Morgunblaðið - 23.02.1977, Síða 5

Morgunblaðið - 23.02.1977, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1977 5 Klukkan 19.35: - N ý viðhorf í efnahagsmálum íslendinga í kvöld klukkan 19.35 flytur Kristján Friðriksson fyrsta erindi sitt af þremur í erindaflokki, er hann nefnir: Ný viðhorf í efna- hagsmálum íslendinga. Fyrsta erindið heitir: Breyttar aðstæður í líf- keðjunni við fsland. í þessu erindi gerir Kristján grein fyrir kenningu sinni um skýringu á hinu algjöra fiskleysi, sem stundum varð á íslandsmiðum fyrr á öldum. Kristján hefur kannað gamlar heimildir er greina frá fiskgengd við ísland og gert línurit, þar er það, sem sést hér á meðfylgjandi mynd. Línu- rit þetta sýnir sveiflur þær, sem urðu í fisk- veiðunum frá 1640 til 1900. Kristján Friðriksson telur sig hafa fundið skýringu á fiskleysinu og kvað það ráðlegt fyrir þá er Kristján Friðriksson á þætti hans hlusta, að þeir hefðu línuritið við höndina. Næsta erindi Kristjáns í þessum flokki verður flutt 9. marz og nefnist það Sextfu milljarða tekjuauki í þjóðarbúið ARj: ...Mjj.&aj'.HKíi.i..,. ....... .......... ..ádlikW............ ** i'O 76 $6 90 10 xó fO SO 66 76 80 00 W XO 60 4«? 30 60 70 90 IM* 1700 >»°0 1900 Hann er svo ljóðrænn,“ segir hún hlæjandi og bætir við: „Og látlaus um leið. Nei, ég hef nú lítið gert af því að syngja á sviði. Eins og ég sagði hér fyrr, þá er ég ekki óperusöng- kona. En fyrir svona átta til tíu árum var gerð til- raun með að setja þætti úr óperum á svið í Lindarbæ, undir stjór Ragnars Björnssonar og þar söng ég. Þetta var tilraun og i sjálfu sér ágæt leið til að flytja óperur á ódýran hátt. Jú, það vilja allir söng- varar, held ég, syngja á sviði. En það er bara svo lítiða að gera og oft ekki sviðsett meira en ein ópera á ári og þá oft sömu söngvararnir, sem verða fyrir valinu. Ég hef gert þó nokkuð af því að taka nemendur í einkakennslu svo og hef ég kennt við barnaskólann Schubert hér í Mosfellssveit. Annars er ég húsmóðir og á tvö börn á unglingsaldri, þannir að nóg er að gera. Þess utan erum við hjónin með mikla garðrækt, bæði innan húss og utan. Jú, jú ég hef sungið alla tíð. Alveg síðan ég var smá- stelpa, enda ólst ég upp í músík á æskuheimili mínu á Brúarlandi hér i Mosfellssveit. Móðurbróðir minn er Ólafur Magnússon, söngvari, og föðursystir mín var þekkt söngkona hér í eina tíð, hún heiti Jóhanna Jóhannsdóttir Johnsen. t Austur-þýzka ritskoðunin ÞESS var getið I Morgunblað- inu I gær að austur-þýzka ritskoðunin hefði endursent bréf Jóhanns H jálmarssonar til Reiners Kunze. Vegna þess hve myndin af umslaginu prentað- ist illa I blaðinu i gær birtum við mvndina aftur. Eins og sagði I blaðinu í gær hafði bréfið verið rifið upp af ríkisritskoðuninni og hún síðan limt umslagið aftur, krotað yfir heimilisfangið framan á því og límt á það miða, þar sem stóð: „Endursendið: Innihaldið brýt- ur gegn grein 1.1.1. á lista yfir „Bannaða hluti“. Inni i umslag- inu voru nokkrar úrklippur úr Morgunblaðinu með greinum um viðtakandann, Reiner Kunze, austur-þýzka skáldið, sem rekið var úr rithöfunda- sambandi Austur-Þýzkalands í nóvember siðastliðnum. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu i gær hafði Jóhann Hjálmarsson sent bréfið I ábyrgðarpósti til þess að það týndist ekki. Því var það endur- sent, ella hefði póstþjónustan orðið skaðabótaskyld fyrir hvarfi bréfsins. Þess má geta, að áletrunin á miðanum, sem tilkynnir, að bréfið skuli endur- sent er bæði á þýzku og frönsku. A 0 19 21 h 3 i Zuruck! R e t o u r i ?e.. ty 2 u Listaukandi... Til að veita listamönnum þjððarinnar enn betri þjónustu, höfum við opnað myndlistarhorn í verzlun okkar á Laugavegi 84. Myndlistarhornin eru því orðin tvó, í Hallarmúla og nú einnig á Laugavegi 84. Ath. ef þer óskið eftir litum í magnpakkningum sórpöntum við þá fyri.r yður. CHEEEÞ- LAUGAVEGI 84 HALLARMÚLA 2 í fleiri horn að líta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.