn og ekki
demparana, svo við nefnum að-
eins nokkra hluti undir vélinni.
— Minni fyrirtæki víðs vegar f
Bandaríkjunum sérhæfa sig í hin-
um smærri einingum, en Boeing
verkímiðjurnar hafa hönd í
bagga með þeim hlutum og tækj-
um sem koma á markaðinn, gæða-
prófa þá og meta ef þeir eru nýrr-
ar tegundar. Boeing-
verksmiðjurnar tilkynna síðan vó-
skiptavinum sinum um allan
heim um nýjungarnar, sem koma
fram, en ef hluturinn likar ekki i
gæðamati Boeing-verksmiðjunnar
fer hann aldrei á markað, sagði
Ásgeir Magnússon.
Verðandi
með fund
um lýðræði
Verðandi, félag róttækra i H.Í.,
heldur fund í félagsheimili
stúdenta v/Hringbraut miðviku-
daginn 23. febrúar og fjallar um
lýðræði. Framsögumenn verða
þeir Pétur Tyrfingsson og Kjart-
an Gunnar Kjartansson.
Fundurinn er opin öllum og að
loknum framsöguerindum verða
frjálsar umræður.
(Fréttatilkynning)
Eins og a/lir vita
þá seldum við yfir 2000 Crown stereo
samstæður á síðasta ári.
Ef það eru ekki meðmæli þá eru
þau ekki til.
höfum viö flutt tækin í
gámum beint frá Japan
til íslands og þessvegna
eru þau nú ódýrari en
nokkru sinni fyrr eða
aðeins
Tæknilegar upplýsingar
Magnari
6—IC, 33 transístorar
23. díóður, 70 wött.
Útvarp
Orbylgja (FM) 88 108
megarið
Langbylgja 1 50-300 kllórift
MitSbyigja 520 1605 kílórið
Stuttbylgja 6 18 megarið
Segulband
MratJi 4,75 cm/s
Tiðntsvorun venjulegrar kas
ettu (snældu) er 40—8000
rtð
Tfðnisvórun Cr 02 kasettu er
40—12 000 nð
Tónflókt og blakt (wow &
flutter) betra en 0 3% RMS
Tlmi hraðspólunnar á 60 mln
spólu er 105 sek.
Upptókukerfi AC bias. 4 rása
stereo
Afþurrkunarkerfi AC afþurrkun
Plötuspilari
Fuff staerð affir hraðar, sjálf
virkur eða handstýrður Ná
kvæm þyngdarstiffing á þunga
nálar á plótu. Mótskautun míð
flóttans sem tryggtr lítið slít á
náf og piotum ásamt fuifkom
tnni upptóku
Magnetískur tónhaus
Hátalarar
Bassahátalari 20 cm af
koniskti ger8 MiS og hátíBní
hátaiait 7,7 cm af kóniskri
SHC-3200
TiSnisviB 40—20 000 ti8
Aukahlutir
Tveir hátafarar
Tveír hljóðnemar
Etn Cr 02 kasetta
FM ioftnet
Stuttbylgju loftnetsvir
Tækí ttl hreinsunar á tónhaus
um seguibands
BUÐIRIVIAR Skipholti 19 vi8 Nóatún
* simi 23800
26 ár I fararbroddi 26 ’9800