Morgunblaðið - 23.02.1977, Side 7

Morgunblaðið - 23.02.1977, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRUAR 1977 jrrr i 1 íhugunarverð getgáta t umræðu á Alþingi um atvinnulýðræði lét Eðvarð Sigurðsson, for- maður Dagsbrúnar, f Ijðs þá skoðun, að milli 60 og 70% fyrirtækja og stofnana, sem veittu at- vinnu f landinu, væru f höndum rfkis, sveitar- félaga eða samvinnu- félaga. Þetta væri stórum hærra hlutfall en tfðkaðist f nágranna- rfkjum. í blönduðu þjóðfélagi sem okkar er það ekki ný frétt, að rekstrar- form fyrirtækja séu með ýmsum hætti. Og vissulega geta aðstæður réttlætt opinberan rekstur, ef hann starfar á heiðarlegum jafn- keppnisgrundvelli við einkarekstur. Hins veg- ar er það stór spurning, hvort einkarekstur býr við slfka^afnkeppnisað- stöðu. t fyrsta lagi er stofnkostnaður rfkis- og bæjarrekinna fyrir- tækja yfirleitt greiddur að verulegum hluta af almannafé, þeim at- vinnutekjum borgar- anna, sem skattheimtan tekur til sfn. t öðru lagi fá þessi fyrirtæki, mörg hver,' rekstrarframlög af skattpeningum borgaranna. Þann veg hefur t.d. rekstrar- fjárstyrkt bæjarútgerð aðra aðstöðu en einka- aðili f útgerð, einkum þegar þess er gætt, að skattakerfið kemur f heildina litið mun þyngra niður á einka- framtaki heldur en opinberum rekstri, sem er undanþeginn ýmsum kvöðum samneyzlu- tfundar þjóðfélagsins. Almenningur og atvinnu- reksturinn Hér á landi hefur einkarekstur jafnan verið litinn vissu horn- auga. Hagkvæmni og hygginda gætir þó mun frekar f slfkum rekstri, af eðlilegum ástæðum, en þeim, sem sótt getur hugsanlegt tap sitt f vasa borgaranna. 1 stað þess að búa þann veg f haginn, að hinn al- menni borgari sjái hag sinn f þvf að setja spari- fé sitt á eðlilega vexti (arðsemi) f atvinnu- rekstri, t.d. með hluta- bréfakaupum, útilokar löggjafinn með skatt- kerfi sfnu arðsemi f ýmsum þáttum atvinnu- rekstrar. Svokallað „efnahagslegt" lýðræði yrði þó „virkara" ef hinn almenni borgari teldi sér hag f eign af því tagi, sem hér hefur verið gerð að umræðu- efni. Hvern veg væri t.d. að opna ýmis rfkis- eða bæjarrekin fyrir- tæki fyrir raunveru- legri almannaeign, þ.e. hlutafjáraðild hins af- menna borgara? Margur maðurinn kysi áreiðanlega heldur að verja þeim hluta skatt- greiðslna sinna, sem gengur f raun f slfk fyrirtæki, f eigin hluta- fjáreign. Og almennur skilningur á nauðsyn at- vinnurekstrar, eðli hans og vanda myndi án efa aukast með slfkri tilhögun. Mismunandi rekstrarform Mismunandi rekstrar- form, sem starfa á jafn- keppnisgrundvelli, geta skapað heilbrigða sam- keppni. Hér er þvf ekki sett fram sjónarmið, sem felur f sér neins konar útilokun eins rekstrarforms eða for- réttindi annars. Þvert á móti er þess krafizt, að mál verði þróuð I þá átt, að samkeppnin fari fram á heiðarlegum jafnkeppnisgrundvelli. Vel rekið fyrirtæki, sem skilar eðlilegum arði til eigenda sinna og til að standa undir eðli- legum vexti atvinnulffs- ins (atvinnuöryggi) og batnandi lífskjörum landsmanna, á að vera keppikefli, ekki „arð- ránsgrýla“ eins og alltof oft vill verða, vegna áróðurs vinstri afla f þjóðfélaginu. Við höfum vftin til varnaðar, allt f kringum okkur, þar sem atvinnu- rekstur hefur skroppið saman, og atvinnuleysi er þjóðfélagsböl, sem milljónir manna þurfa við að búa. Við þurfum að draga rétta lærdóma af þessari þróun, ef við eigum ekki að lenda f sömu súpunni. Forsend- an fyrir því að það tak- ist er að almannavið- horf til eðlilegs og heil- brigðs atvinnurekstrar breytist hér á landi, þann veg, að við byggj- um upp en brjótum ekki niður það, sem verðmætasköpun og framtfðarvelmegun f landinu byggist á. t þvf efni sem fleirum er ekki ráð nema f tfma sé tekið. VARAHLUtii SMURSTÖO bílagler bilamálun Fyllum upp s/itna málmfleti og slípum þá sfðan í upphaflegt má/. Fyllum með: 0 Stáli af mismunandi hörkustigum. 0 Ryðfríu stá/i. 0 Kopar. 15 ára reynsla / ásprautun á alls konar öxla, bæði í bí/a, vinnuvé/ar, báta og skip. EF ÞAÐ ER FRETT- fh y MORGUNBLAÐINU ak;lýsin(;a- SÍMINN ER: 22480 Er byrjuð með megrunarkúrana aftur Vil vekja sérstaka athygli á 1 0 tirr.a megrunarkúrum. Megrunarnudd, partanudd og afslöppunarnudd. Nudd — sauna — mælingar — vigtun — matseðill Nudd- og snyrtistofa, Astu Baldvinsdóttur, Hrauntungu 85 Kópavogi Opið til kl. 10 öll kvöld Bílastæði, Sími 40609. FLUGMALAFELAG ISLANDS Almennur fundur um flugvallamál verður haldin í ráðstefnusal Hótel Loftleiða í kvöld kl. 20:30. Frummælendur: GuðmundurG. Þórarinsson Leifur Magnússon Á eftir verða hringborðsumræður undir stjórn Ómars Ragnarssonar. Allir velkomnir. „ .. Stjórnin. LYSTADÚN húsgagnasvampurinn. WONUSTÍAN Svampurinn veitir nánast fullkomið hugmyndafrelsi í hönnun. Svampurinn er ódýrt efni. malmfylling Komdu með hugmyndir þínar. Við bendum þér á hvernig hagkvæmast og ódýrast verður að útfæra hafir þú enga hugmynd þá komdu samt. Við höfum nokkrar sem gætu hentað þér. Áklæði bjóðum við líka, t.d. hagstæðu verði. Þú getur svo saumað, eða við,;

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.